Morgunblaðið - 23.04.1958, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.04.1958, Blaðsíða 1
20 síður íslenzka sendinefndin ber fram mótmœli við Wan prins Mikið rætt um crð fresta jbví oð útkljá landhelgismálin, en Hans G. Andersen telur frestun tilgangslausa GENF, 22. apríl. — Einkaskeyti til Mbl. frá Gunnari G. Schram. EINS og skýrt var frá í fréttum í gær ræddi Wan, forseti ráð stefnunnar, í hádegisverði með blaðamönnum m. a. um fiskveiði- réttindi Breta á íslandsmiðum — og skýra heimsblöðin frá því i morgun. Ximes segir m. a.: Wan prins svaraði fyrirspurnum og sagði, að ísland og Bretland ættu mörg sameiginleg hagsmunamál — og hann héldi, að ef nægur tími gæfist til viðræðna mundi nást samkomulag með löndunum um deiluna um fiskimiðin við fsland. Kvaðst hann hlutlaus í deilunni, en persónulega fyndist sér, að Bretland hefði áunnið sér sterka aðstöðu — eða réttindi, eins og hann kvaðst heldur vilja orða það. 1 lögum verðum við að taka tillit til „unninnar aðstöðu '. o—★—o Ég hef átt tal við Hans G. Andersen, formann íslenzku sendinefndarinnar, og spurt hann hvað hann segði um þessi um- mæli forseta ráðstefnunnar. — Ég var ekki viðstaddur, þegar Wan prins lét orð þessi falla. Að okkar áliti hefur forsetinn farið algerlega út fyrir sitt umboð og valdsvið með ummælunum, því auðvit- að er það ekki hans hlutverk að kveða upp dóm í slíkum málum. íslenzka sendinefndin mun bera fram formleg mót- mæli við forsetann sökum þessara ummæli hans, sagði Ilans. til meðferðar. Á þann hátt yrði komið í veg fyrir að þessari ráð- stefnu lyki á sama veg og Haag- ráðstefnunni 1930. Wan prins nefndi þennan möguleika í fyrsta sinn opinber- lega í gær og lagði til, að t. d. yrði fundum frestað um tvo mán- uði — ríkisstjórnirnar athuguðu málið og reyndu að semja á bak við tjöldin. Ég spurði Hans G. Andersen álits á þessari ráðagerð, sem tví- mælalaust er nú mjög höfð í huga: — Ég tel slíka frestun al- gerlega tilgangslausa, sagði hann. — Landhelgismálin hafa nú verið svo lengi til Bidaulf gafsf upp - Pieven reynir PARÍS 22. apríl. — Bidault hef- ur nú gefizt upp við tilraun til stjórnarmyndunar þar eð flokk- ur hans, MRP-flokkurinn, hefur samþykkt að styðja ekki stjórn hans. Var samþykktin gerð á fundi miðstjórnar og þingflokks — þó með naumum meirihluta. Stjórnarkreppan hefir nú staðið í viku — og Bidault lét svo um mælt í kvöld, að ný og öflug stjórn myndi ekki mynduð í Frakklandi fyrr en stefna hans í málefnum N-Afríku nyti yf- irgnæfandi fylgis. Kvað hann nauðsyn að taka Alsírmálið föst- um tökum — heiður Frakklands umræðu hér í Genf, átta vik- ur samfleytt, að það myndi engu breyta að skjóta ákvörð- un um þau á frest og sízt verða til þess að auðvelda samkomulagið. I morgun hófst allshérjar- fundurinn og voru tillögur land- helgisnefndarinnar til umræðu. Við fyrstu greinina lá fyrir breyt- ingatillaga úrá Júgóslavíu þess efnis að landgrunnið skuli teljast 100 mílur út frá strönd, og frá Frakkl. till. þess efnis, að land- grunn skyldi teljast út á 550 metra dýpi, en ekki 200 sem í tillögum nefndarinnar. Báðar voru felldar með miklum meiri- hluta. Greinin um skilgreiningu land- grunnsins, sem samþykkt var með nægilegum meirihluta var á þá leið, að landgrunn skyldi teljast út á 200 metra dýpi, eða lengra út, ef strandríki getur nýtt auðlindir í sjávarbotninum. ísland greiddi atkvæði með þess- ari grein. 