Morgunblaðið - 15.03.1957, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.03.1957, Blaðsíða 6
MORCUNTtl AÐIÐ Föstudagur 15. marz 1957 Bogi Ölafsson yfirkennari — In memoriam — Bogi Ólafsson k. ÞESSUM vetri hefir dauðinn höggvið tvö vandfyllt skörð í hóp þeirra manna, er kennt hafa við Menntaskólann. í Reykjavik. í aóvember féll rektor skólans í valinn, og hinn 10. þ. m. lézt Rogi Ólafsson yfirkennari eftir langa ▼anheilsu. Bogi Ólafsson var fæddur 15. október 1879 í Sumarliðabæ í Holtum. Var hann af góðu bergi brotinn. Foreldrar hans voru hjónin Ólafur Þórðarson og Guð- laug Þórðardóttir, sem bæði voru af þróttmiklu bændafólki ættuð austur þar. Þau hjón eignuðust fjórtán börn, og var Bogi næst yngstur þeirra. Þrjú dóu í æsku, hin urðu fullvaxta. Má nærri geta, að stundum hafi verið þröngt í búi, enda börnin alin upp við iðjusemi og atorku. Lýsir Gunnar, bróðir Boga, ágætlega í Endurminningum sínum heimil- isháttum foreldra sinna og því hvernig faðir hans annaðist sjálf ur fræðslu hins stóra bamahóps. Auðvitað lærðu börnin snemma að verða sjálfbjarga, og var Bogi; þar enginn eftirbátur. Þegar í æsku stundaði hann sjóróðra frá Stokkseyri, var um tíma á skútu, sótti sjó frá Seyðisfirði og réðst á skip til Englands. Var hann þar um hríð í siglingum á austur- Ströndinni. Þar lærði hann að tala ensku og komst jafnframt fljótt upp á að lesa málið. Bjó hann lengi að þessari undirstöðu. Frá þessu og mörgu fleiru frá sinni viðburðaríku ævi hefur Bogi greint í skemmtilegu viðtali við Valtý ritstjóra Stefánsson. Hafa kjör hans í æsku sjálfsagt mótað talsvert skapgerð hans, eða — eins og skáldið segir: Kjörin settu á manninn mark, meitluðu svip og stældu kjark. En ekki átti fyrir Boga að liggja að ílendast erlendis. Heim þráin seiddi og kallaði og jafn- framt líka menntaþráin. Hann sneri heim og- innritaðist alda- mótaárið í Möðruvallaskóla hjá Jóni Hjaltalín skólastjóra. Bar fljótt á ágætum námshæfileikum Boga og skipaði hann brátt dux- sætið. Tveimur árum síðar braut skráðist hann úr skólanum með hæsta próf, sem þar hefur verið tekið. Eftir þetta var hann um tíma við verzlun í Vík hjá Gunn- ari, bróður sinum, en fór svo að læra undir Lærða skólann hjá sr. Gísla á Mosfelli. Gekk hann síð- an upp í 2. bekk Lærða skólans vorið 1904, var í skólanum einn vetur, utan skóla hinn næsta, þá í 4. bekk og las síðan 5. og 6. bekk á einum vetri og varð stúd- ent árið 1908. Samsumars sigldi hann til Hafnar og stundaði nám við háskólann þar í ensku, þýzku og sögu til ársins 1913, en varð þá að hætta námi sakir augn- veiki. Hvarf hann þá heim við svo búið. Fyrsta árið, sem hann var heima, var hann kennari við barnaskólann í Hafnarfirði, en fékkst auk þess við tímakennslu. Næsta ár, 1914, varð hann stunda kennari í ensku við Menntaskól- ann í Reykjavík, en auk þess ann aðist hann stundakennslu við Kvennaskólann og Verzlunarskól ann. Þegar Böðvar Kristjánsson enskukennari lét af kennarastörf um við Menntaskólann, árið 1918, varð Bogi fastur kennari við skól ann, yfirkennari frá 1934, og aðal enskukennari hans allt til 1. okt. 1948, er hann fékk