Morgunblaðið - 02.02.1954, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 02.02.1954, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 2. febrúar 1954 MORGVNBLAÐIÐ 9 Siðgæðishugsjón kristindómsms lífsbjnrgurvon munnkynsins 'Á SUNNUDAGINN var gekk ég heim til hins nýkjörna biskups yfir íslandi, Ásmundar Guð- mundssonar. Hann hefur í mörg ár átt heimili að Laufásvegi 75 hér í bæ. Hitti ég hann þar á hinni vistlegu skrifstofu hans. Ég hafði gert boð á undan mér og farið fram á það við hann, að hann segði mér eitthvað um hug- renningar sínar viðvíkjandi bisk- upsembættinu og hvað hann að- allega hyggðist fyrir til athafna Og aðgerða í starfi sínu, er hann nú er að taka við. Ásmundur er maður hógvær og varfærinn, sem kunnugt er. Lætur jafnan lítið yfir sér. Fann ég það á honum strax, að hann teldi sig vanbúinn því að vera margorðan um fyrirætlanir sínar í rekstri embættis síns. HÖFUÐATRIÐIÐ — Það er mér höfuðatriði, sagði Ásmundur biskup í upphafi máls síns, „að þann skamma tíma sem ég kann að eiga í biskupsstarfi, þokist hugsunarháttur lands- j manna í þá átt, að kirkjan verði , ekki í augum þeirra fyrst og j fremst sérstök stofnun er stétt embættimanna annast, heldur verði hún lifandi, umfram allt félagsskapur er nái með áhrifum sínum til sem flestra, helzt allra landsmanna. HINN SANNI „PRESTDÓMUR" Eigum við að aðhyllast þá hug- sjón Luthers, um„hinn almenna prestdóm", er einnig kemur fram í Nýja testamentinu: Að í raun réttri eigi allir að vera prestar í' hvaða stöðu, sem þeir eru, og við hvaða störf sem þeir vinna. Allir eiga þeir að efla kristindóminn, hver í sínum verbahríng. — En finnst þér þá ekki að nauðsyn beri til þess að öllum almenningi verði Ieiðbeint í því, með hvaða hætti þeir eigi og geti rækt sitt siðbætandi starf? | — Að sjálfsögðu er mér það Ijóst. Einmitt vegna þessarar i nauðsynlegu handleiðslu lít ég á j það sem höfuðnauðsyn kristin- j dómsins og kristindómsfræðsl-, unnar í landinu, að sem allra nánast samstarf verði á milli heiriiilanna, kennarastéttarinnar og prestanna. Takist það samstarf, ætti kristi legu uppeldi æskunnar að vera borgið. „ANDLEG LÍFSSKOÐUN" Fagna ég því af alhug, segir foiskup, hve greinílega sjást þess merki, að hugir íslendinga hneigj ast nú meira til andlegrar lífs- skoðunar en fyrir tveim til þrem áratugum. Að minni hyggju stendur sú gleðilega hugarfarsbreyting í beinu sambandi við það, að fleiri og fleiri hugsandi menn með þjóð vorri, sjá nú, sem er, að mannkynið er þannig á vegi statt, að eina lífsbjargarvon þess er að efla nú sem mest og bezt sið- jgæðishugsjón kristindómsins og fylgja henni fram. Kristíndómur- ínn verður að reynast og verða þess megnugur að verða sá grund völlur, sem allar andlegar fram- farir byggjast á. Það er mín eindrægna skoðun, að íslendingar hafi á síðustu ár- um fjariægst Surtshelli efnis- hyggjunnar. En vegna þess, að þessi straumhvörf eru tiltölulega ný, geri ég mér það ljóst, hve mikil ábyrgð hvílir á herðum okkar, sem einmitt nú höfum málefni kirkjunnar með hönd- um. Þó enn ríki deyfð í kristindóms málum okkar á ýmsum sviðum, þá er ýmislegt í þjóðlífi okkar og kirkjumálum, er ber vott um, að við getum haft von um bjart- ari tíma framundan. Nú starfa t. d. sunnudagaskólar fyrir börn um allt landið og margír prestar halda sérstakar guðsþjónustur íyrir börnin. Guðmundsson biskup Pella féll eftir van- tronst eigin flokks !■ ar j íramfarir Yngri menn kristilega flokksins hindra sam- starf við hægri flokkana. Krefjast fyrst og IC8 nnir igu fremst skiptingu stórjarða. * , -- 1 Ásmundur Guðmundsson biskup og kona hans, frú Steinunn Magnúsdóttir frá Gilsbakka. — Myndin er tekin í gær á heimili biskups að Laufásvegi 75. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Á þetta m. a. rót sína að rekja til þess, að síðan Guðfræðideildin kom í hin nýju húsakynni Há- skólans, hefur þar verið starf- andi sunnudagaskóli fyrir börn. Við þann skóla hafa bæði kenn- arar og nemendur deildarinnar starfað. En þeir tilvonandi prest- ar, sem þar hafa verið á undan- förnum árum, telja það sjálfsagð- an hlut, að þeir haldi áfram slíkri starfsemi í söfnuðum sínum. j „GRÓANDI í KRISTINDÓMI" j Ég þykist þess fullviss, að ís- lendingar eigi fyrir höndum gró- anda í kristindómsmálum. Greini- legan vott þess tel ég vera, hve mikil framför hefur orðið í söng- málum kirkjunnar. Á hverju ári hafa komið fram nýir öflugir kirkjukórar en iðkun kirkjusöngs samæfir jafnan hugi manna á virkjan hátt. Oft verður þátttak- an í kirkjusöngnum fyrsta sporið til þess, að menn komast í nánari tengsl við hið kirkjulega sam-1 starf. Það er ekki nóg, að menn j séu aðeins áhorfendur eða áheyr- j endur að guðsþjónustunni. Þeir j verða einnig að vera virkir þátt- takendur. HIN VIRKA ÞÁTTTAKA Höfð er eftir kennara einum bessi eftirtektaverða athuga- semd: „Ég hefi hlýtt á hundruð prédik ana um æfina, en aðeins haldið eina sjálfur. Mér virðist þessi eina hafa haft meiri áhrif á mig en allar hinar“. í þessi setningu kemur greini- lega fram, hversu geysilegS þýð- ingu þáð hefur fyrir einstaka menn og hugarfar þeirra, er þeir sjálfir verða virkir þátttakendur í starfi. ENDURREISN SKÁLHOLTSSTAÐAR — Hvað getur þú sagt mér um endurreisn Skálholtsstaðar og þáttttöku þína í því velferðar- máli kirkjunnar? — Eitt af fyrstu verkunum, er bíða mín í biskupsstarfinu, verð- ur að ræða við ríkisstjórnina um það mál. Vænti ég að sjálfsögðu hinna beztu undirtekta. Hafði fyrirrennari minn, sem kunnugt er, mikinn áhuga fyrir því máli og fellur það í minn hlut að taka upp þráðinn, þar sem hans missti við. ÁRIÐ 1956 í fyllsta máta væri æskilegt, ef því væri með nokkru móti við komið, að komin verði upp kirkja og prestseturshús á 500 ára afmæli Skálholtsstaðar sumarið 1956. Á því ári fara hér að sjálfsögðu fram hátíðahöld til minningar um, að þá eru liðin 900 ár frá því er fyrsti ísienzki biskupinn, Isleifur Gissurarson, tók við biskupsdómi. Þætti mér það mjög æskilegt, svo ekki sé fastara að orði kveð ið, að þá verði haldin hér kirkju- leg sýning. Þegar hefur verið ákveðið, að hér verði á því sumri sameiginlegt mót prestafélaga á Norðurlöndum. Er ekki ótilhlýði legt, að þá verði haldinn hér al mennur biskupafundur Norður- landa, enda hefur það komið til orða. HIN NÝJA KIRKJA — En hvað um kirkjubygging- una í Skálholti? — Á síðustu árum hafa farið fram nokkrar fornminjarann- sóknir í kirkjugarðinum í Skál- holti, í því skyni, að menn kom- ist að raun um, hvaða minjar eru þar frá fyrri kirkjubygging- um. Á sumri komanda er von á norskum fornfræðingi hingað, Hákoni Christie að nafni, er á að veita forstöðu fullnaðarrann- sókn í því efni. Að sjálfsögðu verða menn að gera sér grein fyrir í aðalatrið- um, hvernig væntanlegri kirkju- byggingu verður hagað, áður en til nokkurra framkvæmda kem- ur og má ætla að þær rannsókn- ir, er farið hafa fram í Skálholti og eiga eftir að fara fram, geti stutt að því að hin nýja kirkja verði í sem fyllstu samræmi við fyrri kirkjur staðarins. — Að mínu áliti, sagir biskup, Framh, á bls. 12 STJÓRNARKREPPA er nú á Ítalíu. Giuseppe Pella forsætis ráSlíerra sagði af sér 5. janúar. Þessi stjórnarkreppa er mjög aivarleg, þar sem hún stafar af sssnílrungu innan kristilega flökksiíís sjálfs og er jafnvel talsn bætta á því að þessi stærsti tlokkur Ítalíu, sem hefsar fcstíiið við jafnvægi í stjórnmiilsnn landsins kunni að klu'ftsa. Eom þetta í ljós nú sáðast, «sr JFaufani, einn af