Morgunblaðið - 04.12.1957, Page 20

Morgunblaðið - 04.12.1957, Page 20
★ kr 20 * * DAGAR TIL JÓLA iomimMíifoiííí 276. tbl. — Miðvikudagur 4. desember 1957. 'k 'k Q -k ~k DAGAR TIL JÓLA Sjálfstæðismenn leggja fram frumvarp um húsnækismál Dreg/ð verð/ úr skriffinnsku, frjáls sparna&ur komi í stað skyldusparnaðar, framlög til útrýmingar heilsuspillandi húsnæðis verði aukin og réttur sveitarfélaga virtur í GÆR lögðu 6 þingmenn úr Sjálfstæðisflokknum fram á Alþingi®----------------- lagafrumvarp um húsnæðismál. Leggja þeir til, að lögunum um húsnæðismálastjórn verði breytt á ýmsan hátt til að tryggja, að þau nái tilgangi sínum betur en nú er. Aðalbreytingarnar eru fólgnar í þessum atriðum: 1) Sjálfstæði húsnæðismálastjórnar verði aukið. 2) Sérstakt tækniráð húsnæðismálastjórnar verði sett á stofn. 3) Starfsháttum húsnæðismálastjórnar verði breytt og skriffinnska minnkuð í því sambandi. 4) Sérstakar reglur um frjálsan sparnað komi í stað núgildandi ákvæða um skyldusparnað. 5) Framlög ríkisins til útrýmingar heilsuspillandi húsnæðis verði aukin úr 3 í 12 millj. kr. á ári eins og bæjarstjórn Reykjavik- ur lagði nýlega til einróma. 6) Vernda ber sjálfstjórn bæjar- og sveitarfélaga. Flutningsmenn hins nýja lagafrumvarps eru: Jóhann Hafstein, Ragnhildur Helgadóttir, Kjartan Jóhannsson, Magnús Jónsson, Bjarni Benediktsson og Björn Ólafsson. Hlýtt um sunnanvert landið — Kaldara nyrðra Aukið sjálfstæði húsnæðismálastjórnar Sú tillaga flutningsmanna frum varpsins, sem miðar að því að auka sjálfsæði húsnæðismáia- stjórnar, er þess efnis, að afl at- kvæða skuli ráða úrslitum, ef ágreiningur verður innan hennar. Einnig er lagt til, að aliir þeir, sem sæti eiga í húsnæðismála- stjórn, hafi þar fullan atkvæðis- rétt, en fulltrúi Landsbankans hefir það ekki, þegar lánveitingar eru ákveðnar. Þá er þess að geta, að mjög hefur borið á því að undanförru, að þeim málum, sem húsnæðís- málastjórn er ekki sammála um, væri skotið til úrskurðar félags- málaráðherra. Hefur han» síðan alloft fellt úiskurði, sem meiri- hluti húsnæðismálastjó’:nar hefur verið andvigur. Hinar óvinsælu reglur um hin nýju urnsóknar- eyðublöð varðandi lán tii íbúða munu t.d. vera til komnar á þenn an hátt. Stofnun tækniráðs Þá er lagt til, að stofnað verði sérstakt tækniráð í húsnæðismál- um. Skal það skipað fulltrúum frá húsnæðismálastjórn, iðnaðar- deild atvinnudeildar háskólans, húsameistara ríkisins, teiknistofu landbúnaðarins, Landssambandi iðnaðarmanna, Félagi ísl. iðnrek- enda, byggingavörudeild SÍS og Félagi ísl. byggingarefnakaup- manna. Sjálfstæðismenn hafa áður flutt tillögu um þetta efni á Alþingi, en hún náði þá ekki fram að ganga. Minni skriffinnska Húsnæðismálastjórn hefur nýlega að fyrirlagi félagsmála ráðherra látið útbúa sérstök eyðublöð undir umsóknir um lán til íbúðabygginga. Eyðublöðin eru þannig úr garði gerð, að ókleift er með öllu fyrir al- menning að svara þeim rúm- lega 200 spurningum, sem þar eru settar fram nema með að- stoð lögfræðinga og byggingar sérfræðinga. Hefur þetta að vonum