Morgunblaðið - 19.04.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.04.1955, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 19. apríl 1955 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. Ríkisstjórn og alþingismönnum hoðið að skoða ný húsakynni Iðnskólans Ráðstefcian í Bandung í GÆR hófst í borginni Bandung ráðstefna Asíu ,og Afríku-ríkja. í sjálfu sér sýnir ráðstefna þessi ánægjulega þróun þar sem þarna koma saman fulltrúar fjölda ríkja, sem nýlenduböndin hafa verið leyst af á síðustu árum. Þetta sýnir þá framþróun, sem orðið hefur, þar sem Evrópu- þjóðimar hafa smámsaman orðið að skilja það að þær verða að viðurkenna réttmæti þjóðernis- krafna fólks af öðrum kynþátt- um, enda rísa hin ungu ríki nú upp og fá sinn sess við hliðina á öðrum fullvalda og sjálfstæð- um ríkjum. Margir Asíu eg Afríkubúar skilja það einnig, þegar mesti hiti þjóðernisbaráttunnar er hjá liðinn, að viðskiptin við Evrópu- búa hafa fært þeim margt gott og ber þá ekki sízt að nefna, að sjálfa þjóðernisstraumana hafa þeir öðlazt við kynni af vest- rænni menningu og hugsunar- hætti. Þjóðernisstefnur Asíu og Afríku-búu eiga uppruna sinn í evrópskri lýðræðishugsun. Ný- lenduþjóðjrnar hafa heimtað hin sömu mannréttindi og þeir hafa kynnzt á ferðum sínum í yfir- ráðalandinu. Sést þetta m. a. gleggst af því, að allir fremstu þjóðernislsiðtogar í þessum suð- rænu löndum hafa hlotið æðri menntun t. d. í Oxford, Sorbonne eða Amsterdam. Margir í hinum ungu ríkj- um skilia það einnig, að sam- starf við Evrópubúa í fram- tíðinni er þeim mjög þýðing- armikið. Þessar þjóðir, sem enn eru margar hverjar á frumstæðu stigi, þurfa enn um sinn mjög á kunnáttu Evrópu- búa og Bandaríkjamanna að halda. Þeim er lífsskilyrði í framtiðinni að tækniþróun haldi innreið sína meðal þeirra og þær þurfa fjárhagslega að- stoð frá hvítum mönnum til að koma í verk stórkostlegum framkvæmdum til bættra lífs- kjara fyrir allan almenning. Vegna þessa er það ljóst, að þýðingarmesta hagsmunamál Asíu og Afríku-þjóða er vínsam- legt samstarf við Evrópu og Ameríku. Slíkt samstarf hefur þegar boiið góðan ávöxt. Má minna á það, að stórkostlegar matvælascndingar frá Bandaríkj unum forðuðu Indverjum fyrir nokkrum árum frá geigvænlegri hungursneyð. Og stórar verk- smiðjur, raforkuver og allskonar mannvirki hafa risið upp á und- anförnum árum með láns og styrktarfé frá Norðurálfu og tæknikunnáttu vestrænna manna. Þrátt fyrir þetta bregður svo furðulega við að þessi ráðstefna Asíu og Afríku-þjóða mun senni- lega ekki fjalla um þessa mikil- vægu samvinnu við Vesturlönd- in. Þvert á móti virðast sterk öfl vinna að því að gera ráðstefnuna að áróðurssamkomu gegn vest- rænu lýðræði og sýna Vestur- löndum sem mestan fjandskap. Þátttaka kínverskra kommún- ista í þessari ráðstefnu er all undarleg. Þegar Asíuþjóðir hafa öðlast sjálfstæði sitt kemur upp ný hætta fyrir frelsi þeirra, en hún stafar ekki frá vestrænum lýðræðisþjóðum, heldur frá of- beldisstefna kommúnismans. En í stað þess að snúast þá öflugt cg ákveðið gegn þeirri hættu, er voldugasta árásarfulltrúa komm- únismans í Asíu boðið til þátt- töku á ráðstefnu um sameigin- leg hagsmunamál. Slíkt sýnir ekki mikinn skilning á þeim vandamálum, sem mæta hinum ungu ríkjum. > Þessi hættulegu mistök munu fyrst og fiemst stafa af aðgerð- um Nehru forsætisráðherra Ind- lands. Hann hefur upp á síðkast- ið sýnt furðulega linkind gagn- vart útþennslustefnu kommún- ismans og hafa aðgerðir hans á margan hátt orðið til að styrkja áform kommúnista. Þessi framkoma hins indverska