Morgunblaðið - 11.05.1958, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.05.1958, Blaðsíða 13
Sunnudagur 11. maí 1958 MORGVNBLAÐIÐ 13 i A síSustu árum hefur Reykjavík stækkað svo mjög, aS gömlu garSlöndin, sem voru fyrir utan bæinn, eru nú komin inn í hann. Hefur því reynzt nauSsýnlegt aS fjar- lægja þau þaSan. GarSeigendum hefur þó ekki veriS i kot vísaS, þar sem þeir hafa fengiS ný ræktarlönd. A myndinni til vinstri sér yfir hluta af garðlandinu við Austurvcg skammt frá RauSavatni. A myndinni í miðju sést þegar verið er að flytja einn síSasta skúrinn úr Aldamótagörðunum, en ætlunin mun vera að gera svæð- ið sunnan Hringbrautar allí til Háskólans samfellda grasbreiðu. Þó mun skólagörðunum ætlað þar eitthvert rum. A myndinni til hægri sér yfir hluta garðlandsins í Borgarmýri við Vesturlandsveg. REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 10. maí Vorkoma og ræktun Þó brugðið hafi til kulda nú í vikunni sem leið, dylst þó eng- um að vorið er komið og grund- irnar fara að gróa, enda sést nú að margir hér í höfuðstaðnum og umhverfi hans eru farnir að taka til vorverkanna. Víða er farið að vinna nokkuð í görðum og hugsa menn sér gott til að prýða kring- um hús sín eða afla búsílags úr matj urtagörðum. í Reykjavík og kringum bæ- inn, eru nú orðið geysistór garð- lönd. GömuX garðlönd, svo sem Aldamótagarðarnir, sem svo hafa verið kallaðir, eru nú að fullu og öllu lagðir niður en ný lönd hafa jafnóðum verið tekin til ræktunar og má nú sjá á sumrin stór, græn svæði utan við bæ- inn, þar sem kartöflugras og rófukál þekur landið. Reykja- víkurbær hefur með höndum mjög víðtæka garðyrkjustarfsemi sem áður hefur verið lýst hér í blaðinu. Bærinn hefur stóra blóma- og trjáræktarstöð og þar eru aldar upp plöntur, sem síðar eru gróðursettar í hinum ýmsu görðum bæjarins, sem nú sru orðnir til svo stórkostlegrar prýði. En þó framlag Reykja- víkurbæjar sjálfs til fegrunar bæjarins sé mikið, er þó við- leitni sjálfra bæjarbúa vitaskuld þyngst á metunum, en þar er um að ræða skrúðgarðana við húsin og matjurtagarðana. Til dæmis um að það er ekki neitt smáræði, sem Reykjavíkurbúar rækta, er að á sl. ári komu hér upp úr görðum Reykvíkinga um 10 þúsund tunnur af kartöflum, en á sl. sumri voru ræktaðar matjurtir í 49 hekturum lands. Tæplega 13 hundruð bæjarbúar fengu sér þá úthlutaða garðbletti til ræktunar. Þessar tölur tala skýru máli um áhuga Reykvík- inga á matjurtarækt og skrúð- görðum við hús sín. V erðbólguskrúf an fær að snúast Þegar þetta er ritað, voru hin- ar nýju efnahagsmálatillögur ríkisstjórnarinnar ekki enn komn ar fram, og þeirra ekki von fyrr en í næstu viku. Af fréttum er öllum kunnugt um hið mikla þóf, sem verið hefur innan hinnar svonefndu 19 manna nefndar, en þar hefur verið djúpstæður og mikill ágreiningur um það, hversu heppilegar tillögur ríkis- stjórnarinnar væru. En vafalaust koma tillögurnar fram bráðlega og þar með er nýrri skriðu verðhækkana æg dýrtíðar hleypt af stað. Verð- bólguskrúfan fær þá enn að snú- ast og er ekki sjáanlegt, að ríkis- stjórnin geti haft nokkurt vald á henni. Efnahagsmálunum hefur nú verið skotið á frest hvað eftir annað. Fyrst var lausn þeirra frestað með álögunum í árslok 1956 og aftur var þeim frestað með jólagjöfinni frægu og enn verður lausn málanna raunveru- lega skotið á frest nú og þá sennilega til haustsins. Þannig virðist útlitið vera, þegar þetta er ritað, en hins vegar virðist svo sem kommúnistar vilji nú tengja lausn efnahagsmálanna og land- helgismálið saman þannig að ef það er rétt, sem altalað er, má segja, að ekki sé enn séð fyrir, hver afdrif málsins muni