Morgunblaðið - 22.06.1956, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.06.1956, Blaðsíða 13
Föstudagur 22. júní 1956 M ORGU N B 4 ÐIÐ 13 Ræba Bjarna Benediktssonar dómsm.rábh. v/ð útvarpsumræburnar i fyrrakxöld: Hrœðslubandalagið var myndað til að hafa í frammi kosningaklæki STJÓRNARSAMSTARFI því, sem nú heíur staðið um r.okkra ára bil, og mörgu góðu hefur áorkað, þótt ýmislegt sé óleyst. eins og ætíð þar sem ríkir líf og starí, var að vísu slit- ið. án þess að nokkur grein væri gerð fyrir raunverulegum mál- efnaágreiningi. Má þó segja, að eðlilegt sé, að flokkar sem ekki geta unnið saman, hætti sam- starfi sínu, alveg á sama veg og nú á dögum þykir bezta lausnin, að hjón, sem fella ekki skap saman, slíti samvistum og skilji. En jaínvel nútíma fólki þykir ekki hlýða, að á meðan hjúskapurinn stendur haldi ann- að hjónanna fram hjá hinu. Verður því þó trauðlega neitað, að það er einmitt samskonar at- hæfi, sem maddama Framsókn hefur haft í frammi undanfarin ár með hinum nánu samskiftum sínum við Alþýðuflokkinn á meðan samvinna hennar og Sjálfstæðismanna hélzt. STOFtiaN IIRÆÐSLU- BANDALAGSINS Ávöxtur þeirra samskifta er kominn í ljós, hið margumtalaða Hræðslubandalag. Bandalag þetta var á sínum tíma tilkynnt með sameiginlegri stefnuskrá og er í henni berum orðum tekið fram, að flokkarnir hafi ákveð- ið „að efna til algers kosninga- bandalags.“ Um þetta var ekki látið sitja við orðin ein, heldur hefur fram- boðum um land allt, í hverju ein- asta kjördæmi, verið hagað svo, að um óvéfengjanlega fram- kvsemd hinnar sameiginlegu stefnuskrár er að ræða. f því efni er prófkosning Framsóknar á manni í þriðja saeti Alþýðuflokksins í Reykjavik aðcins skýrasta dæmið, en að eðli hið sama og um land allt hefur gerst. Segja má, að Aiþýðuflokkur- inn hafi fengið maklega hirt- ingu, þcgar úrslit prófkosn- inganna urðu, að í vonarsæti á lista hans var sett ungfrú Rannveig Þorsteinsdóttir, sem Alþýðublaðið ekki alls fyrir löngu lýsti orðrétt á þennan veg: „Rannveig Þorsteins- dóttir er vafalaust mesta óheillakrákan í stjórnmálum samtíðarinnar.“ Þessi leiði spáfugl gelur nú hið gamalkunna náljóð kráks- ins, orðin „Aldrei meir“, í senn yfir sjálfstæðri tilveru Alþýðu- flokksins og örlögum Hræðslu- bandalagsins. Auðvitað var ekki hægt að átta sig á eðli framboðanna fyrr en þau höfðu komið fram, en þá kom í ljós, að mjög var gengið á snið við ákvæði stjórnarskrár og kosningalaga. í 31. gr. stjórn- arskrárinnar segir, að 11 þing- menn skuli vera til jöfnunar milli þingflokka, svo að hver þeirra hafi þingsæti í sem fyllstu samræmi við atkvæðatölu sína við almennar þingkosningar. Og í 29. gr. kosningalaganna segir: „Stjórnmálaflokkur má eigi bera fram nema einn landslista við sömu alþingiskosningar." ÚRSKURÐAR ÓSKAÐ Miðað við þessi ékvæði og ðnnur töldum við Sjálfstæðis- menn mjög hæpið, að bandalag þetta gæti lagt fram tvo lands- lista í þeim tilgangi, að hvor flokkur fengi sér úthlutað upp- bótarsætum sitt í hvoru lagi. Óskuðum við úrskurðar um þetta af hálfu landskjörstjórnar, !iem skyldu sinni samkvæmt ber 'að taka afstöðu