Morgunblaðið - 31.12.1957, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.12.1957, Blaðsíða 3
ÞrJSJudagur 31. des. 1957 MORCrUlVBLAÐlÐ 3 „Stóðhestar“ heitir þessi mynd eftir Jón Stefánsson. Er hún meðal þeirra listaverka, sem Ragaiar Jónsson forstjóri bókaútgáfunnar Helgafells hefur látið litprenta. Er talið að þessar litprent- anir hafi tekizt mjög vel. — Listkynning Mbl. hefur sýnt myndina hér að ofan undanfarið, ásamt litprentiunum af málverkum eftir Kjarval, Ásgrím, Scheving, Þorvald Skúlason og Þórar- in B. Þorláksson. gert ráð fyrir að helmingurinn verði keyptur af skólunum en hinn helmingurinn verði seldur almenningi. Litprenfanir máiverka eru merkileg nýjung í íslenzku listaísfi Stutt samtal við Ragnar Jónsson forstjóra Helgafells ÞAÐ, SEM FÓLKIÐ hefur í kringum sig skapar hinn andlega kraft þess á sama hátt og fæðan, er það neytir daglega er undirstaða líkamlegs þróttar þess. Þannig komst Ragnar Jónsson forstjóri Helgafells m.a. að orði er Mbl. átti stutt'samtal við hann í gær um litprentanir hans á íslenzkum málverkum. Það sem fyrir mér vakir með litprentummum er fyrst og fremst þrennt, sagði Ragnar: Kynning íslenzkrar myndlistar í fyrsta lagi er það kynning ís- lenzkrar myndlistar úti um heim. I öðru lagi að koma myndunum i alla skóla landsins, þannig að þær geti orðið grundvöllur að listkynningu meðal æskunnar. í þriðja lagi er hinum litprent- uðu málverkum ætlað það hlut- verk að vera beinn skóli í mynd- list fyrir unglinga, með því að láta þau hanga í húsakynnum þeirra. Er þegar komið í ljós að fólk úti um land hefur mikinn áhuga á að fá myndirnar til þess að prýða með heimili sín, enda á það þess lítinn kost að eignast sjálfar frummyndir lista- verkanna. 30 málverk litprentuð Hve mörg málverk verða lit- prentuð fyrst í stað? Ég geri ráð fyrir að þau verði f fyrstu deild um 30. Verða lit- prentuð 500 eintök af hverju mál- verki. En auk þess verða 30 eintök af hverju málverki Ragnar Jónssor. unnin sérstaklega á striga. Verða þau eingöngu ætluð til sýninga. Af þessum 500 litprentunum er U tankjörsfaðakosning FRÁ OG MEÐ 6. janúar geta þeir, sem verða fjarverandi á kjördegi, kosið hjá sýslumönnum, bæjarfógetum og hrepp- stjórum og í Reykjavík hjá borgarfógeta. Erlendis er hægt að kjósa hjá íslenzkum sendiráðum og ræðismönnum, sem tala íslenzku. Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins, Vonarstræti 4, veitir allar upplýsingar og aðstoð í sambandi við utankjör- staðaatkvæðagreiðslu. Skrifstofan verður opin í dag frá kl. 9—12 og frá kl. 2—4. Símar 17100 og 24753. Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins eru beðnir að hafa samband við skrifstofuna og gefa upplýsingar um þá, sem verða fjarverandi á kjördegi. Eftir 15 málara Þegar hefur verið ákveðið að litprenta myndir eftir‘15 málara eldri og yngri. Litprentanir af verkum sex þeirra eru nú til sýn- is á vegum listkynningar Morg unblaðsins. Eru það verk eftir Kjarval, Jón Stefánsson, Ásgrím Jónsson, Þórarin B. Þorláksson Þorvald Skúlason og Gunnlaug Scheving. í prentun eru svo myndir eftir Nínu Tryggvadóttur, Jón Engil- áramótin. berts, Svavar Guðnason og Krist- ján Davíðsson. Hvað kostar myndin? Óinnrömmuð kostar hver lit- prentun kr. 400—480. En inn- römmuð kostar myndin kr. 535— 