Morgunblaðið - 24.11.1957, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.11.1957, Blaðsíða 8
8 MORCVWTiT 4 Ðffí Sunnudagur 24. nóv. 1957 Kristmann Guðmundsson skrifar um BÓKMENNTIR Jónmessunætur Martröð á Fjallinu Helga. Eftir Loft Guðmundsson. Bókaforlag Odds Björnssonar. SATÝRISKAR eða gráglettnar sögur eru sjaldgæf fyrirbæri í bókmenntum vorum og er því líklegt, að bók sem þessi geti orðið bögglað roð fyrir brjósti sumra manna. En það eitt verður að teljast mikið hugrekki að leggja út í samningu hennar og, fyrir það ber höfundi hennar hrós. Það skal strax tekið fram að sjóveikt, bílveikt og loftveikt fólk ætti að fá sér pillu áður en það byrjar á sögunni, því þetta er engin lognmollusigling um rómantíska polla íslenzkrar sveitamenningar, heldur „Súp. erhímennska", jippí og hallelúja allt frá byrjun. Aðalpersónan er íslenzkur hestageldingasérfræð- ingur, sem boðið hefur verið til Vesturheims. En flugvélin ferst með hann á leiðinni og hann kemst af, ásamt þremur öðrum: gömlum manni gráskeggjuðum, gapandi heimskum kvikmynda- fríðleiksmanni og súperjippíjippí kynsprengju, sem snakar sér úr kjólnum á fimm mínútna fresti. Fyrsti kaflinn, er fjallar um sam- skipti hinna eftirlifandi farþega í gúmmibát úti á reginhafi slær alveg í rot helztu glæparitin okk- ar, hvað viðvíkur blóðugri efnis- meðferð, háspennu og lífshættu, enda grimmilegasta skopstæling af þeim. Kvikmyndafríðleiks- maðurinn er drepinn, með sigur- bros á vör; gamli maðurinn grá- skeggjaði uppgötvar fánýti lífs- ins, og mátti ekki seinna vera; hleypur hann þá fyrir borð, en kynsprengjan rífur sig úr kjóln- um. Síðan rekur bátinn á land og skötuhjúin, sem eftir lifa, labba af stað til næstu stórborg- ar. Á miðri leið kemur á móti þeim sköllóttur hámenningarfor- stjóri, sem tekur þeim með kost- um og kynjum — raunar sökum þess að hann heldur að þau séu hinir heimsfrægu trúðar Tipp og Topp. Það er farið með þau á dýrindis hótel og um kvöldið eru þau boðin í partí hjá hámenn- ingarfulltrúa, en þar er heldur en ekki líf í tuskunum. Húsið er samkvæmt nýjustu tízku, þar sem allt snýr öfugt: tröppurnar eru uppi á þaki, gólfábreiðurnar neðan í loftunum, Ijósakrónurn- ar upp úr gólfunum o. s. frv. Þarna er eitt hið fullkomnasta barnaherbergi, sem um getur, en að vísu eiga hjónin engin börn. í partíinu er gnægð hinna feg- urstu kvenna, er allar segja: Já, já, alveg dásamlegt. Sá smágalli er þó á þeim, ef galla skyldi kalla, að þær eru aðeins gínur, og þarf því að trekkja þær upp Loftur Guðmundsson öðru hverju. — Mú er höfundur- inn kominn að efninu. Hinar grá- glettnu lýsingar hans á hámenn- ingarfulltrúunum og bræðra- lagi þeirra, eru skemmtilegar skopstælingar af ýmsu, sem mað- ur þekkir úr heimahögunum, og fær alls konar ,,snobbismi“ þar hressilega á baukinn. Landið, sem aðalpersónan er komin til, er einhvers staðar mitt á milli „stáldrekans vestur á sléttunni" og „þess marghausaða austur í Rauðuskógum“. Það Vel þegin jólagjof af eldri sem yngri er falleg svunta saumuð eftir BUTTERIC'K sniði Austurstræti eru hvort tveggja karlar í krap- inu og hafa sífellt í hótunum hvor við annan, en ausa gulli í landið mitt á milli og fulltrúa sína þar. Nú er skáldið komið