Morgunblaðið - 04.09.1957, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.09.1957, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 4. sept. 1957 MORGTJTUiI AÐIÐ 9 Þjóðleikhúsið frumsýnir Tosca innan skamms Stefán íslandi og Guðrún Símonar syngja aðalhlutverkin FYRSTA verkefni I’jóðleikhússins á þessu leikári er óperan Tosca eftir Puccini. Verður hún frumsýnd 20. september og syngja þau Stefán Islandi og Guðrún Á. Símonar aðalhlutverkin. Með sýn- ingunni minnist Þjóðleikhúsið þess að 25 ár eru í haust liðin frá því hinn ástsæli söngvari Stefán Islandi hóf óperusöngferil sinn. Óperan Tosca eftir Puccini er víðfræg og ákaflega vinsæl. Er hún árlega sýnd á fjölmörgum Guðrún Á. Símonar óperuhúsum erlendis. Þjóðleik- hússtjóri gat þess í gær að Þjóð- leikhúsinu væri bæði ánægja og heiður að því að fá svo ágætan söngvara sem Stefán íslandi hing að til þess að syngja í Tosca, en ' síðast kom Stefán til íslands 1951 og söng þá í fyrstu óperunni sem sýnd var í Þjóoleikhúsinu. Var hann þá sá eini af söngv- urum sem áður hafði í óperu sungið og naut leikhúsið góörar reynslu hans. Stefán starfar vtð Konunglega leikhúsið í Kaup- ^ Fimmtugur í datú Salmanit SigurSison vélsfj. í Boiungarvík FIMMTU GS AFMÆLI á í dag Salmann Sigurðsson vélstj. í Boi- ungarvík. Hann er sonur Stein- unnar Jónsdóttur og Sigurðar Salomonssonar sjómanns, er lengi bjuggu á Fæti í Súðavíkur- hreppi. Ólst Salmann þar upp en fluttist síðan ásamt foreldrum sínum til Bolungarvíkur. Þar hef- ur hann átt heima í yfir 20 ár. Salmann hóf sjómennsku með föður sínum kornungur. Er til Bolungarvíkur kom lærði hann vélstjórn og hefur verið vélstjóri á stórum bátum. Einnig iiefur han átt vélbáta og verið formað- ur á þeim í Bolungarvík. Hér syðra hefur hann ennfremur stundað sjó á togurum. Salmann Sigurðsson er dugleg ur og traustur maður. Hann er vinsæll meðal allra sem Kynnast honum enda hinn bezti d.*=ngur, hjálpsamur og velviljaður. Vinir og ættingjar Salmanns Sigurðssonar óska honum ínni- lega til hamingju með fimmtugs- afmælið um leið og þeir þakka honum vináttu og tryggð. Vinur. mannahöfn sem kunnugt er, en í fyrra söng hann í Tosca í Árós- um. Stefán syngur _ hlutverk Cavardossi. Guðrún Á. Símon- ar syngur hlutverk Toscu. Hún er góðkunn óperusöngkona, söng fyrst hlutverk Rósalindu í Leðurblökunni 1952 og einnig i Cavalleria Rusticana, 1954, þá hlutverk Santuzzu. Guðrún Símonar hefur undanfarið hálft ár dvalizt erlendis og sungið i Englandi við góðar undirtektir. Einnig fór hún í mikla hljóm- leikaför um Sovétríkin þar sem hún hélt 9 hljómleika auk þess sem hún kom fram í sjónvarpi og útvarpi. Var henni forkunnar vel fagnað þar í landi. Stefán Islandi kom hingað til lands á þriðjudaginn. Um helgina fór hann norður í Skagafjörð og heimsótti æskustöðvarnar. Eins og fyrr segir á hann nú 25 ára óperuafmæli, söng í fyrsta sinm einmitt í Tosca í Flórenz á Italíu í nóvember 1932, þá á ítölsku. Tosca