til slíks ágrein- ings, þó að loka ákvörðunarvald- ið sé hjá Alþingi. Þessa kæru hafa bandamenn talið vitni um ofbeldishneigð okkar og yfir- gaug. Hræðslon við „Þjóðvöni“ er undirrót skoðono- skiftn Fromsóknar í varnarmáiunum Bjarni Benediktsson Færist þá sannarlega skörin upp í bekkinn, ef borgar- arnir mega ekki lcngur kæra til þar til settra stjórnarvalda ef þeir telja liallað réttu máli. Spáir slíkt síst góðu um sann- gjarna stjórnarháttu, ef Hræðslubandalagið kynni að vinna þessar kosningar. Hitt er eðlilegt að bandamenn reyni að verja sinn málstað. Vörn þeiri’a er einkum sú, að athæfi þeirra sé ekki bannað berum orðum í lögum og sams- konar kosningabandalag hafi átt sér hér stað áður, án þess að fundið væri að. Því til sönnunar vitna þeir í bandalag Sjálfstæðismanna og Bændaflokks 1937. Rétt er, að þessir flokkar unnu þá saman i sumum kjördæmum, en buðu fram hvor á móti öðrum í nokkr- um, og frá upphafi var vitað, að þeir mundu innbyrðis keppa um uppbótasætin, svo sem raun varð á, enda höl’ðu þeir sitt hvora og ólíka stefnuskrá við kosningarnar. Þetta samstarf var svipað samvinnu Alþýðuflokksins og Framsóknar 1953 en gerólíkt bandalagl þeirra nú. „ALGER SAMEINING“ Enda fóru þeir félagar í upp- hafi ekki dult með, að banda- lagið ætti að vei-a annars eðlis og nánara en nokkru sinni fyrr hefði verið milli flokka. Eysteinn Jónsson sagði t. d. 22. apríl, að tilgangurinn næðist „ekki nema með nánara samstarfi en áður hefur þekkzt milli flokka. Það dugar ekki minna en að flokk- arnir sameinist algerlega í kosn- ingum.“ Þessi voru orð Eysteins Jóns- sonar. En hvernig geta „flokkar sameinast algerlega í kosning- um“ nema þeir verði þá sem einn flokkur? Því að hér er aðeins um að ræða áhrif sam- einingar þeirra í kosningunum sjálfum, en hvorki ástand þeirra á undan eða eftir. Þess má þó geta, að Gylfi Þ. Gíslason lýsti því yfir hinn 12. maí „að ekki færi hjá því, að á næsta þingi yrði þingflokkur þessara flokka stærsti samstæði þingflokkur." Þessi ummæli lét Gylfi standa ómótmælt þangað til málið var komið til úrskurðar landskjör- stjórnar, þá rifjaðist allt í einu upp fyrir blessuðum reikni- meistaranum, að hann hefði ekki talað um „þingflokk" heldur ,þingblokk“. Var það óneitan- lega meinleg misheyrn hjá mál- gagni hans og leiðréttingin nokk- uð seint fram komin. En látum þaö vera. Því fer fjarri, að nokkur telji slíkt kosningabandalag óheimilt, þótt bandamenn geri okkur upp þá skoðun. Spurningin er ein- ungis um áhrif bandalagsins. Er mögulegt, að það sé í tvennu lagi, sem er „algerlega sameinað?" Ef svo sýnist, þá væri slíkt annað hvort krat'taverk eða sjónblekking, og munu flestir frekar trúa bandamönnum til hins síðara. Flokkarnir eiga að vera „algcrlega sameinaðir", þang- að til kemur að úthlutun upp- bótarsætanna. Þá á hinni „al- geru sameiningu“ skyndilega að vera lokið og tvær sundur- greindar, stranglega aðskild- ar, lieildir birtast og flögrar1 önnur um, eins og hani, sem | hausinn hefur verið höggvinn af, og vita þó allir að liann er j dauður. Verkefni Framsókn- j ar er þá lokið í bili, því að hún á