mælzt mjög illa fyrir, enda voru ákvarðanir um þetta mál telcnar af félagsinálaráð- herra gegn tillögum allra manna í húsnæðismálastjórn nema eins. Auðvitað verður húsnæðismálastjórn að setja almennar reglur um lánveit- ingar en miklu máli skiptir að þær séu einfaldar. skýrar og hagkvæmar í framkvæmd. Með tilliti til þessa leggja Sjálf stæðismenniiuir 6 nú til í frum- varpi sínu, að því lagaákvæði, sem skriffinnskureglur félags- málaráðherra munu aðallega styðjast við, verði breytt. Frjáls sparnaður Þá eru í hinu nýja frumvarpi settar fram tillögur um svonefnd húsinnlán, sem verða myndu sér stök leið til frjáls sparnaðar og koma í stað skyldusparnaðarins. Tillögur þessar voru bornar fram á síðasta þingi en fengu þá ekki stuðning stjórnarflokkanna. f tillögunum er gert ráð fyrir, að allar peningastofnanir skuli taka við fé til ávöxtunar á sér- stökum húsinnlánareikningi. Þeir, sem leggja fé inn á þennan reikn ing, verða að skuldbinda sig til að gera það í a.m.k. 5 ár og mega innlánin ekki vera minni en 5000 kr. á ári. Vextir af fénu verða þá 1% hærri á ári en almennir sparisjóðsvextir, og það verður undanþegið tekjuskatti og út- svari. Húsinnlánin fást útborg- uð þegar minnst 5 ár eru liðin frá því að innlög hófust. Þá öðlast eigendur þeirra rétt til að fá íbúðalán hjá húsnæðismálastjórn, sem má vera allt að 25% hærra en önnur lán geta hæst orðið. Útrýming heilsuspillandi húsnæðis Loks er lagt til í frumvarpinu, að veigamiklar breytingar verði gerðar á 5. kafla laganna um hús- næðismálastjórn, hann fjallar um útrýmingu heilsuspillandi hús- næðis. Flutningsmenn hafa tekið upp þá tillögu bæjarstjórnar Reykjavíkur, sem gerð var ný- lega með samhljóða atkvæð- um, að þau framlög, sem ríkið leggur á móti framlögum bæj- arsjóða til að byggja íbúðir fyrir þá, sem nú búa í óhæfu húsnæði, verði hækkuð úr 4 í 12 millj. kr. á ári. Eins og kunnugt er hafa framkvæmdir á þessu sviði tafizt mjög að undanförnu, þar sem staðið hefur á framlögum ríkisins. Vantar txd. nú 24,5 millj. kr. á, að ríkið hafi á s.I. 3 árum greitt jafnmikið til þessara framkvæmda og Reykjavíkur- bær, en upphaflega var þó gert ráð fyrir jafnháum framlögum frá þessum aðilum í greinargerð hins nýja frum- varps er tekið fram, að 1. flutn- ingsmaður þess, Jóhann Hafstein, hafi að undanförnu reynt að ná samstöðu við þingmenn úr stjórn arflokkunum um tillögu í sam- ræmi við þá, sem flokksbræður þeirra samþykktu í bæjarstjórn Reykjavíkur. Það hefur hins vegar ekki tekizt. Byggingarsjóðir bæjarfélaga Þá er lagt til, að ný grein bæt- ist við lögin: „Nú stofnar sveitarfélag bygg- ingarsjóð í því skyni að veita lán til nýbygginga, svo að útrýmt verði heilsuspillandi húsnæði, og skal þá ríkissjóður leggja slíkum sjóði jafnhátt árlegt framlag og veitt er úr sveitarsjóði og með sömu kjörum, enda hafi ráðherra staðfest reglugerð byggingasjóðs- ins. Sveitarfélagi ber skylda til að sjá um, að ónothæít húsnæði sé tekið úr notkun, jafnóðum og tek ið er í notkun húsnæði, sem rikis sjóður hefur veitt framlag til samkvæmt þessari grein.