Morgunblaðið - 26.08.1954, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.08.1954, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimiritudagur 26. ágúst 1954 „Firra að unga iólkið vilji ekkert með kristindóm hafa“ EINS og þegar hefir verið getið um hér í blaðinu var hinum nýja sumarskóla að Löngumýri í Skagafirði, slitið hinn 18. þ.m. Mbl. hefir átt samtal við aðal- kennara skólans, Ólaf Skúlason, guðfræðinema frá Keflavík, sem lét í té ýmsar upplýsingar um starfsemi og starfsháttu skólans. Ólafur kenndi við skólann aðal- lega kristinfræði og ísl. bók- menntir. — Þessi skóli — sagði Ólafur, er tilraun sem er fyrst og fremst hugmynd Ingibjargar Jóhanns- dóttur, forstöðukonu húsmæðra- skólans að Löngumýri, og að ýmsu leyti hliðstæður lýðháskól- unum hjá frændþjóðum okkar á Norðurlöndum. Hann er byggður algerlega á kristilegum og þjóð- legum grundvelli, enda stendur og þjóðkirkjan' íslenzka að baki starfsemi hans. 32 STÚLKUR — ALLAR NEMA EIN ÚR KAUPSTAÐ — Skólinn er eingöngu ætlað- ur stúlkum? — Já, 32 stúlkur sóttu hann, allar nema ein úr hinum ýmsu kaupstöðum landsins, flestar úr Keflavík, 10 talsins, aðrar úr Reykjavík, Vestmannaeyjum, Akranesi, Hafnarfirði og Akur- eyri. Sveitastúlkan, þessi eina, sem á skólanum var, var úr Skagafirðinum. 11 stúlknanna voru allan tímann, 8 vikur, sem skólinn starfaði, en lágmarks- tíminn, sem til greina kom við skólann voru 10 dagar. — Var skólavistin .bundin ákveðnu aldurstakmarki? — Já, aldurstakmarkið var í fyrstu sett 15 ár en síðan lækkað mður í 14, en flestar voru stúlk- urnar á aldrinum 15—17 ára, fá- einar samt yfir tvítugsaldur. Þetta voru Stúlkur af öllum stétt- um, verkamanna- og embættis- mannadætur og prýðilega fór á með þeim öllum. HVERNIG DEGINUM VAR VARID — Hvernig var svo deginum varið — í aðalatriðum? — Kl. 9 byrjuðum við með almennri helgistund, bæn og sálmasöng. Síðan var tími í kristn um fræðum. Var það fastur tími alla daga. í honum var lesið úr biblíunni með skýringum og frjálsum umræðum um viðhorf til kristindóms og trúmála. Var áherzla lögð á, að þessir tímar í væru sem allra frjálslegastir. Stúlkurnar komu fram með at- hugasemdir og spurningar, sem við síðan ræddum sameiginlega og reyndum að skýra. Var mjög ánægjulegt, hve stúlkurnar sýndu mikinn áhuga á þessari kristindóinsfræðslu og í helgi- stundunum tóku þær þátt af lífi og sál og vildu með engu móti vera án þeirra. Það er mikið um það kvartað, hve æskulýðurinn í dag sé frábitinn öllu, sem lýtur að trú og kristindómi, en mér fannst reynsla mín á skólanum á Löngumýri leiða hið gagnstæða í Ijós. Unga fólkið er, býst ég við, engu ótrúhneigðara en áður, að- eins ef eitthvað er gert til áð glæða og hlúa að trúarhneigð þess. GAMALL MISSKILNÍNGUR Það eru einnig margir sem standa — og vilja standa í þeirri meiningu, að öll kristindóms- | fræðsla hafi í för með sér margs konar þvinganir og ófrjálsræði, Sem ekki samrýmist æskulund- inni, en slíkt er auðvitað aiger j misskilningur. Ég held, að engri stúlkunni á Löngumýri í sumar hafi nokkru sinni mndizt, að hömlur væru lagðar á æskufjör þeirra og lífs- gleði. Þær hlógu, sungu og ærsl- —segir m%m guðlræSinemi, Ólafur Skúlason, aðai- kennari