Morgunblaðið - 03.11.1955, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.11.1955, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 3. nov. 1955 MORGUNBLAÐIÐ 19 Staldrab vib á Times Squere f UPP í SJÖUNDA HIMIN „Gjörið svo vel, 102. hæð“ — Begir lyftubjónnir.n og lýkur upp hurðinni. Við göngum út og lit- umst um — við erum stödd á 102. haeð í hæstu byggingu veraldar Empire State Building á Manhatt an í New York. 15 milljónir manna hafa lagt leið sína hing- að upp, til þess ao njóta útsýn- isins, sem er vissulega stórfeng- legt. Milijónaborgin með allan sinn glaum cg gleði liggur fyrir fótum okkar cg þenur sig marg- ar mílur í allar áttir. I vestri rennur Hudson fljótið lygnt til sjávar. Á bökkum þess gegnt Manhattan breiðir New Jersev úr sér me'ial skógi vaxinna hæða- draga, er þegar hafa klæðst hin- um róandi haustlitum, sem sann- arlega er ekki of mikið af í þess- ari hrikalegu borg hraðans. Við sjóndeildarhringinn í austri grillir í Atlantshafið gegn um mistrið. Upp íil okkar berst þungur nið- ur umferðarinnar og rkarkalans niðri á götunm. Skyjakljúfarnir, sem af götunni viríust geta hrun- ið saman yfir höíðum okkar á hverju augnabliki, virðast h -ðan borgarlnnar New York vatnsflaumur. Allt er á ferð og flugi. | Umferðarhávaðinn og kliður- inn, berst út frá skemmtistöð- ' unum, rennur saman við gný, sem er svo hár, að vart er hægt að tala saman nema með hrópum. | Við hann bætist benzínþefurinn, 1 sem liggur eins og rnara yfir allri | borginni — bland.inn matar og hitalykt, er í fyrstu veldur ó- kunnugum dálítilli vanlíðan. SITT SÝNIST HVERJUM En það er ekki nóg með það, að hörundslitur fjöldans sé mis- jafn, því að hvergi í heimi gefur ( að líta sundurleitari mannteg- \ undir en einmitt hér i hjarta New Ycrk borgar. Milljónaborg- arinnar, sem er elskuð af þeim, er hana byggja — hötuð af tugum| milljóna Bankaríkjamanna utan hennar — dáð af hundruðum mill jóna í öðrum löndum. út baðandi höndum í allar áttir og býðst til að aka vegfarendum, fyrir aðeins einn dollar, til ákveð- ins veitingahúss — þar sem ódýrt sé að dansa við stúlkurnar. Blaða salar láta til sín heyra, lögreglu- þjónar eru hvarvetna á vakki handleikandi kylfur sínar og með skammbyssu hangandi í beltiástað. Á götuhorni standa gömul hjón. Maðurinn leikur á gítar, en konan heidur á hattræfli í út- réttum höndunum. Öðru hvoru reka þau upp ámátlegt vein — þau syngja. Skammt frá stendur eldri maður, sem vart virðist geta dregið andann vegna offitu. Hann túlkar Foster með ofsakappi og beinir tómri blokkdós að veg- farendum. Við gangstéttina er stöðvaður spegilgijáandi Cadilac og út stíg- ur prúðbúinn svertingi. Fólkið, sem framhjá fer er yfirleitt bros- mismunandi stórir trékubbar — eða eldspýtusíokkar. Hafskipin við hafnargarðana — United i States, Queen Elisabeth o. f 1., virðast sem smá barnaleikföng þarna niðri í fjarskanum. Á TIMS SQUERE Þegar kvöld tekur og myrkrið færist yfir borgina, er það dá- samleg sýn að horfa yfir ljós- hafið. Skær bjarmi stígur hátt í loft upp, það er sem jörðin glói. Svo langt sem augað eygir er endalaust Ijóshaf. Einn hluti borgarinnar ber þó ! af hvað ljósadýrð snertir — þar ’ er engu líkara en eldur sé laus. Það er Times Squere á Broadway. Við Brcadway eru stærstu og fjölbreyttustu skemmtistaðir í heimi. Stórhýsi við stórhýsi, höll við höll, •— leikhús, kvikmynda- hús, hótel, veitingasaiir og dans- hallir. Öllu ægir þar saman, — allt frá ai.ðvirðilegustu sælgætis verzlunum til stærstu hljómleika halla í heimi. Allan sólarhring- inn, jafnt dag sem nóttu, er þar sungið, dansað og leikið. Fólksstraumurinn endalaus og bílamergðin geysileg. Þar mæt- ast allir kynflokkar heims — rautt, gult, svart og hvítt fólk bylgist eftir götunum eins og Á Manhattan. Séð upp eftir Madison Avenue Fátæklegir svertingjar, þokka- lega klæddir Evrópumenn, snyrti legir Kínverjar og skrýddir auð- menn. Dyraverðir standa fyrir utan skemmtistaði og hrópa ýmis slag orð, til bess að hæna fólk að — leigubílstjóri stöðvar bifreið sína við gangstéttina og stígur Frelsisstyttan við