“ í þessu sambandi má minna á, að bæjarstjórn Reykjavíkur hefur nú nýlega ákveðið að stofna Byggingarsjóð Reykjavíkurbæj- ar, og er ekki ólíklegt, að önnur bæjar- og sveitarfélög geri svip- aðar ráðstafanir. Sjálfsstjórn bæjar- og sveitarfélaga Enn er þess að geta, að í hinu nýja frumvarpi er lagt til, að numin verði úr gildi ákvæði, sem sett voru í lögin um húsnæðis- málastjórn að frumkvæði núver- andi ríkisstjórnar og gera ráð fyr ir, að húsnæðismálastjórn geti látið undirbúa skipulagsupp- drætti af íbúðarhúsahverfum í kaupstöðum án samráðs við bæj- arstjórnir þar. Hins vegar segja lögin, að bæjarstjórnunum sé skylt að heimila byggingar og láta af hendi landssvæði fyrir þær, ef með þarf með eignarnámi. Sömuleiðis er viðkomandi bæjar- félagi skylt að leggja nauðsynlega vegi og leiðslur um slik hverfi og innan hæfilegs tíma að mati hús- næðismálastjórnar og félagsmála ráðherra.“ í greinargerð frumvarpsins, sem nú hefur verið lagt fram, er bent á, að þessi lagaákvæði eru fullkomin óhæfa, og ganga svo freklega á rétt sveitarfélaga, að telja má fullvíst, að í óefni væri stefnt, ef tilraun yrði gerð til að hagnýta heimildina sem í þeim felst. Tailklúbbur drengja í DAG verður stofnaður á veg- um Æskulýðsráðs Reykjavíkur taflklúbbur drengja 11 ára og yngri. Þeir, sem áhuga hafa, eru beðnir að koma í Tómstunda- heimilið á Lindargötu 50, kl. 5 e. h. fStjérnmáia- námskeið Heimdallar ST J ÓRNMÁL AN ÁMSKEIÐ Ileimdallar heldur áfram í Val- höll í kvöld kl. 8,30. Bjarni Benediktsson alþingis- maffur, flytur erindi um utan- ríkismál. ÞÓ hlýindin undanfarið þyki mjög óvenjuleg, þá var svona góðviðriskafli í fyrra. Þá var nóvembermánuður með þeim hlýjustu, sem um getur fyrr og síðar. Undanfarið hefur hitinn komizt allt upp í 10 stig, ekki að- eins hér um sunnanvert landið, heldur í öllum landshlutum. Suðlægaáttin er ríkjandi um sunnanvert landið, en aftur á móti hefur norðaustanáttin náð yfirtökunum um norðanvert land ið. Er þar svalar 1 veðri. Var 1 st. frost í gærkvöldi kl. 5 í Möðrudal en hitinn nyrðra yfirleitt 0—2 stig. Nokkru fyrir norðan Island eru frosthörkur, Varðarfund- urinn í gœr■ kvöldi FJÓRÐI og síðasti umræðufund- ur Varðar um málefnaflokkinn, sem nefndur hefur verið fram- tíð Reykjavíkur, var haldinn í gærkvöldi. Form. Varðar, Þorvaldur Garð- ar Kristjánsson lögfr. setti fund- inn og gaf síðan framsögumönn- um orðið. Er skýrt frá fram- söguræðum inni í blaðinu í dag. í lok framsagna og umræðna flutti Gunnar Thoroddsen borg- arstjóri snjalla ræðu. Vék hann að ýmsum bæjarmálum, en hvatti að lokum Sjálfstæðismenn til að berjast einhuga fyrir miklum sigri flokksins við bæjarstjórnar- kosningarnar í janúar. í fundarlok þakkaði formaður- inn framsögumönnum og nefnd- um þeim, sem starfað hefðu í sambandi við fundina um málefni Reykjavíkur. Kona verður fyrir bíl og meiðist UM KLUKKAN 5 í gær var tilk. um umferðarslys á Suðurgötu, á móts við Loftskeytastöðina. Var lögregla og sjúkralið sent á vett- vang, en þegar þangað kom, var enginn slasaður