Morgunblaðið - 21.06.1958, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.06.1958, Blaðsíða 8
^ 8 MORCT’Nnr 4 T)1Ð Laugarclagur 21. iún' 1.958 otg.: H.f. Arvakur, Rey kjavlK. í'ramkvæmdastjón: öxgfus Jónsson. Aðairitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá V!<«xr Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Ola, simi 33045 Auglýsingar: Ami Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýs’ngar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480 Askriftargjaia kr. 30.00 á mánuði innaniands. J lausasólu kr. 1.50 eintakið. „ÓÁNÆGJAN" í DAGSBRÚN OG KOMMÚNISTAR * Ifyrrakvöld var haldinn fundur í verkamannafélag- inu Dagbrún í Reykjavík, en þar ráða kommúnistar ennþá lögum og lofum. Eins og kunn- ugt er hafði félagið sagt upp samningum við atvinnurekendur og var búizt við að kommúnista- stjórnin legði nú fram ýtarlegar tillögur um þær kröfur, sem gera skyldi og aflaði sér heim- ilda til vinnustöðvunar, eins og ýmis önnur félög hafa nú gert, þar sem kommúnistar ráða. En þetta fór nokkuð á annan veg en háttur kommúnista er, því að engar kröfur voru nú lagðar fram nema sú, • að krefjast þess að samningar verði uppsegjan- legir með eins mánaðar fyrir- vara. Jafnframt báru svo komm- únistar fram tillögu um að „fundurinn lýsi andstöðu" við „bjargráðin" og „telur að verka- lýðshreyfingin verði að vera vel á verði til að fyrirbyggja kjara- skerðingu“. í tillögunni um „and- stöðu við efnahagslögin" var lýst yfir óánægju verkamanna út af aukinni verðþenslu og verð- hækkunum, sem fari í bága við „stöðvunarstefnuna". ★ Aðferðir kommúnista í Dags- brún eru býsna athyglisverðar. Þeir vilja láta verkamenn lýsa yfir „andstöðu“ og „óánægju", en samt gera kommúnistar ekki nein ar tillögur til breytinga á samn- ingunum aðra en þá, að með mánaðar fyrirvara sé hægt að segja upp. Verkamenn eiga að vera óánægðir, segja kommún- istar, en það erum við sem stjórnum óánægjunni og ráðum því hvenær hún verður látin í ljós. Til þess að geta notað Dags- brún þannig sem eins konar póli- tíska svipu, þurfa samningar að vera uppsegjanlegir með sem stytztum fyrirvara. Dagsbrún — það erum við — segja kommún- istar. Hér verður ekki stunið eða hóstað nema við leyfum og það erum við, sem stjórnum óánægj- unni og andstöðunni. Hún er pólitísk eign kommúnistaflokks- ins og tæki hans, en um annað varðar okkur ekki. ★ Síðan kommúnistar náðu völd- um í Dagsbrún hafa þeir jafnan notað félagið sem pólitískt tæki. Þetta hefur þó sjaldan orðið ljós- ara en nú eftir Dagsbrúnarfund- inn í fyrrakvöld. Framkoma kommúnistanna í Dagsbrún er líka ljóst tákn þeirra óheilinda, sem ríkja í stjórnarherbúðunum. Vegna ástandsins þar, ráðleysis- ins og ósamkomulagsins, telja kommúnistar sér nauðsynlegt að geta haft verkfallssvipu Dags- brúnar á lofti, þannig að þeir geti beitt henni hvenær sem er, með sem stytztum fyrirvara. — Verkamenn eiga að vera „óánægð ir“ en þeir eiga bara ekki að sýna óánægjuna fyrr en komm- únistaflokknum þykir það hent- ugt fyrir sig. VERÐBÓLGUSTEFNA RÍKISSTJÓRN- ARINNAR OG REYKJAVÍKURBÆR Ifyrradag lauk síðari um- ræðu um reikninga Reykja víkurbæjar fyrir árið 1957. Var