Morgunblaðið - 24.04.1958, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.04.1958, Blaðsíða 1
24 síður 45. árgangur 93. tbl. — Fimmtudagur 24. apríl 1958 Prentsmiðja Morgunblaðsins Fáheyrður ódrengskapuir Þjóðviljans: Ræðst á sendinefnd íslands í Genf fyrir tillögu, sem flutt var í samráði við stjórnina og alla flokka Alþingis Tilraun til þess að skaða hagsmuni íslands og* veikja aðstöðu okkar í Genf. BLAÐ sjávarútvegsmálaráðherra kommúnista, „Þjóðviljinn", gerist í gær sekt um þann íáheyrða ódrengskap að ráðast á sendinefnd Islands á sjóréttarráðstefnunni í Genf með upplognum ásökunum um að hún hafi flutt viðbótartillögu um gerðardómsákvæði í fiskifriðunartillögu íslendinga án samráðs við hlutaðeigandi ís lenzk stjórnarvöld. Kemst „Þjóðviljinn" að orði um þetta á þessa leið í forystugrein sinni: „--------Er það mjög ámælisvert, að íslenzku fulltrúarnir á ráðstefnunni í Genf skuli hafa fellt ákvæði um gerðardóm inn í almenna tillögu um réttindi Islendinga utan 12 mílna fiskveiðitakmarkanna: Sú tillaga hefur ekki verið samþykkt af neinum þar til bærum aðilurn". Morgunblaðinu barst í gær af þessu tilefni svohljóðandi yfirlýs- ing frá utanríkisráðuneytinu: „í tilefni af ritstjórnargrein í Þjóðviljanum í dag óskar utanríkisráðuneytið að taka fram, að sendinefnd tslands á alþjóðaráðstefnunni í Genf felldi ákvæðið um gerðardóm inn í almennu tillöguna um réttindi Islendinga utan 12 mílna fiskveiðitakmarkanna samkvæmt heimild í símskeyti frá utanríkisráðuneytinu, sem gefin var með samþykki full- trúa allra fjögurra stjórnmála flokkanna." Xilræði við hagsmuni íslands Af þessari yfirlýsingu utan- ríkisráðuneytisins er það aug- Ijóst að blað sjávarútvegsmála- ráðherrans hefir farið með hreina blekkingu og staðleysu er það ræðst á íslenzku sendinefndina fyrir fyrrgreinda tillögu. Hún er flutt samkvæmt fyrirmælum ríkisstjórnarinnar allrar, einnig Lúðvíks Jósefssonar, og í samráði við alla flokka Alþingis. Blaði kommúnista er þetta fuil kunnugt. Fyrir því vakir þess vegna ekkert annað en að freista þess að skaða hagsmuni íslands með því að hefja árásir á ís- lenzku sendinefndina í Genf. En þessu fáheyrða ódreng- skaparbragði málgagns sjálfs sjávarútvegsmálaráðherrans mun verða mætt með ríkri andúð alþjóðar. Enn ein sönn- un liggur fyrir um hið al- gerða ábyrgðarleysi komm- únista. Þá varðar ekkert um hagsmuni þjóðar sinnar, jafn vel þótt um hin örlagaríkustu mál sé að ræða. Hvað vakir fyrir Rússum með stórveldafundi? Eisenhower ræð/r v/ð fréttamenn Dr. Jón Jónsson WASHINGTON, 23. apríl. — Eisenhower Bandaríkjaforseti sagði á vikulegum blaðamanna- fundi sínum í dag, að hann botn- aði ekkert í áætlunum Ráðstjórn- arinnar um væntanlegan stór- veldafund. — í Farís var til- kynnt í kvöld, að sendiherrar Vesturveldanna mundu afhenda Ráðstjórninni orðsendingu a morgun, þar sem gerð er fyrir- spurn um það, hvort Rússar séu reiðubúnir að hef ja viðræður um undirbúning undir stórvelda- fund. Eisenhower sagði ennfremur á