Morgunblaðið - 12.10.1955, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.10.1955, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÍ Miðvikudagur 12. okt. 1955 Cuðmundur varð 2. i kúluvarpi EINS og skýrt hefur verið frá voru þrír íslenzkir frjáls- íþróttamenn meðal keppenda á íþróttamóti miklu er fram fór í Dresden í Austur-Þýzka- landi á sunnudaginn. Kepp- endur voru alls 400 talsins frá 18 þjóðum og voru allir gest- irnir í boði — þ. e. fríar ferð- ir til og frá mótstað og frítt uppihald. íslendingum vegnaði ekki sem bezt í íþróttakeppninni. Guðmundur Hermannsson náði þó öðru sæti í kúluvarpi, varpaði 15,44 m. Þórir varð 7. í 800 m hlaupi á tímanum 1:54,2 mín. en Ásmundur togn aði í 100 m hlaupinu og varð tími hans 11,2 sek. — Gunnar. Fimmfa umferð hausfmótsins FIMMTA umferð á haustmóti T. R. hófst á mánudagskvöld að Þórskaffi. Pilnik hafði svart á mióti Baldri og tefldi á móti drottningar peði, sem kennt er við einhvern Benóný. Baldur tók ekki á*móti bragðinu og fékk lak- ari stöðu. Pilnik fékk tvö sam- stæð frí peð á miðborði. Enda- taflið var mjög erfitt fyrir hvítan, en Baldur tefldi prýðis vel og þurfti einskis að biðja, þegar sam- ið var jafntefli. Staðan var hníf- jöfn. Þórir hafði hvítt á móti Jóni Einarssyni og fékk betra tafl í byrjun og að lokum unnið, en gætti sín illa, því Jón náði að lokum þráskák. Óvænt úrslit. Þetta voru einu skákirnar, sem lokið var við þá um kvöldið. Guðmundur Pálmason hafði hvítt á móti Ásmundi og náði frumkvæðinu þegar i byrjun. Ásmundur varðist ágætlega, tefldi í gærkvöldi sína beztu skák á þessu móti, þó allt kæmi fyrir ekki. Guðmundur hélt ágætlega á sínum yfirburðum, vann peð og síðan annað, og staða hans er nú létt unnin. Ingi hafði hvítt á móti Jóni Þorsteinssyni, fékk heldur betra í byrjun, en vann síðan peð, og á nú að því er virðist létt unnið. Guðmundur Ágústsson hafði hvítt á móti Arinbirni, tefldi upp á sókn þegar í byrjun, en fékk alvarlegar veilur í stöðuna, sem Arinbjörn notaði sér vel framan af, en brast svo bogalistin, og á nú tapaða stöðu. — Áhorfendur voru eins margir og húsrúm leyfði. —K.Á. ión Leifs formaður Bandalags ísl. lisfamanna AÐALFUNDUR Bandalags ís- lenzkra listamanna var haldinn síðastliðinn mánudag. í stjórn voru kjörnir: Jón Leifs formað- Ur, Valur Gíslason varaformaður, Kjartan Guðjónsson ritari, Sig- valdi Thordarson gjaldkeri, Guðný Pétursdóttir, Rögnvaldur Sigurjónsson og Svanhildur Þor- Steinsdóttir. Pilnik teflir fjöllefli í félagsheimili UMFR SÍÐAN Ungmennafélag Reykja- víkur reisti félagsheimili sitt í Laugardalnum, hefir skák verið mjög st.xnduð þar. Næstkomandi sunnudag teflir ekáksnillingurinn Pilnik fjöltefli þar í heimilinu. Keppt verður á 30—35 borðum. Keppnin byrjar kl. 1,30 e. h. og eru menn beðnir að hafa með sér töfl. Tilkynna á um þátttöku í síma 81538. GETRAUNASPÁ IJRSLIT leikjanna í 2. deild á laugardag urðu: Barnsley 1 Lincoln 0 Bristol City 2 Liverpool 1 Bury 0 — Blackburn 4 Fulham 5 Hull City 0 Leeds 3 Nottm Forest 0 Middlesbro 4 Leicester 3 Notts Country 1 Sheff. Wedn 1 Port Vale 1 Stoke 0 Rotherham 1 Bristol Rovers 0 Swansea 2 Doncaster 0 West Ham 4 Plymouth 0 Af sex efstu liðum 2. deildar 1 eru fimm, sem á síðustu árum hafa unnið sig upp úr 3 deild, , og sýnir það ljóslega, hve félög- in eru orðin jöfn að styrkleika, ■ hvort sem það er vegna þess að betri félögunum hefur hrakað, ellegar að lakari félögunum hef- ur farið svo mikið fram á síðari