lausn frá embætti. Hafði hann þá kennt fullan þriðjung aldar við skól- ann eða þrjátíu og fjögur ár. Bogi hafði frá blautu bams- beini vanizt iðjusemi, enda var hann elju- og starfsmaður með afbrigðum og starfsþrekið furðu- legt. Honum féll bókstaflega aldrei verk úr hendi. Starfsdag- ur hans var jafnan langur. Þegar við samkennarar hans komum í skólann með stírurnar í augun- um um áttaleytið, hafði Bogi set- ið við stílaleiðréttingar frá því kl. 5 um morguninn og átti þá eftir langan vinnudag. Sagðist honum sjálfum svo frá, að á fyrstu kennaraárum sínum hefði hann kennt sjötíu og tvær stund- ir á viku og auk þess þurft að leiðrétta mikinn fjölda stíla. En eins og allir vita, sem til þekkja, er kennsla mjög lýjandi starf. En kennslustörf ein nægðu ekki þessum starfsama manni. Hann var jafnframt afkastamik- ill rithöfundur. Auk kennslubóka í ensku, sem hann samdi og lands kunnar eru, liggja eftir hann fjöl- margar snilldarlega gerðar þýð- ingar, bæði heilar bækur og smá- sögur og leikrit, er hafa bæði ver- ið sýnd í leikhúsum og leikin í útvarp. Yrði of langt má að telja það allt upp hér. í þessu sam- bandi má geta þess, að Bogi var bókfróður með afbrigðum og það á ýmsum fleiri sviðum en í sinni sérgrein. Hafði hann viðað að sér miklum fjölda ágætra og sjald- gæfra bóka, enda var bókasafn hans eitt hið mesta í einstaks manns eigu. Auk kennslu og rit- starfa gegndi Bogi líka ýmsum trúnaðarstörfum, t. d. var hann forseti Þjóðvinafélagsins frá 1941. Bogi var „þéttur á velli og þétt- ur í lund“. Hann var meðalmað- ur á hæð, en samanrekinn og kraftalegur. Bar hann með sér, að þar fór gamall sjógarpur, er háð hafði marga harða hildi við Ægi, enda þótti kennurum gott, að láta Boga ganga fremstan, þegar bendur voru í skólagöng- unum. Hann var mikilúðlegur og fyrirmannlegur á svip, hárið mikið og úfið, ennið hátt, hvelft og gáfulegt. í kénnslustundunum gat Bogi verið nokkuð hrjúfur og aðsópsmiliill. Til sjálfs sín gerði hann strangar kröfur og þoldi þá illa tómlæti og trassa- skap á skólabekk. Var hann ein- att ómyrkur í máli við ónytjunga og „gatista“. Urðu ýmis hnittin og kýmnisleg tilsvör hans skóla- fleyg. En allt var þetta græsku- laust, og nemendur fundu fljótt, að bak við hið hrjúfa yfirborð bjó skilningur og innileg góðvild til þeirra og að þar áttu þeir hauk í horni, ef í nauðir rak. Þess vegna var Bogi vinsæll af nem- endum. Sjálfur kemst Bogi í áður nefndu viðtali þannig að orði um sjálfan sig: „Eftir því, sem ég verð eldri, eítír því þykir mér meira gaman að vera með krökk- unum . . . kann alltaf betur og betur við mig með þeim .... Kannske er ég nokkuð önugur við þau stundum. En þau vita sem er, að ég meina það ekki eins illa og orðin falla“. Kennslu Boga naut ég ekki, en var samkennari hans í aldarfjórð ung. Má með sanni segja, að hann naut sömu vinsælda með samkennurum sínum og með nem endum, enda var hann jafnan til- lögugóður og hjálpfús, þegar til hans var leitað, og samvizkusam- ari starfsmann gat ekki, þó að eigi hirti hann mjög um smá- muni. Við brottför Boga munu hinir fjölmörgu nemendur hans víðs- vegar um