Morgunblaðið - 22.01.1955, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.01.1955, Blaðsíða 7
Laugardagur .22. jan. 1955 MORGIJTSBLAÐIÐ 7 GuðSaygor Einarsson, fyrv. bæfarsijóri: Megn fjárhogsóreiða og alls kyns öngþveiti er nú ríkjandi í bæjarmálum Akurnesinga AÁRUNUM 1942—''50 óx Akra- nesbær úr sjávarþorpi í myndarlegan kaupstað. Það lætur máske einkennilega í eyrum að segja, að á einum • átta árum hafi svo stórstígar framfarir orðið, en eigi að síður tala staðreyndir hér óhrekjan- legu máli. Það sem olli þessum hamskiptum byggðarlagsins á sér engan líka í þróunarsögu ís- lenzks bæjarfélags. Það voru kaupin á steinkerunum, sem not- uð voru til hafnargerðarinnar, er gerðu æfintýrið að veruleika. — Fyrir tíma steinkeranna var lítil og illa varin bátahöfn á Akra- nesi, en nú er þar komin stór- skipabryggja, sem á fyrir sér að stækka til muna, auk ágætrar bátakvíar. Akranes er fyrst og fremst sjávarbær og þess vegna er það höfuðnauðsyn fyrir vaxt- arskilyrði bæjarins, að hafnar- gerð sé þar fullkomin. En meira þarf að sjálfsögðu til að koma en hafnargerðin ein. Sjávarútveg- ur og fiskvinnsla krefst margvís- legrar þjónustu af tækninni, ann- arrar en aukins bátaflota og skipa og bættra hafnarskilyrða. MARGHÁTTAÐAR FRAMKVÆMDIR Á Akranesi var fram til ársins 1946 lítil rafmagnsstöð rekin með olíuafli, sem hvergi nærri full- nægði hinu nýja viðhorfi er hafnarframkvæmdirnar sköpuðu. Fyrir því var ráðizt í byggingu nýrrar og stærri rafveitu og Anda kílsárvirkjunin reis af grunni. Fólkið streymdi til Akraness á þessum árum hvaðanæfa að af landinu í leit sinni að lífvænlegri atvinnu. — Sérstaklega var að- streymið af Vestfjörðum mikið, enda hafði hannibalisminn þá náð kverkataki á öllu athafna- og framfaralífi vestur þar og þannig gert fólksflóttann óumflýjanleg- an. Þessi síaukni aðstraumur fólks fæddi af sér nýjar kröfur. Stóraukin holræsa-, gatna- og gangstéttagerð var framkvæmd, byggður var nýr barnaskóli, nýtt sjúkrahús, síldarverksmiðjan stækkuð, keyptur nýr togari og bátaflotinn aukinn, garðland stækkað og hafinn undirbúning- ur að nýrri vatnsveitu, auk margs annars, sem ástæðulaust er að rekja frekar. ÞRÍFÓTURINN TEKUR VIÐ Þannig stóðu málin þá í árs- byrjun 1950, þegar bæjarstjórn- arkosningar fóru fram. Þríflokk- arnir, Framsókn, kratar og komm únistar tóku höndum saman gegn þeim framfaraöflum Sjálfstæðis- flokksins, sem hrundið höfðu áð- urgreindum framkvæmdum af stað, fuillokið sumum, en komið öðrum vel áleiðis. Öfund þeirra manna, sem lætur betur að gera kröfur til annarra en framkvæma sjálfir, rak þá til samtaka gegn Sjálfstæðisflokknum og þrífót- urinn varð til. Of margir kjós- endur létu ginnast af fagurgala og loforðum þessara manna, sem áður höfðu ekki fengið neitt gert í bæjarmálum og á þá hafði því ekki reynt í þeim efnum. Þeir unnu dyggilega eftir þeirri stefnu skrá sinni að lofa aðeins nógu miklu, en þá varðaði hreint ekki neitt um efndir né bæjarhag. Ef framkvæma hefði