Morgunblaðið - 07.08.1955, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.08.1955, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 7. ágúst 1955 0 | S7RAND: LUNDÚNABRÉF ! Landinn þekkist víðast — Verkföll 09 verkfalls- réttur — Átök i íhaldsflokknum — Vandamál stjórnarinnar — Framleiðsluhringar orðnir 99rski I ríkinu“ — Fden undir smásjánni —Sæluvika i Seho Verkfall járnbrautarstarfsmannanna hafði geysileg áhrif á líf al- mennings í milljónaborginni London. Olli það töfum og sifelldum erfiðleikum fyrir fólk að komast til vinnu sinnar. Gripið var til annarra ráða, svo sem að flytja fólkið á vörubílum til vinnu sinnar. FRAM YFIR sólstöður ríkti sum- arið aðeins með hálfum huga. Mildir dagar með slitróttum sól- gkinsköflum og regnskúrum á milli dekruðu að vísu við allt sem grænkar og grær, en svali nátt- anna hélst út júnímánuð. — Að frádregnum nokkrum frostnótt- um seint á vorinu hefur veðrátt- an verið hin ákjósanlegasta fyrir sveitirnar, sem oft verða hart úti ef miklir þurrkar eru fyrri hluta sumars, ein steikjandi sólarvika getur sviðið heil héruð. — Þeim sem í borgunum búa, og einkum þeim, sem starfa innan dyra hef- ur hins vegar fundist sólskinið vera af skornum skammti. Þau kvöld, sem hægt hefur verið að baka sig í sólskini eftir vinnu- tíma, hafa ekki verið ýkja mörg. Nú er hitinn hins vegar kom- inn, jafnvel kvöldrökkrið er ný- mjólkurvolgt. Inni í London er þetta að ýmsu leyti bezti tími ársins, mollan er enn ekki rök, trjágróðurinn í borginni er enn ferskur, hitamóðan er enn ekki komin, svo loftið er furðu heið- skírt. Eftir klukkan fimm á kvöld in fyllast skemmtigarðarnir og sólarinnar er notið unz hún sezt. Víða er setið fram í rökkur á svölum og húsþökum eða fyrir utan dyr baranna þar sem ná- grannar skeggræða, á skyrtunni yfir bjórglasi, sannfærðir og sann færandi um, að hóílega drukkið vín gleður mannsins hjarta. — Jafnvel í hinni íhaldssömu Vikt- oríuborg, Souíh Kensington, bregður fyrir keim af ítölskum borgarbrag í þessu útilífi kvölds ins, þar sem á kaldari árstíðum sést naumast hræða úti eftir klukkan hálf ellefu að kvöldi. LANDINN LEYNIST EKKI Sem stendur er borgin troð- full af gestum. Oxford Street og Piccadilly Circus er iðandi og malandi haf allra þjóða og allra tungna frá morgni til kvölds. — Sæmilega glöggur Reykvíkingur getur vel búizt við að mæta eir.- hverjum sem hann þekkir, ef hann gengur seinni hluta dags- ins frá Oxford Circus, niður að Marble Arch. Ekki er óvanalegt að heyra íslenzku talaða í mann- þrönginni, norrænum hreimi j bregður fyrir sem snöggvast og er stundum horfinn á ný áður en greint verður hver talað hefur. En í þessarri miklu blöndu, er það furða hvað gestir hverrar þjóðar halda séreinkennum sín- um og eru auðþekktir á útliti og fasi, og Islendingurinn er þar enginn undantekning. Eins og að gefur að skilja eru öll hótel skipuð, og þeir, sem ó- ráðsstafaðir koma til borgarinn- ar eiea oft erfitt með að fá inni. Jafnvel smæstu hótelholur á af- viknum stöðum. eru fullpöntuð mánuðinn út. Fiöldi þinga og al- þjóðafunda standa vfir í borginni og skipuleggjendur þeirra ganga hús úr húsi að leita herbergja fvrir gesti sína. Alþjóðasambönd, sem ber á góma þessa dagana, sum gjörsamlega óþekkt þeim er þetta ritar, eru ótrúlega mörg. Hvað sem heiminn kann að