land og erlendis minn- ast hans með hlýhug og þakk- læti. Kvæntur var Bogi Gunnhildi Jónsdóttur, ágætri, listfengri konu, er lifir mann sinn. Þeim varð tveggja sona auðið, en þeir eru Agnar ritstjóri og Sigurður Örn enskufræðingur og orðabók- arhöfundur. Kristinn Ármannsson. Okeypis skólavist í sænskum verknámsskóla FYRIR milligöngu Norræna fé- lagsins mun íslenzku æskufólki verða veitt ókeypis skólavist á Osby Lantmannaskola í sumar. Osby er kauptún norðarlega í Slyrkirtil háskóla- náms í Þýzkalandi Sambandslýðveldið Þýzkaland hefur, samkvæmt tilkynningu frá sendiráðinu í Reykjavík, ákveðið að veita tveimur íslend- ingum styrk til háskólanáms í Þýzkalandi háskólaárið 1957/8 og nemur styrkurinn 3,72'5 þýzk- um mörkum til hvors, miðað við tíu mánaða námsdvöl í landinu frá 1. nóv. 1957 til 1. ágúst 1958. Styrþegar ráða sjálfir við hvaða háskóla þeir nema innan Sambandslýðveldisins eða í Vestur-Berlín, en skilyrði er, að þeir kunni vel þýzka tungu og geti lagt fram sönnunargögn fyr- ir hæfileikum sínum til vísinda- starfa, þ.e. námsvottorð og með- mæli prófessora sinna. Auk þess er lögð áherzla á, að umsækjend- ur hafi þegar staðizt háskólapróf eða verið a.m.k. fjögur misseri við háskólanám. Að öðru jöfnu ganga þeir fyrir, sem ætla að búa sig undir að ljúka doktors- prófi. , Þeir sem kynnu að hafa hug á að hljóta styrki þessa, sendi um- sóknir um þá til menntamála- ráðuneytisins fyrir 5. apríl n.k. (Frá menntamálaráðuneytinu). Skáne í Suður-Svíþjóð við járn- brautarlínuna Hassleholm—Nas- sjö. Alls mun skólinn veita tíu íslendingum ókeypis skólavist. Hér er um þrennt að ræða: 1) Sex mánaða garðyrkjunám- skeið, sem hefst í aprílbyrjun. Dvölin (kennsla, fæði og hús- næði) er ókeypis og auk þess greiðir skólinn 50.00 kr. sænsk- ar á mánuði í vasapeninga. Nem- endur vinna eða stunda verklegt nám hálfan daginn. 2) Fimm mánaða verklegt og bóklegt námskeið, sem hefst í apríllok. Veitt verða sömu hlunn indi og áður voru nefnd. Nám- skeið þetta er fyrst og fremst ætlað unglingum á aldrinum 15 til 18 ára. Nemendur þessa nám- skeiðs vinna einnig hálfan daginn að landbúnaðarstörfum. 3) Fimm-mánaða bóklegur sum arskóli, sem hefst í lok apríl- mánaðar. Á þessu námskeiði eru kenndar ýmsar bóklegar greinar, en ekki krafizt vinnu af nem- endum. Dvölin er ókeypis, en engir vasapeningar látnir í té. Umsóknir ásamt meðmælum skulu sendar Norræna félaginu í Reykjavík (Box 912). (Frétt frá Norræna félaginu.). HÆLl, 11. marz. —, Veður hefur verið stillt hér undanfarið og er enn. í nótt snjóaði þó allmikið og hefur færð spillzt allverulega á vegum þótt fært sé ennþá. Hagar eru sáralitlir en fara þó vaxandi. — Steinþór. sbrifar úr daqlega lifinu ASKRIFAR: f Merkilegur er rökstuðning- ur símayfirvaldanna og stjórnar- blaðsins Tímans fyrir hinni miklu hækkun símgjalda sem nýlega hefur verið tilkynnt. Hækkun vegna hækkunar!! TÍMINN afsakar þessa hækkun með því að allt hafi hækkað í landinu, svo að hcekka þurfi og símgjöldin! Upplýst hefur verið að hinir auknu tollar sem ríkisstjórnin skenkti almenningi í jólagjöf hafa valdið því að 6 millj. króna hækkun