Morgunblaðið - 27.03.1958, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.03.1958, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 27. marz 1958 MORGVNBLAÐIÐ 13 Hvað líður ranns'óknum á skaðsemi rœkjuveiða við ísafjarðardjúp ? eftir Bjarna Sigurðsson í Vigur Á sl. ári birtust í dagblöðuUum og fleiri blöðum hér nokkrar greinar um rækjuveiðar við ísa- fjarðardjúp. Tók undirritaður nokkurn þátt í þeim skrifum. Herra fiskimálastjóri Davjð Ólafsson fann ástæðu til að leggja orð í belg um málið og skrifaði grein, sem birtist í 5. tbl. Ægis, þetta sama ár. Telur fiskimálastjóri í þessari grein „að ekki sé tímabært að skrifa eða ræða um þetta mál“, fyrr en vísindalega hafi verið rannsakað, hver áhrif rækju- veiðar með botnvörpum muni hafa á fiskveiðar hér við ísafjarð ardjúp, eða á háttu annarra fiska á þeim slóðum, þar sem rækju- veiðar eru stundaðar. Upplýsir fiskimálastjórinn jafnframt að lagt hafi verið til af Fiskifélagi íslands, að slík rannsókn fari fram. En hvenær getur fiskimála stórinn ekki um. Mun þetta hafa verið á árinu 1955 og að þá hafi einmitt sjálfum fiskimálastjór- anum verið falið að sjá um fram kvæmd málsins að einhverju eða öllu léyti. Ekki verður nú sagt, að mik- ils frjálslyndis gæti hjá bless- uðum fiskimálastjóranum, þar sem ekki verður annað séð af grein hans, en að hann vilji helzt banna allar umræður og skrif um málið þar til fyrirhuguð rann sókn er um garð gengin. En sjómenn og útvegsmenn hér við Djúp hafa sínar ákveðnu skoðanir á máli þessu, skoðanir, sem styðjast við reynslu þeirra frá því fyrst að veiðar með botn vörpu byrjuðu hér innan Djúps. Sjálfir hafa þeir verið sjónar- vottar að dragnóta- og rækju veiðum og séð hvert afhroð allt fiskungviði bíður þar sem botn- varpan er að verki. Telja þeir sig því öðrum fremur hafa full- an rétt til að benda á, í ræðu og riti, þá hættu, sem stafar af rányrkju þeirri, sem árum sam- an hefur átt sér stað hér við Djúp. Vegna tillagna sjómanna- stéttarinnar var það, að veiðar með dragnót voru bannaðar á flóum og fjörðum kringum land- ið. Undantekningarlaust ætti hið sama að gilda um rækjuveiðar með botnvöjípu. Sýslunefnd N-ísafjarðarsýslu hefur sömu skoðun og sjómenn hér í þessum efnum, sem sést bezt á eftirfarandi ályktun, er samþykkt var af öllum nefndar- mönnum á aðalfundi nefndarinn ar á sl. ári: „Með skírskotun til fyrri álykt ana, sem sýslunefnd N-ísafjarð arsýslu hefur látið frá sér fara á undanförnum árum, síðast árið 1956, varðandi rækjuveiðar við ísafjarðárdjúp, vill nefndin taka fram, að hún heldur fast fram þeirri skoðun, að nauðsyn béri til þess að takmarka veiðisvæð- ið hér við Djúp á<þann veg að bannaðar verði rækjuveiðar með botnvörpu á fiskimiðum innan Djúps. Að gefnu tilefni vill nefnd in lýsa því yfir, að það sé í alla staði tímabært að benda á í ræðu og riti hver áhrif þessar veið- ar hafa þegar haft á tortímingu fiskungviðisins, fiskigengd og fiskistöðu hér við