verða eða hvenær það verður afgreitt endanlega. CjaWeyrisskort- urinn sverfur að Á undanförnum mánuðum hef- ur þess mjög orðið vart, að inn- flutningur á ýmsum mjög nauð- synlegum vörum er að stöðvast eða er stöðvaður þegar, vegna skorts á gjaldeyri. Gjaldeyrissala bankanna hefur svo að segja ver- ið stöðvuð nú um alllangan tíma. Hið seinasta sem fréttist af þessu er það, sem birt var í blaðinu nú á föstudag, að útvegsmenn á Akranesi hafa áhyggjur af að það reynist ekki unnt að fá nauð- synleg veiðarfæri og varahluti til að búa bátana á síldveiðar í sumar. Þess var ennfremur get- ið að nú þegar hefði orðið drátt- ur á, að ýmsir bátar gætu komizt á reknetaveiðar vegna þess að ýmsa hluti skorti, sem gjaldeyrir hefir ekki fengizt til að kaupa. Gjaldeyrissalan á fyrstu mán- uðum ársins ber vott um það, að mjög hefur verið óhagstæður ' ijöfnuðurinn. Við höfum á fyrstu 4 mánuðum ársins fengið gjald- eyri sem nemur 365,9 milljónum, en selt gjaldeyri, sem nemur 440,8 milljónum. Á sama tíma í fyrra var innkominn gjaldeyr- ir 423,8 milljónir, en seidur gjald- eyrir 424,7 milljónir. Sést því, að jöfnuðurinn er miklu óhagstæð- ari en í fyrra. Gjaldeyrisöflunin er nú líka mjög miklu minni en í fyrra en gjaldeyrissalan meiri. Allt eru þetta tákn á himni okk- ar efnahagsmála, sem við meg- um hvergi nærri loka augunum fyrir. Við höfum áður haft reynslu af tímum gjaldeyris- og vöruskorts, tímum svartamark- aðs og alls konar brasks, sem fór fram í landinu. Svo gæti virzt, sem þeir tímar væru ekki langt undan nú, ef svo heldur áfram, sem verið hefur. • í þessu sambandi er ekki úr vegi að minna á það, að á þeim tveimur árum, sem liðin eru, síð- an ríkisstjórnin tók við völdum, hafa utanríkisskuldir okkar tvö- faldazt. Þetta er ekki ófróðleg staðreynd nú á sama tíma, sem alltaf verður erfiðara og erfiðara að fá gjaldeyri til kaupa á nauð- synlegustu hluturn og innflutn- ingur almennra nota- og neyzlu- vara dregst sífellt saman. Hver ber ábyrgð- ina? Þeirri spurningu er varpað fram, hver beri ábyrgðina á því, hvernig nú er komið í stjórn- málalífi íslands, og þarf eng- inn að leita svarsins við henm — Ábyrgðin hvílir tvímælalaust fyrst og fremst á Framsóknar- flokknum. Þegar verkföllunum miklu var skellt á vorið 1955, reru Framsóknarmenn undir með kommúnistum og studdu þá á marga lund. Hermann Jónasson hafði þá þegar ákveðið, að gera þann draum sinn að veruleika að ná undir sig ríkisstjórn ts- lands ásamt með kommúnistum. Grundvöllurinn undir þá valda- töku kommúnista og núverandi stjórn var lagður með verkföll- unum 1955. Eftir að verkföllunum lauk og komið var langt fram á árið 1955 var augljóst, að afleiðingar verkfallanna höfðu orðið enn alvarlegri en menn höfðu jafn- vel gert sér ljóst, meðan á þeim stóð. Nú varð að finna leiðir til þess að standa straum af þeim auknu útgjöldum, og tilkostnaði, sem verkföllin höfðu leitt af sér og voru gerðar ýmsar ráðstafanir í þeim efnum í árslok 1955. Það jafnvægi, sem komizt hafði á í þjóðarbúskapnum hafði raskazt við verkföllin, og varð nú að leggja nýjar álögur á þjóðina, þó að þær sýnist ekki miklar ef miðað er við það, sem orðið hef- ur að fleygja í dýrtíðarhítina á tímum núverandi stjórnar. 