hefur hann síðan sungiö bæði á dönsku og þýzku, en hér verður óperan nú flutt á ítölsku. Leikstjóri verður einn af leik- stjórum Konunglega leikhússins fcieúui isianai í Höfn, Holger Boland, en hljóm- sveitarstjóri dr. Victor Urbancic. Sinfóníuhljómsveitin leikur, og eru í henni 35 manns. Önnur hlutverk hafa þessir á hendí: Guðmundur Jónsson, Kristinn Hallsson, Ævar Kvaran, Þor- steinn Hannesson og auk þess eru þrjú smáhlutverk. 25 manna kór syngur. Lárus Ingólfsson málar leik- tjöld. I gær byrjaði leikárið með fundi leikara Þjóðleikhússins og fyrsta leiksviðsæfing var á Tosca. Stefán tslandi hefur að- eins leyfi frá Konunglega leik- húsinu til 8. október, svo hraða verður mjög sýningum á óper- unni. Stefán lét mjög vel yfir því að vera kominn heim: Það er eins og vant er, yndislegt, svar- aði hann þegar blaðam. Mbl. spurði hann um það. Önnur verkeíni Þjóðleikhúss- ins í vetur eru þessi: Útsýn af brúnni eftir Arthur Miller. Leikstjóri Lárus Pálsson. Verður frumsýning þess viku seinna en óperunnar. „Kirsuberjagarðurinn" eft,ir Anton Tjechov. Leikstjóri Wait- er Hudd. „Dagbók Önnu Frank“ eftir Frances Goodrich og Albert Hac- kett. Leikstjóri Baldvin Halldórs son. „Romanoff og Juliet" eftir Pet- er Ustinov. Walter Hudd. „Cosi fan Tutte“ frá Wisbaden- óperunni. Gesta-sýning. Sýning- ar frá 8. nóvember. „Ulla Winblad“ eftir Karl Zuckmayer. Leikstjón Indrtði Waage. Lúðvík N. Lúðvíksson skipstjóri - minningarorð Á MORGUN verður til moldar borinn einn af elztu og mætustu íbúum Vestmannaeyja Lúðvík N. Lúðviksson, skipstjóri, Kirkju- vegi 72, sem andaðist 25. ágúst s.l. Lúðvík var fæddur á Djúpa- vogi 23. nóv. 1879. Foreldrar hans voru Hansína Jónsdóttir frá Borgargarði og Lúðvík Lúðvíks- son síðar bóndi á Karlsstöðum á Berufjarðarströnd, sonur Lúðviks bónda á Hálsi Jónatanssonar. — í móðurætt var Lúðvík 8. liður frá Bjarna Guðmundssyni, sem bjó á Karlsstöðum efri á Beru- fjarðarströnd á 17. öld, en 15. lið- ur frá Bjarna Marteinssyni, sem kallaður var Hákarla-Bjarni, og uppi var á Héraði á 15. öld. Enn- fremur var hann 12. liður af Hey- dalaætt frá Einari próf. Sigurðs- syni, sem þar var prestur frá því haustið 1590 og þar til hann lézt 1626, og 14. liður frá Þorsteini Finnbogasyni sýslumanni í Hafra- fellstungu (um 1600) (þar á meðal Bustarfellsætt), auk þess 16. liður í annan ættlegg frá Há- karla-Bjarna. — Kemur margt merkra dugnaðarmanna fram í þessum ættliðum, samkvæmt því sem Ættir Austfirðinga skýra frá — Kona Þorsteins Finnbogasonar sýslumanns var Sesselja dóttir Torfa sýslumanns í Klofa á Landi, Jónssonar, Ólafssonar, Loftssonar hins ríka. | Lúðvík gekk á Stýrimannaskól I ann í Reykjavík árið 1903—1904 og lauk þar prófi með réttindum fiskimanna (fiskimannaprófi). Að prófi loknu tók hann að I sér skipstjórn á flutningaskipum. I Var um tíma með flutningaskip fyrir Björn Gugmundsson í Þórs- höfn, en síðar með Njál gamla um nokkurt skeið, en það skip