árum. Port Vale er raunverulega efst í 2. deild nú, en fyrir þrem árum tók Freddie Steele þar við framkvæmdastjórn og var liðið þá næst neðst í nyrðri hluta 3. deildar. Hann sagði í sumar, að markið væri að komast í 1. deild. Hann lék áður með Stoke City og var þjálfari hjá KR sumarið 1946. Port Vale er í Hanley, sem er útborg frá Stoke, og rúmar völlur félagsins, en hann hefur verið endurbyggður nýlega, nú um 50 þús. áhorfendur. Honum hefur ekki þótt það lakar á laug- ardag að sjá sitt nýja félag sigra það gamla. Fyrir nokkrum árum keypti Newcastle núverandi fyrirliða sinn, Scoular, frá Portsmouth, og sagði þulurinn, að hann mundi ekki kannast við flesta leikmenn Portsmouth nú, og því síður við leikstílinn, sem væri nánast „ungversk rapsódía“ eins og hann orðaði það. Newcastle lék með fjórum miðframherjum í framlínu sinni og var mjög heppið að fara með sigur af hólmi. Á laugardag léku írar (Ulster) og Skotar landsleik í Belfast og sigruðu írar með 2:1 eftir 2:0 í hléi. — Á laugardag verða þessir leik- ir í Englandi: Arsenal — Newcastle 1 Aston Villa — Manch. Utd x2 Blackpool — Charlton 1 Bolton — Everton 1 Cardiff — Burnley x2 Chelsea — Tottenham 1 Huddersfield — Luton lx Manch. City — Preston 1 Portsmouth -— Birmingham 1 Sunderland — WBA 1x2 Wolves — Sheff. Utd 1 Bristol Rov. — Swanset 1 2 I. deild: L Blackpool 11 WBA 11 Manch. Utd 12 Sunderland 10 Charlton 12 Bolton 10 Everton 12 Portsmouth 10 Burnley 11 Luton 11 T Mörk St 2 24:16 15 15:11 15 23:19 15 30:20 14 22:21 14 19:13 13 15:15 13 21:16 12 13:12 12 17:17 12 Wolves 10 5 1 4 32:16 11 Manch. City 10 3 5 2 17:18 11 Birmingh. 12 3 5 4 1817 U Newcastle 11 4 2 5 24:24 10 Preston 12 4 2 6 22:20 10 Chelsea 11 3 3 5 14:19 9 Huddersfld 10 3 2 5 11:20 8 Sheff. Utd 11 3 2 6 14:18 8 Arsenal 11 2 4 5 13:21 8 Cardiff 11 4 0 7 15:27 8 Aston Villa 12 1 6 5 10:19 8 Tottenham 11 2 1 8 13:22 5 II. deild: Fulham 12 7 2 3 32:16 16 Swansea 12 7 2 3 31:22 16 Port Vale 10 6 3 1 16:5 15 Bristol City 11 7 1 3 22:14 15 Bristol Rov. 11 7 1 3 22:15 15 Lincoln 11 7 0 4 22:12 14 Leeds 11 6 2 3 17:10 14 Stoke City 12 7 0 5 25:19 14 Barnsley 12 4 6 2 16:19 14 Sheff Wedn 12 3 6 5 22:19 12 Leicester 12 5 2 5 23:28 12 Liverpool 11 4 3 4 19:18 11 Blackburn 10 4 2 4 14:11 10 Middlesbro 10 3 4 3 16:25 10 West Ham 11 4 2 5 24:18 10 Doncaster 11 3 4 4 22:24 10 N. County 12 2 5 5 19:25 9 N. Forest 10 4 0 6 17:24 8 Rotherham 12 2 4 6 17:27 8 Bury 12 2 3 7 16:31 7 Plymouth 12 2 1 9 10:27 5 Hull City 11 1 1 9 8:28 3 Sími á hvern bæ í Borprfjarðarsýslu AKRANESI, 10. okt. — Seinni hluta sumars og í haust hefir flokkur símamanna unnið að símalagningu í Borgarfjarðar- sýslu. Er takmarkið að leggja síma á þessu ári inn á hvern ein- asta bæ í sýslunni, þar sem hann var ekki áður kominn. Heyrzt hefir að símamanna- flokkurinn muni að því lokna fara vestur yfir Hvítá og vinna að sama marki í Mýrasýslu, en hvort hann kemst þangað fyrir áramót er ekki vitað. — Oddur. Treg veiði síðusfu daf a HAFNARFIRÐI: — Síldveiði rek netjabátanna hefir yfirleitt verið afartreg undanfarna daga, þótt einstaka bátur hafi fengið dágóð- an afla. Einkum heldur síldin sig nú í Miðnessjónum, en þar hefir háhyrningurinn gert mikinn usla síðustu daga og margir bátar orðið fyrir miklu veiðavfæra- tjóni. Surprise seldi í Þýzkalandi s.l. þriðjudagsnótt 224 lestir fyrir rúml. 88 þúsund mörk. Jón for- seti selur þar á morgun og Slétt- bakur á föstudag. — G. E. Vilja fá Spán NEW YORK: — Arabarikin og Suður-Ameríkuríkin héldu í dag fundi og ræddu um fáanlegan stuðning við inntökubeiðni Spán ar í samtök S.