út í stóru stjórnmálin og rífur af sér brandara, sem raunar sumir hverjir eru allbitrir. Einn megin- þáttur í menningarlífi landsins og sá langvinsælasti er trúðleikar. en tilkomumestur leikendanna, enda elskaður af háum sem lág- um, er frumskógaapi nokkur, ægilegur ásýndum, skapstyggur og snakillur. Höf. gerir sér sér- staklega mikinn mat úr þessum apa, og það fer ekki hjá þvi að lesandinn kumri nokkrum sinn- um yfir lýsingunni á honum. En það getur líka gerzt, að hann hætti að hlæja og finnist hann bera kennsl á apaskrattann. Það er nefnilega alveg óhugnanlegt hvað sú skepna rifjar upp fyrir manni hitt og þetta úr þjóðlífinu, sem kemur ónotalega við mann. Takið þið vel eftir þegar hag- fræðingarnir fara að reikna út eftir honum vísitöluna og fleira; það er anzi laglega gert. Höf. hefur tekið vel eftir ýmsu skemmtilegu í þjóðfélaginu. Það úir og grúir af bráðsnjöllum títuprjónsstungum. Tökum t. d. brandarann um heiðursmerkin: „Þú ert annars déskoti við- kunnanlegur náungi, sagði Strand útgerðarmaður. Viltu heiðursmerki? Heiðursmerki? Við útveguðum Henderson heiðursmerki. Hann hafði gaman að því. Það hafa allir gaman að heiðursmerkjum. Betri kerlinga- klúbburinn, sem mín starfar í, efndi til happdrættis á dögunum. Þær vanhagaði um fé til kaupa á skóm og sokkum handa snjó- tittlingum. Það var aðeins einn vinningur, æðsta heiðursmerki ríkisins, en miðarnir tífallt dýr- ari en venjulega. Þeir runnu út“ Ágæt persóna er þernan í hótelinu, hún hefur lært mikið af alls konar slagorðum og for- múlum og gegnir athyglisverðu hlutverki í sögunni. Líður nú að því, að mikil hátíð er haldin á torginu fyrir framan hótelið. Hámenningarráðið setur hátíðina og heimsfrægir söng- hundar spangóla Ave María eftir Schubert. En um leið byrjar ýmislegt dularfullt að gerast, m. a. er unga stórskáldið Bróðir Dauðans (svartadauðans) tekið og hengt í allri ljósadýrðinni. Að vísu er áhorfendunum talin trú um að þetta sé allt upp á grín. skáldið sé aðeins að skemmta fólkinu. Skáld þetta er heims- frægt um allt landið, þótt það hafi aðeins ort tvær ljóðlínur, en í þeim spáir það tilkomu og heimsyfirráðum þursans mikla austan úr ^" ’ðuskógum. Nú er það hins veg„ 'ar'* "ð «>fast um mikilleik þursar ’ látið skemmta fólkinu —.n sér- kennilega hátt. Hátíðin á torg- inu er nefnilega ekki öll þar sen hún er séð, þar er heimspóltik komin í spilið. Hámenningarráð- ið er orðið verkfæri í höndum voldugra afls, einhver utanað- komandi aðili stjórnar, og af við- brögðum þernunnar má ráða, að alþýðan sé að taka völdin. í borg- inni ríkir algjört stjórnleysi og á torginu eru menn bæði hengdir og skotnir hópum saman. Fólk- inu er reyndar enn talin trú um að þetta séu allt skemmtiatriði, og það dáist að því hvað mönn- unum tekst fimlega að láta hengja sig. — Hátíðin á torginu er hápunkt- ur bókarinnar, þar tekst skáld- inu verulega upp og verkið nær tilgangi sínum, hið almenna rena ur saman við hið einstæða, heimsviðburðir gerast á litlu sviði, harmleikurinn gægist nak- inn undan grímu skopstælingar- innar, gráglettni og meinglettni blandast aðvörun hins glögga sjá- anda: „Fyrirgef þeim ekki, þeir vita hvað þeir gera“. Daginn eftir er fólkið skrítið á svipinn: Eitthvað