Morgunblaðið - 11.05.1957, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.05.1957, Blaðsíða 11
Laugardagur 11. maí 1957 MORGVNBLAÐIÐ 11 Handknattleikur: Úrvalslið - Pressan 18:18 SÍ®ASTLIÐIÐ miðvikudags- kvöld fórU fram að Hálogalandi síðustu handknattleiksleikirnir á þessu leiktímabili. Það er orðin föst venja að enda tímabilið með leikupi milli úrvals og pressu- liða í flokkum karla og kvenna, og hafa leikir þessir jafnan verið mjög skemmtilegir. Kvenflokkarnir léku fyrst og sigraði úrvalið með miklum yfirburðum 18 mörkum gegn. 6. „Breiddin“ í kvenflokkinum er enn ótrúlega lítil enda þótt 5—6 lið taki að jafnaði þátt í lands- mótinu innanhúss. Einkum eru það skytturnar sem vantar. Pressuliðið barðist vel þó við ofurefli vaeri að etja, en skot- hæfnin var allt of takmörkuð til þess að liðinu tækist nokkuð að halda í við úrvalið. T. d. mis- heppnuðust þrjú vítaköst, sem í flestum tilfellum eiga að vera örugg að leiða til marka. Leikur karlaflokkanna var frá upphafi jafn og skemmtileg- ur. Fyrri hálfleikur að vísu nokk uð rólega leikinn, enda mörkin fá (6:6). Hvorugt liðið náði virk- um leik inn að línu vegna ágæts varnarleiks beggja. Skotin á mark urðu þar af leiðandi af lengra færi en ella og frábær vörn beggja markvarðanna átti og sinn stóra þátt í því að mörkin í hálfleiknum urðu ekki fleiri, einkum varði Guðjón í úrvalsmarkinu meistaralega vel, án þess að hlutur Kristófers í pressumarkinu sé ge'rður minni, því hann varði einnig af stakri prýði. Pressuliðið var mun ágeng ara með skot og kom fleirum í gegnum vörnina og að markinu en úrvalsliðið, enda enginn leik- ur fyrir landsliðsmennina að komast í gegnum varnarmúra pressunnar með Þóri, Hörð og Jón Erlendsson á sínum stöðum. Síðari hálfleikur var mun hrað- ar leikinn en sá fyrri. Skiptust liðin á um að hafa forystuna og munaði aldrei meiru en tveim! mörkum á annan hvorn veginn. Úrvalið varð á undan að taka forystuna og er seinni hálfleikur var hálfnaður og leikstaðan orð- in 13—11 var maður farinn að búast við, að úrvalið myndi nú verulega láta draga sundur í mörkum. Svo varð þó ekki því pressuliðsmenn jöfnuðu jafnan metin og komust tvö mörk yfir tvisvar sinnum í seinni hálfleikn- um. Virkustu leikmenn úrvals- ins úti á vellinum voru Hafn- firðingarnir Einar Sigurðsson og Sverrir Jónsson. Það var sama hvar Einar var á vellinum, í sókn eða vörn. Knatttækni hans og auga fyrir leiknum skapaði ann- aðhvort honum sjálfum eða sam- herjum hans tækifæri uppi við markið og sjólfur „skrifaði hann sig fyrir“ 6 mörkum úrvalsins. Sá, sem þetta ritar bjóst við fyr- ir leikinn, að landsliðið myndi sigra með nokkrum mun, jafn- vel allt að 10 mörkum, ef því tækist vel upp. Það hefur ef til vill verið fullmikið álit á lið- inu og vanmat á pressunni. En allt um það, hinir ágætu leik- menn landsliðsins náðu ekki eins vel saman og ég hafði gert ráð fyrir. T. d. má segja, að þeir Karl, Kagnar og Bergþór hafi hreint og beint týnzt í leiknum, en þeir eru yfirleitt vanir að láta á sér bera með virkum leik, þó svo hafi ekki verið að þessu sinni. í pressuliðinu var það fyrst og fremst vörnin sem maður veitti athygli, á markvörðinn hefi ég þegar minnzt. Þórir Þorsteins- son, Hörður Felixsson og Jón Erlendsson voru máttarstoðirnar í vörn og sókn og „bókuðu sig“ í sameiningu fyrir 10 mörkum af þeim 18, sem gerð voru, þar af ekoraði Þórir 6. Geir Hjartarson og Matthías voru virkustu sókn- armennirnir og í heild féll liðið betur saman en úrvalið. Kom það mér nokkuð á óvart þar sem leik- menn voru tíndir saman úr 6 félögum á móti kjarnanum úr liði fslandsmeistaranna F. H. og stóð úrvalið því mun betur að vígi hvað samstillingu snerti. Þetta er fimmta árið í röð sem keppni þessi er háð. í kvenflokki hefur úrvalið jafnan farið með sigur af hólmi. í karlaflokki er staðan