Morgunblaðið - 30.10.1957, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.10.1957, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 30. okt. 1957 MORCVISBI AÐIÐ 3 Biréf til Hfbl.: Hræsnistal tveggjo Framsókn- armanna um „auð“ bænda STAKSTI1NAR Próf. Matthías Þóröarson. 8 0 ára í dag: Próf. Mafthías Þórðarson Sfutt afmœlissamtal á götu — Þú hefur alltaf gengið mik- ið, Matthías? — Já, sagði hann og hló lítil- lega. Ég hefi gengið allmikið um aði því alla starfskrafta sxna í dagana. í gamla daga fór ég í MAÐURINN, sem mestan þátt átti í því að leggja grundvöllinn að Þjóðminjasafni íslands og helg áratugi, verður áttræður í dag. Þetta er próf. Matthías Þórðarson fyrrum þjóðminjavörður. Þó Matthías hafi fyrir allmörg um árum látið af embætti þjóð- minjavarðar fyrir aldurssakir, þá munu vinir hans og kunningj- or samdóma um að Matthías sé enn með yngri mönnum, sístarf- andi. í dag mun það vera Hið ísl. bókmenntafélag sem á hug hans allan. Fyrir það vinnur hann mikið starf. Þær eru ekki ófáar- ferðirnar sem hann fer upp á kirkjuloftið í Dómkirkjunni, þar sem Bókmenntafélagið hefur sína aðalbækistöð og bókageymslu. í gær var Matthías á ferðinni niður við Dómkirkju sem oftar og slóst ég í för með honum suð- ur með Tjörn. — Saknar þú nú ekki Tjarnar- innar síðan þú fluttir úr Vonar- strætinu? — Jú, það geri ég, en það er svo stutt að heiman frá mér, uppi á Laufásvegi, og hingað niður, og er það veruleg bót í máli. — Þú ert með bókaböggul rétt einu sinni? — Já, það var maður að hringja til mín áðan og biðja mig um að halda á bókunum heim, því að hann myndi sækja þær þangað. — Ert þú þeirrar skoðunar, að me;.n séu orðnir miklu latari við boklestur eða sefi sér mxnni tíma til þeirra hluta? — Ég er þeirrar skoðunar, að bókaleiði eða lestrarleiði sé afar fátítt fyrirbæri hjá okkur íslend- ingum. — L'ttu á allar þær bæk ur sem út eru gefnar. Ekki væri bókaútgáfan ;afn mikil hér, ef sbkt væri almennt. — Og í Bókmenntafélaginu? — Það gustar ekki mikið af okkur. Við höfum knöpp fjárráð, en félagar munu vera kringum 1300, og það eru góðir félagar. En vissulega mættu þeir vera fleiri. Mikill mannskaði var það fyrir okkur að missa próf. Jón Jóhann esson, sagði Matthías. Hann skrif- aði merka ritgerð í síðasta heftið að Safni til sögu fslands. Einnig var hann með 2. hefti fimmta bindis Annálanna 1400—1800. Okkur vantar hæfan mann til þess að taka við Annálunum. Enn vantar í þetta bindi a.m.k. tvö hefti og einnig þarf að gera reg- istur yfir Annálanna með manna nöfnum, viðburða-skrá og stað- arnöfnum. Við vorum nú komnir suður að Fríkirkjunni. — Veturinn er snemma á ferðinni sagði Matthí- as og horfði yfir snæviþakta Tjörnina. gönguferðir inn fyrir Elliðaár. Gönguferðir eru mjög hollar. Kyrrsetumennirnir ættu að hug- leiða þetta meir en þeir gera. Við sveigðum upp Skálholts- stíginn. — Hvers myndir þú óska þér í afmælisgjöf, sagði ég við Matth- ías, áður en við slitum samtal- inu við útidyrnar heima hjá hon- um að Laufásvegi 17? — Ég myndi vilja óska þess að Alþingi veitti Bókmenntafélag- inu fjárhagslegan stuðning, sem það að vísu gerir, en ég á hér við sérstakan styrk til að endur- prenta nokkur af ritum félags- ins. Slíkt er aðkallandi, sagði Matthías, en fyrir févana félag er það ógjörningur. En í þá end- urútgáfu þá kæmi fyrst Forn- bréfasafnið, þá Sýslumannaævir og loks Safn til Sögu íslands. Um