640. Hefur mikið selzt af þeim? Já, hátt á þriðja hundrað skól- ar hafa t.d. keypt hin litprentuðu listaverk nú þegar. Hafa þó að eins sex málverk verið litprentuð ennþá. Undirbúnar sýningar í 10 löndum Svo er ætlunin að efna til sýn- inga erlendis á myndunum? Já, við höfum þegar undirbúið sýningar á þeim í 10 löndum, þar á meðal í 40 borgum í Þýzka- landi. Það er mín sko'ðun að þess- ar sýningar geti haft stórkost- lega þýðingu fyrir íslenzka mynd list og kynningu hennar. Lit- prentanir listaverka fara nú mjög í vöxt meðal allra menningar- þjóða og njóta mikilla vinsælda. Skapa þær ’möguleika til þess að hafa margar sýningar samtímis. Er mér mikil ánægja að því, seg- ir Ragnar Jónsson að lokum, að ágæt samvinna hefur tekizt við íslenzka málara um þessa ný- breytni í listalífi þjóðarinnar. Skákmót Tafl» félags Akraness HAUSTMÓTI Taflfélags Akra- ness er nýlega lokið. Tveir flokk- ar kepptu. Þau urðu úrslit í 1. flokki að Þórður Egilsson varð efstur með 5*4 vinning og þar með skákmeistari Taflfélagsins 1957 Næstir honum voru Stefán Teits- son 4*/2, Skúli Ketilsson 4, Hjálm ar Þorsteinsson 4 og Leifur Gunn arsson með 4 vinninga. — Alls kepptu 8 í fyrsta flokki. i öðrum flokki sigraði Víg'lund- ur Elísson með 9*/2 vinning. ■ Guðmundur Torfason hafði 9 vinn inga, Jón Z. Sigríksson 9, Tómas Runólfsson 7*4 vinning og Guðjón Guðmundsson 6*4. Þrír efstu flytj ast upp í 1. flokk. 12 kepptu í 2. flokki. — Skákþing Akraness hefst eftir STAKSTIIWAR Nanðsynlegt að verbanenn afli sér iélogsréttinda í Dagsbrnn og tryggi sér rétt til atvinnnleysistrygginga SAMKVÆMT lögum um atvinnuleysistryggingar er verkamönnum og öðrum launþegum tryggður réttur til bóta úr atvinnuleysistrygg- ingasjóði ef um atvinnuleysi er að ræða. Bótarétturinn er þó sam- kvæmt lögunum bundinn því ófrávíkjanlega skilyrði, að viðkom- andi launþegi sé fullgildur félagi í viðkomandi stéttarfélagi. Það er því nauðsynlegt fyrir alla, sem stunda verkamannavinnu í Reykjavík að tryggja sér réttindi til bótanna með því að gerast fullgildir meðlimir í Dagsbrún. Á þetta er bent vegna þess að vitað er að mörg hundruð verkamenn i Reykjavík eru ekki fullgildir félagar í Dagsbrún, enda hefur stjórn Dagsbrúnar lagt á það áherzlu, að sem flestir andstæðingar hennar nytu ekki félagsrétt- inda og þá um leið bóta úr atvinnuleysistryggingasjóði. Þeir verkamenn, sem enn eru aukameðlimir í félaginu ættu því, sem allra fyrst að gerast fullgildir meðlimir og tryggja sér með því félagsleg réttindi sín. Fjölmenn Sjáltslæðis félaga samkoma SAUÐÁRKRÓKI: — Sjálfstæðis- félögin á Sauðárkróki efndu til fagnaðar laugardaginn 28. des. Árni Þorbjörnsson kennari, form. Bjálfstæðisfélags Sauðárkróks setti samkomuna. Björn Daníels- son skólastjóri flutti ræðu, Val- garð Blöndal söng gamanvísur. Þá var spiluð féliagsvist. Að lokum var dansað. Þetta mun vera ein fjölmenn- asta samkoma sem haldin hefur verið á Sauðárkróki og fór í alla staði vel fram. — jón. Bjart hér syðra Snjókoma nyðra UM ÞE'SSI ÁRAMÓT eru horfur á að ríkjandi verði, hér á landi, norð-austan átt með frosti. — Um norðan- og austanvert .andið mun verða lítils háttar snjókoma með köflum, en sennilega bjartviðri um sunnan- og vestanvert landið. Það er niikið háþrýstisvæði yfir Grænlandi, sem hægt þokast