fyrrnefndum blaðamannafundi. að hann hefði rætt við helztu ráðgjafa sína um fyrirætlanir Rússa um stórveldafund, en hann gæti þó alls ekki skýrt fyrir fréttamönnum, hvað fyrir þeim vekti með slíkum fundi. — For- setinn bætti því við, að ekki kæmi til mála, að Bandaríkja- menn ræddu einir við fulltrúa Ráðstjórnarinnar. Það gæti að- eins haft í för með sér, að Vest- urveldin sundruðust í afstöðunni | til Rússa. Genfarráðstefnan til um- ræðu í brezka þinginu Brezka stjórnin mun ekki samþykkja ein- hliða breytingu á núverandi landhelgi LUNDÚNUM, 23. apríl. — Kröfur íslendinga til landgrunns- hafsins vonlausar frá upphafi Samtal v/ð Jón Jónsson fiskifræóing Maimfallið í Alsír ALSÍR, 23. apríl. — Það, sem af er marzmánuði hafa 7000 upp- reisnarmenn verið drepnir í Al- sír og 3000 franskir hermenn. GENF, 23. apríl. — Fréttaritari Mbl. í Genf, Gunnar G. Schram, símar: Þar sem réttarreglur um landgrunnið hafa endanlega ver- ið samþykktar, hefur verið skráð ur nýr kafli um lög þau, er gilda á hafinu. Jón Jónsson fiskifræð- ingur hefur einkum verið mál- svari íslendinga í landgrunns- nefndinni. Ég átti tal við hann í dag um það, hvernig íslenzku nefndinni hefðu þótt úrslitin og hver áhrif þau mundu hafa á að stöðu okkar. Hann sagði: Það er óhætt að segja, að sjónarmið okkar íslendinga, sem komu strax fram í nefndinni og kröfur okkar til landgrunnsins, hafi allt- af verið vonlausar. Kjarni þeirra var sá, að fiskurinn yrði talinn með landgrunnsauðæfum. Við bárum enga tillögu fram þess efnis, því að Burma gerði það og studdum við þá tillögu. Hún hlaut þó sáralítið fylgi eins og vitað var frá upphafi. Við greidd- um í nefndinni atkv. gegn öll- um tillögum, sem voru andstæð- ar sjónarmiðum okkar, en sátum fxjá við lokaatkvæðagreiðsluna. Við teljum þó sjálfsagt, að strand ríki sé heimilt ríkisvald yfir land grunninu til vinnslu olíu, kola Oá Lar öuum. iandí LkL ómonnum áumuró og annarra náttúruauðæfa. Við greiddum atkvæði með því, en skýrðum jafnframt frá því, að einu auðæfin á okkar land- grunni væri hinn lifandi fiskur.. Rökstuddum við, að fiskurinn væri mjög háður botninum um öll lífsskilyrði sín og bentum á, að veiðar fara að mestu leyti fram við botninni eða á honum. Við gátum ekki fallizt á það sjón- armið, að náttúruauðæfi land- grunnsins væru aðeins jarðefni og dýrategundir, sem eru fastar við botninn, en útilokað reyndist að koma fiskinum undir þá skil- greiningu, þótt skeldýr yrðu loks talin þar með. Lengra var ekki hægt að ganga að þessu sinni, enda hefði þá frekari samn ingar um landhelgi og fiskveiði- rétt verið óþarfir, eins og full- trúi Breta undirstrikaði. Við lögðum því höfuðáherzluna á að fá fram hagsmunamál okkar í landhelgis- og fiskifriðunarnefnd inni um ítrustu fiskveiðiréttindi. Vonand verður sjónarmið okkar þar ofan á að lokum. — Hvaða áhrif hafa samþykkt- irnar á landgrunnskröfur íslend inga og landgrunnslögin frá 1948? — Auðvitað er ekki þar með sagt, að við skrifum undir sam- þykktirnar eða