átt alla loforða stefnuskrá þríflokkanna hefði vafalaust mátt byggja upp bæ á Akranesi á fjórum árum ámóía stóran og Reykjavík! MISTÖK í BÆJARSTJÓRAKOSNINGU Á fyrsta bæjarstjórnarfundi árið 1950 skyldi kosinn nýr bæj- arstjóri fyrir þrífótinn. Eitthvað tóku raðir þríflokkanna að riðl- ast þá þegar, því fyrir misskiln- ing eða skilningsleysi Framsókn- armannsins í bæjarstjórn var ^ Árangur vinstri stjórnar á síð- asta og þessu kjörtímabili Framsóknarmaðurinn Sveinn Finnsson kosinn í stað kratans Jóns Guðjónssonar. Höfðu þrí- flokkarnir gert með sér einhvern ,,málefnasamning“ og jafnframt samþykkt fyrir bæjarstjórnar- fundinn að kjósa Jón fyrir bæj- arstjóra, en af því varð ekki eins og fyrr greinir. Þessi fyrsti bæjarstjórnarfund- ur lofaði því engu góðu um næstu framtíð fyrir Akranesbæ. Meiri hluti þríflokkanna skapaði strax kyrrstöðu í öllu athafnalífi kaup- staðarins og glundroðinn, sem þessi meirihluti olli gerði bæjar- stjórnina gersamlega óstarfhæfa. Hinn nýi bæjarstjóri gat hér ekk- ert að gert og varð að láta sér lynda að sitja allt .kjörtimabilið út aðgerðalaus. Framkvæmdir á Akranesi stöðnuðu með öllu að heita mátti. Unnið var eitthvað að undirbúningi Sementsverk- smiðjunnar, en á honum hafði þegar verið byrjað áður en bæj- arstjóri kom til Akraness. EINU FRAMKVÆMDIRNAR Einu framkvæmdirnar á Akra- nesi voru bygging samkomuhúss fyrir bæinn, sem varð aðkallandi mál eftir að Báruhúsið brann. Á bæjaryfirvöldin varð ekki treyst í þeim efnum frekar en öðrum og Sjálfstæðisflokkurinn varð einn að leysa þann vanda, enda er hann nú eigandi hússins og rekur það. Það er táknrænt, að þegar Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur misst meirihlutaaðstöðu sína í bæjarstjórn, framkvæmir hann utan bæjarstjórnar hið eina sem gert var í framfaramálum kaup- staðarins á árunum 1950—1954. Maður skyldi nú ætla, að þrí- flokkarnir hefðu látið sér nægja aðgerðaleysið eitt á þessu kjör- tímabili, en því láni var ekki að íagna, heldur hefur óreiðan og sleifarlagið grafið svo gjörsam- lega undan bæjarsjóði, að hann stendur nú fjárhagslega á heljar- þröm. Auk þess að hafa ekkert framkvæmt í málefnum kaup- staðarins í fjögur ár hefur ekk- ert verið gert til þess að greiða lánsskuldir sem stofnaðar voru til að standast straum af hinum gífurlegu framkvæmdum á ár- unum 1942 til 1950. Hins vegar hefur trúlega verið framfylgt þeirri köllun að skattpína borg- arana öll árin 1950—1954, en til hvers því fé hefur verið eytt er bezt að þríflokkarnir svari fyrir. GVENDUR Á BÚRFELLI OG RÓSA Það gegnir furðu hversu ó- skammfeilnir „stjórnmálamenn“ mynda meirihluta þrífótarins á Akranesi. í stað þess að láta sér að kenningu verða ógæfu og getu leysi síðasta kjörtímabils, rotta þeir sig aftur saman við síðustu bæjarstjórnarkosningar og nú all- ir á einn lista. Þannig náðu þeir Akranesbær. sameiginlega naumum meiri- hluta kjósenda og þar með hrein- um meirihluta bæjarstjórnar. Það ætlar að verða dýrt spaug fyrir