forsætisráðherra yrði sérstak- lega alvarleg, ef honum tækist að veikja að mun það þýðingar- mikla varnarbandalag Suðaustur 1 Asíu, sem stofnað var fyrir | nokkru. Stofnun þess var lífs- nauðsynleg til að stemma stigu fyrir útbreiðslu kommúnismans. Þýðingarmesta mál Asíu- þjóðanna, ef þær vilja vernda hið unga sjálfstæði sitt, er að stemma stigu fyrir ásókn kínverskra kommúnista suður á bóginn. Fyrir þessu er vax-! andi skilningur í Asíulöndum, sem sézt bezt af því, að fylgi við hlutleysisstefnu Nehrus hefur farið þverrandi að und- I anförnu. Og jafnframt þessu skilja menn að annað mikil- vægasta atriðið fyrir Asíu og Afríku er að eiga vinsamlegt samstarf við Vesturlanda SKOLANEFND Iðnskólans bauð síðdegis á laugardag ríkis- stjórninni, Alþingismönnum, bæj- arráði og fleiri gestum að skoða hin nýju, myndarlegu húsakynni Iðnskólans á Skólavörðuholti. — Skólinn var fluttur úr gamla húsinu við Vonarstræti í nýju bygginguna síðla vetrar. Skóla- stjóri, iðnaðarmálaráðherra, for- maður iðnfræðsluráðs, forseti Landssambands iðnaðarmanna og einn skólanefndarmaður tóku tiT máls. Að ræðuhöldum loknum bauð skólinn til kaffidrykkju. — Kennarar, starfslið og nemendur skólans fjölmenntu einnig í boði skólans. ★ STÓRUM BÆTTAR AÐSTÆÐUR Skólastjórinn, Þór Sandholt, arkitekt, tók fyrstur til máls. Kvað hann skólanefnd hafa vilj- að gefa þeim mönnum, er staðíð hafa að byggingu nýja skólahúss- ins, tækifæri til að kynnast að- búnaði í húsinu, kennurum og nemendum. Eins og sjá mætti væri bygg- ingu skólans hvergi nærri lokið, en allt stæði þetta til bóta, og þrátt fyrir það hefðu umskiptin við flutningana stórum bætt að- stæður við kennslu og bætt líðan kennara og nemenda við störf sín. ★ KENNSLA „f SELI“ Á SEINNI ÁRUM Gamli Iðnskólinn var full- Gólfflötur nýju skólabyggingarinnar á Skólavörðuholti verður 2;400 ferm. gerður árið 1906. Það ár voru inn-' koma fyrir eldhúsi í sambandi ritaðir í skólann 93 nemendur, i við þennan sal, svo að hægt sé og voru sex brottskráðir það ár. að hafa á boðstólum hressingu Á seinni árum var orðið mjög ' fyrir þá, er dveljast allan daginn þröngt á þingi í gamla skólanum, við störf í skólanum. þó að byggt hefði verið við hann Á þriðju hæð verður komið á árinu 1944. Voru kennslustof- fyrir bókasafni, lestrarsal, sýnis- urnar eftir það alls 10, en fjórar hornasal og herbergi fyrir heil- þeirra voru mjög lélegar, og engu brigðiseftirlit. Á fjórðu hæð húsrými til félagslífs fyrir að verður tvískiptur salur til teikni- fara | kennslu í þeim iðngreinum, er Nemendafjöldinn var 987 á krefjast slíkrar kennslu. — Á árinu 1947, en þá hafa flestir 5. hæð verður komið fyrir 30 nemendur verið skráðir í skól- heimavistarherbergjum, flestum ann. Enda var það svo á seinni tveggja manna. árum, að kennsla fór fram „í seli“ víðsvegar um bæinn. Alls ★ REKSTRARKOSTNAÐUR KR. 1 MILLJ. OG 10 ÞÚS. Rekstrarkostnaður skólans á s.l. ári nam alls kr. 1.010.000.00. Kennarar voru 22, átta fastráðn- ir auk skólastjóra, gjaldkera og annars starfsliðs og kennara við stutt námskeið. Launagreiðslur námu alls 690 þús. kr., en rekstr- arstyrkir voru 240 þús. úr ríkis- sjóði og 125 úr bæjarsjóði. Kostn- eru í vetur skráðir í skólann um 720 nemendur, þar að auki hafa um 80 manns sótt nám- skeið þar. ★ GÓLFFLATARRÝMI 2.400 FERM. Til samanburðar gaf skóla- stjóri stutta lýsingu á því hús- næði, er skólinn hefur nú umráð yfir. Gólfflötur skólans er nú alls' aður við rekstur skólans í fram- 1,400 ferm., en með væntanlegum | tíðinni hlýtur að aukast, þar sem samkomusal og sýningarsal 