þá einnig nokkuð rætt um fjárhag bæjarins almennt og út- litið í málefnum hans. ★ Þegar ljóst var að ríkisstjórnin mundi koma fram með tillögur í efnahagsmálunum, sem haft gæti víðtæk áhrif á hag bæjar- ins, var sýnilegt að fresta yrði að ganga frá fjárhagsáætlun hans. Það var ljóst, að það hlyti að hafa hin mestu áhrif á fjár- inál bæjarins hvernig þær tillög- ur yrðu sem ríkisstjórnin legði fram. En biðin varð löng og ekki var unnt að ákveöa fjárhags- áætlunina fyrir yfirstandandi ár fyrr en i maímánuði eða mörgum mánuðum síðar en venjulega. Það kom líka í ljós þegar bjargráðin höfðu verið lögð fram, að þau mundu hafa mikil áhrif á afkomu bæjarfé- lagsins. Allur tilkostnaður bæði vegna lögboðinna kauphækkana og annars, hlaut að hækka. Bæj- aryfirvöldin komust að þeirri niðurstöðu að hækkun útgjalda mundi nema um 11—12 millj. kr. Var nú nauðsynlegt að gera ýms- ar breytingar á fjárhagsáætlun- inni, frá því er hún var upphaf- lega lögð fram. Til að jafna hall- ann er ,bjargráðin‘ hlutu að hafa í för með sér varð að gera ráð Ifyrir lántökum til óhjákvæmi- legra framkvæmda, svo sem skólabygginga, og lækka nokkuð ýmsar fjárveitingar auk ýmissa annarra breytinga frá því sem fyrirhugað var. Þegar svo kom til einstakra stofnana, svo sem rafmagnsveitu og hitaveitu, var ljóst, að hinn aukni tilkostnaður, sem bjargráðin hlutu að leiða af sér, yrði það óhjákvæmilegt að hækka gjöldin fyrir hita og raf- magn. Þetta voru staðreyndirnar sem blöstu við þegar fjárhags- áætlunin var tekin til endurskoð- unar eftir að „bjargráðin" voru komin fram. ★ Það er ljóst að fjár- mál Reykjavíkurbæjar hljóta á hverjum tíma að bera mjög svip af því sem gerist almennt í efna- hagsmálum landsins. Mjög mikill hluti af útgjöldum allra bæja- og sveitafélaga er einnig beinlinis bundinn með löggjöf á Alþingi. Það var vitaskuld útilokað að rekstur Reykjavíkurbæjar og stofnana hans yrði ósnortinn af því þegar stofnað er til almennra verðhækkana í landinu. Almenn- ingi er þetta vitaskuld ljóst og hann skilur að þær hækkanir, sem nú verða á gjöldum raf- magns og hitaveitu eru aðeins ein afleiðingin af þeirri stefnu sem ríkisstjórnin tók, þegar hun stefndi á ný út í meiri verðbólgu á öllum sviðum en þekkzt hefur áður í sögu landsins. „Maðurinn minn dó í vissu þess, að börnin hans gætu horft til frjálsrar framtíðar sem banda- rískir borgarar, — það liefur áreiðanlega verið honum styrk- ur“, sagði kona Pal Maleters á fundi við fréttamenn í New York 17. júní en fundurinn hafði ver- ið boðaður af frelsisnefnd Ung- verja í Bandaríkjunum. Á mynd- inni, sem var hraðsend til Evrópu sést frú Maleter með börn sín, Paul 12 ára, Mary 10 ára og Jsidith 8 ára ásamt mynd af hetj- unni. Móðirin flúði með tvö eldri börnin frá Ungverjalandi í nóv- ember 1956 þegar uppreisnin var bæld niður. Þau dvöldust í flótta- mannabúðum í Austurríki þang- að til Judith litlu var smyglað úr landi til þeirra. í marz fékk systir Maleters tækifæri til að heimsækja hann í fangelsið, og gat þá sagt honum að fjölskylda hans væri komin heiiu og höldnu til Bandarlkjanna. Þóttl honum vænt um að heyra það. Frú Maleter hefur gert allt sem