ísafjarðar- djúp. Jafnframt beinir sýslunefndin þeirri spurningu til fiskimála- stjóra Davíðs Ólafssonar, hvað valdi þeim drætti, er á er orðinn á rannsóknum í þessum efnum, er hann hefur upplýst, að ákveðn ar hafi verið fyrir meira en ári síðan“. Já, hvað líður annars þessari rannsókn, sem Fiskiþing hefur falið fiskimálastjóranum að sjá um að framkvæmd yrði? Það verður að álíta, að ekki sé til of mikils mælzt, þó sýslunefnd N-ísafjarðarsýslu fái greið svör frá fiskimálastjóra við þeirri spurningu, sem nefnd in hefur opinberlega beint til hans, sbr. ofanritaða ályktun. Það hefur að vísu flogið fyrir, að eitthvert varðskipanna hafi sézt hér á ísafjarðardjúpi, hluta úr degi, á sl. sumri við rannsókn ir, að sagt er. Hvern árangur sú rannsókn hefir borið, mun fáum hér í hér- aðinu vera kunnugt um. Efalaust mun það vera álitið ekki „tíma- bært“ að birta árangur þessarar rannsóknar, sem trúlegast má telja að hafi verið þýðingarlítil, svo lítinn tíma, sem hún tók. Hitt er svo ekki nema sann- gjarnt, að sjómönnum og öðrum hér við ísafjarðardjúp, sem fylgzt hafa með þeim skemmd- arverkum, er leitt hafa af veið- um með dragnót og botnvörpu hér við Djúpið, væri gefinn kost- ur á að fylgjast með -þessum rannsóknum, sem fiskimálastjóri o. fl. virðast leggja svo mjög áherzlu á að fram fari. Ég held að það sé annars full- rannsakað af sjómönnum sjálf- um hér og annars staðar hve ógrynni smáseiða og fiskungviðis hefir verið tortímt með botnvörp unni og full ástæða sé nú til þess að gefa gaum þeim tillögum, sem á síðustu árum hafa komið fram um aukna friðun fiskimiðanna kringum landið, sem augljóst er nú orðið að fiskur er genginn til þurrðar á sakir ofveiði. Það er engum vafa undirorp- ið, að allt það fiskungviði, sem botnvörpur rækjuveiða- og drag nótabátanna haía tortímt her við Djúp mundi hafa nægt til að hlaða marga togara, ef fer.uio hefði að aiast upp og vaxa í friði við þau skilyrði, sem móðir nátt- úra hefur skapað því, á innfjörð- um ísafjarðardjúps, sem af fiski fræðingum eru taldar hinar ákjós anlegustu uppeldisstöðvar alls fiskungviðis. Er ekki hægt annað að sjá, en á þessum fjörðum hafi nú öllu fiskungviði verið tor- tímt, enda verið skarkað með botnvörpu þar um langt árabil. Markaðshæf rækja verður heldur ekki lengur þangað sótt, eins og allir hér vita, sem fylgzt hafa með þeirri óheillavænlegu rányrkju, sem þarna hefur átt sér st’að. Sem betur fór var með útvíkk un landhelginnar 1952 komið í veg fyrir taumlausa rányrkju fiskungviðisins á flóum og fjörð- um kringum landið. Aðeins tveir fiskisælustu firðirnir, ísafjarðar- djúp og Ai-narfjörður voru þó á sama tíma undanskildir, illu heilli settum friðunarlögum. Enn í dag draga því 5—7 rækju veiðabátar botnvörpur sínar á fiskimiðum ísáfjarðardjúps þrátc fyrir mótmæli fjölda sjómanna og útvegsmanna hér í héraðinu. Það er eftirtektarvert, hve sin girnin, sem á seinni árum hef- ur um of vaðið uppi í þjoðfélagi voru, getur