Morgunblaðið - 29.06.1957, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.06.1957, Blaðsíða 12
12 MORCVNBT. 4Ð1Ð Laugardagur 29. júní 1957 1 ;%>(n-:ÍK)t^> í?i<.’i.rs '\is Hv ívtf i'-.í'.l í/l Jc U’Í.V ji i-|(t»íl i'> V.íö,- y •. % r rf- ÁRIÐ 1891 kom út í Reykja- vík „Norðurlandasaga" eftir Pál Melsteð, sögukennara við Menntaskólann (1812—1910), en hann hafði áður skrifað ver aldarsögu í 4 bindum, sem náði nokkuð fram á 19. öld. Sögu- stíll Páls sór sig í ættina til fornar íslenzkrar sagnritunar og minnir jafnvel á hinar gömlu riddarasögur, sem voru eitt hið vinsælasta lesefni al- þýðu um langan aldur. Hann hafði sérstaka iilðdáun á Gustav Adolf Svíakonungi, sem barðist I 30 ára stríðinu og fer hér á eftir kafli úr „Norð urlandasögu Páls, þar sem lýst er athöfnum konungs í Þýzkalandi. NÚ er þar til að taka, er fyrr var frá horfið, að siðabótarmenn (prótestantar) á Þýzkalandi voru nauðuglega staddir. Allir innlend ir fyrirliðar þeirra, Friðrik af Falz, Ernst af Mansfeld og Krist- ján af Brúnsvik, höfðu beðið ó- sigur fyrir katólskum mönnum og hinn eini útlendi þjóðhöfðingi, Kristján Danakonungur, er reynt hafði að rétta hluta þeirra, beið mikinn ósigur fyrir hinum kat- ólska hershöfðingja Tilly (1626) og varð að flýja burt af Þýzka- landi heim í ríki sitt og þrem ár- um seinna í Lybikufriðnum lofa því, að slíta allan félagsskap við bandamenn sina, og berjast aldrei móti keisara eða katólsk- um mönnum. Var nú eigi annað sýnna, en að þrotin væru öll sund fyrir siðabótarmönnum. En það sannaðist hér sem oftar, að „þeg- ar neyðin er stærst, þá er hjálp- in næst“. Einmitt það sama ár Hetjukonungur Svía og orustur hans inni var við faiii búið, og öiiu f/f/> p ÁL MELSTEÐ scignfræðing andlegu frelsi lokið um stundar sakir, bæði á Þýzkalandi og víð- ar, nema því aðeins, að keisarans þess, að vér megum allir hittast á, bæði í Pommern, Meklenborg og veldi og yfirgangi yrði einhevrj- j síðan til ævinlegs friðar og fagn- ar skorður settar. Það var Gústav aðar. Ég kveð yður alla af hjarta, Adolfs fagra köllun, að ráða bót á slíkum vandræðum, og þeirri köllun varð hann að fylgja. Fyr- og vera má í síðasta sinni“. Stjórnin heima í Svíþjóð var falin á hendur 10 ráðherrum og ir því sagði Axel Oxenstjerna:' Jóhanni Kasimir „falsgreifa". Því „Konungurinn er knúinn til þessa af voldugum anda, er eng- inn fær í móti staðið“. Sá maður, sem átti góðan þátt í því, að Gúst- av Adolf gat nú snúizt við Þýzka landsmálefnum, var Richelieu kardínáli, er þá réð öllu á Frakk- landi hjá Loðvíki konungi þrett- ánda. Kardínáli óttaðist ofurvald keisarans og vildi lægja í honum drambið, þess vegna hafði hann sætt Svíakonung við Pólverja, skorað á hann til liðveizlu við prótestanta og jafnvel lofað hon- um fjárstyrk nokkrum. í annan stað leiddi kardínáli þjóðhöfð- ingjum á Þýzkalandi fyrir sjónir, að ofríki keisarans og yfirgangur Wallensteins hershöfðingja hans væri með öllu óþolandi. Kom Ric helieu svo sínum fortölum, að á þingi í Regensborg 1630 varð keisarinn að setja Wallenstein frá hervöldum, því að ofsi hans var meiri en svo, að nokkur gæti undir risið. Afsetning Wallen- steins kom Gústav Adolf í góðar þarfir. Þegar Gúsav Adólf hafði búizt Gustav II. Adolf í orrustunni við Liitzen. Myndin sýnir hluta af málverki eftir Jan Martzen de Jonghe, sem var málað 1636. Það er í málverkasafni í Braunsehweig. (1629), sem Kristján Danakon- ungur varð að hætta öllum af- skiptum af málum manna á Þýzkalandi, samdi Gústav Adolf vopnahlé við Pólverja, hafði þess vegna lausar hendur, og gat nú komið prótestöntum til liðs, og hafði til þess nægar sakir: keis- arinn hafði kúgað Danakonung og lagt allt kapp á, að ná yfirráð- um á Eystrasalti, og þá var Svía- ríki hættan vís fyrr en síðar; keisarinn hafði sent Pólverjum lið móti Gústav Adolf, og sýnt honum þá óvirðing, að