Morgunblaðið - 20.09.1957, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.09.1957, Blaðsíða 13
Föstudagur 20. sept. 1957 MORGUNBLAÐIÐ 13 Uppskera hafin á Svalbarðsströnd AKUREYRI, 18. sept. — Kart- öfluuppskeran stendur sem hæst hér um slóðir og átti tíðindamað- ur Mbl. tal við Skúla Jónssoa kaupfélagsstjóra á Svalbarðs- strönd en þar eru einir mestu kartöfluakrar þessa lands og Svalbarðsstrandar-kartöflur eru landsþekkt gæðavara. — Hófst uppskeran þar 10. sept. og er nú vel á veg komin. Er uppskeran í góðu meðallagi. Yeður hefur ekki verið sem heppilegast til kartöfluuppskeru sökum þess hve kalt er í veðri, en þurrt hefur verið hér í Eyja- firði undanfarna daga. Nætur- frost hafa töluverð verið, svo kartöflugrös eru nú fallin. í haust verður slátrað á Sval- barðsströnd 10.000 fjár. Fé mun vera rýrara en í fyrra og valda þar um vorkuldar og hve seint afrétturinn spratt. — vig. Réttað á hverjum degi í næstu viku SAUÐÁRKRÓKI, 18. sept. — í næstu viku verða fyrstu réttir hér í Skagafirði. Verður réttað alla daga fram í miðja viku. Verða það Skarðsréttir, sem raun ar eru í Húnavatnssýslu en Skag firðingar eru mjög kunnugir, þar sem réttirnar eru næstum á sýslu mótunum. f Stafnsréttum verða bæði fjár- og hrossaréttir 1 þess- ari viku. — Jón. Kartöfiugras fallið MYKJUNESI, 14. sept. — Síðast- liðna sunnudagsnótt var hér mik- ið frost. Var gaddur langt fram á dag. Kartöflugras féll þá og er nú öll jörð orðin bleiklituð og haustlegt um að litast. Lauf er að falla af trjám. Öll fjölskyldan verzlar í Egils-kjör Sími: 2 3 4 5 6 Kjötvörur, nýlenduvörur, grænmeti, hreinlætisvörur Sendum heim Soðinn matur. Hreindýraveiðarnar EGILSSTÖÐUM, 18. sept. — Hreindýraveiðar standa nú yfir, á Fljótsdalsheiði. Eru það aðal- lega Fellnamenn, Jökuldælingar og Fljótsdælingar sem stunda veiðarnar. Tíð hefur verið óhag- stæð og hafa menn því ekki get- að stundað þær stöðugt, heldur hlaupið i þær af og til. Ekki er talið, að eins mörg dýr verði felld í haust eins og í fyrra, vegna tíðarfarsins. Fjárleitir eru nú að byrja og verður slátrað á föstudaginn eða laugardaginn. — Ari. INGÓLFSCAFÉ INGÓLFSCAFÉ Eldri dansarnir í Ingólfscafé í kvöld klukkan 9. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 5. — Sími 12826 íbúð til leigu Stofa, hol, eldhús og bað með húsgögnum og síma, leigist frá 1. október til 14. maí 1958. Fyrirframgreiðsla. Upplýsingar í síma 17681. Egils-Kjðr Laugaveg 116 Nýjar bækur Jiý Hönnubék (Hanna og hótelþjófurinn). Alltaf fjölgar lesendum Hönnu-bókanna, enda er það eðli- legt, því þær eru flestum stúlkubókum skemmtilegri. Kostar 35 krónur. Auéur og Ásgeir, hin vinsæla barnabók eftir Stefán Júlíusson kennara, er nú komin í 2. útgáfu með fjölda mynda eftir Halldór Pétursson. Kr. 28.00. Kái-i litli í svrllinni, eftir Stefán Júlíusson. Börnin um allt land þekkja Kárabækurnar. Þær eru lesnar i skól- um, börnin lesa þær í heimahúsum og mörg kunna bækurnar utanbókar. Gefið börnun- um þessa fallegu nýju útgáfu af Kdra í sveit- inni. Kr. 25.00. Néa, eftir Edgar Jepson. Felicia Grandison hét hún, litla söguhetjan i þessari bók, en hún kallaði sig Nóu, og heimtaðl að aðrir gerðu það líka. Hún lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna, þó að