innsiglinguna til borgarinnar leitt og virðist ánægt, enda kom- ið til að skemmta sér. Hvergi í heimi er um jafn fjölbreytta I skemmtistaði að velja og hér, — en það kostar mikið — kostar dollara, sem við Evrópumenn eigum of lítið af. MIDSTÖD FJÁRAHAGSLÍFS- INS ! Ekki aðeins skemmtistaðir : setja svip sinn á Broadway, ' heldur einnig verzlanir. Þar er prangað með allt milli himins og jarðar — allt frá eyrnalokkum og barnahringlum til húsgagna og samgöngutækja. Gyðingar, Frakkar, ítalir og Tyrkir bjóða þar vörur sínar, — pretta og pranga daga og nótt. Því er eins varið með verzlanir og skemmti- staði á Broadway, að ekki er gerður munur á nóttu og degi. í raun og veru er þar engin munur á, því að næturlagi lýsa hin geysistóru auglýsingaspjöld götuna sein dagur væri. Hér eru samt ekki höfuðstöðv- ar verzlunar í borginni. Fifth Avenue liggur samsíða Broad- way, litlu austar. Hún er talin mesta verzlunargata í víðri ver- öld. f Fifth Avenue og Wall Street, miðstöð allrar fjármála- starfsemi borgarinnar, liggur mikill hluti af auðmagni Banda nkjanna. Bandaríkjamenn eru miklir boxaðdáendur og gleyma sér jafnvel á götum og gatnamótum, ef um slíkt er að ræða, svo að víðar eru íþróttaaðdáendur en á Akranesi. Vissulega væri ekkert á móti að fá prédikara á móts við Thorolf Smith hingað vestur, til þess að lesa yfir hausamót- unum á Kananum. BARÁTTUMENN Við höldum niður Broadway. Margt er að sjá, margt nýstár- legt, sem kemur landanum dá- lítið spánskt fyrir sjónir. Hér er til dæmís útsala hjá skart- gripasala. Við iítum í gluggann. Inni í verziuninni standa tveir verzlunarmenn og gera ýmist að hneigja sig og hálf krjúpa fyrir viðskiptavinunum patandi í allar .áttir — eða toga í ermar beirra og hálsriál með miklum ákafa og sannfæringarkrafti. Ungur ljóshærður maður, ekki hreinleg- ur, stendur við hlið mína og horf- ir á aðfarirnar. „Þeir eru varasamir þessir ná- ungar“ — segi ég. „Já, þetta eru bölvaðir fantar — varaðu þig á þeim — ég þekki þá“. ,,Ég er Evrópumaður og þekki lítið af slíku.“ „Ég er bandarískur, en er Hvít-Rússi“ — segir hann. „Ég er kommúnisti“ — bætir hann við. „Nei, nú ertu að gera að gamni þínu“, svara ég — „þú ert áreiðanlega sá argasti íhalds- kurfur, sem þrífst í New York“. „Nei, ég er foringi í flokknum“ — segir hann — „ég ætla að ganga niður götuna með þér og spjalla við þig“. „Það er alveg vonlaust vinur“, svara ég. Hvort sem hér er um að ræða gaman- semi eða bandaríska einlægni — þá yfirgefur þessi ungi maður mig og biður mig að fara til fjandam. Fg hcrfi á eftir honum inn á veitingahús og mér dettur jafnvel f hug, að þetta sé lista- maður með dellu, því að alls staðar eru þeir til. ÚTLENDINGAR í NEW YORK „Er þetta kaupfélagið?“, spurði einn ágætur framsóknarmaður utan af landi, er hann leit New York í fyrsta sinn, — og benti á Empire State Building. En það er ekkert undarlegt, þó að ís- lenzki framsóknarmaðurinn spyrji, því að NewYork er svo ólík því, er við Evrópumeam eigum að venjast, að engu tali tekur. Borgma byggja tæpar 10 milj. manna, Hún er stórfengleg og hrikaleg í senn, og hún á hvergi sinn tíka meðal annarra stór- borga heims. Þar hafa mæzt straumar, sem með skynsamlegri hagnýtingu og stjórn hafa ekki einungis byggt upp þessa mynd- arlegu og risavöxnu borg, heldur hafa átt sinn drjúga þátt í að afla Bandaríkjunum þann sess, sem þau í dag skipa. En eitt ættu útlendingar, sem gista New York ekki að gera — það er að meta bandarísku þjóðina eftir fólkinu, er setur svip sinn á borgina. Það eru ekki afkomendur þeirra, er á sínum tíma sigldu Mayflower vestur um haf, og í fyrstu brutu landið. Frh. á bls. 30. BOXIÐ NÝTUR VINSÆLDA Opin bifreið er stöðvuð við gangstéttina. Tveir ungir menn sitja í og virðast hlusta á út- varpið með miklum ákafa. Það er eitthvað mikið um að vera. Bifreiðin er strax umkringd af áhugasömum vegfarendum. Það fer glímuskjálfti um hópinn — það er tyrjað að öskra. Útvarpið er frá boxeinvígi. Bókasafn Columbía-háskólans í New York Táknræn mynd frá New York

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.