viðurkennum þær. Okkur er það í sjálfsvald sett. Hér hafa þó verið sett al- þjóðalög um málið, sem erfitt er tað sniðganga, einkum ef við ætlumst til,að aðrar þjóðir við- urkenni forréttindi, sem e .t. v. fást íslendingum til handa í öðr- um nefndum. Ég tel þessi mála- lok, sagði Jón Jónsson að lokum, fjarri því að vera ósigur fyrir íslendinga. A ÞINGFUNDI í neðri málstofu brezka þingsins í dag var að- stoðarutanríkisráðherrann spurð- ur um umræðurnar, sem fram hafa farið um fiskveiðitakmörk- in á Genfarráðstefnunni undan- farið. Arthur Henderson, þing- maður Verkamannaflokksins spurði: — Höfum við tryggingu fyrir því, að brezka stjórnin muni ekki samþykkja neina ein- hliða breytingu annarra ríkis- stjórna á núverandi Iandhelgi, einkum þegar um er að ræða hefðbundinn rétt eins og fisk- veiðirétt? Ráðherrann svaraði, að svo væri. Hann bætti því við, að stuðningur Breta við sex mílna landhelgi væri til þess gerður að koma í veg fyrir, að samþykkt verði í Genf tillaga sem gengur í berhögg við hags- muni Breta, en sú yrði raunin á, ef tillagan um 12 mílur yrði sam- þykkt. Ráðherrann bætti því við, að fulltrúi Breta í Genf styddi málamiðlunartillögu Bandaríkja- anna, en bætti við: — Enda þótt við styðjum málamiðlunartil- lögu getum við aftur tekið upp baráttuna fyrir 3ja mílna land- helgi, ef málamiðlunin verður felld. Reuter. — Varaforseti Júgóslavíu ræðst heiftarlega á Bússa Fulltruar kommúnistaflokkanna gencru af fundi. Pólski sendiherrann sat sem iuSLast — og klappaði BELGRAD, 23. apríl. — Frétta- ritari Reuters í Jugoslavíu símar í dag, að arugljóst sé nú, að byrj- að er nýtt „hugsjónastríð“ milli júgóslavneskra kommúnista og leiðtoga russneska kommúnista- l'Iokksins. Ilafi þetta komið ber- lega i ljós í ræðu, sem varafor- seti Júgóslavíu Alexander Ran- covxc, hélt í dag á þingi kommún- istaflokksins. Hann gagnrýndi Russa harðlegar en tíðkast hefur í Júgóslavíu um nokkurt skeið og var klappað lof í lófa fyrir. Fundinn sátu 1800 fulltrúar. Af- leiðingarnar af árásinni á Rússa létu ekki á sér standa. Fulltrúar þeirra kommúnistaflokka, sem fundinn sátu nema Póllands, gengu út í mótmælaskyni. En sendiherra Póllands klappaði oft, á meðan Rancovic hélt ræðu sína og tók virkan þátt í ánægju fund armanna. Ræða hans var mun skarpari en ræða Títós á dögun- um. Fréttamenn eru þeirrar skoð- unar, að Moskva muni svara þess- ari árás og ósennilegt þykir þeim, að Voroshilov komi í opinbera heimsókn til Júgóslavíu í maí eins og ráðgert var. Góðar horfur í Finnlandi HELSINGFORS, 23. apríl. — í kvöld voru líkur til þess, að Kuuskosk, sem Kekkonen Finn- landsforseti fól að mynda nýja stjórn, geti bundið endi á stjórn- arkreppuna í landinu. Hann mun skýra forsetanum frá viðræðum sínum við stjórnmálaleiðtoga á föstudaginn. Enn citt bréf MOSKVU, 23. apríl. — í kvöld skýrði Moskvuútvarpið frá því, að Krúsjeff forsætisráðherra Sovétríkjanna hefði sent Eisen- hower nýtt bréf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.