verður á aðflutningsgjöldum þeim sem síminn þarf að greiða á þessu ári. Það er út af fyrir sig skrýtin rök- semd hjá stjórnarblaðinu, sem kveður flokk sinn sífellt vera að kveða niður dýrtíðina, að af- saka eina hækkunina með því að aðrar hafi gert hana nauðsynlega. Slíkt getur gengið í lönguvitleysu en varla annars staðar. Hve lengi? EN þá er það málið sem að okk- ur símnotendunum snýr. Hve lengi eigum við að taka því þegj- andi og hljóðalaust að síminn hækki sífellt á okkur gjöldin ár frá ári? Mér er í fersku minni, að það gerðist á árinu 1932 að ný símahækkun stóð fyrir dyrum. Þá stofnuðu símnotendur með sér notendafélag og kusu þar stjórn, sem skyldi ganga á fund símayf- irvaldanna og biðja um lækkun á gjöldunum. Stjórnin fór þeirra erinda og fékk lækkuninni fram- gengt. Efnt var þá til fundar í félaginu til þess að skýra frá málunum. En simanotendum þótti lækkunin ekki nógu mikil, samþykktu vantraust á stjóm- ina og kusu aðra stjórn. Hún gekk enn á ný á fund símayfir- valdanna og fékk til leiðar komið enn frekari lækkun gjaldanna! Stofnum notendafélag ÞESS vegna þykir mér einsýnt, að við símanotendur stofnum með okkur hagsmunafélag, sem gæti þess í fyrsta lagi, að síma- gjöldin verði ekki árlega hækkuð meira en góðu hófi gegnir og nauðsynlegt er. Auðvelt er að fylgjast með fjárhag símans í op- inberum skýrslum og ganga úr skugga um hvort hækkanirnar eru réttmætar. Og segja má, að þótt aðfl.gjöld hai’i nú eitthvað hækkað, þá er það þó vitað að síminn hér í Reykjavík fær feikimiklar tekjur síðar á árinu, þegar nýju símtækin verða tekin í notkun. í öðru lagi er full ástæða fyrir slíkt símnotendafé- lag að gefa góðar gætur að því að þjónusta símans við almenn- ing sé ávallt svo sem hezt verður á kosið, og þar verði enginn mis- brestur á. Við erum nú orðin svo mörg sem síma höfum að þetta er réttlætismál sem allan al- menning snertir. Og því fyrr sem slíkt símnotendafélag yrði end- urreist því betra. Fordæmið er fyrir hendi og það gefur góð fyrir heit eins vel og til tókst 1932. Gerum því alvöru úr þessu og bindumst samtökum. Málshöfðun gegn Ellu HÉR í dálkunum var á sínum tíma vikið að því, að óskilj- anleg óreiða hefði reynat á snið- sendingum frá tízkufyrirtækinu Ella í Ósló, en umboðsmaður þess hér á landi er Arne Andersen klæðskeri. Hafði hann ásamt manni frá fyrirtækinu tekið við nokkru fé af fjölmörgum íslenzk- um stúlkum og konum gegn lof- orði um að senda snið og mál- bönd um hæl. Dráttur reyndist þó á afhendingunni og var það gagnrýnt hér í dálkunum. Nú hefur loks fengizt botn í þetta mál. Arne Andersen klæðskeri hefur tilkynnt að hann muni höfða mál á hendur norska tízku- fyrirtækinu, þar sem enn er svo til eljkert af varningnum til landsins komið. Hefur því komið upp úr dúrnum eftir hans sögn, að félagið hefur ekki staðið við gerða samninga gagnvart honum. Það er vel að hann skuli ganga svo hreint til verks til þess að reka af sér kvörtunarorðið vegna þessara viðskipta, og sýnir með þessu, að hann hefur fullan hug á að ljúka málinu, þannig að hver fái sitt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.