vanta, þá eru það áreiðanlega ekki Alþjóðasambönd. VERKFÖLL — OG VERKFALLSRÉTTTJR Hið opinberlega líf borgarinn- ar er furðu kyrrlátt í svipinn. Járnbrautarverkfall, blaðaverk- fall, hafnarverkfall, auk ýmissa smærri verkfalla hafa dregið ó- notalega burst úr nefi leiðandi manna í stjórnmálum og verk- lýðsmálum, þeirra sem við þau hafa verið riðnir. Undirrót sumra þessarra verkfalla hafa beinlínis verið deiluatriði innan verklýðs- samtakanna og togstreita milli ákveðinna verklýðsfélaga, þar sem heildarsamtökin hafa staðið máttlítil hjá og séð grunninn graf inn undan margra ára starfi í skipulagningu verklýðsins. Þeim röddum fjölgar enn meir, sem telja, að ef sæmilegur vinnufrið- ur á að haldast í landinu og þar með möguleiki á sæmilegri fjár- hagsafkomu, þá verði að gera ein- hverjar þær ráðstafanir, sem komi í veg fyrir verkföll af sama tæi, í framtíðinni. Svo andvígir sem leiðtogar Verkamannaflokks ins hafa verið alla tíð gegn hverri skerðingu verkfallsfrelsisins, þá er nú svo komið, að mörgum þeirra er farið að verða um og ó. Ihaldsflokkurinn og stjórn hans, er við völd situr, hefur enga löngun til þess að grípa til laga- setninga í þeim tilgangi að hefta frelsi verklýðsfélaganna, en vafa- mál er hvort nokkur þyngri bára hefur skollið á fjárreiðum hennar en nýafstaðið hafnarverk fall. Fleiri slík áföll gætu orðið útflutningi landsins hættuleg i þeirri hörðu samkeppni sem hann á nú í. Stjórnin hefur í tvö horn að líta, vinnufrið annars vegar, friðsamlega sambúð við verklýðssamtökin hins vegar. Á hinn bóginn er Verkamanna- flokknum enginn greiði ger með verkföllum klofningsfélaga, sem gerð eru í algerri trássi við heild- arsamtök verklýðsins, jafnvel þótt þau komi einkum niður á stjórn andstæðinganna. Hvert tökin, þar sem Verkamannaflokk slíkt verkfall veikir heildarsam- urinn á sinn höfuðbakhjarl. Þeim flokki er því eigi að síður annt um að fundin verði einhver sú lausn á þessu vandamáli, er ailir megi sæmilega vel við una. Hver sú lausn verður veitt enginn, en öllum er ljóst að hana verður að finna hið fyrsta. Það sem af er þingtíma hefur Verkamannaflokkurinn haft sig lítt í frammi en beðið átekta. Sem dæmi má geta þess að þegar Anthony Eden lýsti afstöðu sinni til frekari þjóðnýtingar, þá voru undirtektir Verklýðsflokksins hljóðar og hógværar, samanbor- ið við forna tíð. Einhvern tímann hefði sh'kt gefið ástæðu til hat- rammra andsvara. Ef mark er hins vegar tekið á því, sem and- stæðingar flokksins héldu fram eftir kosningarnar, þ. e. að ein milljón eða meira af kjósendum Verklýðsflokksins hefðu setið heima af því að þeir hefðu þeg- ar fengið nóg af þjóðnýtingu, þá verður þessi hógværð skiljan- legri. ÞREYTTUM VEITT HVÍLD? Þótt vandamál Verkamanna- flokksins hafi einkum verið rædd á almannaíæri síðustu vikurnar, fer því fjarri að andstæðingar hans, íhaldsflokkurinn eigi að öllu sjö dagana sæla. Sú stjórn, sem Churchill skildi við er hann lét af störfum, var þannig val- in, að hún var á engann hátt í samræmi við fylgi flokksins. Stjórn Churchills var einkum úr aðalsmanna og menntamanna- stéttum, en eftir því sem stundir líða á íhaldsflokkurinn æ meiri bakhjarl meðal verzlunar- og iðjuhölda og skyldra stétta. Þess- ir menn hafa á síðustu árum bor- ið langmest af fjárhagrlegum og staríslegum hita og þunga