Morgunblaðið - 04.05.1956, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.05.1956, Blaðsíða 8
8 SÍORGUN tíLAV IÐ Föstudag'ur 4. maí 1956 iá JBftvpntMaMb Ctg.: H.í. Árvakur, Reykjavlk. Framkv.stj.: SigMs Jónsson Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjómmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigu. Lesbók: Árni Óla, simi 3045. Auglýsingar: Ámi Garðar Kristinaaoa. Ritstjóm, auglýsingar og afgreiðala: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlanda. I lausasölu 1 króna eintakið. ■4$ ,1 Draumurinn um stólinn 1 TM það verður naumast deilt, U að þeir Tryggvi Þórhallsson og Jónas Jónsson voru tveir aðal- upphafsmenn Framsóknarflokks- ins og þróttmestu baráttumenn hans um langt skeið. Það kom hins vegar í hlut núverandi for- manns flokksins, Hermanns Jón- assonar, að hafa forystu um, að flæma báða þess menn úr Fram- sóknarf 1 okknum. Hermann Jónasson var for- sætisráðherra á árunum 1934— 1942. Þessi vegtylla sté honum svo til höfuðs, að hann hefur síðan talið landið stjórnlaust ef hann væri ekki sjálfur í stól for- sætisráðherra. Hann hefur ekki verið í rónni vegna þess, að Fram sóknarflokkurinn hefur um all langt skeið ekki getað ráðið einn í íslenzkum stjórnmálum. Alþýðnflokkurinn innbyrtur Hermann Jónasson hefur gert margar tilraunir til þess, að afla flokki sínum fyrri aðstöðu til áhrifa á stjórn landsins. En þær hafa allar mistekist. Framsóknar flokkurinn hefur undanfarinn áratug haft 15—18 þingmenn. Þessi þingmannatala hefur ekki dugað honum til þess að mynda einn stjórn með Alþýðuflokknum. Það er sama hvað mikið Tím- inn hefur hælt hinum veika og ráðreikula flokki íslenzkra jafn- aðarmanna. Fylgi hans og traust hefur sízt vaxið við það. En nú hefur Framsókn grip- ið til þess úrræðis, að inn- byrða Alþýðuflokkinn alger- lega. Hermann Jónasson telur það nú síðasta tækifæri sitt til þess að mynda ríkisstjórn, að Framsóknarflokkurinn fái meirihluta með þessu nýja spyrðuhandi við Alþýðuflokk- inn. Ef þetta ekki tekst er hætt við því, að hinn mikli veiði- maður gefist upp á róðrinum og viðurkenni hreinlega, að hann hafi misst af strætis- vagninum. Erigin hngsjónaleg undirsíaða Engin hugsjónaleg undirstaða liggur til grundvallar þessu nýja hræðslúbandalagi Framsóknar- og Alþýðuflokksins. Framsókn hælir sér af því að hafa mótað stefnuna í efnahagsmálunum undanfarin ár. En Alþýðuflokk- urinn hefur barizt gegn henni með hnúum og hnefum. Öll þjóðin gerir sér það ljóst, að hinir sameivinlegu frambjóð- endur hræðslúbandalagsflokk- anna eiga enga sameigínlega stefnuskrá í efnahagsmálunum og öðrum stærstu vandamálum hins íslenzka þjóðfélags. Þeir eiga að- eins eitt takmark: Að fá meiri hluta á Álþingi til þess að geta lyft Hermanni Jónassyni upp í forsætisráðherrastólinn. Hræðslubandalagið biður alla um hjálp til þéss að það geti náð þessu háleita takmarki. En sér- staklega beinir það þó hjálpár- beiðnum sínum til verkalýðsins víð sjávarsíðuna. Verkamenn sjó menn og iðnaðarmenn í kaupstöð- um og siávarþorpum landsihs, eru innileffa beðnir um það, að kjósa bandalag Hermanns Jónas- sonar og hjálpa honum í hinn langþráða stól. Hvað á verkalýðurinn Hermanni að þakka? En hvað á íslenzkur verkalýð- ur Hermanni Jónassyni að þakka? Hvað hefur hann gert