1 ársbyrjun 1956 gerðu Sjálf stæðismenn tillögur um stöðvun dýrtíðarinnar og voru sérfræði- legir útreikningar og athuganir þeim til grundvallar. Ef eftir þeim tillögum hefði verið farið, stæðum við ekki í efnahagsmál- unum, þar sem við stöndum nú. Þá væri dýrtíðin ekki á því stigi, sem hún er, og þá hefðu álögurn- ar, sem síðan hafa dunið yfir, heldur ekki verið lagðar á. En nú var svo komið að Hermann Jónasson hafði náð undirtökun- um innan Framsóknarflokksins. Eysteinn Jónsson hafði lýst því yfir eftir verkföllin, að allur vandi hefði verið „tiltölulega við- ráðanlegur" eins og hann orðaði það, ef þau hefðu ekki komið til. Eysteinn var áður ekki myrkur í máli um það, að öll ábyrgðin á því sem miður færi, félli á þá, sem staðið hefðu að þessum verk- föllum. En þungi áróðurs Her- manns Jónassonar og hans fylk- ingar innan Framsóknarflokksins var nú orðinn svo mikill, að sú skriða varð ekki stöðvuð. Ey- steinn Jónsson, gekk líka fljót- lega í lið með þeim sem máttu sín meira í flokknum og varð nú öflugur stuðningsmaður Her- manns Jónassonar, og hélt nú gagnstæðu fram við það, sem hann hafði áður sagt. Framsókn- armenn snerust á móti tillögum Sjálfstæðismanna um stöðvun verðbólgunnar, en það var ekki fyrr heldur en að það var raun- verulega ákveðið í innsta hring flokksins að slíta stjórnarsam- starfinu þá um vorið. Hér kom nokkuð til greina hræðslan við Þjóðvarnarflokkinn, enda spil- uðu Hermann Jónasson og áróð- ursmenn hans óspart á þær nót- ur. Þeir töldu að til þess að koma í veg fyrir, að Þjóðvarnarflokk- urinn yki fylgi sitt í sveitum landsins, væri nauðsynlegt að breyta um stefnu, eins og það var kallað, og gera bandalag við kommúnista. Svó urðu samstarfsslitin á þann hátt, sem alkunnugt er. Fram- sóknarmenn bera líka ábyrgð á kosningasvindlinu 1956. Þeir bera fyrst og fremst ábyrgð á Hræðslu bandalaginu og þeir bera loks framar öilum ábyrgð á því, að kommúnistar sitja nú í stjórn ís- lands en slíkt þekkist ekki í nokkru lýðræðislandi á Vestur- löndum. En það, að Framsókn- armenn bera alla ábyrgð á þessu. leiðir svo aftur af sér það, að þeir bera meginábyrgðina á allri þeirri stjórnarstefnu sem leitt hefur okkur í það kviksyndi, þar sem við erum nú, bæði út á við og inn á við. Það var einu sinni oft sagt, að ef þjóðin ætti að lifa, yrði kommúnisminn að deyja, en það má með ekki minni rétti segja, að ef heilbrigt stjórnmálalíf á að geta þróazt á íslandi, verður Framsóknarflokkurinn að detta úr sögunni. Það virðist vera al- veg augljóst, þegar þróun und- anfarinna ára og áratuga í stjórn- málunum er athuguð, að hja Framsóknarflokknum er fyrst og fremst að leita ástæðnanna til flests af þvi, sem okkur hefur verst farizt í þeim málum á liðn- um tíma. Það má segja, að þetta sé mikil staðhæfing, en hún er sönn og þarf ekki að rekja málin öllu lengra, heldur en þau þrjú ár aftur í tímann, sem hér hefir verið gert til þess að ljóst sé, hvílíkur óhappaflokkur Fram- sóknarflokkurinn er, og hve mik- il og þung hans ábyrgð er. Við þetta má svo bæta því, að afleið- ingarnar af óhappaverkum Fram- sóknarflokksins í íslenzkum stjórnmálum, eru ennþá engan veginn að fullu og öllu komnar í ljós. Jafnvel þó' Framsóknar- flokkurinn væri í dag sviptur með einu bragði öllum áhrifum á íslenzk stjórnmál, þá mundi þjóðin þó ennþá lengi súpa seyð- ið af því, hvernig sá flokkur hef- ur stjórnað málum hennar nú á undanförnum tveimur árum. Dregur til tíðinda í landhelgismálimi Það líður nú vafalaust að því, að teknar verði mikilsverðar ákvarðanir um stefnu íslendinga varðandi útvíkkun landhelginn- ar. Nú rétt fyrir helgina komu sérfræðingar þeir heim til Is- lands, sem d<'alið hafa í Genf og setið þar ráðstefnuna. sem öllum er kunn af fréttum og ennfremur kom utanríkisráðherrann tii landsins frá fundi Atlantshafs- banlagsins í Kaupmannahöfn. Þegar þetta er ritað, hafa engar endanlegar ákvarðanir verið teknar hvað gert verði, en vafa- laust verður þess ekki langt að bíða að alþjóð verði kunnugt hvað ofan á verður, eftir r.