var á vegum þeirra Guðm. Krist- jánssonar skipamiðlara og Björns Guðmundssonar útgerðamanns ! frá Þórshöfn. Ennfremur var I hann í förum milli íslands og ; Englands, með vöruflutningaskip j ið „Viola“, sem brann við Eng- landsstrendur meðan hann var skipstjóri á því. Lúðvík kvæntist eftirlifandi konu sinni Helgu Sigurðardóttur, 3. janúar 1909. Helga var einnig komin af ættlegg Hákarla-Bjarna í móðurætt (var 13. liður frá hon- um), en í 7. lið frá Daða presti Halldórssyni í Steinsholti (einnig í móðurætt). Ekki varð beim Helgu og Lúðvík barna auðið, en snemma á búskaparárum sínum tóku þau til fósturs Dagnýju Ingi mundardóttur, systurdóttur Lúð- víks, sem nú er gift Tómasi Geirs syni kaupmanni í Vestmannaeyj- um. Síðar tóku þau einnig til fósturs Odd Ólafsson, sem ólst upp hjá þeim í 10—11 ár. Þau i hófu búskap á Djúpavogi, en vegna starfshátta Lúðviks urðu þau að vera búsett á ýmsum stöðum, svo sem Fáskrúðsfirði Hafnarxirði, Reykjavík, en lengst af hafa þau átt heima í Vest- mannaeyjum. Fyrst eftir að þau Lúðvík og Helga settust að í Vestmannaeyj- um voru þau á snærum Gísla J. Johnsen, en síðar réðist Lúðvik í útgerð. Gerði hann fyrst út bat- inn Herjólf en síðar Ásdísi, sem hann lét endurbyggja og stækka. Fyrir nokkrum áium hætti hann þó útgerð og seldi Ásdísi til Reykjavíkur. Hefir hún í vor ver- ið í siglingum hér í Faxaflóa og til Viðeyjar í skemmtiferðum Á því rösklega þriggja áratuga skeiði sem þau hjón hafa búið í Eyjum, fór Lúðvík 12 feiðir til útlanda (flestar eða allar til Dan- merkur) til að sækja fiskibáta og sigldi þeim til landsins. Allar þessar ferðir fór hann í skamm- degi haustsins. Eins og gefur að skilja reyndi mjög á harðræði og karlmennsku að sigla smábátum landa á milli á þessum tíma árs, þegar höfuðskepnurnar æða oft í hamfaramátt. En Lúðvik reynd- ’ist vandanum vaxinn og skilaði þeim öllum heilum í höfn. Ýmsir útgerðarmenn voru eigendur þessara báta, er hann sóttx, en flesta þeirra mun þó Gísli J. John sen hafa átt. Má nærri geta að oftast hafa ástvinirnir verið kvíðnir fyrir slíkum ferðum um áravegu hafs- ins á svartnættisnóttum haust- myrkursins, þegar allra veðra var von. Þá gegndi Lúðvík oft störfum í sjódómi Vestmannaeyja, en fast ráðinn í sjódóminn frá 1939 og fram á þetta ár, unz heilsu hans hnignaði svo, að hann varð að hætta þar störfum. Lúðvík var skemmtilegur og ræðinn í kunningjahóp, fróður og víðlesinn, sagði skemmtiiega frá og hafði glöggan skilning í broslegum atvikum, sem hann ýmist hafði sjálfur verið þátttak- andi í eða studdist við annarra frásagnir. En aldrei heyrðist hann víkja hnjóðsyrði að nokkrum manni. Lúðvík var góður smiður frá náttúrúnnar hendi, Enda mun það oft hafa komið sér vel, er ýmislegt fór aflaga í ströngum sjóferðum ýmist með ströndum fram eða landa á milli. Tungu- málamaður var hann góður, sér- staklega var hann góður í Norður landamálunum. Heimilislíf Lúðvíks var með af brigðum gott. Hann