blindað suma menn. Sannast þetta greinilega á for- svarsmönnum rækjuveiðanna á Isafirði, sem þó vita manna bezt hvert stefnir, verði rányrkju þeirra haldið áfram. Það skal játað, að rækjuveið- arnar eru nokkurt atvinnuspurs mál fyrir bæjarbúa, svo stopular sem þær oft hafa reynzt. Hitt vita allir, sem kunnugir eru. að íbúar ísafjarðarkaupstaðar ættu ekki, sem betur fer, að þurfa að kvíða fyrir atvinnuleysi í náinni framtíð, þó rækjuveiðar legðust niður af gildum ástæðum. Nýtt og fullkomið fiskiðjuver heíur nýlega tekið til starfa þarna á staðnum. Tvö mikilvirk hraðfrystihús eru og þar starf- andi. Öll þessi fyrirtæki þarfn- ast mikils vinnuafls, meira en en þau nú hafa getað fengð, til þess að geta búizt við sæmilegri fjárhagsafkomu. Fegins hendi mundu sum þessara atvinnufyrir tækja, sem vantað hefir starf- andi hendur við framleiðsluna, veita duglegum rækjuveiðamönn um atvinnu, ef rækjuveiðar legð ust niður. Með vaxandi fiskveiði flota á ísafirði standa opin plass á skipunum fyrir dugandi sjó- menn. Væri bættur skaðinn held ég, þótt útlendingum fækkaði um borð í fiskiveiðaflotanum frá því sem er. Þetta sjá líka ísfirðingar, aðr- ir en rækjuveiðamenn. Sannast það bezt með því, að þegar rúm- lega 100 sjómenn og útvegsmenn hér í veiðistöðvunum við Djúp kröfðust með undirskriftum að rækjuveiðar yrðu takmarkaðar eða bannaðar hér, þá voru ekki færri en 46 af þeim búsettir á ísafirði. „Betra er seint en aldrei", seg- ir gamalt máltæki. Stöðugt fer þeim mccnnum íjölgandi, sem sjá betur og betur hver áhrif sí- auknar veiðar með botnvörpu hafa haft á fiskveiðar okkar ís- lendinga. Fiskimið, sem áður voru gjöful eru nú, að sögn sjó- manna, tæmd af fiski. Enginn vafi er á, að rányrkja sú, sem um langt árabil hefur átt sér stað á flóum og fjörðum (og sem enn á sér stað hér við Djúp) kom harðast niður á öllu fiskungviði og á því trúlegast hvað drýgst- an þáttinn í því, hvermg komið er í þessum efnum. Bent hefur verið á (af öðrum en undirrituðum) álit forstjóra fiskirannsóknanna Jóns Jónsson- ar, sem kom fram í erindi er hann flutti á fundi útvegsmanna og annarra ráðamanna útvegs- mála, sem haldinn var í Reykja- vík dagana 12. og 13. febrúar sl. Er þetta álit forstjórans í fullu samræmi við skoðanir Dr. Bjarna Sæmundssonar fiskifræðings hvað snertir uppeldisstöðvar ung fisks o. fl. Farast forstjóranum meðal annars orð á þessa leið: „Lokun uppeldisstöðva, þar sem mest er um ungfisk eru því sjáifsagðar aðgerðir þeirrar þjóð ar, sem eitthvað hugsar urn sinn hag og hag fisksins“. ★ Veiðisvæði rækjubátanna hef- ur síðan um áramót verið á fi.:ki- miðunum frá Ögurhólmum alla hefur leyft. Sá tími nálgast nú óðum, er fiskur tíðast gengur í Djúpið. Slæmt tíðarfar til sjávarins, norð an-garður «ða norðvestan-rosi, svo dögum skiptir hefir oft virzt ástæða til fiskigengdar í Djúpið, að vorinu, einkum ef hindrað hefur veiði togara á útmiðum. En til þess að fiskurinn haldist hér við