Morgunblaðið - 13.12.1957, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.12.1957, Blaðsíða 23
Fðstuðagiir 13. des. 1957 \fnnnrnvnr 4«íÐ 23 Menningarsjóhur fái 3°/o af ágóBa ÁfengisverzLunarinnar Kosningafrumv. komið til neðri deildar Fellt verði niður gjald af aðgongumiðum að kvikmYndahúsum og dansleikum BJARNI BENEDIKTSSON hefur lagt fram tvö lagafrumvörp á Alþingi. Er efni þeirra það, að menningarsjóður skuli fá 3% af hreinum ágóða Áfengisverzlunar ríkisins ár hvert. Jafnframt skuli fellt niður gjald það, sem í fyrra var lagt á aðgöngumiða að kvik- myndasýningum og dansleikum til að afia sjóðnum tekna. Gjald þetta er 1 kr. af liverjum miða að kvikmyndasýningum, en 2 nr. af hverjum miða á dansleik. Flutningsmaður gerir grein fyr ir máli þessu í greinargerð: Undirbúningur laga um vísindastyrki Með bréfi, dags. 24. marz 1956, skipaði þáverandi menntamála- ráðherra, Bjarni Benediktsson, í samvinnu við þáverandi land- búnaðarráðherra, Steingrím Stein þórsson, nefnd fimm manna til þess að athuga og gera tillögur um, hvernig bezt verði fyrir komið fjáröflun og stjórn á styrk] um til vísindastarfsemi. í nefnd þessa voru skipaðir Birgir Kjaran hagfræðingur, formaður, pró- fessor Ármann Snævarr, dr. Björn Sigurðsson, formaður rann sóknarráðs ríkisins, prófessor Júlíus Sigurjónsson og Pálmi Hannesson rektor. Nefnd þessi skilaði tillögum sínum ásamt greinargerð tit menntamálaráðherra, sem þá var orðinn Gylfi Þ. Gíslason, með bréfi, dags. 4. jan. 1957. Á grund- velli þessara tillagna lét ráðherra — með aðstoð nýrrar nefndar, er hann skipaði — semja 3 lagafrv., sem lögð voru fyrir síðasta A1 þingi og náðu samþykki þess. Sú lagasetning hefur nú tekið gildi undir þessum heitum: Lög um vísindasjó'ð', lög um menningar- sjóð og menntamálaráð og lög um breyting á lögum nr. 56 frá 31. maí 1927, um skemmtana- skatt og þjóðleikhús. Tillögum breytt Mesti vandinn við þessa laga- setningu var sá, hvernig afla skyldi f jár til hinna auknu menn- ingarstarfa, sem í henni voru ráð gerff. Nefndin frá 24. marz 1956, er samdi frv. til laga um vísinda- sjóð, lagði til, aff fjár til hans yrði aflaff meff gjaldi, sem svar- affi til einnar krónu af hverri flösku, er Áfengisverzlun ríkisins seldi. Þá skyldi og skattur lagff- ur á happdrættismiffa. Nokkurn fyrirvara hafði nefndin þó á um þessa tillögugerð. 1 hinum endanlegu tillögum nú verandi menntamálaráðherra, sem síðan náffu Iagagildi, var allt annar háttur tekinn upp. Þar var vísindasjóffi um fjáröflun vísaff til menningarsjóðs, en affalfjár- öflun honum til handa ákveffin svo skv. því, er segir í a-lið 3. gr laganna um þann sjóð: „Gjald af aðgöngumiðum að kvikmyndasýningum og dans- leikjum samkvæmt lögum um skemmtanaskatt". í 4. gr. laganna um breyting á skemmtanaskattslögunum segir nánar um þetta gjald: „Á eftir 7. gr. komi ný grein, er verður 8. gr., svo hljóðandi: Leggja skal sérstakt gjald á alla selda aðgöngumiða að kvik- myndasýningum, öðrum en kvik- myndasýningum