reyndist fóst- urbörnum sínum sem bezti faðir, og sagan endurtók sig þega.r barnabörnin komu til sögunnar. Hið sama má og segja um eftir- lifandi ekkju hans. Við hjónin þökkum þeim órofa- tryggð fyrr og síðar og blessum minningu hins burtkallaða skip- stjóra. Við vottum ekkju hans. fóstur- börnum og barnabörnum innilega samúð okkar. ★ YFIR 30 ÁRA dáðríkt starf i Eyj- um hafði hann að baki sér, Lúð- vík M. Lúðvíksson skipstjóri sem nú er nýlátinn. Hann tók mikinn þátt í þeirri baráttu sem Vest- mannaeyingar hafa háð til efl- ingar atvinnulífinu á þessum ár- um. Þar stóðu sjómennirnir fremstir í flokki og Lúðvík hafði hvorttveggja til að bera menntuu og áræði til að vera þar forystu- maður. Til hans var oft leitað til að sækja vélbáta til útlanda og lagði hann þannig virka hönd á aukningu skipastólsins. Það voru svaðilfarir oft farnar að vetrar- lagi, til þeirra ferða þurfti djarfa menn og þrekmikla, en Lúðvík var auk þess vitmaður og for- sjáll í hvívetna, og var ávallt far- sæll í sjóferðum. Lúðvík skipstjóri var hæglát- ur og vandaður í öllu dagíari. Yfirlætislaus en traustur og áreið anlegur. Hann var vel greindur maður fastur fyrir í skoð- unum sínum, en gaf sig lítt að deilum manna, vin- fastur og tryggur var hann og fyrirmyndar heimilisfaðir. Með Lúðvík er í valinn fallinn einn hinn mætasti borgari Vest- mannaeyja. Maður sem jaínan var sómi sinnar stéttar, valin- kunnur drengskaparmaður. . Eg vil með þessum fáu orðum kveðja þennan vin minn og þakka honum fyrir hans mörgu r.ytja- störf í þágu Vestmannaeyja. Ást- vinum hans sendi ég um leið inni- legar samúðarkveðjur. Jóhann Þ. Jósefsson. Prinsiiin biður inn málshöfðun gegn sér STOKKHÓLMI, 2. sept. — Carl Bernadotte prins af Svíþjóð hef- ur farið þess ó leit við hinn opin- bera ákæranda ríkisins, að höfð- að verði mál gegn sér í sam- bandi við hið fræga Huseby-mál. I bréfi til áltærandans segir prins- inn, að þetta sé eina leiðin til að hreinsa hann af öllum grun- semdum í sambandi við málið, en þegar það var á döfinni var oft látið í það skína, að prinsinn hafi brotið af sér í sambandi við Huseby-óðalið, sem hann var arfleiddur að af eigandanum, Florence Stephens. Berl Guten- berg forstjóri, sem stjórnað hef- ur óðalinu, er nú í fangelsi, grunaður um fjársvik í sambandi við rekstur óðalsins. Carl prins, sem er bræðrungur Gustafs Adolfs Svíakonungs, hóf fyrir 8 árum viðskipti við Gutenberg, og þessi viðskipti eru nú í rann- sókn hjá lögreglunni. Jón Þórðarson. HúsgagnasmiHir Vanur vélamaður óskast nú þegar. Nývirki HF. v7Sigtún. Sírni 18S09. I Einbýlishús 110 ferm., 4 herbergja íbúð, með góðum geymslum, ásamt 1400 fermetra lóð við Sogaveg í Kringlumýri T I L S Ö L U . Söluverð aðeins kr. 195 þúsund. Útborgun rúmlega 100 þúsund kr. Húsið getur orðið laust sirax, ef óskað er. Mýja fasfesgna^alan BANKASTRÆTI 7 Sími 2430Ö og kl. 7,30—8,30 e. h. 18546.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.