hún væri aðalsættar, systur- dóttir ráðherrans og alin upp hjá honum. Nóa lenti i ýmsum ævintýrum, sem ungling- um þykir gaman að kynnast. Kostar aðeins kr. 20.00. Dvergurinn nioil ranðn húfuna, ævintýri eftir Ingólf Jónsson frá Prests- bakka. Á hverri blaðsiðu bókarinnar er mynd, og hefur Þórir Sigurðsson teiknað myndirnar. Þetta er fagurt íslenzkt ævin- týri, um litla dverginn, sem átti heima í stóra gráa steininum. Kostar 15 krónur. Ösbulinska. Ný útgáfa af hinu eldgamla ævintýri, sem alltaf er nýtt. Kr. 10.00. Ilráir graenmetisrétlir, eftir Helgu Sigurðardóttur. 1 bókinni eru leiðbeiningar um það, hvernig hægt er að hafa á borðum alla mánuði og daga ársins hráa rétti úr þeim káltegundum og jarðar- ávöxtum, sem auðvelt er að rækta hér á landi Kr. 30.00. Bíý keunslnbók í duusku II. 1 fyrrahaust kom út fyrsta hefti af nýrri kennslubók í dönsku eftir þá Harald Magn- ússon kennara og Erik Sönderholm lektor við háskóla Islands. Bókin fékk mjög góðar viðtökur og var tekin til kennslu í fjölda- mörgum skólum og hjá einkákennurum, enda er hér stuðzt við þrautreynt kerfi, bæði hér og erlendis. Bókin er 223 blaðsiður með allstóru orðasafni. Með útgáfu þessarar bókar verður tekin upp sú nýjung, að með stilaverkefnum, sem koma í október, verður málfræðiágrip, og ætti það að verða til hægðarauka, bæði fyrir kennara og nem- endur. Bókin er, eins og áður er getið, 223 bls. með fjölda mynda, og kostar aðeins 35 krónur. Prenismidjan Leifiur Félagslíl f. R. — Handknattleiksdeild Áríðandi æfing í kvöld kl. 7,30. Munið æfingargjöldin. Nýja stjúrnin. Knattspyrnufélagið Frain 4. og 5. flokkur: Áríðandi æfing kl. 5,30 í dag. Æfingaleikur. 4. fl. B við 4. fl C kl. 6,30. — Mætið vel og stundvíslega. — Þjálfarinn. Skíðadeild K.R. — Sameiginlegur vetrarfagnaður verður í Skála- fellsskálanum nýja, n.k. laugar- dag. Allir þeir, sem unnið hafa við skálabvgginguna, eru boðnir. Sameiginlei kaffidrykkja og ýms skemmtiatriði. Farið frá Varðar húsinu kl. 2, laugardag. Stjórnin. Samkomur Bræðraborgarstíg 34 Síðasta samkoma Arthurs Gooks í kvöld kl. 8,30. Allir vel- komnirl Námsgreinar: íslenzka, enska, danska, þýzka, franska, spænska (esperanto og e. t. v. fleiri tungumál verða kennd, ef þátttaka er nægileg, reikningur, bókfærzla, vélritun, föndur, kjólasaumur, barnafatasaumur, snið- teikning, útsaumur, upplestur, sálarfræði. Byrjendaflokkar og framhaldsflokkar í öllum bóklegum greinum. Nýir framhaldsflokkar í íslenzku og flatarmálsfræði fyrir gagnfræðinga. Talæfingar í ensku og dönsku í efstu- flokkunum. Hver námsgrein er kennd 2 kennslustundir á viku. Kennt er á kvöldin kl. 7,45—10,20. Nánari upplýsingar við innritun. Innritun fer fram í Miðbæjarskólanum klukkan 5—7 og 8—9 síðdegis alla virka daga til 1. október. (Gengið inn um norðurdyr). Innritunargjald (sem greiðist við innritun), er kr. 40.00 fyrir bóklegar námsgreinar en kr. 80.00 fyrir handavinnuflokka og vélritun. Saumavélar og ritvélar eru til afnota í tímunum. Skólastjóri. IMýkomnir Tékkneskir Cúmmískór með hvítum botnum — allar stærðir. Aðalstræti 8 Laugavegí 20 Laugavegi 38 Snorrabraut 38 Garðastræti 6 Sími 13775 Sími 18515 Sími 18516 Sími 18517 Sími 18514

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.