fyrir börn, og dansleikjum í kaupstöðum og kauptúnum, sem hafa 1500 íbúa eða fleiri. Nemur gjald þetta 1 kr. á hvern seldan aðgöngumiða að kvikmyndasýningum og 2 kr á hvern seldan aðgöngumiða að dansleik“. Sjálf hefur ríkisstjórnin nú flutt frv. um breytingu á þessu ákvæði, vegna þess að það hafi ekki að öllu leyti reynzt vel. En ekki haggar sú breyting því, sem hér skiptir langsamlega mestu máli. En það er spurningin um, hvort heppilegt sé að afla fjár í þessu skyni með gjaldi á kvik- myndasýningar eða áfengissölu Réttara að taka gjald af áfengissölu Enginn efi er á því, að kvik myndasýningar eru hollasta og bezta skemmtun almenn- ings í þéítbýlinu. Allir kunn- ugir vita, að þær eru skæffasti keppinautur áfengisins sem skemmtun þúsunda ungra sem gamalla. Mjög er með réttu rætt um þær hættur, sem samfara eru drykkju áfengra drykkja. Virffist því ólíkt skyn samlegra aff létta þessu gjaldi af affalkeppinaut áfcngis- drykkjunnar, en leggja það í þess stað á gróffa áfengisverzl- unarinnar. Mundi vafalaust óhætt að hækka áfengisverðið sem svarar því hundraðsgjaldi, er þarf til að ná ríflega þeim tekjum, sem nú er aflað með gjaldinu skv. 4. gr. 1. um breyting skemmtanaskatts- laganna. En ráðgert var, að tekj- ur skv. því ákvæði yrðu um 2 millj. kr. á ári. Samkvæmt þessu fx-v. mundu tekjurnar verða mun meiri eða væntanlega um það bil 3 millj. kr. á ári.Œr það að vísu allmikið fé, en þó ekki nema lítill hluti þess, sem tekjui'nar af Áfengis- verzlun ríkisins hafa farið fram úr áætluK í valdatíð núverandi fjármálaráðherra frá 1950. Sú fjárhæð, sem hér er ætluð til menningarmála, nemur því hvergi nærri þeirri áætlunar- skekkju, sem fjármálaráðherra hefur undanfarin ár orðið á. En yfirlit um áætlaðan og raunveru- legan rekstrarhagnað Áfengis- verzlunar ríkisins frá 1950, svo langt sem tölur eru fyrir hendi, er á þessa leið: Áfengisverzlunin Rekstrarhagn. stofnunarinnar 1950 1951 1952 1953 1954 1955 1956 1957 1958 Áætl. fjárlaga 48.408.000.00 46.500.000.00 53.000.000.00 52.000.000.00 54.000.000.00 63.000.000.00 76.000.000.00 85.000.000.00 90.000.000.00 Ríkisreikn. 54.208.278.46 54.630.282.73 52.340.172.62 62.838.382.94 68.547.694.32 73.157.336.57 79.668.103.72 Sinlóníahllómsvelt Það borgar sig ekki fyrir þig að tala! hrópar fjármálaráðherra að eínum af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins Á FUNDI neðri deildar í gær var rætt um atvinnuaukningarfé og úthlutun þess. Á fjáilögum eru veittar 15 millj. kr. „til þess að bæta úr atvinnuörðugleikum í landinu á þann hátt, er ríkis- stjórnin telur heppilegast . . “ . Spux ðu Sjálfstæðismenn, hvort fé hefði nú verið greitt úr ríkissjóði út á væntanlega fjárveitingu í fjárlögum næsta árs. Einnig var um það spurt, hvort félagsmála- ráðhex'ra og fjármálaráðherra hefðu með höndum úthlutun á fé þessu. Fyrri spurningunni var aldrei svarað beint, en hinni síðari var svarað neitandi og sagt, að öll ríkisstjórnin annaðist úthlutun- ina — en aðallega