Þ. Fundurinn var haldinn að beiðni sendiherra Spánar. i græn- melisréfltim í Hafnarfirðl HAFNARFIRÐI — Hin nýstofn- aða deild Náttúrulækningafélags íslands hér í bæ byrjar starfsemi sína með því að hafa námskeið í matartilbúningi, þar sem kennt verður nð búa til grænmetisrétti. Verður það í Flensborgarskóla og hefst á fimmtudaginn 13.þ.m. og stendur yfir til 20. þ. m. Kennt verður frá kl. 2 til 4 á daginn og 8—10 síðdegis. Kennslan er sýnikennsla og verður Hrönn Hilmarsdóttir, forstöðukona heilsuhælis NLFÍ í Hveragerði, kennari. Húsmæður hér í Hafnarfirði munu áreiðanlega fjölmenna á námskeið þetta, með því að hér er einsíakt tækifæri til þess að kynnast hinum hollu réttum, sem gera má úr grænmeti. — Geta má þess, að fyrir atbeina hinnar nýstofnuðu deildar, er hafin fram leiðsla í Snorrabakaríi á rúg- brauðum og heilhveitibrauðum úr nýmöluðu komi. —G. E. 865 funnur a! síld AKRANESI, 11. okt.: — í dag komu hingað 7 reknetjabátar með alls 865 tunnur af síld. Hæst- ir voru Böðvar með 200 tunnur og Ver með 187 tunnur. Sumt af síldinni var saltað og sumt fryst. — Síldin, sem borizt hefir hingað hefir verið upp á síðkastið sér- lega jafnstór og feit. Átta trillubátar reru héðan í dag og fengu gott sjóveður. Afl- inn var svipaður og í gær 300— 1000 kg. á bát. — Oddur. Samningar við anþágu á skötfum í GÆR var undirritaður í Reykja vík samningur milli fslands og Danmerkur um gagnkvæma und- anþágu frá sköttum af ágóða skipaútgerðar og flugreksturs. Af íslands hálfu undirritaði dr. Kristinn Guðmundsson, utanrík- isráðherra, samninginn, en af hálfu Danmerkur, sendifulltrúi Danmerkur, Viggo Christensen. (Frá utanríkisráðuneytinu) Ársþing GuSspeki- félags Islands FERTUGASTA ársþing Guðspekí félags fslands var haldið dagana' 2. og 3. þ.m. Fyrra daginn fórxi fram venjuleg aðalfundarstörf. — Grétar Fells var endurkjörinn deildarforseti. Úr stjórninni áttu að ganga þeir Ingólfur Bjamason og Guðjón B. Baldvinsson. Hinn síðarnefndi var endurkosinn, en í stað Ingólfs Bjarnasonar, sein baðst undan endurkosningu, var kosinn Þormóður Dagsson. Fyrir voru í stjórninni Guðrún Indriða-i dóttir og Sigurjón Danívalsson.. Að kveldi annars fundardagsin3 flutti Grétar Fells erindi fyrir al- menning, í húsi félagsins. Nefndist það „Guðmann hinn ungi“. Persía aðili TEHERAN — Persía hefur til- kynnt aðild sína að varnarbanda- lagi Miðausturlanda. Irak, Tyrk- land, Pakistan og England er fyr- ir í samtökum þessum. Stúlknr vantar á fiskverkunarstöð Húsafells við Elliðaárvog. IJppl. í síma 4921 eða í stöðinni. Reykvíkingar Er flutt að Hverfisgötu 70, — Við frá kl. 2—7 alla virka daga. Ingibjörg Ingvars. Rýmingarsalsin heldur áfram í dag og næstu daga. — Notið þetta einstaka tækifæri. — Hattar frá kr. 50,00. — Slæður kr. 19,00 — Eyrnalokkar kr. 39,00. — Kjólablóm á kr. 10,00. r Hattaverzlun Isafoldar h.f. Austurstræti 14 (Bára Sigurjónsdottir) MARKtJS Eftir Ed Dodd 1 thats a laugh, mr. TRAIL...YOU WANT ME TO LEARN TO SHOCTT SO BOO WILL THINK unr STUPPl Það er skemmtileg hugmynd 2) Markús, Þú vilt kenna mér að rkjóta til þess, að Birnu lítist betur á mig. En um leið veiztu, að ég get ékkx notað handleggina. — Ertu uð hæðast að mér? 3) — Þú ættir að nota gaman- semi þína á einhvern annan en mig. Svo snarast Kobbi í burtu. 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.