57 ríki greiddu atkv. með greininni, 11 á móti, en 12 sátu hjá. ísland sat hins vegar hjá ásamt 5 öðrum ríkjum við atkvæða- greiðslu um aðra grein, sem fjallaði um réttindi strandríkja — og samþykkt var af 59 ríkjum, en 5 voru á móti. Efni hennar var, að réttindi strandríkis skuli ekki ná til fisksins í landgrunns- hafinu, einungis ætti ríkið rétt til málma, steina og annarra ó- lífrænna efna á botni og undir — og lífvera, sem hreyfðust ekki, eða án þess að sleppa botni. Wan prins Sú grein var kjarni landgrunns tillagnanna og málið er því til lykta leitt. EONDON og PARÍS 22. apríl. — Enn heldur Ráðstjórnin fast við fyrri ákvörðun sína um að ræða ekki við fulltrúa Vesturveldanna sameiginlega í Moskvu um undir búning ríkisleiðtogafundar. Er haft eftir áreiðanlegum heimild- um, að Gromyko hafi krafizt þess, að fulltrúar Póllands og Tékkóslóvakíu fengju að setjast að samningaborðinu og yrðu metnir til fulls á við fulltrúa Bret lands og Frakklands, ef undir- búningur yrði ræddur á sameig- inlegum fundum. Jafnframt berast þær fregnir frá París, að Moskvufréttaritari Fréttir i stuttu máli Djakarta 22. apríl. — í tilkynn- ingu frá stjórnarhernum segir, að hersveitir uppreisnarmanna á Súmötru séu nú á flótta á öllum vígstöðvum. Briissell, 22. apríl. — Fullyrt er, að innan skamms verði tilkynnt trúlofun Baudouin konungs og Mariu Theresiu prinsessu af Bourbon. Bonn, 22. apríl. — Adenauer sagði í útvarpsviðtali í dag, að V-Þjóð- verjar mundu ekki framleiða kjarnorkuvopn. Samkv. samning- um V-Þýzkalands við V-Evrópu- bandalagið mættu Þjóðverjar ekki framleiða slík vopn. Valetta, 22. apríl. — Borge Oliver hefur verið falið að mynda stjórn á 'Möltu, enda þótt flokkur Min- toffs, fráfarandi forsætisráðherra, sem hefur yfirgnæfandi meiri- hluta á þingi, hafi lýst því yfir, að hann styðji enga stjórn, sem ekki er í höndum flokksins. Ólga er nú á Möltu — og hefur brezk- um hermönnum verið sett út- göngubann í höfuðborginni eftir sólsetur. Eondon, 22. apríl. — 70 þús. lög- reglumanna í Englandi hafa kraf- izt 10% launahækkunar. kommúnistablaðsins L’Human- ite, að Gromyko hafi stungið upp á því, að utanríkisráðherrafund- urinn yrði haldinn hið fyrsta. Sagði fréttaritarinn, að tillaga Ráðstjórnarinnar væri sú, að þennan fund sæktu ráðherrar Bandaríkjanna, Bretlands, Frakk lands og Ítalíu af hálfu NATO- landanna, en fulltrúar Ráðstjórn arinnar, Póllands, Tékkóslóvak- íu og Rúmeníu af hálfu komm- unistaríkjanna. Þá yrði fulltrú- um þriggja hlutlausra ríkja — Indlands, Svíþjóðar og Júgóslav- íu — boðið til fundarins. Það fylgdi og fregninni, að fundurinn yrði haldinn í Genf. Pólveijai og Tékkai læði undii búning líkisleiðtogalundai! Eftir að bandaríska tillagan var felld á laugardagskvöldið, hafa menn almennt verið mjög uggandi um að svo mundi fara að ráðstefnan næði engu sam- komulagi um vídd landhelginn- ar, einkum vegna hins tilskilda meirihlutafylgis við samþykktir. Fyrir nokkrum dögum átti ég tal við fulltrúa tveggja brezku samveldislandanna — og nefndu þeir þann möguleika að fresta að taka nokkra ákvörðun um landhelgina. Síðar bæri að at- huga hvort ekki væri heppilegt að boða til annarrar ráðstefnu, sem eingöngu hefði landhelgina væri í veði. Gekk Bidalut á fund Coty for- seta og tjáði houum ákvörðun sína. Síðar í kvöld bárust fregnir þess efnis, að Coty hefði falið Pleven, fyrrum forsætisráð- herra, að mynda stjórn. Er hann leiðtogi lítils róttæks flokks. Tal- ið er , að íhaldsmenn muni styðja hann svo og róttækir. Ekki er óliklegt talið, að hann geti fengið stuðning einhvers hluta jafnaðarmanna. Utonþingsstjóin í Finnlandi HELSINGFORS, 22. apríl. — Sam^ kvæmt