fyr ir verkalýðinn? Þegar Hermann Jónasson var forsætisráðherra í hinni fyrstu „vinstristjórn“ á árunum fyrir styrjöldina skapaðist hér meiri fátækt og bágindi á þúsundum verkamannaheimila en þekkzt hefur hér á landi um langt skeið. Atvinnuleysi og skortur þjarm- aði að fólkinu. Atvinnutækin grotnuðu niður og fullkomið von- leysi blasti við. Er ástæða til þess, að ís- lenzkir verkamenn vilji þakka Hermanni Jónassyni fyrir þetta með því að gera draum hans um stólinn að raunveru- leika? En hvað um sjómennina? — Hvað eiga þeir að þakka hinum mikla veiðimanni? Þegar Sjálfstæðisflokkurinn hafði forystu um nýsköpun ís- lenzkra atvinnuvega að síðustu styrjöld lokinni, barðist Hermann Jónasson gegn þeirri uppbygg- ingu af alefli. Hann vildi ekki að ný skip kæmu í stað gömlu ryð- kláfanna. Hann vildi heldur ekki að nýjar verksmiðjur risu. En Sjálfstæðisflokkurinn réði. Hin nýju tæki komu, framleiðsl- an jókst og lífskjörin bötnuðu. Getur verið að nokkrum sjómanni finnist hann þurfa að hjálpa Hermanni Jónassyni til þess að lyfta honum í stól- inn? En iðnaðarmennirnir? Hefur hinn mikli veiðimaður hjálpað iðnaðarfólkinu á íslandi til þess að byggja upp hina ungu atvinnu- grein sína? Framsóknarflokkurinn barðist af alefli gegn fyrstu raforkuver- unum, sem byggð voru í landinu. Hann kallaði fyrstu Sogsvirkj- unina „samsæri andstæðinga Framsóknarflokksins". En raf- orkan var frumskilyrði vaxandi iðnaðar. Hermann Jónasson barðist einnig sérstaklega gegn stofnun Iðnaðarbankans. En með honum var tilraun gerð til þess, að veita meira fjármagni til hins unga ís- lenzka iðnaðar. Virðist iðnaðarfólki vera mikil ástæða til þess fyrir það, að hjálpa Hermanni Jónassyni í hinn langþráða stól? Síðasta tækitærið Mikill hluti þjóðarinnar gerir sér nú ljóst, að um það er barizt í þessum kosningum hvort frjáls- lyndi og víðsýn framfarastjórn undir forystu Sjálfstæðisflokks- ins eigi að fara með völd í land- inu á næsta kjörtímabili, eða hvort draumur Hermanns Jónas- sonar um forsætisráðherrastólinn og stefnulausa hentistjórn hans sjálfs eigi að verða að raunveru- leika. Hermann Jónasson hefur sjálf- ur gert sér ljóst, að þetta er hans síðasta tækifæri. Hann hefur ginnt flökk sinn út í áhættusamt æfintýri. Ef tilraunin misheppn- ast bendir margt til þess, að flokksformennskudagar hins mikla veiðimanns séu taldir. ÚR DAGLEGA LÍFlNU l s \Jeipan ^er óicjitrpör am Le — n/ýr Lreypill, áem Lrennir L íu 0 EITT af þeim farartækjum, sem áunnið hefur sér mikla hylli um aUan heim á undanförnum árum, er litla ítalska mótorhjól- ið, Vespan. Þið kannizt langflest við hana, því að þó nokkrar eru til hér á landi. Þetta farartæki er alveg nýtt af nálinni — og hefur á örfáum árum náð slíkri út- breiðslu að einsdæmi er. Það eru ekki nema 10 ár síðan fyrsta Vespan var gerð, en sú 1.000.000. rann út úr verksmiðjunni fyrir nokkrum dögum — við hátíðlega athöfn. Aðalverksmiðjan er í Pontedera, skammt frá borginni Pisa á Norður-Ítalíu. Einnig hef- ur verið komið á fót „Vespu- verksmiðjum" í Þýzkalandi, Eng landi, Frakklandi og Spáni. o-------------□-----o • SEGJA má, að Vespan hafi runnið út úr rústum styrjaldar- innar. Verksmiðjan í Pontedera var fyrir stríð ein stærsta og mikilvægasta flugvélaverksmiðja ítala. Árið 1944 var hún