aftur á móti hagstæðari fyrir pressuna. Fyrsta árið sigraði úrvalið, en undanfarin þrjú ár hefur pressuliðið sigrað og enn er sigurbraut pressunn- ar órofin eftir þetta jafntefli, sem telja verður meira en hálfan sigur, þegar úrvalslið á í hlut. Þetta leikkvöld var verðugur vottur vaxandi leikni í hand- knattleik og viðeigandi enda- húntur á skemmtilegt leiktíma- bil. Hannes. TILBOD OSKAST í Chevrolet blæju bifreið, model 1948 og Chevrolet 4 dyra ’50—51 og Dogde 1950. Bifreiðirnar verða til sýnis á Sólvallagötu 33 frá kl. 2—5 í dag. VörubifreiÖ „Ford“ model 1947 með tvískiptu drifi til sölu. Bifreiðin er til sýnis á baklóðinni Hverfisgötu 93 eftir hádegi í dag. AFGREIÐSLUSTARF Stóra verksmiðju vantar lipran og áreiðanlegan mann til afgreiðslustarfa. Þarf að hafa bílpróf. Tilboð merkt: „Framtíð — 2890“ sendist afgr. blaðsins fyrir 15. þ.m. Skrifstofustulka óskast. Tilb. merkt „Áreiðanleg sendist blaðinu fvrir 15. b.m. 2891“ Húseignin Hjallavegur 17 er til sölu. — Upplýsingar gefur Haraldur Guðmundsson, löggiltur fasteignasali Hafnarstræti 15 — Sími 5414, heima. 3-4 herberg ja íbúðóskast strai (helzt í Vogunum). —- Uppl. í Nökkvavogi 24. Domur athugið! Það er ódýrast að sauma fötin sjálf. — Fjölbreytt úrval af stuttkápuefnum. Sníðum, þræð- um saman og mátum. C A R I T A hf„ Garðastræti 6 III. hæð. S krifs tofuhús nœði 80—100 fermetra, óskast. TRAUST H.F. Sími 82624. Sérleyfisfeiðii hf. Rangæinga samarið 1957 Reykjavík — Fljótshlíð. Frá 10. maí til 31. maí. Frá Reykjavík þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17, laugardaga kl. 14. Frá Múlakoti þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga kl. 9. Frá 1. júní til 31. ágúst. Frá Reykjavík mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17, laugardaga kl. 14. Frá Múlakoti sunnudaga kl. 17, þriðjudaga, fimmtu- daga og laugairdaga kl. 9. Reykjavík — Eyjafjöll. Frá 10, maí til 31. ágúst. Frá Reykjavík þriðjudaga kl. 11. Frá Lágafelli miðvikudaga kl. 8,30. Reykjavík — Eyjafjöll. Frá 10. maí til 31. ágúst. Frá Reykjavík fimmtudaga kl. 11. Frá Skógum föstudaga kL 8. Reykjavík — Ilvolsvöllur. Frá Hvolsvelli alla daga nema sunnudaga kl. 10. Frá Reykjavík föstudaga k. 19,30. KAUPFÉLAG RANGÆINGA. Auglýsing um skoðun bifreiða í lögsagnarumdæmi Keflavíkurflugvallar Samkv. bifreiðalögunum tilkynnist að aðalskoðun bif- reiða fer fram svo sem hér segir: Þriðjudaginn 14. maí J-1—J-50 Miðvikudaginn 15. maí J-51—J-100 Fimmtudaginn 16. maí J-101 og yfir svo og bifreiðar skrásettar í öðrum umdæmum, en í notkun hér. Bifreiðaskoðunin fer fram við lögreglustöðina hér ofangreinda daga frá kl. 9—12 og 13—16,30. Við skoðun skal bifreiðaskattur greiddur, sbr. lög nr. 3 frá 1956. Sýnd skulu skilríki fyrir því að lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi og fullgild öku- skírteini skulu lögð fram. Vanræki einhver að færa bifreið til skoðunar á áður auglýstum tíma, verður hann látinn sæta ábyrgð sam- kvæmt bifreiðalögunum og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Geti bifreiðaeigandi eða umráðamaður bifreiðar ekki fært hana til skoðunar á áður auglýstum tíma, ber hon- um að tilkynna mér það bréflega. Athygli er vakin á því, að umdæmismerki bifreiða skulu vera vel læsileg, og er því þeim er þurfa að endurnýja númeraspjöld bifreiða sinna ráðlagt að gera svo nú þegar. Skoðunardagar fyrir bifreiðar skrásettar J-0 og VL-E verða auglýstir síðar. Þetta tilkynnist öllum er hlut eiga að máli. Lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli, 7. maí 1957. BJÖRN INGVARSSON. SKEMMTIGARÐUR REYKVÍKINGA: opnar á morgun klukkan tvö Margvísleg skemmtitœki - Fjölbreytfar kvikmynda- sýningar - Nýstárleg dýrasýning - Veitingar alls konar - Ferðir SVR trá B Ú N AÐ ARF É LAC S H Ú SIN U -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.