þó tveir ráð- herrar! Um þetta mál urðu miklar um- ræður. Ingólfur Jónsson ræddi m. a. nokkuð um úthlutunina í tíð fyrrverandi stjórnar, en hún skipaði nefnd þriggja ópólitískra embættismanna til að gera til- lögur um hana. Eysteinn Jónsson greip fram í fyrir Ingólfi og hróp aði: I>aff borgar sig ekki fyrir þig aff vera aff tala! Hér talaði sá maður, er mestu ræður um ráð- stöfun á ríkisfé, og munu slíkar hótanir vera fáheyi'ðar í þing- sölum. SÍÐUSTU TÓNLEIKAR Sin- fóníuhljómsveitar íslands á þessu ári, voru haldnir í Þjóðleikhúsinu þriðjudaginn 10. þ.m. Stjórnandi var Þjóðverjinn Wilhelm Schleu- ning, mikilhæfur stjórnandi og mikill tónlistarmaður. Verkefnin voru tvær sinfóniur: Oxford-sinfónian (G.-dúr), eftir Josep Haydn og fjórða sinfónían (a-moll), eftir Robert Schumann. Þá var flutt nýtt verk eftir Jón Noi'dal, konsei't fyrir píanó og hljómsviit. Var verkið flutt í fyrsta sir.n og lék höfundurinn sjálfur píanóhlutvei'kið. Schleuning flutti sinfónfu Haydn’s af næmum skilningi, heillandi léttleik og fjöri og hið há-rómantíska vex-k Schumanns var flutt af myndugleik, djúp- um trega og dramatískum þunga. Píanókonsert Jóns Nordals ei', eins og fyrr segir, nýtt verk, magnað af miklum tilfinningum og skaphita og klárri hugsun. — Engum duldist að hér er um að ræða tónverk fluggáfaðs og há- lærðs tónskálds, sem gætt er miklum skapandi krafti og geni- alli hugsun. Jón Noi-dal er þegar þekktur sem tónskáld, og hafa verið flutt, eftir hann, nokkur vei-k heima og erlendis fyrir orgel og hljómsveit, og hafa þau vakið mikla athygli og ágæta dóma. En þetta nýja verk tel ég að heri þó af fyrri vex-kum hans. Það er full ástæða til að halda, og allt bendir til þess, að frá hendi þessa unga tón- skálds megi vænta mikilla og merkilegra tónverka í framtíð inni. Eins og áður var getið, lék Jón sjálfur píanóhlutvei'kið, og gerði það með algeru valdi yfir hljóð- færinu, og var honum fagnað mjög hjartanlega að loknum leik, en verkið var leikið tvisvar. — Schleuning stjórnaði þessu erfiða vei'ki af mikilli nákvænmi og inn- lífan og leysti hljómsveitin sitt hlutverk af hendi með miklum sóma. P. f. Hraðamet KOSNINGALAGAFRUMVARP ríkisstjórnarinnar var til 3. um ræðu í efri deild Alþingis í gær. Urðu langar og harðar umræður um málið, og tóku þátt í þeim Jóhann Þ. Jósefsson, Jón Kjart ansson, Bernharð Stefánsson, Gunnar Thoroddsen, Sigurður Ó. Ólafsson, Friðjón Skarphéðins- son og Friðjón Þórðarson. Umræðunni lauk laust fyrir kl. 6 í gær. Var þá gengið til at- kvæða. Jón Kjartansson hafffi boriff fram tillögu til rökstuddrar dagskrár. Vildi hann láta vísa málinu frá. þar sem hér væri miðað að því að gera mönnum erfiðara fyrir en áður að neyta atkvæðisréttar síns. Þær breytingar sem æski legt væri að gera á kosningalög- unum ætti hins vegar að ræða, þegar álit milliþinganefndarinn ar, sem vinnur að athugun máls- ins, lægi fyrir. Dagskrártillagan var felld með 9 atkv. gegn 5. Þá kom til at- kvæða önnur tillaga Jóns