Morgunblaðið - 17.11.1957, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.11.1957, Blaðsíða 20
ae MORGV'NBLAÐIÐ Sunnudagur 17. nóv. 1957. ’ I I I I A ustan Edens eftir John Steinbeck 184 „Abra, ég hef drepið bróður minn“, sagði Cal — „og pabbi hefur fengið slag. Þetta hvort tveggja er mér að kenna“. Hún greip um handlegginn á honum, með báðum höndum og þrýsti sér þéttar að honum. „Heyrðirðu ekki hvað ég sagði?" spurði Cal. „Jú, ég heyrði það“. „Abra, móðir mín var hóra“. „Ég veit það, Cal. Þú sagðir mér það. Faðir minn er þjófur". „Það er hennar blóð, se*n renn- ur í æðum mínum, Abra. Skilurðu það ekki ?“ „Og hans blóð í minum æðum“, sagði hún. Þau gengu þegjandi áfram, á meðan hann reyndi að vinna bug á geðshræringu sinni. Vindurinn var napur og þau hertu göng- una til þess að halda á sér hita. Þau gengu framhjá síðasta götu- ljóskerinu í úthverfi Salinas og myrkrið grúfði fyrir framan þau og gatan var gangstéttarlaus með svörtum forarpoílum. Þau voru stödd þar sem gang- stétt og götuljós þraut. Gatan undir fótum þeirra var sleip af vorleðju og grasið, sem straukst við fætur þeirra var vott af dögg. „Hvert erum við að fara?“ spurði Abra. „Ég varð að flýja undan augum föður míns. Ég sé þau alltaf fyr- ir mér. Ég sé þau jafnvel með lokuðum augum. Ég mun alltaf sjá þau. Faðir minn deyr innan skamms, en augu hans munu halda áfram að stara á mig og segja mér að ég hafi drepið bróður minn“. — „Þú gerðir það ekki“. „Jú, ég drap hann. Og augu ★ Þ ý z k i r Standlampar Verð kr. 595.00 Vegglampar Verð frá kr. 123.15. Uekla O- -□ Þýðing Sverrii Haraldsson -□ föður míns segja að ég hafi gert það“. „Þú mátt ekki tala svona. Hvert eigum við að fara?“ „Bara svolítið lengra. Það er skurður þar og dæluhús — og píl- viðartré. Manstu eftir pílviðar- trénu?“ „Já, ég man eftir því“. „Greinarnar hanga niður, al- veg eins og tjald“, ragði hann. — „Og þær ná alveg til jarðar“. „Ég veit það“. „Á kvöldin — þegar sólin var að síga til viðar — voruð þið Ar- on vön að sveigja greinarnar til hliðar og smjúga inn á milli þeirra — og þá gat enginn séð ykkur í gegnum laufþykknið". „Lást þú þá á gægjum?" „Já, vertu alveg viss. Ég njósn- aði um ykkur", sagði hann, en bætti svo við eftir stundarþögn: — „Nú vil ég að þú komir með mér þangað — inn á milli pílviðar- greinanna. Það er það eina sem mig langar til“. Hún nam staðar og hönd henn- ar togaði í hann: — „Nei“, sagði hún óróleg: — „Það væri ekki rétt“. „Viltu ekki koma með mér þangað?" „Ekki ei þú gerir það til þess að flýja undan einhverju. — Nei, þá vil ég það ekki“. „Þá veit ég ekki hvað ég á að gera“, sagði hann. — „Hvað á ég L A L S I R Austurstræti 14. Sími: 1.1687. s K E R IVI A R að gera? Segðu mér hvað ég á að gera“. „Ætlarðu þá að gera eins og ég segi?“ „Ég veit það ekki". „Við skuluan fara til baka“, sagði hún. „Til baka? Hvert?" „Heim til pabba þíns“, sagði Abra. 3. Þau sátu inni í illa lýstu eldhús- inu. Lee hafði kveikt upp í ofnin- um, til þess að þeim yrði ekki kalt. „Það var hún sem sagði mér að koma“, sagði Cal. „Auðvitað gerði hún það. Ég vissi að hún myndi gera það“. „Hann hefði komið hvort sem var“, sagði Abra. „Það er aldrei að vita“, sagði Lee. Hann fór út úr eldhúsinu, en kom aftur að vörmu spori: — „Hann sefur ennþá". Lee setti steinkrús og þrjá, litla gegnsæja postulínsbolla á borðið. „Ég man eftir þessarri