dags- ins, einkum úti í kjördæmunum, en hafa ekki að sama skapi feng- ið að hafa hönd í bagga um ákvarðanir. Það fer ekki leynt að þolinmæði þeirra er takmörk- unum háð og engum mun það Ijósara en forsætisráðherranum sjálfum, að tími sé til kominn að kalla nýja menn til Whitehall en veita öðrum hvíld í friði. Hitt er annað mál hvort slíkar til- færslur verða sársaukalausar eða auðveldar Allar líkur eru til þess að Eden muni á næstunni framkvæma nokkrar breytingar á ráðuneyti sínu, með þessar staðlreyndir í huga, hver sem árangurinn verður. VANDAMÁL STJÓRNARINNAR Það vandamál, sem e. t. v. er þyngst í skauti stjórnarinnar heima fyrir sem stendur eru kolanámurnar. Kostnaðurinn við rekstur þeirra vex jafnt og þétt, en afköstin eigi að sama skapi. Fyrir tveimur dögum tilkynnti stjórnin að allt kolaverð mundi hækka í þessum mánuði um 18%. Þessi mikla hækkun hlýt- ur óhjákvæmilega að hafa í för með sér verðhækkanir um gjörv- alt landið bæði í iðnaði og flutn- ingum, kolin eru eina orkulind landsins, verksmiðjur, skip, raf- magnsstöðvar, gasstöðvar og járn brautir eru að langmestu ley*ti knúðar með kolum. Mismunur þess kolamagns, sem framleitt er og þess magns, sem nota þarf árlega, vex stöðugt Samtök kolanámuverkamanna eru mjög öflug, svo að nærri lætur að þau hafi framleiðslu allrar þjóðar- innar í hendi sér. Allsherjar- verkfall í námunum þýddi at- vinnuleysi og kyrstöðu um gjörvalt landið. Tilgangurinn með þessari nýjustu hækkun — ofan á stöð- ugar fyrri verðhækkanir — er sá að reyna að halda í horfinu til ársloka 1956. Á þessu tíma- bili er ætlunin að breyta mörg- um orkuverum frá kolabrennslu til olíunotkunar. Einnig gert ráð fyrir því að breyta eimlestum á sama hátt. Áætlað er að þær breytingar, sem gerðar verða á þessu tímabili minnki kolanotk- unina um átta milljónir smálesta. Þá er einnig vonast eftir að á þessu tímabili miði kjarnorku- rannsóknunum svo mikið áfram að hugsanlegt sé að kjarnorku- stöðvar taki að leysa kolin af hólmi. Eigi að síður teflir stjórnin að vissu leyti á tvær hættur með verðhækkun þessarri. Ætlunin er vitanlega sú að forða þjóðinni frá því að greiða hallann á kola- námunum með beinum sköttum, og færa ef auðið er nokkuð af kostnaðinum af innfluttum kol- um yfir á kaupendurnar, en verði þessi tilraun til þess að koma af stað nýjum kröfum um hækkað kaup og verkföllum yrði ver farið en heima setið. Þessar ráðstafanir verða allar til um- ræðu í þinginu í þessarri viku, og gert er ráð fyrir heitum um- ræðum. FRAMLEIÐSLUHRINGAR „RÍKI í RÍKINU“ Annað vandamál, sem lítur út fyrir að geti orðið stjórninni erfiður Þrándur í götu er barátta hennar við framleiðsluhringana. Á yfirstandandi ári hefir borið æ meira á því að íyrirtæki komi sér saman um verð og geri jöfn tilboð þegar boðin eru út störf. Gildir þetta einkum í stáliðnað- inum og byggingum. Á sama hátt hafa myndast hringar í ýmsum iðnflokkuin, svo sem bifreiða- framleiðslu, ritvélum, rafvélum og fleiru. Ýmsir sölu- og fram- leiðsluhringar hafa jafnvel komið upp nokkurskonar dómstólum, þar sem smásölum er stefnt til yfirheyrslu ef grunur leikur á að verðlag þeirra sé lægra en ákveðið er af framleiðanda. Hef- ir ýmsum smásölum verið synj- að um vörur af þessum ástæð- um. Starfandi er á vegum stjórn- arinnar nefnd er hafa skal gát á öllum