Morgunblaðið - 20.07.1957, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.07.1957, Blaðsíða 16
2-24-80 flttjimMíifoíiti 160. tbl. — Laugardagur 20 júlí 1957. 2-24-80 Domus Medica, miðstöð lækna á oð rísa i Reykjavik L.ÆKNUM þessa lands er fyrir löngu orðið ljóst, hve þýðingar-^- mikið það væri fyrir samtök þeirra að eignast læknahús, Domus Medica, í Reykjavík. Mál þetta hefur verið rætt á læknafundum og læknaþingum. Nefndir hafa haft það til meðferðar og athugunar, teikningar og allt er tilbúið, en ekki hefur ennþá fengizt fjárfest- ingarleyfi, þó þrívegis hafi verið sótt. ★ I VANDRÆÐUM Eitthvað á þessa leið fórust Bjarna Bjarnasyni lækni orð er hann ásamt ýmsum öðrum lækn- um ræddi við blaðamenn í gær- dag. Og Bjarni hélt áfram: Ýmsar aðstæður hafa skapazt í seinni tíð sem hafa vakið lækna samtökin til meðvitundar um það, að bygging læknahúss er orðin knýjandi nauðsyn. Húsnæð isskortur hefur verið öllu sam- starfi læknanna mikill fjötur um fót lengi. Margir læknar í Reykjavík búa við lélegan húsa- kost fyrir læknastofur sínar, sitja í ótryggri leigu og eiga jafnan yfir höfði sér uppsögn. Biðstofur eru þröngar og óhent- ugar og samrýmast hvergi heilbrigðiskröfum nútímans. Um þetta þýðir ekki að sakast við læknana. Og nú eru komin lög sem banna að íbúðarhúsnæði sé leigt til lækna m.a. Þrengist nú enn hagur þeirra. Víða er ekki hægt að koma við þeirri aðstoð sem nauðsynleg er og þjónustan verður af þessum sökum mjög seinleg og léleg við sjúklinga. ★ SÉRFRÆÐINGAR Til þess að bæta úr þessu og stíga spor fram á við hefur Læknafél. íslands og Læknafélag Reykjavíkur ákveðið að beita sér fyrir byggingu Domus Medica. Allt að 30 læknar hafa ,nú þegar ákveðið að setjast að í bygging- unni með læknastofur sínar. Er þessi samvinna lækna, sérfræð- inga á ýmsum sviðum, mjög farin að ryðja sér til rúrris, einkum í Ameríku, og hafa bæði þeir og ekki sízt sjúklingar gagn af. í einu og sama húsi starfa þá sér- fræðingar í öllum greinum og þá er aðeins í eitt hús að sækja til rannsóknar. Allt er miðað við að sjúklingar fái sem bezta þjón- ustu og rannsókn á sem skemmst um tíma. Þá eru ráðgerðar rannsóknar- stofur og því um iíkt ef til vill apotek og færi ágóði af því til að minnka kostnað við rann- sóknarstofu. Á rannsóknarstofum yrðu öll tæki. Þar gætu Reyk- víkingar sem utanbæjarmenn fengið alla þjónustu læknisfræði- lega, í stað þess sem nú er að menn eru sendir frá einum stað til annars, löng bið á hverjum stað og tekur marga daga að fá einhverja niðurstöðu heildar- rannsóknar. 1 Domus Medica yrðu og bóka- söfn og miðstöð lækna. Þar ættu þeir fundarstað og gætu rætt ný mál sín á milli. Engin síld 1 GÆR fékk Mbl. skeyti frá fréttaritara sínum á Raufarhöfn. Hann segir enga síld hafa borizt á land í gær, en veður sé batn- andi og allir séu vongóffir. Héraðsmót í V.-ís.. HÉRAÐSMÓT Sjálfstæffismanna í Vestur-ísafjarffarsýslu verffur haldiff á Suffureyri á morgun, sunnudag og hefst mótiff kl. 4 sd. Ræffur flytja: Jóhann Hafstein, alþm. og Þorvaldur Garffar Krist- jánsson, lögfræffingur. Fluttur verður söngleikurinn „Ást og andstreymi“ meff hijómiist eft- ir Offenbach. Söngvarar: Þuríff- ur Pálsdóttir, Guðmunda Elías- dóttir og Guffnrundur Jónsson. Fritz Weisshappel aðstoðar. Að lokum verffur stiginn dans. Síldin haíði 6-14% fitumagn Reknetjabáturinn Aðaíbjörg fékk 92 tunnur síldar í dag. Fitu- magn síldarinnar var mælt og reyndist 