krús“, sagði Cal. „Ekki furðar það mig". Lee hellti hinum svarta, dökka drykk í bollana. — „Nú skuluð þið bara dreypa á þessu og láta það renna hægt eftir tungunni", sagði Lee. Abra studdi olnbogunum á borðið. — „Hjálpaðu honum", sagði hún. — „Þú skilur allt, Lee. Þú verður að hjálpa honum". „Ég veit ekki hvort ég skil mik- ið eða lítið", sagði Lee. — „Ég hef aldrei fengið tækifæri til að skera úr því. Ég hef alltaf um- gengizt menn sem voru, ekki úr- ræðalausari en ég, héldur óhæfari til að annast hina úrræðalausu. Og ég hef alltaf orðið að gráta — einn“. „Gráta? Þú?“ „Þegar Samúel Hamilton dó, slokknaði heimurinn eins og ljós“, sagði hann. — „Ég kveikti það að nýju, til þess að sjá eld hans og anda halda áfram að vara í börn- um hans — og ég lifði það að sjá börn hans hrakin og tvístruð og eyðilögð, eins og andi hefndarinn- ar væri þar að verki. Látið þið ng-ka-py liggja lengi á tungunni, áður en þið kingið. Það er bezt“. Hann hélt áfram: — „Ég varð að losa mig við mínar eigin heimskulegu skoðanir. Þessar mín- ar heimskulegu skoðanir voru: — Ég hélt að hið góða færi forgörð- um og ónýttist en hið illa vær'i æ- varandi og sífellt. Ég hélt að reiður og hefnigjarn guð hefði einhvem tíma helt fljót andi eldi úr bræðslukatli, til þess að hreinsa eða tortíma hinu litla, jarðneska sköpunarverki sínu. ■ Ég hélt að ég hefði hlotið að erfð- um bæði brunasárin og óhreinind- in, sem útrýma skyldi með eldi og bruna. Ég hélt að allt væri hlotið að erfðum — allt hlotið að erfðum. Finnst þér það stundum líka?“ „Ég held það“, sagði Cal. „Ég veit það ekki“, sagði Abra. Lee hristi höfuðið. — „Það er ekki gott“, sagði hann. „Það er ekki gott að hugsa þannig. — Kannske —“. Svo þagnaði hann. Cal fann, hvernig brennivínið hitaði honum innvortis: „Kannske hvað?“ spurði hann. „Kannske kemstu einhvern tíma til skilnings á því að hver maður og hver kynslóð þarf að endur- tendrast, herðast að nýju. Missir nokkur iðnaðarmaður, hversu gam all sem hann verður, löngunina til að skapa eitthva^ fullkomið, krukku, bikar — laufþunnan, sterkan, gegnsæjan?" Hann bar postulínsbollann sinn upp að Ijós- inu. — „Öll óhreinindi brennd í burtu og búið undir hina hreins- andi bræðslu og til þess þarf — meiri eld. Og svo verður árangur- inn annað hvort gjallhaugur, sori, eða það sem engan getur hætt að dreyma um — fullkomnun". Hann tæmdi bollann og sagði hátt: — „Cal, hlustaðu á mig. Geturðu hugsað þér að sá sem skapaði okk- ur, hver svo sem hann er, að hann hætti að prófa?" „Ég skil þetta ekki fyllilega", sagði Cal. — „Ekki núna“. Þungt fótatak hjúkrunarkonunn Athugið strax Stórt fyrirtæki í Reykjavík vill ráða ungan og reglusam- an pilt til skrifstofustarfa. Dálítil bókhaldsþekking nauð- synleg. Umsóknir er tilgreini um aldur og fyrri störf, ásamt meðmælum ef til eru og mynd af umsækjanda, óskast sent í lokuðu umslagi til blaðsins merkt: „Framtíðarstarf —3307“. Þagmælsku er heitið. — NESTl — BENZlN NESTI (Drive in) Fossvogi M ARKÚS Eftir Ed Dodd J ar heyrðist inni í stofunni. Svo kom hún siglandi inn um dyrnar og leit á Öbru, sem enn studdi oln- bogum á borðið og höndum að vanga. „Eigið þið nokkra vatns- könnu?" spurði hjúkrunarkonan. „Sjúklingar verða oft mjög þyrst- ir. Ég er vön að hafa fulla vatns- könnu við hendina. Þeir anda nefnilega með munninum og af því stafar þorstinn". „Er hann vakandi?" spurði