ð sér- fræðingar og stjórnmálamenn hafa borið ráð sín saman. Það hafa verið uppi um það háværar raddir meðal margra hér á landi, að ríkisstjórnin hafi ekki undirbúið frekari skref í land- helgismálinu sem skyldi. Það er áiitamál, hvort rétt hafi verið að draga víkkun landhelginnar fram yfir ráðstefnuna í Genf, ef þá ákvörðun átti að taka. Ennfremur virðist svo sem ríkisstjórnin hafi algerlega vanrækt það mikil- væga atriði að gera vinveittum þjóðum okkar fyllilega kunnugt um stefnu okkar og reyna að tryggja okkur fylgi þeirxa Enn íremur virðist það líka hafa ver- ið vanrækt að undirbúa svo sem skyldi sjálfa útvíkkun lar.dhelg- innar og gæzlu hennar eftir að ákvörðun um útvíkkunina hefði verið tekin. Bæði þessi atriði eru ákaflega mikilvæg og hefði vafalaust mátt fremur spara sér ýmsar þær yfirlýs- ingar, sem bæði Lúðvík Jósefs- son sjávarútvegsmálaráðherra og Guðmundur í. Guðmundsson ut- anríkisráðherra kepptust við að gefa í Genf og tæplega munu hafa bætt fyrir málstað okkar þar. Það má vafalaust um það deila, hversu hyggilegt það hefði verið að gefa yfirlýsingar fyrirfram um, að við mundum færa út land- helgina. hvað sem aðrir segðu. En það má segja, að allt heyri þetta fortíðinni til og það vexti nú á mestu að rétt sé haldið á málunum í framtíðinni. Vmislegt bendir þó til, að þar sé um nokk- urt fálm að ræða, því vitað er að sjávarútvegsmálaráðherrann hafði ákveðið að yfirlýsing um útvíkkun landhelginnar skyldi gefin út 1. maí, en síðan var því frestað til 5. maí og loks var því enn frestað þar til utanríkisráð- herrann kæmi úr siglingu sinni. Óneitanlega ber þetta svip fálms og hiks, sem hvorki er heppilegt fyrir þetta mál né því samboðið. Eftir NATO- fundinn NATO-fundinum í Kaupmanna höfn er nú lokið og nefur skýrgla frá samtökunum um fundmn ver ið birt. Það liggur vitaskuid í aug um uppi, að það er mjög tak- markað, sem unnt er að fá fram á svo stuttum tíma. Á siíkum fundum kemur ekki annað til greina en að leggja á ráðin cm meginstefnu samtakanna út 4 við, en síðan er það verkefni ráðs Atlantshafsbandalagsins, sem stöðugt hefur setu í París, að ákveða í einstökum atriðum hvernig þeirri stefnu verði uam fylgt. Fyrsta skilyrðið til þess að Atlantshafsbandalagið geti upp- fyllt skyldur sínar, sem fyrst og fremst felast í því, að tryggja frelsi og öryggi hinna 15 þjóða, sem að samtökunum standa, er að þau geti haldið uppi einni og sömu stefnu allra landanna út á við og þá ekki sízt, hvað við- víkur Sovétríkjunum. í Sovét- ríkjunum hvílir ákvörðunin um utanríkisstefnuna á einnx hendi og þarf þar ekki annarra ráða að leita. Vitaskuld er það mejra en vafasamt hvort það er hag- kvæmt, ef lengra er litið, að ui- anríkisstefna stórveldis sé ákveð- in af einum manni eða þá fá- mennri klíku, þó hún vevði ef til vill fastmótaðri á þann nátt. En hinu verður ekki neitað, að það er óhjákvæmileg nauðsyn fyrir hinar 15 þjóðir Atlantshafs- bandalagsins að koma sér saman um sameiginlega stefnu gagnvart Sovétríkj unum, sem ógnað hafa og ógna enn frelsi margra Vest- urlanda og halda uppi sífelldum ái’öðri innan þeirra. En svo er um stöðu bandalags- ríkjanna innbyrðis. Hvert ríki hefur í þeim efnum sína hags— muni og sögulegar erfðir og venj ur hafa þar mikið að segja. Það er augljóst, að ekki getur verið um tóma eindrægni að ræða milli V estur-E vrópulandanna innbyrðis, enda hefur það verið svo, að þar hefur sitthvað bonð á milli, þótt aldrei hafi verið neitt nálægt því að samtökin biðu af því varanlegt tjón. Þegar litið er á fundinn í Kaupmannahöfn, er sýniiegt, að hann hefur borið Framh. á bls. 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.