Akurnesinga að fullreyna þenn- an þrífót! Þessi nýi meirihluti þríflokkanna byrjaði kjörtíma- bilið með því að afskrifa Svein Finnsson cg fá annan bæjarstjóra í st:.oi-in. Þa j gekk ekki snurðu- laus. ao íinna bæjarstjóra, sem hæíTi þessum nýja meirihluta og gegnir það út af fyrir sig engri furðu. Hins vegar minnir sú leit óneitanlega á bónorðsferðir Gvendar á Búrfelli og árangur- inn keimlíkur, því þrífóturinn fékk að lokum sína Rósu. Barna- kennari úr Reykjavík var kosinn bæjarstjóri á Akranesi og fer vel á því fyrir meirihluta bæjar- stjórnarinnar á Akranesi núna, en á hinn bóginn vafasamur hagnaður fyrir bæjarbúa. Þessi nýi bæjarstjóri var að því leyti ekki ólíkur Búrfells-Rósu, að honum þótti húsakynni sín hin nýju ófín í meira lagi og sér ósamboðin, enda munu nokkrir skildingar hafa horfið úr pyngju bæjarsjóðs við lagfæringarnar, líkt og blóðmörskeppir úr sá Bárðar bónda forðum. Þessi nýi bæjarstjóri hefur nú setið við stjórnvöl á Akranesi í heilt ár og allar framkvæmdir hans á því tímabili hafa miðast við það eitt að lagfæra bæjarskrifstofurnar, auk þess sem ný flaggstöng mun hafa verið sett á bæjarhúsið, að sjálfsögðu með logagylltum hún! BÆKLINGUR UM BÆJARSTJÓRNARMÁL Nýlega hefur bæjarstjórnar- meirihlutinn á Akranesi gefið út bækling um ástandið á Akranesi núna og er þar reynt að koma óreiðugumsinu yfir á minnihluta Sjálfstæðisflokksins. Þetta er út af fyrir sig ekki ný saga. Þrí- flokkarnir reyna ávallt að kenna Sjálfstæðisflokknum sinar eigin ófarir og skiptir engu hvort Sjálf- stæðisflokkurinn er í meiri- eða minnihluta það eða það skiptið. Hins vegar tala staðreyndirnar öðru máli og munu að lokum opna augu almennings fyj;ir því, að engum flokk er treystandi fyrir bæjar- eða landsmálum öðrum en Sjálfstæðisflokknum. Að því stefnir nú ákveðið í lands- málum, að Sjálfstæðisflokkurinn nái hreinum meirihluta á Alþingi og að því mun einnig stefna á Akranesi að Sjálfstæðisflokkur- inn fái þar hreinan og traustan meirihluta. Framtíðin mun skera úr því. SORPTUNNUR OG BÆJARSKRIFSTOFUR í þessum áminnzta bæklingi bæjarstjórnarmeirihlutans á Akranesi segir m. a.: „Það er táknrænt að heilbrigðisnefndin íinnur sig knúða til að fcera fram tvær óskir í sömu andránni og leggja á það álíka áherzlu: Sorp- tunnurnar í bænum og bæjar- skriístofurnar. — Gerði nefndin þetta áreiðanlega af fullkominni ábyrgðartilfinningu og brýnni þörf.“ Þessi tilvitnuðu ummæli eru hugleiðingar bæjarstjórans í sambandi við bréf sem hann fékk frá heilbrigðisnefnd Akraness þann 11. maí s.l. og er vissulega ástæða til að taka undir þessi orð hans, þegar þess er gætt hvernig stjórn Akranesbæjar er nú hátt- að. Að öðru leyti er þessi bækling- ur bæjarstjórnarmeirihlutans í rauninni eitt samfellt ádeilurit á meirihluta síðasta kjörtímabils og bæjarstjórann Svein Finnsson, en það sakar ekki að geta þess hér að sá meirihluti var myndað- ur af sömu þríflokkunum undir sömu stjórn, sem nú ásakar. — Bæklingurinn er þannig eintal