hefur gerzt, en auðvitað ekkert alvarlegt Menn hengdir? Nei, það getur ekki gerzt hér! Kona ein, sem horft hefur á hengingarnar alla nóttina, segist alls ekki trúa því, sem hún hefur séð. Byltingin hef ur misheppnazt, og þernan er nú orðin mjög frábitin þeim blóðs- úthellingum, sem hún stjórnaði um nóttina — en formúlurnar og slagorðin þylur hún enn. Þernan er góð hjá höf., með henni tekst honum svo glögglega að sina áhrif áróðursins á einfeldninginn. að teljast verður sálfræðilegt af- rek. Einfeldningarnir ganga að vísu stundum af trúnni, en for- múlan blívur í þeirra einfeldn- ingshaus, og nýr áróður dregur þá skjótlega aftur til föðurhús- anna. Meira skal ekki rakið af efni sögunnar, og fátt eitt hefur raun- ar verið nefnt, því bókin er efnis- rík og skáldið fer víða hamför- um. — Ekki tekst þó alls staðar jafnvel og því er ekki að leyna, að sums staðar hefði meira af heimsmannslegri fyndni verið ákaflega kærkomið. Þetta er fyrsta stóra skáldverkið sem höf. lætur frá sér fara, og það er eng- an veginn fullkomið, byrjunin er laus í reipum og oýsna hæpin. Alloft er tef-lt á tæpasta vað, bog- inn spenntur fullhátt, svo að blekkingin brestur í huga lesand- ans. En höf. nær sér alltaf upp aftur og bókin verður því betri sem lengra líður. í fyrsta hlutan- um minnist maður ýmissa fyrir- rennara, einkum Thorne Smith („Topper", „Brækur biskups- ins“), en þegar fram í sækir, fær skáldverkið sinn eiginn svip og gerist sérstætt. Fyrsta bók — um „lífskvæðið“ — (sagði einhvers lífsblóm?) er dálítið lausagopa- leg, en önnur og þriðja bók eru höfundi sínum til sóma. Þegar á allt er litið, verður að telja útkomu sögunnar merkis- viðburð á bókmenntasviðinu. — Hún er vel og smekklega útgefin, prófarkalestur vandaður. Verzlunin Humborg opnur búsúhuldubúð í Vesturveri í GÆR opnaði verzl. Hamborg búð í Vesturveri með vörur sömu tegundar oð hún hefir ætíð haft. — Hefur verið innréttaður í Vest- urveri nýr verzlunarsalur um 100 fermetrar og þar er verzlunin til húsa. Er það inn af blómabúðinni Rósinni. Salurinn er vistlegur, Sveinn Kjarval hefur teiknað inn réttingar og Trésmiðjan sett þær upp. Kristján Davíðsson sá um litaval. Hamborg. Verzl. Hamborg var stofnuð 1925 og hefir ætíð verzlað með búsáhöld alls konar, má þar nefna matar- og kaffistell, burstavör- ur og eldhúsáhöld. Þá eru leik- föng í miklu úrvali. Verzlunin er stofnuð af Sigurði Jónssyni kaupmanni og hefur til þessa verið að Laugavegi 44. Nú verða verzlanirnar tvær. Eigend- ur eru samnefnt hlutafélag og «r Sigurður Sigurðsson, sonur stofn- andans framkvæmdastjóri og verzlunarstjóri á báðum stöðum. 9 verzlanir. 1 Vesturveri hafa nú starfaS verzl. í 2 ár og eru þær nú 9 talsins, Bezt, Herrabúðin, Árni B. Björnsson, ABC sælgæti og tó- baksverzl., Bókabúð Lárusar Blöndal, Hljóðfæraverzl. Sigríð- ar Helgadóttur, Rósin, Hamborg svo og umboð fyrir DAS og happ drætti Háskólans. Samstarfið hefur gefið góða raun bæði fyrir kaupmenn og viðskiptavini. LONDON 22. nóv. — Það er nú mikið rætt í ísrael að byggja skipaskurð yfir þvert landið — frá Akaba-flóa til Miðjarðarhafs. Mundi Súez-skurðurinn þá missa gildi sitt og einokunaraðstöðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.