við Sumarskóiann að Löngumýri Ingibjörg Jóhannsdóttir, forstöðukona. uðust, án þess að átalið væri, sem ókristilegt athæfi á nokkurn hátt. LEIÐINLEGT VEÐURFAR HAMLAÐI ÚTIVIST Að kristinfræðitímanum lokn- um — heldur Ólafur áfram — var tími í söng og raddþjálfun' og matreiðslu og garðyrkju. Eftir há degið voru tímar í handavinnu — eða söng og að miðdegisdrykk loknum var tímanum varið til útiveru, íþrótta og leikja. Við gengum venjulega annan hvern dag til Varmahlíðar, sem er um það bil hálftíma gangur frá Löngumýri og syntum þar í sund- lauginni og iðkuðum útileiki. Annars hamlaði kalt og leiðinlegt veðurfar allri útivist og var við það mikils misst. SKEMMTILEGAR KVÖLDVÖKUR Að sundinu og útivistinni lok- inni voru stúlkurnar að jafnaði fríar ferða sinna þangað til um kvöldið, að komið var að kvöld- vökunni, sem þær sáu um sjálf- ar að langmestu leyti. Þar voru Ólafur Skúlason dansaðir þjóðdansar, sungið og leikið, lesið upp og dansað og var jafnan hin bezta skemmtun af. Kvöldinu lauk svo með helgi- stund, bænagerð og sálmasöng, svipað og um morguninn. FERDALÖG UH SKAGAFJÖRÐ OG VÍÖAR — Þið ferðuðust einnig um Skagafjörðinn — er ekki svo? — Jú, og ekki einungis um Skagafjörðinn heldur fórum við einnig í lengri ferðir, til Siglu- fjarðar, Akureyrar, í Vaglaskóg og út á Skaga. Innan Skagafja’rð- ar var farið í margar skemmti- ferðir og stundum á hestbak, en það þótti hámark allrar ánægju. — Hvað um kostnað við sköla- vistina? — Hver stúlka borgaði 27 kr. á dag fyrir fæði, húsnæði og kennslu, en þar við bættist kostn aður við ferðalögin. GÓDUR ÁRANGUR — Svo að þér teljið, að árang- ur af þessari nýju skólastarf- semi hafi orðið svo sem vonir stóðu til? — Já, örugglega held ég það. Stúlkurnar virtust allar una sér sérlega vel og höfðu margar að orði að koma aftur næsta sumar. Þá finnst mér og sérstök ástæða til — sagði Ólafur að lokum — að gleðjast yfir því hve stúlkurnar sýndu mikinn áhuga á kristnu fræðunum. Þær hlustuðu alltaf með eftirtekt í kristinfræðitím- unum og sönnuðu í einu og öllu að það er hrein fjarstæða, að unga fólkið vilji helzt ekkert skipta sér af kristindómi né heyra á hann minnzt. sib. Tveir unglingar fara fil búnaðamáms í Horegi EINS Og frá var skýrt í blöðum og útvarpi, hefur tveimur íslend- ingum verið boðin ókeypis skóla- vist í bændaskólum, þar sem eru eign Hörðalands'fylkis í Vestur- Noregi. Boð þetta er framkomið fyrir atbeina félagsins Norsk- Islandsk Samfund, en það fóll Islandsk Samfund, en það fól Félaginu Ísland-Noregur að aug- lýsa boðið og velja nemendur. 15 ungir menn sóttu um skóla- vist þessa. Eftir hlutkesti milli 5 þeirra, er fremstir stóðu, kom upp hlut- ur Kjartans Helgasonar frá Hvammi í Hrunamannahreppi og Gunnars Ólafssonar, Sólvalla- götu 14, Reykjavík. Þessir tveir ungu menn fara því til Noregs til búnaðarnáms í lok septémbermánaðar og mun annar nema í Búnaðarháskólan- um að Steini skammt frá Björg- vin, en hinn í Búnaðarháskólann á Vors. Er gott til þess að vita, að ungir menn stundi nám í venjulegum bændaskólum hjá frændþjóðun- um jafnhliða því, að bændaskól- arnir hér heima eru fullsetnir, slíkt gefur bændastéttinni meiri fjölbreytni og útsýn um