veiklaðrar bæjarstjórnarsálar og talinn boða væntanlega uppgjöf. BOTNLAUST SKULBAFEN Þegar hinn nýi bæjarstjóri tók við á Akranesi á s.l. vetri var næstum öllum fyrri starfsmönn- um á bæjarskrifstofunum vikiö burtu og nýir menn hvaðanæfa að af landinu settir í staðinn. Bæjargjaldkeri kom frá Akur- j eyri, útgerðarstjórinn frá Reykja- j vík og skrifstofustúlka cfan úr Kjós. Þrátt fyrir þetta mannval bólar hvergi á nýjum fram- kvæmdum umfram það sem upp hefur verið talið varðandi bæj- arskrifstofurnar og flaggstöngina. Bæjarsjóður og bæjarútgerð eru í botnlausu skuldafeni og segir bæjarstjóri sjálfur í bæklingi sínum, að „bókhald bæjarútgerð- arinnar reyndist mjög gallað og ófullkomið engu síður en bók- hald bæjarins." Skal á það bent, að til þess að fá einhvern botn í bókhald bæjarins núna segist bæjarstjóri hafa þurft að fara í bækur allt aftur til þess tíma, er Sjálfstæðismenn réðu á Akranesi, svo einhverjar reiður kæmust á reikningana. Var tap bæjarút- gerðar orðið að sögn bæjarstjór- ans sjálfs í árslok 1953 kr. 3.599.205.29 og frá 1. jan. til 15. júní s.l. nam það kr. 2.2 millj., en það er á þeim tíma sem nýi bæjarstjórnarmeirihlutinn hefur ráðið á Akranesi. Nú mun svo komið, að útgerðarstjórinn er á förum eftir tæplega eins árs þjón ustu og kommúnistinn í útgerð- arráði, sem einnig er oddamaður i bæjarstjórn, heíur verið gerður burtrækur. Er það haft fyrir satt, að útgerð togaranna hafi á síð- ustu tímum frekar minnt á skemmtihúsarekstur en atvinnu og ferðir forustumanna bæjar- útgerðarinnar í bankana meira líkst sirkusferðalögum með sí- gaunasniði heldur en ferðum til fjár. Þannig er þá komið málunum. á Akranesi. „GUÐI SÉ LOF AÐ TIL ER HÆSTIRÉTTUR!“ „Guði sé lof að til er Hæsti- réttur!“ sagði karl einn forðum, sem tapaði máli í undirrétti og ekki er grunlaust um, að Akur- nesingum sé eitthvað svipað inn- anbrjósts núna. Það eru að vísu nokkur ór enn, þar til hægt er að hrinda þessum meirihluta- ófögnuði burt úr málefnum bæj- arins og sárt til þess að vita, að jafn blómlegt byggðarlag og Akranesbær er, skuli þurfa að bíða þann tíma til nýrra bæjar- stjórnarkosninga, en huggun er það eigi að síður, að þrífótur glundroðans og athafnaleysisins mun verða fullreyndur þá og kjósendur á Akranesi verða sá Hæstiréttur sem dæma mun þrí- flokkana, Framsókn, krata og komma til eilífrar útskúfunar úr málefnum Akraneskaupstaðar. G. Ein. SENDIFERÐABÍLL GÓÐ KJÖR Fordson sendibíll, model 1946, í góðu standi, en með úrbrædda vél, til sölu. Mjög væg útborgun og mánaðar- greiðslur. Tilboð sendist af greiðslu Mbl. fyrir þriðju- dagskvöld, merkt: „Góð kjör — 643“. Sogamýri — Blesugróf Eyggingarióð eða húsgrunn- ur í smáíbúðahverfi óskast keypt, ellegar ióð eða skúr í Blesugj'óf eða annars stað- ar. Sendið nafn og heimilis- fang til afgr. Mbl. fyrir þriðjudagskvöld, merkt: „Þagmælska — 656“. MOCCASÍNUR kr. 98,00. '" ‘ X- INNISKÓR kr. 73,00. ÁustureYræti 10.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.