vísa sendi boða hans frá sáttafundinum í Lýbekk, eins og áður er sagt. En hér við bættist og, að siðabót- svo um, sem honum þótti hlýða, stefndi hann fjölmennan fund í Stokkhólmi í maímánuði 1630, og bar þar upp þetta trúarmálefni og mælti enginn maður í gegn. Hann tók guð til vitnis um það, að hann legði eigi út í þenna'n ó- frið að gamni sínu, heldur sakir fjandskapar keisarans við sig, og fyrir bænastað nauðstaddra trú- arbræðra. Konungur talaði langt erindi og snjallt, og að skilnaði sagði hann: „Ég vil nú, áður en ég skil við fósturjörð vora, fela yður alla, sænskir menn, bæði þá sem hér eru og annars staðar, guði hinum allra hæzta á vald, bæði til lífs og sálar, og æski næst fór konungur af landi burt og hafði einungis 13000 manna, en það var einvalalið. Konungur tók land á Jónsmessudegi (24. júní 1630) í ey þeirri, er Usedom heitir og jafnskjótt sem hann steig fæti á land, féll' hann á kné og baðst fyrir, en liðsmenn, er heyrðu bænarorð hans, tár- felldu. Konungur sá það og mælti: „Grátið eigi vinir mínir, hjartnæm bæn er hálfur sigur“. Með slíku hugarfari tók Gústav Adolf til starfa hjá Þýzkalandi. Þá réð fyrir Pommern hertogi sá, er Bugislás hét, gamall og barn- laus og enginn styrjaldarmaður. Keisarinn hafði að nokkru leyti kastað eign sinni á landið, og hafði setulið í flestum borgum, bæði þar og víðar á Norður- Þýzkalandi, allt að 40.000 manna. Gústaf Adólf skoraði á hertog- ann, að leyfa sér og mönnum sín- um inngöngu í Stettin, aðseturs- stað hertogans og höfuðborg landsins. Hmrtoginn þoa-ði það eigi þegar í stað, en varð þó und- an að láta. Konungur settist í borgina, víggirti hana rammlega, og rak keisarans menn burt úr landinu. Landsfólkið tók Svíum vel, því að það hafði iilu vanizt af keisarans mönnum, en Svíar komu sem vinir þess og verndar- menn, voru siðprúðir og sann- gjarnir í öllum viðskiptum; urðu því margir til að ganga í þjón- ustu Svíakonungs. Helztu þjóð- höfðingjar á Norður-Þýzkalandi, kjörfurstinn af Brandenborg og kjörfurstinn af Saxen, er báðir voru prótestantar, voru tregir til liðveizlu við konung, er hann mæltist til hennar og þótt hann væri kominn þeim til hjálpar. Þar á móti var Magdeborg fús til samvinnu við Svía, var það bæði mikil borg og auðug og sjálfri sér ráðandi. Keisaranum þótti mikið undir því komið, að borgin gæti engan styrk veitt Svíum, og fyrir því var Tilly, sem nú var orðinn æðst ur höfðingi yfir liði keisarans, eftir að Wallenstein lagði völdin niður, sendur með óvígan her til Magdeborgar. Settist Tilly um borgina og sótti hana af míklum ákafa. Borgarmenn beiddu Gúst- af Adolf að hjálpa sér, og konung ur var manna fúsastur til þess, en af því að kjörfurstinn af Sax- en var hinn ótryggasti, gat kon- ungur eigi nað þangað nógu snemma, en Tilly lagði borgina í eyði (í maímánuði 1631) með svo mikilii grimmd, að varla eru dæmi til annars eins. Eyðilegging Magdeborgar gerði Svíakonungi mikið ógagn. Hann missti þann styrk, er hann mótti þaðan vænta, og sumir sögðu jafnvel, að honum væri Um að kenna, að borgin hefði verið lögð í eyði, en slíkt var með öllu á- stæðulaust. Kjörfurstinn af Brandenborg, Georg Vilhjálmur, vildi jafnvel segja skilið við Gústaf Adolf, en konungur neyddi hann til að ganga í lið með sér og láta sig fá yfirráð yfir helztu kastölum þar í landi. Þvínæst hélt konungur vestur til Elfar og bjóst um í bæ þeim, er Werben heitir á vesturbakka ár- innar, þar a móti, sem Havel rennur í hana að austan, og víg- girti þann stað rammlega. Eigi var konungur liðmargur á þess- um stað, varð hann að marg- skipta því, að hafa herílokka til varnar móti keisarans mönnum, Brandenborg. Þegar Tilly frétti, hvar Svía- konungur var seztur að, gerði hann xonungi heimsókn og hafði ofurefli liðs, en konungur tók svo á móti honum, að Tilly beið réttilega. Var hér um tvennt aS