6—14%, en lágmarks- fitumagn síldar, er fryst er til út- flutnings verður að vera 12%. — Síldin fór í bræðslu. Sigurfari fékk svo lítið að ekki þótti taka því að hann kæmi inn. Örlítið hefur vottað fyrir krabbátu í síldinni. — Oddur. SÁ hörmulegi atburður gerðist vestur í Bolungavík liinn 10. júlí sl. að ungur drengur varð fyrir dráttarvél og beið samstundis bana. Nánari atvik þessa dauðaslyss eru sem hér segir: Dráttarvél var ekið frá Bolungavíkurkauptúni fram í Syðridal til þess að vinna þar við heyskap. Ók fullorðinn maður drátfarvélinni. Þegar hann var kominn um það bil 1 km frá kauptúninu varð 10 ára gamall drengur, Lárus Guð- mundur Gíslason, fyrir öðru hjóli vélarinnar með þeim afleiðingum Stórmeistorar i fjölteili í DAG kl. 3 gefst mönnum kost- ur á að tefla fjöltefli við stór- meistara í skák. Fjölteflið fer fram í Gagnfræðaskóla Austur- bæjar og stórmeistararnir eru Pachmann, frá Tékkóslóvakíu og Auerbakh, frá Rússlandi. Þeir eru báðir hér sem fararstjórar stúdenta landa sinna. Menn eru beðnir að hafa með sér töfl. Fimdir í far- mannadeilunni í GÆR og í fyrradag hefir sátta- nefndin í farmannadeilunni hald- iff fundi meff deiluaffilum. í gær- morgun var samninganefnd far- manna á fundi meff sáttancfnd- inni og fulltrúar vinnuveitenda síffarihluta dags í gær. Engir sam eiginiegir fundir meff affilum hafa veriff haldnir þessa daga. Fimm ára drukknar Fimmtudaginn 18. júlí um há- degisbil varð það hörmulega slys að fimm ára drengur, Bolli Guð- mundsson skráður til heimilis að Drápuhlíð 3, tók sig út úr barna- hópnum í sumardvalarheimili Rauða krossins í Laugarási, Bisk- upstungum og beið bana í Hvítá. Foreldrar drengsins Soffía Sigur- jónsdóttir og Guðmundur Ólafs- son, eru nú til heimilis að Heiði í Ytri-Njarðvík. að hann beið samstundis bana. — Foreldrar hans eru þau Gísli Valdemarsson, verkamaður í Bol- ungavík, og kona hans, frú Mar- grét Magnúsdóttir. — Er mikill harmur að þeim kveðinn við hið sviplega fráfall Lárusar, en hann var hinn mesti efnispilt- ur og hvers manns hugljúfi í Bol- ungavík. Eftir upplýsingum frá skrif- stofu lögreglustjórans í Bolunga- vík, sem blaðið aflaði sér í gær, mun hafa verið um óhappatilvilj- un að ræða, sem mjög erfitt hefði verið að afstýra. Drengur verður undir dráttarvél í Bolungavík og bíður samstundis bana Fyrir tveimur árum fann fólkiff á bænum Syffri-Völlum í Flóa álftarunga sem var nýskriffinn úr eggi sínu. Var honum veitt affhlynning góff og dafnaði hann vel, en ekki var gælt viff hann. Var hann oft á vappi kringum bæinn, fékk kannske matarbita en ból átti hann þar ekki af mannahöndum gert. En álftin óx og tók ástfóstri viff bæinn. Var hún þar oft, en fór þó oft á brott þetta allt upp í viku í senn — en kom alltaf aftur og var mjög gæf eins og myndin sýnir. En nú er hún dauff álftin góða. Hún flaug á háspennustreng og féll dauff til jarffar. Slík verffa örlög allmargra fugla. —Ljósm.: Guðm. Pálsson. „Misi USA" missti fililinn drengur í Hvítá í Laugarási dveljast 120 börn. Mikið land er umhverfis heim- ilið en um það bil stundarfjórð- ungs gangur niður að ánni, þar sem börnunum er að sjálfsögðu haldið frá að koma, enda skurðir og hindranir á þeirri leið. Fóstrurnar voru komnar heim með börnin til hádegisverðar og var drengurinn þá í hópnum. Áð- ur en gengið var til borðs, tóku fóstrurnar eftir, að drenginn litla vantaði. Var þegar hafin leit og menn fengnir til hjálpar