2,4001 færa verður út starfssvið hans, ferm. Kennslustofurnar eru alls einkum eru nú gerðar meiri kröf- 30, tíu á hverri hæð og nokkuð ur til verklegs náms. mismunandi að stærð. A fyrstu hæð verður einnig komið fyrir vinnustofum til verklegs náms og 100 ferm. sal til félagsstarfa, Þar að VeLL andi ihrifar: D' menn. Vcrkfallið og pósfurinn SÚ ráðabreytni verkfallsstjórn- arinnar, sem allur almenningur mun eiga erfiðast með að skilja er bannið við flutningi pósts með skipum og flugvélum. Gullfoss er t. d. látirm sigla með póst fram og til baka milli íslands og I Danmerkur. Flugvélar Loftleiða, l sem fengið hafa sérstaka undan- I þágu til þess að hefja ferðir á flugleiðinni milli meginlands Evrópu, íslands og Bandaríkj- | anna mega ekki taka póst til íslands. Strandferðaskip mega i ekki flytja póst új^ um land. I Hvaða áhrif geta þessar ráð- stafanir eiginlega haft á gang og niðurstöðu vinnudeilunnar? Þau eru vandséð. Það virðist engu líkara en að verkfallsstjórn- in sé með þessum ráðstöfunum gagnvart póstinum fyrst og fremst að skapa almenningi óhag- ræði algerlega að óþöirfu. Er ekki til þess vitað, að slík fram- kvæmd v erkf allsins gagnvart póstþjónu.-tu tíðkist nokkursstað- ar. Það er líka fáheyrt ofbeldi þegar verkfallsstjómin leyfir sér að setja upp hindranir úti á þjóðvegum og tekur sér það vald, að framkvæma þar leit í ökutækjum. Vitanlega er hér um hreint lögbrot að ræða. Hefur engum komið til hugar að slíkt atferli ætti minnstu stoð í lögum. En verkfalls- stjórnin hefur ekki látið við það sitja. Hún hefur nú feng- ið vörðum sínum barefli til þess að geta lúskrað á veg- farendum, ef á þarf að halda!! Það er sannarlega engin furða þótt almenningi ofbjóði þessi yfirgangur, sem komm- únistar bera fyrst og fremst ábyrgð á. Leiðrétting á bréfi „Aquilla“ R. BJÖRN Sigurðsson á Keld- um óskar birtingar á eftirfar- andi: í dálknum „Velvakandi" s.l. laugardag var bréf frá Aquilla þar sem hann lýsir sig „furðu lostinn“ af fréttaðuka mínum í Ríkisútvarpinu 12. apríl s 1. um fyrirhugaða bólusetningu gegn mænusótt hér á landi. Bréfritari staðhæfir að ég hafi ekki nefnt nafn dr. Jonas Salk né Bandarikin í erindi mínu. Hann hneykslast mjög á þessu og telur það muni stafa af illum hvötum mínum. Aquilla fer með rangt mál. Ég sagði orðrétt, er ég ræddi upphaf bólusetningar gegn mænusótt: „Á síðasta ári voru bólusett í Bandaríkjum Norður-Ameríku um 500.000 börn með nýju bólu- efni gegn mænusótt. Bóluefni þetta er kennt við dr. Jonas Salk við háskólann í Pittsburgh". Og enn: ,,í vor hefir verið undirbúin bólusetning með samskonar bólu- efni og nú í fleiri löndum. Mun vera ætlunin að bólusetja allt að 9 milljónir barna í Bandaríkj- unum, 500.000 í Kanada, 400.000 í Danmörku o. s. frv.“ Enn: „Bóluefnið er keypt frá Eng- landi og er gert með nákvæmlega sömu aðferð og notuð er í Banda- ríkjunum". Ekki í tilefni af frétta- stofufréttum. FRÉTTASTOFA útvarpsins er fús að gefa bréfritara tæki- færi til að hlusta aftur á erindi mitt til að ganga úr skugga um að þessar tilvitnanir eru réttar. Fréttaaukinn var ekki fluttur í tilefni af fréttastofufréttum, sem bárust sama dag um bandarísku bólusetningartilraunina og átti ekki að vera til fyllingar þeim. Ráðgert hafði verið að flytja þessa tilkynningu fyrr, en dr. J. Salk hafði nokkrum dögum áður skýrt mér frá því í símtali að skýrsla dr. Thomas Francis Jr. yrði birt einmitt þennan dag og þá þótti rétt að bíða hennar. B Skólagjöld eru nú um 800 kr. á hvern nemanda og er það nokk- uð há upphæð, þegar við bætast kaup á dýrum