mennt- unarhætti. (Frá Félaginu ísland — Noregur) mo LONDON, 24. ágúst — Brezka stjórnin héfur algerlega hafnað mótmælum pólsku stjórnarinnar gegn því að pólska flóttamann- inum Antoni Klimovics var veitt hæli í Englandi sem pólitískum flóttamanni. Einnig hefur brezka Itjórnin neitað að greiða skaða- bætur vegna þess tjóns er varð á skipinu Jaroslaw Dabrowski, þegar flóttamaðurinn var frels- aður. Segja Bretar að Lundúna- lögreglan hafi verið í fullum rétti að írelsa manninn með valdi eftir að póiski skipstjórinn hafði neitað að hlíta fyrirskipunum. — Reuter. Forsetahjónin heim- sækfa Eskiijörð, FÖSTUDAGINN 13. ágúst heim- sóttu forsetahjóriin Eskifjörð. Kl. 2 e.h. kom varðskipið Þór fán- um skreytt inn íjörðinn í glaða sólskini. Fánar blöktu á . hverri stöng í þorpinu. Móttö^júáthöfn fór fram á bæjarbryggjunni, sem var fán- um sl^reytt. Ræðustóll skreyttur lyngi og íslenzká fáanum var á bi'yggjunni. Þar var og skraut- hlið vafið lyngi i^ieð áletruninni ,,Veikomin“. Litj.ir stúlkur í hvít um kjólum og skátastúlkur stóðu heiðursvörð ásamt fjölda barna með fána í hönd. Mikill mann- fjöldi var þarna saman kominn. Þegar forsetaskipið lagðist að bryggju, lék Lúðrasveit Eskifjarð ar undir stjórn Auðbjörns Emils- sonar og Bóas Emilsson heilsaði með fánakveðju. Þá bauð oddviti Eskifjarðar, Lúther Guðnason, forsetahjónin velkomin með ræðu og karlakórinn Glaður söng undir stjórn Hjalta Guðnasonar. Forseti svaraði af skipsfjöl og lúðrasveitin lék „Ó, fögur er vor fósturjörð“. Þegar- forsetahjónin stigu á land, gekk lítil stúlka í íslenzkum búningi til móts við þau og færði forsetafrúnni blóm- vönd. Hreppsnefndir Eskif jarðar- og Helgustaðarhrepps tóku á móti forsetahjónunum á bryggj- unni og kynnti sýslumaður Suður Múlasýslu hreppsnefndirnar fyr- ir forsetahjónunum, en hann var í fylgd með forseta ásamt konu sinni. Þegar athöfninni á bryggjunni var lokið, var gengið í skrúð- göngu til barnaskólans. í farar- broddi voru fánaberar, skátastúlk ur og skrúðfylking barna. Margir fánar blöktu við hún við barna- skólann. Búðargluggar voru skreyttir með íslenzkum fánum, blómum og myndum af forseta- hjónunum. Um 150 manns tóku þátt í kaffi hófi í skólanum. Skúli Þorsteins- son, skólastjóri, ávarpaði forseta- hjónin og stjórnaði hófinu. Sókn- arpresturinn, séra Þorgeir Jóns- son flutti ræðu, frú Anna Sigurð- ardóttir ávarpaði forsetafrúna og karlakórinn söng. Þá töluðu for- setahjónin. Að ræðu forseta lok- inni var sungið „ísland ögrum skorið“. Að hófinu loknu skoðaði forseti þorpið þar á meðal raf- stöðina, hraðfrystihúsið og skreið argeymslur togarafélagsins Aust- firðings undir leiðsögn forstjór- anna, Kristjáns Kristjánssonar, Ingólfs Hallgrímssonar og Þor- leifs Jónssonar. Forsetafrúin skoð aði skrúðgarð kvenfélagsins. Þar flutti frú Friðrikka Sæmunds- dóttir formaður félagsins, ávarp. Formaður sóknarnefndar, frú Guðrún Sigurðardóttir, sýndi for setahjónunum kirkjuna. Frá kirkju var gengið til skips. Á bryggjunni flutti Skúli Þor- steinsson, skólastjóri, kveðju- ávarp til forsetahjónanna og þakkaði þeim komuna. Var for- seti hylltur með ferföldu húrra- hrópi. Forseti svaraði, þakkaði móttökurnar, og bað menn