frá Iðu hinum megin Hvítár. Kl. 15 fannst lík hans í ánni. Hafði hann gengið fram af bakkanum, þar sem djúpur hylur er framundan. Er þetta drjúgan spöl utan endi- marka þess lands, þar sem fóstr- urnar gæta barnanna. En þennan sólríka, heita sumardag voru börnin flest í sólbaði í brekkun- um kring um heimilið. Margar þúsundir barna hafa verið í sumardvöl á vegum Rauða krossins og aldrei orðið banaslys fyrr. Til allrar gæzlu hefir verið vandað svo sem föng voru á, einni fóstru ætlað að annast 10— 12 barna hóp. Hefir slys þetta vakið oss harm og orðið oss aukin áminning um, hver ábyrgð fylgir þessu starfi. (Frétt frá Reykjavíkurdeild R. K. í.). Long Beach, 19. júlí. Frá Reuter-NTB. f „Miss Universe“-keppninni á Langasandi varff óvænt „slys“, þegar fegurðardrottningar fylkj- anna 48 í Bandaríkjunum höfffu lokiff keppni um titilinn „Miss U.S.A.“ Stúlkan, sem var kjörin, er nefnilega gift og á tvö börn, en slíkt er gagnstætt öllum regl- um. Stúlkan er 23 ára gömul og heitir Leona Gage. Hún tók þátt í keppninni sem „Miss Maryland“ og vann sigur yfir öllum banda- rísku keppendunum eftir harða keppni. Nú verður hún að ganga úr keppninni og láta „Miss Utah“ fá hinn eftirþráða titil „Miss U.S.Á“. HÚN NEITAÐI ÖLLU Það var símhringing til dag- blaðs í Baltimore, sem olli þessu raski. Blaðinu var sagt, að Leona Gage væri ekki aðeins gift, held- ur ætti líka tvö börn. Hin ný- kjörna „Miss U.S.A.“ neitaði þessu ákveðið og kvaðst aldrei hafa heyrt talað um Gene Ennis liðþjálfa, sem var sagður maður hennar. Að síðustu flúði hún grát andi til herbergis síns og neitaði að tala við fréttamenn. í dag kom svo tengdamóðir hennar og staðfesti sögu blaðsins í Balti- more. Leona hafði gifzt liðþjálf- anum árið 1953 og þau áttu tvö börn. Móðir hennar játaði þetta loks, og þá gat Leona ekki leng- ur neitað því. Úrslitin í sjálfri „Miss Uni- verse“-keppninni verffa kunn á sunnudaginn. if ALLIR ÓSKA Domus Medica er nauðsynja- mál, sem almenningur óskar að komist upp hið allra bráðasta Þar yrðu að vísu ef til vill ekki unnin verk sem ekki er nú þegar hægt að vinna í sjúkrahúsum. En þar yrði veitt svo mjög aukin og bætt þjónusta, svo löng bið spöruðu, svo mörg spor fjöl- margra er leita þarfa 2—4 sér- fræðinga í senn, að það er þjóð- félagslega séð sparnaðarmál að koma húsinu upp, fyrir utan það að það er menningaratriði að búa sem bezt að hinni þýðing- armiklu læknastétt. Læknarmr óska eftir að húsið rísi. Fólkið óskar þess. Hver getur þá verið á móti því. Fjárfestmgarleyfi fyr- ir byggingarframkvæmdum þarf að fást strax. Teikningar og fé <er fyrir hendi. Víffa í sveitum er heyskapur lángt kominn. Heyfengur hefur veriff mjög góffur og bændur eru velbúnir undir veturinn, eins og sjá má á þessari mynd sem ljósm. Mbl. tók á dögunum, af heygöltum við bóndabæ. BRYNDÍS EKKI í ÚRSLITUM Keflavíkurútvarpiff skýrði frá því seint í gærkvöldi, aff „Miss Maryland“ hefffi svariff og sárt viff lagt, aff hún væri ógift, og þess vegna væri hún enn „MISS USA“. Þá skýrffi þaff ennfremur frá því, að í síðusíu undankeppni „Miss- Universe“-keppninnar tækju þátt 10 fegurðardrottning- ar Þær eru frá Bandaríkjunum, Belgíw, Frakklandi, Grikklandi, Ítalíu, Kanada, Marokkó, Sví- þjóff, Uruguay og Þýzkalandi. Ný kirkja vígð Biskupinn herra Ásmundur Guff- mundsson vígir nýja kirkju á Hvammstanga n.k. sunnudag kl. 2 e.h.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.