teikniáhöldum, auki er fyrirhugað að _ bókum og pappír. Fyrsti og ann- 1 ar bekkur sækja dagskóla, um tveggja mánaða skeið hver deild, kennslustundir eru 33—41 á viku og um 50% af þeim tíma fer í teiknikennslu. Þriðji og fjórði bekkur sækja kvöldskóla 16-—17 kennslustundir á viku. ★ 41 IÐNGREIN KENND Frá byrjun hafa nemenduy verið skráðir til náms í 72 iðn- greinir alls, á yfirstandandi ári er 41 iðngrein kennd, og frá ein- um upp í 141 nemanda skráður í hverja iðngrein. Drap skólastjóri síðan á nauðsyn þess, að iðnskólalög- gjöf sú, er liggur fyrir Alþingl yrði samþykkt, þar sem óhjá- kvæmilegt væri, að hið opin- bera tæki á sig meiri kostnað við rekstur skólans. Að lokum þakkaði skólastjóri öllum þeim, er stuðlað hefðu að byggingu nýja skólahússins. Sem undirbúningur að fyrirhugaðri bólusetn- ingu. ÓLUSETNINGIN hér hefir verið lengi í undirbúningi. Tilraunastöð háskólans á Keld- um hefir í umboði heilbrigðis- málaráðuneytisins átt í samning- um um útvegun bóluefnisins síð- an í okt. s.l. Heilbrigðisstjórnin hefir undirbúið bólusetningu þessa í nokkra mánuði og var fréttaaukinn fluttur í umboði hennar eins og reyndar var tekið fram í útvarpinu. Tilgangurinn með honum var einungis að til- kynna og undirbúa þessa fyrirhug uðu hólusetningu hér á landi. Að lokum skal tekið fram að orðalag umrædds fréttaauka var ákveðið í samráði við hr. Vil- mund Jónsson, landlækni, dr. Júlíus Sigurjónsson, prófessor í heilbrigðisfræði, hr. Kristinn Stefánsson lyfsölustjóra, dr. Sig- urð Sigurðsson, heilsugæzlustjóra og dr. Snorra Hallgrímsson, pró- fessor. Yðar, Björn Sigurðsson. Dýr þjónusta. ITELVAKANDI góður! „ Það er varla í frásögur fær- andi en nú fyrir skemmstu stopp- aðist hjá mér baðhúsvaskurinn og tjóaði ekki þótt ég beitti allra bragða til að ná stíflunni úr. Ég skrúfaði sundur hné og beygjur á þeim pípum, sem mér þóttu til greina koma en allt kom fyrir ekki. Loksins leitaði ég aðstoðar heilbrigðiseftirlits bæjarins og tveir menn komu innan skamms með allar tilfæringar, sem til þurftu og innan hálfrar stundar var verkinu lokið, mér og minni kellu til mikils léttis. En dýr þótti okkur þjónustan við al- menning hér í okkar kæru höf- uðborg er við fengum reikning upp á 57 krónur fyrir vikið. — Það er nú svo. — Rödd úr bæn- um“. MeritlB, gem klæbir landiS. ★ SKÓLINN VERÐUR EKKI METINN EFTIR HÚSRYMI Næstur tók til máls Ingólfur Jónsson, iðnaðarmálaráðherra. — Minntist hann þess, að Iðnskól- inn á góða sögu að baki sér, þó að stutt sé, og hefði menntun iðnaðarmanna hér á landi tekizt vel, ef hún væri borin saman við menntún iðnaðarmanna í öðrum löndum, þar sem hún ætti sér miklu lengri sögu. Kvaðst hann vona, að iðnmenntun og iðnstarf- semi ætti eftir að eflast svo hér á landi, að nýja húsið yrði á sín- um tíma of lítið fyrir þá starf- semi. Kvað hann þó einsýnt, að ekki yrði Iðnskólinn metinn eftir því húsrými, er hann hefði yfir að ráða, heldur eftir þeirri starf- semi, er þar færi fram og þeim árangri er næðist, og einkum skipti miklu máli, að nemendur færu frá skólanum með það rétta borgaralega hugarfar, sem nauð- synlegt er til að land og þjóð þróuðust áfram á lýðræðislegan hátt. Kvað hann ekki gott að spá nokkru um, hvort iðnskólalög- gjöfin yrði samþykkt á þessu þingi, en að því hlyti að koma, að slík löggjöf yrði sett. Flutti iðnaðarmálaráðherra skólan- um að lokum árnaðaróskir. ★ 3000 FAGLÆRÐIR | IÐNAÐARMENN Frú Auður Auðuns, forsetl bæjarstjórnar, gerði því næst nokkra grein fyrir framlögum Frh. á bls. 11.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.