minn- ast fósturjarðarinnar með húrra- hrópi. Heimsókn forsetans lauk með því að mannfjöldinn söng þjóðsönginn. Skip forsetans leysti landfestar kl. 5.30. Undirbúning að hófinu í skól- anum annaðist frú Ólafía Auð- undsdóttir ásamt frú Sigrúnu Sig urðardóttur og frú Halldóru Guð- mundsdóttur. Guðmundur Auðbjörnsson sá um skreytingu á bryggjunni. Veður var óvenju gott allan daginn og fólk í hátíðaskapi. Guðm. Á. Auðbjörnsson. Heimsókn forsetahjón- anna í Breiðdal Úr Breiðdal, HINN 11. þ.m. kom forseti íslands herra Ásgeir Ásgeirsson og for- setafrú Dóra Þórhallsdóttir í op- inbera heimsókn hingað í Breið- dalinn. Fámennu og strjálbýlu byggðarlagi var mikill vandi á höndum að taka á móti þjóðhöfð- ingja. Breiðdalsvík var fyrsta viðkoma í lögsagnarumdæmi Suður-Múlasýslu, og kom því sýslumaður Sunnmýlinga, Lúð- vík Ingvarsson, ásamt frú sinni hingað til að taka á móti forseta- hjónunum. Á bryggjunni hafði verið komið fyrir hliði prýddu með fánum og bjarkargreinum, en yfir það strengdur borði með áletruninni: Velkominn forséti íslands og frú. Áletrunina hafði Sigurður Magnússon, vélstjóri á Breiðdalsvík gert af mikilli smekkvísi. Laust fyrir kl. eitt gengu for- setahjónin á land. Margt fólk hafði safnast saman á bryggjunni og börn báru litla fána. Sýslu- maður ávarpaði forsetahjónin með snjallri ræðu, en forsetinn þakkaði. Sýslumannsfrúin af- henti forsetafrúnni fagran blóm- vönd. Þá kynnti sýslumaður sveit arstjórnarmenn fyrir forseta og konur þeirra, og að því búnu var gengið til bifreiðanna og ekig í Eydali, þar sem kirkjan og kirkju garðurinn var skoðað. Að því loknu var ekið til sam- komuhússins, en þar hafði hrepps nefndin boðið forseta og fylgdar- liði til kaffidrykkju, ásamt því innanhéraðsfólki, sem tök hafði á að sitja hófið. Þar heilsuðu for- sétahjónin öllum viðstöddum en oddviti hreppsnefndarinnar kynnti. Hann stjórnaði og sam- sætinu, en þar fluttu ræður: Sýslumaður Sunnmýlinga, Lúð- vík Ingvarsson, Sigurjón Jónsson, bóndi og sýsíunefndarmaður f Snæhvammi, frú Anna Þorsteins- dóttir, Eydölum, séra Kristinn Hóseasson, Eydölum og forseti ís- lands, Ásgeir Asgeirsson. Milli ræðnanna var almennur söngur, undir stjórn frú Hlífar Magnús- dóttur á Gilsárstekk. Samkomuhúsið var skreytt með fánum, blómum* og bjarkar- greinum, og borð öll smekklega prýdd, en það höfðu nokkrar konur og blómarósir annast af mikilli alúð og smekkvísi. Að lokinni kaffidrykkju ræddu gestir saman í samkomusal nokkra stund, en því næst var forsetinn kvaddur og hylltur. Allmargt fólk fylgdi svo for- setahjónunum á bryggjuna þar sem lokakveðjuathöfn fór fram. Sýslumaður Sunnmýlinga fór með þeim til skips, og fylgdi þeim á ferð þeirra um sýsluna. P. G. r Atök milli iegreglu og Mau-Mau NAIROPE, 23. þ. m.: — f dag kom til átaka milli 500 innfæddra svértingja úr flokki Mau-Mau og 100 manna lögreglusveitar skammt norður af Nairope. Voru sjö hryðjuverkamenn drepnir 1 átökum. þessum, en sex teknir höndum. •A Einn þeirra föllnu hefur auðsjáanlega verið einn af leið- togum Mau-Mau hreyfingarinn- ar, eftir því sem segir í tilkynn- ingu lögreglunnar. um þennan atburð. •—Reuter NTB -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.