velja; annaðhvort að halda suð- ur og austur inn í erfðalönd keis- arans, ellegar suður og vestur á Franken. Gústav Adolf valdi hina síðarnefndu leiðina, til þess að geta bjargað prótestöntum vestur á Þýzkalandi, er mjög voru orðn- ir aðþrengdir. Konungur lét kjör- furstann af Saxen halda suður á Böhmen og reka keisarans meim þaðan: á Norður-Þýzkalandi lét hann Jóhann Banér hafa her- stjórn; en sjálfur hélt konungur með meginherinn suöur um Thyringaskóg ofan á Franken. Vetur fór í hönd og veður spillt- Gusíav H. Adolf tekur á móti sverði af himnum, þegar hann stígur á land í Þýzkalandi. I baksýn er Stralsund. Þetta er hluti úr koparstungu eftir Georg Köler. hinn mesta skaða, og varð frá að ist; þó var konungur oftast á hverfa við svo búið. Nú tóku ýmsir þýzkir þjóðhöfðingjar að ganga í lið með Svíakonungi, þar á meðal landgreifinn af Hassen- Kassel, og hertogarnir af Saxen- Weimar, og var einn af þeim Bernhard hertogi, er síðan varð hinn frægasti maður. Um sama leyti skoruðu keisar- ans menn á kjörfurstann af Sax- en að ganga í lið með sér, en hétu ella afarkostum. Kjörfurstinn færðist undan, og að vörmu spori veður Tilly með sína menn inn í landið og herjar það grimmilega. Þá varð kjörfurstinn feginn að leita Gústavs Adolfs. Voru þar saman komnar hér um bil 33000 manna. Nú var haldið til Leipzig. Þar hafði Tilly fylkt liði sínu á hæð einni og beið Svía. Liðsmun- ur var því nær enginn ,en keis- arans menn stóðu betur að vígi uppá hæðinni, en konungsliðið, er sótti neðan að. Gústav Adolf fylkti sínu liði í tvennu lagi, stóðu Saxar sér og Svíar sér. Fyr- ir Söxum var kjörfurstinn Jó- hann Georg sjálfur og Arnheim, hershöfðingi. Konungur var sjálf ur í hægri fylkingararm sinna manna, sem hann var jafnan van- ur. Gústav Horn fyrir hinum vinstri, en Lennart Thorstenson stýrði fallbyssuliðinu. Nú hófst hin nafnkunna Leipzigar orusta 7. sept. 1631, er lyktaði svo, að Gústav Adolf vann sigur, en Tilly flýði undan vestur á sveitir. Þessi glæsilegi sigur hafði margar og miklar afleiðingar: veldi keisarans var stórum lam- að, prótestöntum var borgið, og Svíaríki mátti telja með stórveld- um Norðurálfunnar. Frægðarorð Gústavs Adolfs flaug út yfir lönd og lýði. En nú var mest undir því komið, að neyta sigursins ferð, háði margar orustur og hafði jafnan sigur, og tók hverja borg af annarri, en hvar sem hann kom, lofuðu allir hans her. stjórn og mildi; hann fékk prót- estöntum aftur þau völd og rétí. indi í hendur, er katólskir menn höfðu af þeim tekið. En þó kon. ungur léti mótstöðumenn sína gjalda sér drjúgan ferðakostnað. þröngvaði hann aldrei trúarfrelsi þeirra. Tilly dró lið að sér það hann kunni vestan á Þýzkalandi og hafðist við suður undir Dóná. En Gústav Adolí fór vestur yfir Rín, tók Mainz og rak burt það. an hið spanska setulið, og lét her inn taka þar hvíld nokkrar vik- ur. Sjálfur dvaldizt hann um hríS í Frankfurt, kom drottning han» þangað og Axel Oxenstjerne, ýmsir þjóðhöfðingjar og sendi. herrar úr öllum áttum: var þá vegur Gústavs Adolfs sem mest- ur, og átti hann þá yfir að ráða 100.000 liðsmanna víðsvegar norð an og vestan á Þýzkalandi Hins vegar *korti þó eigi 4- hyggjuefni; Frahkastjórn, sen* átti að heita i sambandi við Gúst- av Adolf og hafði lofað honum fjárstyrk, sá nú ofsjónum yfir sigursæld hans, og í annan staS var Wallenstein tekinn að safna liði í Böhmen til hjálpar við keisarann. Snemma um vorið 1639 lagðl Gústav Adolf upp frá Mainz og stefndi suður í land. Tilly fór undan í flæmingi. Segir ekki aI ferðum Gústavs Adolfs, fyrr en hann kom að Lech. Það er allmik ið vatnsfall og rennur norður i Dóná vestarlega á Bajern. Þar var Tilly fyrir austan Lech og vildi verja- Svíakonungi austur yfir. Þar var Tilly særður til ólíi- is og dó litlu síðar, en Gúatav

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.