aust- ur á bóginn, sem veðri þessu veld ur. Hér fyrir sunnan landið eru lægðir. Taldi veðurstofan í gær- kveldi horfur á að veðrið myndi haldast eins og lýst hefur verið hér að ofan, næstu 2—3 daga. 1 gærkveldi var víðast hvar 3ja stiga frost með ströndum fram, en 7—15 stiga frost í inn- sveitum. Stendur ekki degi lengur“ ÞjóSviljinn er aerið áhyggju- fullur yfir samstarfi lýðræðis- manna innan verklýðsfélaganna. Hinn 28. des. segir hann: „Þar á að------grafa grund- völlinn undan núverandi stjórnar samstarfi. Allir vita að það stend ur ekki degi lengur en ríkisstjórn in nýtur atfylgis verkalýðssam- takanna. Samfylking hægri manna Al- þýðuflokksins og íhaldsins í verkalýðsfélögunum er því bein- línis til þess stofnuð að fella ríkisstjórn Framsóknarflol^ksins, Alþýðuflokksins og Alþýðubanda Iagsins og koma íhaldinu til valda.“ Hér kemur enn fram, að for- senda fyrir þjónustusemi komm- únista í „hernámsmálunum“ og öðrum slíkum er, að þeir fái að halda völdum í verkalýðsfélög- unum. Hannibal og kommúnista- broddarnir vilja nota verkalýðs- félögin sem sína einka-eign, verzla með helgustu hagsmuna- mál þeirra til að tryggja sjálfum sér völd og upphefð. Þess vegna er komið að hjartanu í þeim, ef þeir telja að yfirráðum sínum þar sé teflt í tvísýnu. En óskamm feilnin lýsir sér í því, að þeir skuli stöðugt telja sjálfa sig og sína litlu valdaklíku hið sama og „verkalýðssamtökin“. Með vmsum ráðum“ Reynslan er nú óðum að kenna verkalýðnum hver regin-munur er hér á. Góðan þátt í þeirri fræðslu á „aðvörunin“ fræga, sem Framsóknarmenn sendu ný- lega verkamönnum í Reykjavík um, að þeim væri hollast að styðja kommúnista. Hvorki verka menn né aðrir Reykvíkingar eiga hollráða von frá Framsóknar- mönnum, enda leynir sér ekki, að „aðvörunin“ er einungis gerð vegna ótta Framsóknar við reiði kommúnista, ef lýðræðissinnar fara nú sínu fram. En kúgunin er sótt af miklu kappi. Þjóðvilj- inn vitnar til þess liinn 28. des., að Alþýðublaðið hafi haldið því fram, „að Alþýðuflokkurinn ákveði einn hvern hann velur sér að bandamanni og að hann „láti livorki kommúnista EÐA AÐRA segja sér fyrir verkum". „Þeim er svo tala er hollt að muna að dramb er falli næst“, bætir Þjóðviljinn við og heldur áfram: „Sannleikurinn er sá, að vik- um saman hafa verkalýðsmála- j fulltrúar samstarfsflokks Alþýðu j flokksins í ríkissjórn vinstri afl- anna reynt með ýmsum ráðum að fá fulltrúa Alþýðuflokksins til samstarfs innan verkalýðssam- takanna--------- Eysteinn seffir fyrir verkum“ Ekki er glöggt, hvort hér er átt við viðleitni sjálfs fjármála- ráðherrans, Eysteins Jónssonar, til að segja verkamönnum i Reykjavík „fyrir verkum“. Kunn ugt er, að hann tók sér fri frá undirbúningnum að afgreiðslu hinna „tekjuhallalausu fjárlaga" tií að „segja fyrir um“ að eining lýðræðissinna skyldi rofin. Eðli- legt er, að Þjóðviljanum þyki það mikil býsn, ef Alþýðuflokk- urinn hlýðnast ekki fyrirskipun- um þvílíks manns. En víst sætir það tíðindum, ef Þjóðviljinn telur Eystein nú berum orðum til „verkalýðsmála fulltrúa samstarfsflokks Alþýðu- flokksins í ríkisstjórn". Hvað sem um það er, þá er hitt vist, að auk fölsunar kjörskrár setja kommúnistar nú mest traust sitt á fyrirskipanir Eysteins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.