leið og ég kvaddi Matthías hafði ég orð á því við hann, að vera mætti að einhverjir alþing- ismenn myndu taka þetta upp við þá miklu þingnefnd sem fjárveit ingavaldið hefur. Ég þykist þess fullviss, sagði ég, að meðal fé- lagsmanna í Bókmenntafélaginu munu einnig finnast fleiri eða færri þingmenn, sem kunna að meta starf Bókmenntafélagsins, og eru þér þakklátir fyrir ára- tuga starf fyrir félagið. — Hver veit nema þú fáir af- mælisósk þína uppfyllta? — Ja, hver veit, svaraði Matth- ías. Við kvöddumst. Sv. Þ. TiUögui um vegi MEÐAL þeirra tillagna, sem ný- komnar eru fram á Alþingi eru þessar tillögur um breytingar á vegalögum: Frá Ólafi Thor um Brautar- holtsveg. Frá Pétri Ottesen um Botnsdals veg, Grafardalsveg, Vatnshamra- veg, Sarpsveg, Katanesveg, Reynisveg, Hvítanesveg, Eyrar- veg, Bæjarveg, Stórakroppsveg, Reykdælaveg, Hálsasveitarveg og Skáneyjarveg. Frá Sigurði Ágústssyni og Pétri Péturssyni um Snorrastaða- veg, Syðri-Rauðamelsveg, Stóra- hraunsveg, Höfðaveg, Skógarnes- veg, ölkelduveg, Miðhúsaveg, Hofstaðaveg, Helgafellsveg og Haukabrekkuveg. Frá Jóni Pálmasyni um Haga- veg, Blöndudalsveg, Svínadals- veg, Svartárdalsveg og Laxár- dalsveg. Þ A Ð vakti athygli mína, þegar tillaga þeirra Ingólfs Jónssonar og Sigurðar Ólafssonar um eft- irgjöf lána vegna óþurrka á Suð- ur- og Suðvesturlandi var til um- iæðu, að Páll Zóphóníasson lítur bændastéttina sömu augum og hann hefur alltaf gert. Páll Zóphóníasson hefur alltaf séð mikinn auð í hendi bænda. Við þessar umræður lýsti hann því yfir, að margir „auðugir bændur“ (en ekki eins og Mbl. sagði „ríkir bændur") hefðu fengið hin svonefndu óþurrka- lán. Þegar eg athuga þetta mál ná- kvæmlega, á ég ákaflega erfitt um með að koma auga á „auðuga menn“ í bændastétt. Ég þekki sem betur fer marga bændur, sem geta talizt efnalega sjálfstæðir. En ég þekki engan bónda, sem hefði efni á því að kaupa hús- eign Páls Zóphóníassonar, sem er á einum dýrasta stað í bænum og búa í henni. Páll Zóphóníasson lætur alltaf að því liggja, að hann sé meðal hinna snauðu og áreiðanlega vill hann ekki láta teja sig til „sér- hagsmunamannanna". Það út af fyrir sig, að Páll Zóplióníasson á húseign er ekki umtalsvert, en hann verður að viðurkenna, að ef efnahagur hans og bændanna ei borinn saman, að þá verður —------—<• Páls Zóphóníassonar í ríkisskatta nefnd, þegar hann beitti sér fyrir því að gera skattmat búpenings mun hærra en eðlilegt er. Hefur bændastéttin átt í erfiðri styrjöld við Pál út af þessu máli og mun flestum bændum vera kunnugt um það. Mig langar einnig að minnast á það, að s.l. laugardag las ég greinarkorn eftir Bjarna Bjarna- son skólastjóra á Laugarvatni. Grein þessi er skrifuð í tilefni af tillögu Ingólfs og Sigurðar. Þar segir Bjarni m. a. að ástæðu- laust sé að vera að tala um eftir- gjöf til handa sunnlenzkum bænd um á óþurrkalánunum. Telur Bjarni, að bændur eigi hægt með að borga þessi lán og hann muni ekki þiggja eftirgjöfina fyrir sitt bú. Við bændur á Suðurlandi sem þekkjum Bjarna á Laugarvatni og viðskipti hans við ríkisstjórn- ina, getum ekki annað en broshð að þessum skrifum hans. Ekki er hægt að komast hjá því, að undrast þá hræsni, sem að baki þessum skrifum liggur. Bjarni á Laugarvatni hefur fengið peninga til búrekstursins a Laugarvatni úr ríkissjóði. — Hann rekur búið fyrir sinn reikn- ing og fékk á yfirstandandi ári 200 þús. kr. úr ríkissjóði