gersam- lega jöfnuð við jörðu í átökum styrjaldarinnar. En viðreisnar- öflin voru fljót til starfa, og tveim árum síðar var hafizt handa og byrjað að reisa mannvirki í hin- um gömlu rústum. I Pontedera risu síðan verksmiðjur þær. sem hófu framleiðslu Vespunnar. Þar vinna nú að staðaldri 4—5 þús. manns, en enn nær verksmiðjan ekki nema yfir helming gömlu rústanna. @ Yfirverkfræðingur verksmiðj- anna er d’Ascanio — sá hinn sami og átti hugmyndina að farartæk- inu. Þeir, sem aðallega stóðu að stofnun fyrirtækisins — og nú eru aðalhluthafar — eru afkom- endur Peagio gamla, sem á sínum tíma var einn frægasti og atorku mesti stóriðjuhöldur Ítalíu. Peagio hóf feril sinn árið 1885 með stofnun skipasmíðastöðvar í Genua. Síðan hefur fyrirtækið VeU andi áLri^ar: Björt maí-koma MAÍ heilsaði okkur bjartur og broshýr í ár, að vísu fremur andkaldur, en sólskinið er okkur alltaf svo mikils virði, að við telj- um ekki ástæðu til að fárast yfir svalanum — svo snemma vors. Lóukliður heyrist í lofti og ný- græðingurinn stingur óðum upp höfðinu, þar sem á annað borð nokkrum gróðri er vært hér hjá okkur á mölinni. Vegfarendur um götur bæjarins hafa að undan- förnu veitt því eftirtekt, að fólk er tekið að huga að garðavinn- sumri og sól. Þannig heilsaði maí mánuður Toskana-búum suður á Ítalíu. Var þess jafnframt getið, að þetta væri í fyrsta skipti í mannaminnum, sem snjóað hefði í maí-mánuði um þær slóðir. — Sá, sem átt hefur leið um þetta unni og lagt hefur fyrir vit þeirra hressilega íslenzka mykjulykt, sem gefur frekar en nokkuð ann- að til kynna, að verið er að vinna völlinn. Sumir eru svo „fínir“ að þeir taka fyrir nefið, fussa og sveia öðrum eins sóðaskap inni í miðjum bæ. Aðrir njóta þess að anda að sér þessari gamalkunnu lykt, sem minnir á vor og gró- anda heima í gömlu sveitinni þeirra og um leið á þá staðreynd, að íslenzk jörð, hvort heldur sem er í glæsilegum skrúðgarði í Reykjavík eða á kotjörð uppi í afdal, er ekki enn orðin — og verður aldrei of „fín“ til að taka með þökkum í vorgróandanum vænu hlassi úr haughúsi bónd- ans. í fyrsta sinn í manna- minnum EN á sama tíma, sem við hér norður við hið yzta haf höf- um fagnað hverjum sólskínsdeg- inum eftir ánnan, heyrum við fregnir utan úr heimi um frost og snjóa suður í löndum, sem í hug- um okkar eru böðuð sífelldu ‘f’fagra og sögufræga hérað Ítalíu í júlímánuði, þegar öllum gróðri liggur við skrælnun af hinu stöð- uga sólfari og jörðin æpir á regn, kann að eiga dálítið erfitt með að átta sig á slíkum fregnum það- an. — En náttúran fer sínar leið- ir sem fyrr, hversu vitrir sem mennirnir eru orðnir með allri sinni tækni og tólum. Hús og híbýlaprýði FYRIR nokkru- heyrði ég á tal fólks, sem ræddi af miklum áhuga um hús og híbýlaprýði. — Þetta er málefni, sem er mjög ofarlega á baugi meðal almenn- ings um þessar mundir, er allir eru gripnir hinu svonefnda „byggmgaræði", sem farið hefur sem logi yfir akur hér í vorri kæru höfuðborg hin síðustu ár. Ekkert væri fráleitara en að am- ast við þessari sjálfsögðu og eðli- legu þróun. Því að er það nema eðlilegt, að hver og einn vilji eignast þak yfir höfuðið og er það ekki gleðilegt, hve mörgum hefur tekizt það? Að vísu hefur það kostað súran sveita — og stundum tár, en það er nú einu sinni