innmiðin þarf hann að eiga þar griðastað.En hvað um það hér í Djúpin, þar sem 5 til 6 rækju- bátar draga daglega botnvörpur á beztu fiskimiðunum? Á Eins og komið er þessum mál- um verður ekki hjá því komizt, að sýslunefnd N-ísafjarðarsýslu afgreiði frá sér á næsta aðalfundi nefndarinnar fiskveiðasamþykkt fyrir héraðið til þess að koma í veg fyrir áframlialdandi rán- yrkju á fiskimiðunum hér við Djúp. Að vísu er það á valdi æðri stjórnarválda hvort væntanleg fiskveiðasamþykkt fæst staðfest eða ekki, sbr. gildandi lög. Hörmung mætti það heita ef ráðamenn sjávarútvegsmálanna verða til þess að hindra nauð- synlegar ráðstafanir til að koma í veg fyrir áframhaldandi tor- tímingu alls ungviðis hér i ísa- fjarðardjúpi. Dýrmætum uppeldisstofnum ungfisks hér við Djúp hefur verið stórspillt, og enn haldið áfram sömu rányrkju á beztu fiskimiðum Djúpsins og jafn- framt bægt þaðan á burt full- vöxnum nytjafiski. En fiskveiðar hér í Djúpinu hafa, eins og allir vita, frá fyrstu tíð verið mikils- verður bjargræðisvegur fyrir ibúa héraðsins allt til þessa tíma og geta verið það eftirleiðis ef rétt er á haldið. Með því háttalagi, sem lýst hef ur verið hér að framan fer fjarri því að verið sé að stuðla að jafn- vægi í byggð landsins að því er snertir hérað okkar. Vigur 12. marz 1958. Skákmót á Sauðár- króki SAUÐARKRÓKI, 14. marz. — I byrjun marzmanaðar var háð innanfélagsskákmót hjá Skákfé- lagi Sauðárkróks og lauk því 9. marz. Teflt var í 1. og 2. flokki, tíu þátttakendur í hvorum flokki. í 1. flokki var keppt um bikar er Kaupfélag Skagfirðinga gaf og er þetta farandgripur, sem tefla á um árlega. — Auk þessa voru veitt verðlaun í báðum flokkum. Úrslit í 1. flokki: 1. Jóhannes Hansen 6Vz v. 2. Hörður Pálsson . 6 V. 3.—5. Árni Rögnvaldsson, Kristján Sölvason, Ingólfur Agnarsson 5 V. 6. Kristján Hansen 4 V. 7.—9. Jón Stefánsson Haukur Gíslason Magnús Sigurjónss. 3% V. 10. Marteinn Friðrikss. 3 V. Úrslit í 2. flokki: 1. Sigfús Ólafsson 8 v. 2. Gísli Felixson 7 v. 3. Ástvaldur Guðmundss. 7 v. Skákstjóri á mótinu var As- grímur Sveinsson. Hinn 12. þ. m. var svo hrað- skákkeppni og var keppt um farandbikar, sem Einar Sig- tryggsson hefur gefið. Keppt var í fjórum riðlum, en síðan keppt á 8 borðum til úrslita. 1. Jóhannes Hansen 12% v. 2. Árni Hansen 12 v. 3. Hörður Pálsson 11% v. 4. -5. Jón Eiríksson, Ingólfur Agnars 10 v. 6. Halldór Jónsson 9 v. 7. Gunnar Þórðarson 8 v. 8. Kristján Sölvason 7Vz v. Mikill skákáhugi hefur verið hér í vetur, t. d. hefur staðið yfir skákkeppni innan barnaskólans. Formaður Skákfélags Sauðár- króks er Ingólfur Agnarsson. — Jón. HÖRÐUR ÓLAFSSON málflutningsskrifstofa. Löggiltur dóntúlkur og skjal- þýðandi í ensku. — Austurstræti KOMIN AFTUR, HÁU Tékknesku - Karlmanncss v?>alstræti 8 — Laugavegi 20 — Laugavegi 38 Snorrabraut 38 — Garðastræti 6 án með henfug ennuL omsisrn ar loðkants loðkanti fyrir vorvinnu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.