að hafa náð sem flest- um kjördæmakosnum þing- mönnum með sem fpestum at- kvæðum, en Alþýðuflokkur- inn á enn að flögra um og fá styrk 7000 Framsóknarat- kvæða til að tryggja sér sem flest uppbótarsæti. Hverjum getur dulizt, að hér er um ómengaða klæki að ræða, og að t. d. Rannveig Þorsteinsdóttir er kosin sem Framsóknarfulltrúi, þó að af Alþýðuflokkslista sé, og hvar í flokki scm hún kann í bili að tclja sig? En hvað stoðar að tala um þetta? Hefur landskjörstjórn ekki nú þegar úrskurðað þetta lögum samkvæmt? „KÚTTER HARALDUR" Fjarri fer því. Það voru Framsóknarmennirnir einir, sem fengu sig til þess að samþykkja framboðin óbreytt. Tveir lands- kjörstjói'narmenn, Einar B. Guðmundsson, einn fremsti lög- maður landsins, og Vilmundur Jónsson einn aðalhöfundur kosn- ingalaganna, voru að meginmáli tii sammála kæru Sjálfstæðis- manna. Jón Ásbjörnsson hæsta- réttardómari taídi og eðlilegast að úthluta bandalagi þessu upp- bótasætum sem væri það einn flokkur en sagði á. skorta ótvi- rætt lagaboð til slíks,- En því fór fjarri, að hann teldi fram- boðin lögleg eins og þau eru. Hann vildi láta gefa flokkunum báðum færi á því að taka hins flokks fólkið af listum sínum, og eí það væri ekki gert, þá áleit hann, að úrskurða bæri t. d. Al- þýðuflokkslistann í Reykjavík utan flokka. Slíkt mundi eftir því, sem nú horfir, hafa haft þær afleiðingar, að enginn Al- þýðuflokksmaður hefði verið kosinn á þing. Móðurskipið í Reykjavík, kútter Haraldur, hefði verið slitinn úr tengslum við allar doríurnar, sem hann átti að draga inn í þingsalinn, og þær setið eftir á þurru landi. Meiri hluti landskjörstjórnar vildi ekki fallast á þessa lausn, en óhagganlegt er, að það er aðeins minni hluti hennar, sem allt vildi taka gilt óbreytt. Hvernig fram úr þessu verður ráðið að lokum, skal ég ekki segja. Líklegast er, að kjósend- urnir sanni, að þeir eru ekki dauðir tölustafir, sem ráðstafa má að vild, heldur sjálfstæðir einstaklingar með eigin vilja og þeir höggvi á hnútinn, sem rangindafýsn hræðslubandalags- manna hefur hnýtt, og láti enn sjást, „hvað illan enda, ótryggð og svikin fá.“ Vægari lýsingu á öllu þessu athæfi er erfitt að finna, eink- um þar sem í ljós er komið, að bandamenn hafa frá upphafi vitað, að ráðagerð þeirra fengi ekki staðizt. T. d. skrifaði Bragi Sigurjónsson í Alþýðumanninum um „boð Hei’manns um kosn- ing'abandalag“ þegar hinn 6. des. 1949 á þessa leið: „Ef samvinn- an væri alger, mundi það tákna, að kosningabandalagið fengi enga uppbótaþingmenn sökum fæðar Framsóknarflokksins bak við livern þingmann sinn.“ Þessir menn vita þess vegna betur en þeir láta nú. En af hverju hafa þeir þá leiðst á slíka refilstigu? HRÆÐSLAN VIÐ ÞJÓÐVÖRN Er það vegna djúptæks mál- efna-ágreinings við okkur Sjálf- stæðismenn? Svo sem fram hefur komið varð slíks aldrei vart innan ríkisstjói’narinnar á meðan sam- vinna Framsóknar við Sjálf- stæðismenn hélzt og enn er okk- ur meinuð vitneskja þess, hvað fyrir mönnunum raunverulega vakir. Svo er t. d. í varnarmálunum. Ekkert er eðlilegra en að menn hafi í þeim ólíkar skoðanir. En þær verða að vera