í hennar valdi stóð til að bjarga manni sínum, m. a. snúið sér til framkvæmdastjóra S. Þ., sendi- herra Indverja hjá S. Þ. og síð- ast í desember 1957 í bréfi til Búlganins, þar sem hún minnti á börnin og fyrri afrek manns síns. Frúin mun nú setjast að í Kaiiforníu og vinna fyrir sér með ljósmyndun. Fjórar afturgöngur í viðbót UNDIR þessari fyrirsögn birti biaðið Manchester Guardian sl. fimmtudag grein um af- tökur Nagys, fyrrverandi for- sætisráðlierra Ungverjalands, Maleters hershöfðingja og tveggja ungverskra blaða- manna. Fer greinin hér á eft- ir lauslega þýdd: Krúsjeff hlýtur að vera í mjög slæmri klípu, úr því að hann hefir tekið þann kostinn að magna á sig fjórar vofur í viðbót. Aftökur Imre Nagys, Maleters hershöfðingja og tveggja annarra ungverskra kommúnista benda óhrekjanlega til alvarlegra átaka milli sovézkra forustumanna. Ekkert álíka hefir gerzt síðan á fyrstu mánuðum eftir dauða Stalíns. Þá var „samvirka for- ustan“ ekkert að tvínóna við að bjóða öryggislögreglunni byrginn með því að taka Bería af lífi og losa sig við handbendi hans. Þetta virtist jafnvel vera eins konar frelsun, þar sem það dró úr valdi lögreglunanr sem hins sínálæga dómara lífs og dauða í Austur-Evrópu. Leiðtogar Sovét- ríkjanna, einkum þó Krúsjeff, höfðu síðan forðazt blóðsúthell- ingar í þeim innanríkisátökum, sem annað veifið hafa orðið til þess, að riokkrir menn hafa verið sendir í útlegð til fjarlægra staða. Krúsjeff virtist hafa skap- að tímamót innan flokksins með því að snúa baki við villu Stalíns, sem hann fordæmdi á 20. flokks- þinginu. Allt það er nú búið að vera. Ungversku forustumennirn- ir hafa verið teknir af lífi, ekki í hita átakanna fyrir tveimur árum né heldur eftir sýndarrétt- arhöld, heldur í laumi eins og Bería, í flaustri, án þess að svo mikið sem eitt orð úr ákæru- skjölunum vitnaðist, fyrr en dómnum hafði verið fullnægt. Með þessum verknaði varpar kommúníska forustan fyrir borð allri von um að geta sýnt sig frammi fyrir hinum hlutlausu sem hópur skynsamra, rólegra manna, sem hafa fylkt sér að nýju og vaxið frá villimennsku Stalíns; þetta kollvarpar einnig öllum vonum kommúnista utan Rússlands um, að þeir kynnu að fá eitthvað frjálsari hendur til að fara sínar eigin leiðir í sam- ræmi við aðstæður á hverjum stað. Þessi mikla fórn er færð fyrir aftökur fjögurra manna, einmitt þegar sovézkir forráða- menn leggja áherzlu á vinsam- lega utanríkisstefnu. Ákvörðun um að færa slíka fórn hefðu þeir menn einir tekið, er sáu, að völd þeirra voru í veði og ákváðu að fórna öllu öðru til að missa ekki tökin á flokknum. Enn er hulið, hvert næsta skrefið verður, en furðulegt yrði það að teljast ef fleiri vofur birtust ekki innan skamms við borð Kremlverja. Fljótt á litið virðist tilgangur- inn með aftökuna vera að skelfa alla „endurskoðunarsinna“ innan flokksins, einkum ef „endurskoð- unarstefna" þeirra kemur fram í því að reyna að laga stefnu flokksins eftir þjóðernistilfinn- ingu. Þessu er augljóslega beint gegn Tító marskálki; og næsti maðurinn, sem draga á sínar á- lyktanir af atburðunum, mun Frh. á bls. 15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.