Lee. — „Hérna er kannan". „Oh, já. Hann er vakandi og hefur hvilzt ágætlega", sagði hjúkrunarkonan. — „Ég er búin að þvo honum í framan og greiða hárið á honum. Hann er góður og þægilegur sjúklingur. — Hann reyndi að brosa til mín“. Lee stóð á fætur: — „Komdu, Cal“, sagði hann. — „Og þú Mka, Abra. Þú verður að koma“. Hjúkrunarkonan fyllti könnuna í vaskinum og gekk í fararbroddi inn til sjúklingsins. Þegar þau komu inn í svefnher- bergið, lá Adam með höfuðið á há- um hlaða af púðum. Hvítar hend- ur hans lágu á sænginni og sneru lófum niður og sinamar frá hnú- 1) Eftir skamma stund bítur tóungurinn á hjó Sirrí. 2) — Finnst þér hann ekki fal- legur. — Komdu nú aftur, ég þarf að segja nokkuð við þig. 3) — Sjáðu nú til Sirrí, ég hef alltaf dáðst að stúlkum eins og þér. Þú ert gáfuð og falleg og alltaf svo eðlileg. 4) — Og nú ætla ég að segja svolítið við þig, sem mun koma þér á óvart. aníltvarpiö Sunnudagur 17. nóvemberj Fastir liðir eins og venjulega. II, 00 Messa í barnaskóla Kópa- vogs (Prestur: Séra Gunnar Árnason. Organleikari: Guðmund ur Matthíasson). 13,10 Sunnudags erindið: Hvernig urðu Ijóð Jónas- ar Hallgrímssonar til? (Steingrím ur J. Þorsteinsson próf.). 14,00 Miðdegistónleikar (plötur). 15,30 Kaffitíminn: a) Josef Felzmann o. fl. leika vinsæl lög. b) (16,00 veðurfregnir). — Létt lög (pl.). 16.30 Á bókamarkaðnum: Þáttur um nýjar bækur. 17,30 Barnatími (Skeggi Ásbjarnarson kennari): Minnzt aldarafmælis Jóns Sveins- sonar (Nonna). a) „Nonni og Manni fars. á sjó“, leikþáttur, leik inn af börnum. b) „Ekki eru allar ferðir til fjár“, kafli úr „Nonna" (Ólafur Jónsson leikari les). — 18.30 Hljómplötuklúbburinn -— (Gunnar Guðmundsson). 20,20 Hljómsveit Ríkisútvarpsins leik- ur í hátíðasal Háskólans. Stjórn- andi: Hans-Joachim Wunderlich. 21,20 Um helgina. — Umsjónar- menn: Gestur Þorgrímsson og Egill Jónsson. 22,05 Danslög: — Sjöfn Sigurbjörnsdóttir kynnir plöturnar. 23,30 Dagskrárlok. Mánudagur 18. nóvembert Fastir liðir eins og venjulega, 13,15 Búnaðarþáttur: Starfið í sveitinni; I. (Játvarður Jökull Júlíusson bóndi á Miðjanesi í Reykhólasveit). 18,30 Fornsögu- lestur fyrir börn (Helgl Hjörvar), 18,50 Fiskimál: Frá útgerð Vest- firðinga (Arngrímur Fr. Bjarna- son, kaupmaður á Isafirði). 19,05 Þingfréttir, — Tónleikar. 20,30 Einsöngur: Gunvor Norlin-Sigurs syngur sænsk vísnalög; Fritz Weisshappel leikur undir á píanó. 20,55 Um daginn og veginn (Andrés Kristjánsson blaðamað- ur). 21,15 Tónleikar (plötur). — 21,35 Upplestur: Karl Guðmunds- son leikari les smásögu úr bókinni „Hrekkvísi örlaganna" eftir Braga Sigurjónsson. 22,10 Hæstaréttar- fhál (Hákon Guðmundsson hæsta- réttarritari). 22,30 Kammertón- leikar (plötur). 23,05 DagskrárL Þriðjudagur 19. nóvember: Fastir liðir eins og venjulega. 18.30 Útvarpssaga barnanna: — „Ævintýri úr Eyjum“ eftir Nonna; VIII. (Óskar Halldórsson kennari). 18,55 Framburðar- kennsla í dönsku. 19,05 Þingfrétt- ir. — Tónleikar. 20,30 Daglegt mál (Árni Böðvarsson kand. mag.). 20,35 Erindi: Daglegt líf í Landinu helga á Krists dögum; III. (Hendrik Ottósson fréttamað- ur). 21,00 Tónleikar (plötur). — 21.30 Útvarpssagan: „Barbara" eftir Jörgen-Frantz Jacobsen XXII. (Jóhannes úr Kötlum). — 22,10 „Þriðjudagsþátturinn". — • Jónas Jónasson og Haukur Mort- | hens sjá um flutning hans. 23,10 * Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.