Kjart- anssonar um að lögboffiff skyldi aff kjörfundir byrjuffu kl. 9 aff morgni í kaupstöffum. Þessi til laga var felld með 8 atkv. gegn 6. Friðjón Skarphéðinsson lagði hins vegar til, að yfirkjörstjórn- um yrffi veitt heimild til að byrja kjörfundi kl. 9. Var þessi tillaga samþykkt með 11 samhljóða at- kvæðum. Friðjón Þórðarson lagði þá til, að yfirkjörstjórnum yrffi einnig ' flugi WASHINGTON, 12. dcs. — í dag var tilkynnt, aff bandarísk flug- vél hefffi sett hraffamet í flugi yf- ir Kaliforníu. Flugvélin náffi 1200 mílna hraffa á klukkustund, en fyrra metiff, sem brezk flugvél átti, var 1132 mílur á klst. heimilaff aff láta kjörfundi standa til miffnættis. Það var fellt með 10 atkv. gegn 6. Loks var frumvarpiff afgreitt til neffri deildar meff 10 atkv- gegn 6. Umræðurnar, sem urðu í efri deild í gær, verða raktar síðar í Mbl. Tifilaga frá SjálfsfæfTis- manni samþykkf! f GÆR fór fram í efri deild Al- þingis 2. umræða um frumv. frá ríkisstjórninni varðandi útsvör. Er það flutt til að fá staðfest bráðabirgðalögin um að yfir- skattanefndum og ríkisskatta- nefnd skuli heimilt að breyta út- svörum ef breytingin nemur a. m. k. 3%. Áður þurfti hún að vera а. m. k. 10%. Jón Kjartansson lagði til, aff þessum nefndum skyldi alltaf heimilt aff breyta út svörum. Er tillaga hans kom til atkvæða, var einn stjórnarliði með henni, en nokkrir aðrir voru fjarstaddir, svo að tillagan var samþykkt með 7 atkvæðum gegn б. Fór málið síðan til 3. umræðu. Þingstúka Reykjavíkur Munið fundinn í kvöld að Frí- kii'kjuvegi 11. — Þ.t. Þakka hjartanlega heimsóknir, gjafir og skeyti og aðra vináttu mér auðsýnda á fimmtugsafmæli mínu 10. des. síðastliðinn. Sigurffur Loftsson Hrafnhólum. Minn hjartkæri eiginmaður SIGURÐUR GUÐMUNDSSON Þórukoti, Ytri-Njarðvík lézt að heimili sínu fimmtudaginn 12. des. Guffrún Þorleifsdóttir. Eiginmaður minn JENS PÉTURSSON anda'ðist í Landsspítalanum miðvikud. 11. desember. Jarðarförin ákveðin síðar. Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna. Eygló Pálmadóttir. Jarðarför mannsins míns og föður EYJÓLFS GESTSSONAR frá Görðum Vestmannaeyjum Fer fram frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 14. des. kl. 1,30 e.h. Ögmundína H. ögmundsdóttir Ragnhildur Eyjólfsdóttir. Kærar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför föður míns MAGNÚSAR SIGURÐSSONAR frá Skuld. Fyrir hönd systkina minna og annarra vandamanna. Sveinbjörn Magnússon. ■«■■ WiMlfl ITT HB——H^—M—BB—HW—B——i Þökkum innilega auðsýnda samúð, og vináttu við and- lát og jarðarför móður og tengdamóður STEINUNNAR ÞORGEIRSDÓTTUR frá Núpum. Valgerffur Engilbertsdóttir og Ingiber Guffmundsson. Hjartanlega þökkum við öllum, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og jarðarför dóttur okkar KRISTlNAR KARÓLÍNU Bergljót Þorsteinsdóttir, Þórður Jónsson. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðar- för PÉTURS NJARÐVIK María Njarðvík og synir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.