yfirlýsingu, er Kekkonen Finnlandsforseti gaf út í dag, verður Finnlandi stjórnað af em- bættismannastjórn fram til kosn- inganna í sumar. Fyrr í dag ræddi forsetinn við fulltrúa jafn- aðarmanna og bændaflokksins. Áður hafði hann rætt við Hiltun- en, forseta þingsins, — og að þeim viðræðum loknum varð ljóst, að ekki eru tök á að mynda stjórn, sem hefði meirihlutafylgi þingsins. Síðar í dag hóf Kekk- onen viðræður við ýmsa máls- metandi rnenn með það fyrir aug- um að myntla utanþingsstjórn hið fyrsta. Tító enn gasgnrýndur Enn réðist Ráðstjórnin harka- lega á Tító í dag. Samkv. frétt- um Moskvuúívarpsins var hann gagnrýndur í Pravda og í for- sæti miðstjórnar kommúnista- flokksins, sem kom saman í til- efni 88. afmælisdags Lenins. Var gagnrýnin þess efnis, að ef Júgó- slavar breyttu ekki um stefnu yrði afleiðingin sú, að sambandið milli „sósíalisku“ landanna og Júgóslaviu mundi versna veru- lega. Tito sagðist hvergi mundu hopa fyrir Moskvuvaldinu Rússneski sendiherrann þóttist klappa LUBLJANA, Júgóslavíu, 22. apríl. — í ræðu sinni á flokksþingi júgóslavneska konimúnistaflokksins í dag lagði Tító einræðisherra aherzlu á ósveigjanleik sinn við Moskvuvaldið — en fór jafnframt iofsamlegum orðum um utanríkismálastefnu Ráðstjórnarinnar — og kvað Júgóslava reiðubúna til þess að hafa vinsamleg samskipti við Rússa. Fundarsalurinn var þéttskipaður, 1800 fulltrúar voru mættir til fundar, en flokksþing hefir ekki verið haldið síðan arið 1952. — Tító fordæmdi harðlega „skammsýni og heimskulega hegðun" þeirra manna, sem væru formælendur þess að Júgóslavía yrði aftur seld und- ir vald höfðingjanna í Kreml. Kvað hann hér vera um að ræða „ákveðna félaga" í A- Evrópu, en tilhneigingar þeirra væru skaðlegar og kæmu í veg fyrir eðlilega þró- un samskipta Júgóslavíu og hinna kommúnistaríkjanna. En Tító lét þess getið, að „mis- skilningur“ hefði verið leiðréttur við samræður þeirra Krúsjeffs í Rúmeníu í ágústmánuði sl. — og nú ríkti meiri skilningur í sam- skiptum þessara tveggja ríkja. Ummæli Títós eru vafalaust svar við árásum þeim, er hann hefur orðið fyrir í málgögnum Ráðstjórnarinnar að undanförnu — og ákvörðun kommúnistaríkj- anna að senda enga fulltrúa til þess að sitja fund júgóslavneska kommúnistaflokksins. Stjórnmála fregnritarar telja Tító hafa ver- ið mun mildari í orðavali en búizt var við, því að foringjar júgó- slavneskra kommúnista séu allt annað en mildir í garð Rússa og kommúnistaforingja lepprikjanna fyrir að hafa hundsað boð Títós um að fulltrúar þeirra mættu sitja flokksfundinn. ------★------- Almennt er talið, að Tító hafi í ræðu sinni gert örvæntingar- fulla tilraun til þess að koma í veg fyrir að í odd skærist enn með honum og forystunni í Kreml. -----★------- Tító kvaðst harma, að hinir „ákveðnu félagar“ í A-Evrópu- löndunum sýndu Júgóslövum enn Vantraust — og ekki væri hægt að neita því, að þeir kynnu ekki skil á'innanlandsþróuninni í Júgó slavíu. Þessir menn héldu áfram áróðri sinum í þá átt, að Júgó- slavía gengi í hinar sameiginlegu „herbúðir" í Kreml. En þessir „félagar" teldu, að með alþjóða- kommúnismanum bæri einungis að stefna að „herbúðunum" en ekki að sósíaliskum heimi . . . . Alþjóðakommúnismanum væri ekki hægt að deila í „herbúðirn- ar“ og deildir utan þeirra, því að hann er alheimslegur, sagði Tító. ---—★-------- Þá hóf Tító að hrósa utanríkis- málastefnu Ráðstjórnarinnar og sagði hana áhrifamikla og til þess fallna að draga úr viðsjánum. Framhald á bls. 18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.