tilraunum til einokunar, og hefir hún nýlega lagt fyrir stjórnina róttækar tillögur um að sporna gegn hringastarfsemi þessarri með lögum. Sjálf stjórn- in mun vera ákveðin í því að hefjast handa í þessum efnum, en komið hefir í ljós að fylgi hennar á hinum aftari þing- bekkjum er ekki jafn einhuga í málinu. Þar eiga sæti ýmsir menn sem eiga beinna og óbeinna hagsmuna að gæta í samtökum hringanna, og sem ekki munu hika við að rísa gegn sinni eigin stjórn ef hefta skal frelsi þeirra. Aðstaða stjórnarinnar er því harla erfið einkum þar sem vitað er að stjórnarandstaðan gripi því tækifæri fegins hendi að geta bent á það, að einokunar- hringar blómguðust í friði við bæjardyr ríkisstjórnarinnar. Á sama hátt hefir Frjálslyndi flokk urinn og blað hans lagt ríka áherzlu á aðgerðir í þessu máli, og þótt sá flokkur sé ekki stór, hefir hann oft lag á að sveigja almenningsálitið með sér, eink- um í málum, sem snerta bein- línis afkornu almennings, svo sem verðlagsmálum. EDEN UNDIE SMÁSJÁNNI Það fer ekki leynt, að þann tíma, sem Sir Anthony Eden hef- ir verið við völd, hafa báðir aðal- flokkarnir gefið honum gætur í kyrrþey, báðir með samblandi af ugg og aðdáun í huga. Þótt Eden sé alþekktur sem traustur maður í utanríkismálum, var hitt raun- ar óvíst hvort þekking hans og áhugi á innanríkismálum væri jafnhaldgóð, og hvort skaplyndi hans væri til þess fallið að halda stjórnarskútunni á réttum kili í blíðu og stríðu. Samherjar k.viðu og andstæðingar vonuðu að hóg- værð hans yrði honum fjötur um fót til átaka og snöggra ákvarð- ana. Enginn vissi raunverulega hverskonar maður það var, sem öll þessi ár beið rólegur í skugga öldungsins frá Blenheim. Þótt Eden hafi farið sér að öllu hægt, þá dylst engum að hann er, og ætlar sér að verða hús- bóndi á sínu heimili — og stund- um ekki síður strangur húsbóndi en öldurmennið Churchill, þótt aðferðir hans séu ekki eins dramatískar. Starfsaðferðir hans eru líkari háttum Attlees, hann yfirvegar og fer hægt, en nær sér á strik í lokin. f viðskiptum sín- um við verkalýðssamböndin, meðan á járnbrautarverkfallinu stóð fékk hann gott hljóð hjá þessum aðilum, og dró þó engar dulur á afstöðu sína í málinu. Þeir flokksmenn hans, sem gerðu ráð fyrir slakari aga hafa orðið fyrir vonbrigðum. Þeir, sem lagð- ir hafa verið á hilluna hafa horfið hljóðlega, en engu að siður gjör- samlega. Ef Eden tekst að ráða fram úr verkfallsvandamálunum með að- stoð ráðherra sinna verður að- staða hans styrkari en Churchills var nokkru sinni á síðasta kjör- tímabili. Churchill og verklýðs- samtökin áttu fáar sameiginlegar bylgjulengdir, Eden virðist gera sér það að fullu Ijóst að án sam- vinnu við þau samtök, verður landinu ekki stjórnað. Og hann er engan veginn smeykur við að tileinka sér framfaramál, þótt Verkamannaflokkurinn hafi fitj- að upp á þeim í upphafi. Líkur eru til þess að bilið milli aðal- flokkanna muni fremur brengj- ast en víkka meðan hann er í for- sæti. SOHO — PARADÍS ALLRA KYNFLOKKA Inni í Soho stendur yfir Sælu- vika, ekki óáþekkt hinni skag- firzku. Soho er alþjóðahverfi í mið-London, Singapore Evrópu, þar sem austrið og vestrið, norðr- ið og suðrið mætast, þar sem allir eiga föðurland, þar sem syndin og náðin haldast í hendur. Framh. & bla IX

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.