for- ingjssm Serastilega flokksins varffi a® gstfest upp við stjórn army Bðnau NÁÐI SAMSTARFI VIÐ HÆGRI FLOKKA Pe!b 'sair forsætisráðherra í nærri fkœan mánuði. Tók hann við erœhætti nokkru eftir þingkosniiagar., þar sem samstarfs flokkar Krisldega flokksins töp- uðu svo mákta fylgi, að hinir gömlu stjórnarflokkar höfðu ekki nægilegan meirililuta á þingi. Var Pella þá falin istjórnarmyndun, hann var þingmaður kristilega flokksins, en hægrisinnaður svo að hægri-flokkar svo sem kon- ungssinnar veittu honum stuðn- ing. Pella-stjórnin sat lengur en fyrst var ætlað. Það var í fyrstu ætlunin að Pella færi aðeins skamman tíma með völd. Grundvöllur stjórnar- sambandsins í ráðuneyti hans var mjög veikur, enda tilætlunin sú ein að geta afgreitt fjárlög, sem voru orðin á eftir áætlun. En þá gaus Trieste-málið upp, þar sem Amintore Fanfani mistókst stjórnarmyndun. þessi nýi forsætisráðherra varð forustumaður itölsku þjóðarinnar í hjartans máli hennar. ER LITT HLYNNTUR SKIPTINGU STÓREIGNA í innanlandsmálum var Pelia viðkvæmur fyrir hægrimönn- um. — Hann reyndi stöðugt að fjölga hægriSinnuðum vararáðherrum og hann hefur margsinnis lýst því yfir að hann geti starfað með konungssinnum. En það sem mestri ólgu hefur valdið er að til þess að geðjast. hægrisinnuðum auðmönnum i landinu hefur hann dregið úr framkvæmdum um skiptingu stórra jarðeigna á Suður-Ítalíu. Stóru jarðeignirnar á Suður Italíu, Apúlíu og Kalabríu eru eitt mesta vandamál ítala í dag, þótt stjórnir De Gasperis hafi á undanförnum árum unnið mark- visst að lausn þess. Þannig hagar til að mestallt landið er í eign auðugra manna inni í borgunum. Þeir hirða lítið sem ekkert um ræktun þess og eru fjötur um fót almennum framkvæmdum. Með- an svo er, situr alþýða manna jarðnæðislaus í smáþorpum og: skortir ræktarmold til að lifa af. AÐALSTEFNUSKRÁ UNGRA MANNA Það eru sérstaklega yngri menn í kristilega flokknum, sem hafa sett sér það að mark- miði að koma á réttlátri skipt- ingu stórjarðanna. Þeir krefj- ast þess að smábóndinn eignist land fyrir sig og sína fjöl- skyldu. Verði landinu skipt, trúa þeir að sniábændurnir myndu bráðlega rækta þetta land upp, sem annars leggst í auðn og verður að sólbrenndri eyðimörk. Ungu mennirnir í kristilega flokknum hafa því mjög tekið að ókyrrast, er það varð ljóst, að Pella virtist litla áherzlu leggja á áframhaldandi skiptingu stór- jarðanna. RÁÐHERRASKIPUN AFTURKÖLLUÐ Rétt eftir áramót sauð svo upp- úr, þegar Pella skipaði nýjan mann í embætti landbúnaðarráð- herra, Salvatore Aldisio, sem er hægrisinnaður kristilegur þing- maður. Var það vitað að Aldisio var mótfallinn skiptingu jarð- anna og var því auðskilið hvaða þýðingu það myndi hafa ef hann yrði „landbúnaðar“-ráðherra. Var skipun Aldisios tekin til umræðu á flokksfundi og var mikill hiti í mönnum. Að lokum var atkvæðagreiðsla um málið og voru fylgismenn jarðskiptingar í miklum meirihluta. Neitaði flokk urinn að samþykkja skipun Aldis ios. Þetta þýddi að Pella varð að segja af sér. Síðan hefur Amintore Fanfani verið falið að gera tilraun til stjórnarmyndunar. Hann er vin- sæll framfarasinnaður maður. Óskaði hann fyrst og fremst eft- ir samstarfi við hina miðflokk- ana. Hann náði ekki nægilegum meirihluta á þingi, þar sem kon- ungssinnar greiddu atkvæði gegn stjórn hans. ■ . Nú þykir allt benda til að löng og erfið stjórnarkreppa sé fram- undan. Innan kristilega flokksins sem hingað til hefur verið hald- gott drifakkeri ítalskra stjórn- mála, virðist nú ríkja upplausn. Pella, hinn fráfarandi forsætis- ráðherra hefur getið sér vinsæld- ir meðal almennings fyrir kröf- urnar i Trieste-málinu, en raun- hæfar aðgerðir sínar getur hann. Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.