til þess að byggja fjós. Bændur taka lán hann talinn „auðugur maður“, en I til fjósbygginga og verða að ekki bændurnir, þótt þeir séu efnalega sjálfstæðir, því að þótt þeir selji eignir sínar, mundu þær engan veginn hrökkva til þess að kaupa húseign Páls. Páll Zóphóníasson hefur talið sig sjálfkjörinn, éins og ýmsir Framsóknarmenn, til þess að ráða málefnum bændastéttarinnar. — Lengi hafði hann ráð bænda í hendi sér, þegar að hann réð afurðaverðinu, svo að bændur bjuggu við fátækt og gátu á eng- an hátt veitt sér þægindi eða tekið þátt í nauðsynlegum fram- kvæmdum. Þessi afstaða Páls er skiljan- leg, þar sem hann hefur alltaf talið, að bændur væru „auðugir" og þyrftu ekki á hærra vérði að halda, en því sem hann skammt- aði. — Hlutur bændastéttarinnar lag- aðist, þegar Páli var bægt frá þeirri aðstöðu, sem hann hafði haft við verðlagninguna og Sjálfstæðismenn fengu aukin á- hrif árið 1942. Þá mætti einnig minna á þátt borga þau með vöxtum, sem eðli- legt er. Aðstöðumunurinn hjá Bjarna og bændum er þess vegna mjög mikill, þótt ekki væri nema um þetta eina atriði að ræða. En Bjarni hefur haft aðra króka úti í viðskiptum sínum við ríkis- sjóð. Hann seldi mjólkurfram- leiðsluna í skólana á Laugarvatni fyrir hærra verð en bændur fá úr mjólkurbúunum, en auk þess hefur Bjarni fengið greitt úr rík- issjóði niðurgreiðslu á mjólkur- verðið til nemendanna sem mjólk ina keyptu. En í stað þess að nota niðurgreiðsluna í því skyni, hafa runnið tugir eða jafnvel hundruð þúsunda króna inn í búið á Laug- arvatni á þennan hátt. Það er táknrænt fyrir Fram- sóknarflokkinn, að Bjarni á Laug arvatni, með þá aðstöðu sem hér hefur verið lýst telur sig sér- staklega til þess kjörinn að lýsa því yfir, að bændur eigi létt með að borga lánin og láta það í ljós, að hann muni ekki taka við eftir- gjöf vegna búsins á Laugarvatni!! Sv. Tónleikar og dans í Þjóðleikhúsinu LISTDANS og tónleikar sovét- manna fór fram í Þjóðleikhúsinu á sunnudag og mánudag við hús- fylli báða dagana. Áður voru tón- leikar sovétmanna haldnir í Aust- urbæjarbíói, en þangað gat ég ekki farið sökum anna. Er hér, eins og fyrr, afbragðs listafólk á ferðinni, sem mikil ánægja er að heyra og sjá. Ekki tel ég mig hafa mikið vit á listdansi, en þau Nikolajevna Ersova og Dúbín- Bélov hrifu mig með list sinni, sem ég hygg að sé á háu stigi. Dmítrí Gnatjúk hefur mikla barytón-rödd. Söngur hans var á mörgum „registrum“ og þótti mér þau veikustu blæfegurst. Túlkunargáfur þessa söngvara eru einnig miklar, og varð ekki hjá því komist að veita þeim sérstaka athygli, enda þótt mað- ur, því miður, skildi ekkert í textunum. Elisaveta Tsjavdar er glæsileg kororatúr-söngkona með háa tindrandi rödd. Kunnátta hennar er frábær og kom bezt fram í Kavatinunni úr Rúslan og Ljud- míla eftir meistarann Glúnka, föður rússnesku óperunnar. Valeri Klimoff er mikill fiðlu- snillingur. Hann lék hér aðeins þrjú smærri verk. Þessi gáfaði listamaður er nemandi David Oistrachs. Mun hann eiga að leika fiðlukonsert eftir Mozart með Sinfóníuhljómsveit íslands og verður gaman að hlusta á það. Hann leikur á Stradivarius-fiðlu, og á sú fiðla sína sögu. Hún var m. a. eitt sinn í eigu Alexanders I Rússakeisara og lék hann á hana sér til dægrastyttingar. Ekki er mér kunnugt, hvernig „Zarinn yf- Hætt að leita n ót- atkvæða Svo hræddir eru kommúnista* nú orðnir við andúð verkamann* í „Dagsbrún“, höfuðvígi sínu, ai þeir eru hættir að áræða að leita mótatkvæða gegn tillögum, sem þeir bera upp á félagsfundum þar. Ennfremur neita þeir hrein- lega að bera upp tillögur, sgm andstæðingar þeirra bera fram. Þessi vinnubrögð höfðu komm- únistar um hönd á fundi „Dags- brúnar“ s. 1. sunnudag. Var auð- sætt að þeir fundu kuldann og áhugaleysið fyrir málstað þeirra frá fundarmönnum. Hin nýju fundarsköp kommún- ista í „Dagsbrún“ munu byggj- ast á því, sem „Þjóðviljinn" kall- ar „alþýðulýðræði". Það er fólg- ið í því að aðeins kommúnistar megi njóta pólitískra réttinda, t. d. kosningaréttar, almennra félagsréttinda og mannréttinda í þjóðfélaginu. — Andstæðingar þeirra eiga hins vegar engan rétt. Þeir menn, sem eru and- stæðingar kommúnista heita bara „fasistar og „gagnbyltingar- menn“. Ljót lýsing á ”vinstri ráðherra“ Lýsing kommúnistablaðsins á utanríkisráðherra vinstri stjórn- arinnar*s. 1. sunnudag var ekki fögur. Blaðið birti ályktun „Æskulýðsfylkingarinnar“ um af- stöðu ungra kommúnista til Guðmundar í. Fordæmdi „Fylk- ingin“ og mótmælti þeim sjón- armiðum hans er komu fram í útvarpsávarpi hans á degi Sam- einuðu þjóðanna og kvað þau vera „sjónarmið svartasta aftur- lialds Evrópu og Bandaríkjanna og annarra þeirr afla, sem bera ábyrgð á kalda striðinu og víg- búnaðarkapphlaupinu“. Lauk þessari ályktun ungra kommúnista með þessum orðum: „Æ. F. R. álítur því, með skir- skotun til ofanritaðs, að áfram- haldandi seta Guðmundar í Guð- mundssonar í ráðherrastól sé vinstri stjórninni til vansæmd- ar og lítilsvirðing við þjóðina“. Ljótt er að heyra. Getur þetta virkilega gerzt í „vinstri stjórn“, Örlög Zukoffs Hvort verður Zukoff marskálk- ur heldur hengdur eða gerður að forsætisráðherra Sovétríkj- anna? Þetta var hin brennandi spurn- ing dagsins s. 1. mánudag, ekki í dálkum kommúnistablaða víðs vegar um heim. Brottvikn- ing hans úr embætti landvarna- ráðherra kom svo óvænt, að menn vissu alls ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Fréttaritarar vestrænna kommúnistablaða i Moskvu sendu blöðum sínum skeyti, sem voru mjög á báðum ir öllum Rússum" hantéraði þenn áttu. E. t. v. stóð tii að Zukoff an dýrgrip á sínum tíma, en hitt | tæki við af Bulganin og yrði er auðheyrt að fiðlan unir sér forsætisráðherra einhvern næstu vel í þeim snillingshöndum, sem hún nú er í, og töfraði Klimoff fram hina dásamlegustu tóna og sýndi einnig nokkrar galdra kúnstir. Undirleik annaðist Alexandra Sérgejevna Vísjnévitsj allan tím daga. E. t. v. væri hann fallinn í ónáð. Um þetta væri ekki gott að fullyrða! í gær var málið nokkuð tekið að skýrast. Pravda og ítölsk kommúnistablöð voru farin að skrifa um nauðsyn þess að taka ann og átti því mjög annríkt. Hún J afstöðu gegn „nýrri persónu- var þeim öllum, söngvurum og dýrkun“. danspari hin styrkasta stoð. I „Þjóðviljinn“ fór frekar var- Hrifning áheyrenda var geysi-' lega í umræður um málið. Ea mikil og urðu söngvarar og fiðlu- . allur almenningur í vestrænum leikarinn að syngja og leika auka-! löndum gerði gabb að kommún- lög, en blóm bárust allan tímann ' istum, sem ekki vissu, hvort fyr- — en það voru tveir og hálfur ir dyrum stæði henging eins kl. tími, og er of langt, jafnvel aðal átrúnaðargoðs þeirra eða þó hið bezta sé á boðstólum. | upphafning hans í stöðu forsætis- P. í. • ráðherra Sovétríkjanna!!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.