byggðar á í’aunverulegum efnisástæðum en ekki annarlegum tilgangi. Ég játa t. d., að Þjóðvarnar- flokkurinn hefur verið til óþurft- ar í íslenzkum stjórnmálum. Sök sér er þó, að honum hefur tekizt að véla um fyrir ein- hverju af óreyndum æskumönn- um. Þeir eiga eftir að átta sig. Hitt er verra þegar rosknir stjórnarherrar, núverandi og fyrrverandi, ærast vegna til- komu þessa litla flokks, því að það er sannarlega ekki ástæða fyrir því að snarsnúast í varnar- málunum að koma þurfi Þjóð- varnarflokknum fyrir kattarnef. En sú er hin raunverulega á- stæða fyrir skoðanaskiftum Framsóknar í þessu meginmáli. Framsóknarmenn tala raun- ar um „breytt viðhorf“ í al- þjóðamálum og vitna í „Genf- arandann,“ en sjálfur hafði utanríkisráðherrann lýst þeim anda svo sem „almennum vonbrigðum“ um lausn þeirra mála, sem heimsfriðurinn er kominn undir. Enda höfðu hinir nýju bandamenn Fram- sóknar í utanríkismálum, kommúnistar, tæpri viku áður en ályktun Alþingis var gerð, látið Þjóðviljann skýra frá þvi, að ísland væri orðið eitt af þermur löndum, sem „lxer- stjórn Sovétríkjanna myndi telja þýðingarmesta verkefni sitt að gera innrás í.“ Þegar haft er í huga hversu undirstaðan er veik, er sízt að furða, þótt J’firbyggingin hall- ist í öllu þessu hrófatildri Hræðslubandalagsins. FRAMKOMA UTANRÍKISRÁÐHERRANS Eða iivernig fær það staðizt, að veita samþykki sitt til bygg- ingar hafnarmannvirkja fyrir a. m. k. 200 millj. króna handa því liði sem losna á við hið bráðasta, samtímis og ákvörðun er tekin um brottrekstur þess? Og ekki batnaði þegar Tíminn brást reiður við yfir, að hætt skyldi við þessar framkvæmdir í bili, og þótti það hart, að slík ákvörðun væri tekin áður en hin margrædda ályktun Alþing- is væri „formlega tilkynnt“, eixxs og blaðið segir. Enn aumari verður þó leik- urinn, þegar utanríkisráð- herra styður það á Alþingi, „að herinn hverfi úr landi“, en frestar síðan hinni „form- legu tilkynningu“ um nær Z'/z mánuð, og lætur hjá líða að taka málið upp á fundi Atlantshafsráðsins, sem liáld- inn var á miðju þessu tíma- bili. Þar var þó sannarelga gullið tækifæri fyrir hann til þess að gcra grein fyrir hinni nýju stefnu íslands. Ráðherr- ann segist hafa verið við því búinn, en þagatf. Af hverju? Að eigin sögn af því „þess var eindregið óskað af fram- kvæmdastjóra og fundarmönn- um, að málinu yrði ekki hreyft." Eitt sinn var kveðið: „Útlendra gerir flesta bón." Það má hér um segja. Svo eru þeir, sem slíka frammistöðu hafa sýnt, að núa öðrum því um nasir, að þeir séu of tillitssamir við útlendinga! En utam-íkisráð'herrann lét sér eklci þögnina nægja í París. í fundarlokin sendi hann ásamt 14 öðrum utanríkisráðherrum umheiminum og þar á meðal ís- lendingum ávarp. Þar segir orð- . rétt: .Vestúrveldin geta ekki slakað á varðgæzlu sinni. — Það eru því öryggismálin, sem eru grundvallaratriðið og At- lantsliafsríkin veiða framvegis að meta það mest af öllu að viðhalda samheldni sinni og styrkleika.“ Og því er bætt við, að þau muni „af kappi“ „viðhalda“ vörnunum, sem upp hafi verið komið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.