svo, að ekkert af því sem er eftirsókn- arvert í þessum heimi, fæst yfir- hafnarlaust — nema þá að eitt- hvert happdrættið geri hér und- antekningu á reglunni! Fjölskyldumyndirnar í friði EN nú er ég annars kominn dá- lítið út fyrir efnið, — Það sem ég í rauninni ætlaði að vekja athygli á var setning, sem ég heyrði einn —- eða eina — þeirra, sem þátt tóku í samræðunum segja. Hún barst mér að eyrum af hreinni tilviljun: „Þessar fjöl- skyldumyndir uppi um alla veggi, þær eru nú vægast sagt hrylli- lega ósmekklegar og gamaldags — og ættu alls ekki að sjást á sæmilegu nútíma heimili". Eitt- hvað á þessa leið hljóðaði hún og ég ályktaði á augabragði, að þarna væri á ferðinni ein af ný- tízku frúnum, sem vilja hafa heimili sín eins og klippt út úr tízkublaði. Ég hef reyndar heyrt amazt við fjölskyldumyndunum fyrr — og það í óblíðum tón. En mér er spurn: Má ekki fólk hafa sín heimili í friði og hafa þar, eða hafa þar ekki, það sem þeim sýn- ist. — Ef að ég hef meiri ánægju af að horfa á venjulega ljósmynd — jafnvel þótt hún sé ekki frá Lofti — af einhverju kæru ná- komnu skyldmenni mínu, heldur en á abstrakt-málverk — eða bara auðan vegginn — má ég það þá ekki óáreittur? Eða á ég að streitast við að gera heimili mitt að „módeli“ eftir nýjustu tízku? . i (i -'"k Vespan er vinsæl á Ceylon. eflzt o gdaínað jafnt og þétt — og í dag er Peagio-skipasm'ðastöðin ein sú stærsta í landinu. Auk þess hefur hún fært út kvíarnar •— og fýrir utan Vespuna framleiðir hún einnig flugvélar. ■ —-------★------- @ General Motors verksmiðjurn- ar í Bandaríkjunum gera um þessar mundir all nýstárlega til- raun. Hér er sem sé um að ræða nýjan hreyfil, sem er nú reyndur í bifreið. Er hann sagður hafa alla kosti gastúrbínunnar, sem talin er eiga mikla framtíð fyrir sér, en hins vegar hefur nýi hreyfillinn enga af ókostum hennar, ef svo mætti segja. í miðjum mánuðinum mun þessi nýja bifreið verða sýnd almenn- ingi vestra — og segja verkfræð- ingar fyrirtækisins að hér sé um mjög merka tilraun að ræða — og sennilegt sé, að slíkur verði fram- tíðarbíllinn. @ Þessi nýi hreyfill brennir mun ódýrari brennsluefnum en benzínhreyfillinn, og hefur meira að segja tekizt að láta hann ganga fyrir hvalolíu og ýmsum jurta- olíum. Stærsti kosturinn er þó sagður sá, að nýi hreyfillinn framleiðir ekki eins mikinn hita og benzínhreyfillinn — og þarf af leiðandi verður unnt að nota mun ódýrari málma í hann en nú tíðkast í bifreiðahreyflum. Aftur á móti eru mestu erfiðleikarnir við framleiðslu gastúrbínunnar til almennra nota fólgnir í því, að hún framleiðir það mikinn hita, að erfitt hefur reynzt að finna málmblöndur til smíði hans, sem bæði eru endingargóð- ar og ódýrar. ® Nýi hreyfillinn hefur hvorki sveifarás né stimpilstengur. í rauninni vinnur hann á sama hátt og reiðhjólapumpa, eða. gamal- dags smiðjubelgur. Hefur hreyf- illinn tvo „sílindra", og í hvorum eru tveir stimplar. Ganga þeir fyrir áhrif hvors annars vegna keðjusprenginga, isem verða á milli þeirra. Aðalinntakið í gangí hreýfilsins er það, að hann press- ar loft, sem síðan gengur . til túrbínu í afturhluta bílsins. Ann- ars er þetta enn á byrjunárstigi og allar upplýsingar þar af leið- andi af skornum skammti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.