þar á saðnum. Klukkan 6 upplýstist málið Þá var hringt til rannsóknarlög- reglunnar frá slysavarðstofunni. Þar var kona sem orðið hafði fyrir bíl. — Hafði bílstjórinn flutt hana þangað sjálfur, kvaðst mundu bíða eftir að gert yrði að sárum hennar — Nú var hann horfinn og konan vissi ekki eitt eða neitt um mann þennan. Lýsti hún honum er rannsóknar- lögreglumaður tók af henni skýrslu, á þá leið að hann hefði verið klæddur í hvítan slopp, og hefði ekið sendiferðabíl. Mann- inn varðandi eða bílinn gat hún elcki fleira upplýst. Eru það til- mæli rannsóknarlögreglunnar að þessi maður komi hið fyrsta til viðtals í skrifstofur rannsóknar- lögreglunnar. Konan skrámaðist nokkuð og marðist. Bazar Sjálfslæðis- kvenna í Keflavík SJÁLFSTÆÐISKVENNAFÉ- LAGIÐ „SÓKN“ í Keflavík held- ur hinn árlega bazar sinn í Sjálf- stæðisliúsinu í Keflavík n. k. fimmtudag 5. des. kl. 9 síffd. Margt ágætra muna. Allur á- góffi rennur til góffgerffarstarf- semi fyrir jólin. t. d. 7 stiga frost á Jan Mayen og í námubænum Meistaravík á Grænlandi var í gær 32 st. frost. Hér í Reykjavík og víðar um sunnanvert landið var allt að 8 stiga hiti kl. 5 síðd. í gær. Það eru ekki taldar horfur á því, að hinn kaldi norðaustan strekking- ur muni ná hingað suður í bili. Hlýindi eru nú um Norður- löndin og Bretlandseyjar, t. d. vorveðrátta um vestanverðan Noreg. Kuldar eru aftur fyrir austan Eystrasalt. — Einnig eru miklar frosthörkur á Labrador. — Ef hinn kaldi loftstraumur það an næði hingað, myndi hér um slóðir ganga á með hríðarveðri. Treg er síldveiðin SJÓMENN á reknetabátunum, sem veiðar stunda hér við Faxa- flóa, ræða nú um það hvað valda muni mikilli aflatregðu í reknet- in. Eru á lofti ýmsar getgátur, en flestir munu að því hallast, að sjórinn sé nú of heitur á yfirborðinu. Bátarnir lóða á mikla fiskgengd á dýpi, þar sem ógjörningur er að veiða og sjó- menn telja að þar muni síldar- göngur vera. Reknetabátar frá verstöðvun- um komu í gær með lítinn afla og höfðu þeir sem hæst komust 50—60 tunnur eftir róðurinn. Nýr stórvelda- fundur! HAMBORG, 3. des. — Þýzka blaðið „Welt am Sonntag" skýrir frá því, að Rússar hafi í hyggju að gera það að tillögu sinni, að leiðtogar stórveldanna fjögurra komi saman til ráðstefnu í byrjun næsta árs, ef ekki verði unnt að hefja beinar samningaviðræður um heimsmálin milli Washington og Moskvu. Blaðið segir, að starfs menn rússneska sendiráðsins í Bonn hafi skýrt frá þessu, en ekki hafi verið hægt að fá þessar fréttir staðfestar. Tilgangurinn með væntanlegri ráðstefnu yrði m. a. að hefja aftur viðræðurnar um afvopnunarmálin, sem báru lítinn árangur og féllu niður eftir Lundúnafundinn. Kvikmyndasýning MÁLFUNDAFÉLAGIÐ Óffinn, félag Sjálfstæðisverkamanna og sjómanna efnir til kvikmynda- sýningar fyrir börn félagsmanna í Trípolibíó n.k. sunnudag 8. þ.m. kl. 1,15 Affgöngumiðar verffa afgreidd- ar í skrifstofu Sjálfstæðísílokks- ins í kvöld frá kl. 8—10. Einnig má panta affgöngumiffa í síma 14724 og 33044. Skemmtinefndin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.