Morgunblaðið - 26.11.1958, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.11.1958, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAfílÐ Miðvik'udagur 26. nóv. 1958 Utg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason fr- Einar Ásmundsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045 Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480 Askriftargjald kr 35.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. STÓR ORÐ OG MIKILL fjöldi einstaklinga vinnur »ú að því, að koma sér þaki yfir höfuðið í Reykjavík og raunar um allt land. Húsnæðisskorturinn hefur verið tilfinnanlegur og það eru hvergi nærri eingöngu hinir svo nefndu efnamenn, sem standa í slíkurn framkvæmdum, heldur mun meirihlutinn vera menn, sem telja sig tilneydda að byggja sér íbúð þó þeir hafi takmörkuð efni, vegna vandræða, sem þeir eru í vegna húsnæðis. Hér er því í langflestum tilfellum um brýna nauðsyn að ræða. Á síðustu tím- um hefur það hvergi nærri verið árennilegt á margan hátt að leggja út í húsbyggingu og má nærri geta að byggingarstarfsem- in væri ekki svo stórfeld eins og hún er, ef ekki ýtti þar rík nauð- syn á eftir. í þessu sambandi hafa menn mjög treyst á hið almenna lána- kerfi, sem svo er nefnt, vegna íbúðahúsabygginga, sem komið var á með lögum á Alþingi 1955. Það var í tíð fyrrverandi ríkis- stjórnar, sem gerð var gangskör að því að veita mönmum sérstak- an aðgang að lánum til húsbygg- inga og viðurkenndi hið oþinbera þar með nauðsynina á byggingar- starfsemi einstaklinga og opin- berra aðila, svo sem bæjarfélag- anna, sem einnig hafa -haft mikl- ar byggingarframkvæmdir með höndum, til þess að létta undir með einstaklingunum, og er Reykjavíkurbær þar í fremstu röð. Þegar nýja ríkistjórnin, V- Stjórnin, kom til valda, tæpu ári eftir að lögin um veðlánakerfið hafði verið sett, þá voru ekki spöruð stór loforð. í stefnu- skránni var talað um „þróttmikl- ar framkvæmdir", og sízt skyldi byggingarstarfsemin þar undan skilin. Það var meira að segja gengið svo langt af hálfu Hræðslu bandalagsins og kommúnista, að víta fyrrverandi stjórn alveg sér_ staklega fyrir það, hve hún heiði verið smátæk í þessum máium, en nú átti að taka til höndunum og var einstaklir.gunum talin trú um að nú rynni upp betri og bjartari tímar, hvað við kemur möguleik- um á fjármagni til bygginga. ★ í ræðu, sem Þorvaldur Garðar Kristjánsson bæjarfulltrúi hélt á síðasta bæjarstjórnarfundi gerði hann afstöðu ríkisstj. til í- búðabygginganna- að umtalsefni og taldi að stefna ríkisstjórnarin- ar hefði leitt til samdráttar í þess afi starfsemi í staðinn fyrir þær „þróttmiklu framkvæmdir“, sem lofað var. Þ. G. K. rakti hvernig upp- bygging veðlánakerfisins hefði verið hugsuð frá upphafi, það átti að byggjast fyrst og fremst á aukningu spariinniánanna hjá bönkunum, en þessi grundvöllur hefur mjög raskast í tíð núver- andi stjórnar. Eins og Þ. G. K. upplýsti, hafa spariinnlánin í tíð núverandi ríkisstjórnar eða í 26 mgnuði hjg bönkunum aukist um 146,6 milljónir, eða um 14,6%, en á jafnlöngum tíma næst á undan stjórnarskiptunum, jukust spari- innlánin um 228,9 millj. króna eða um 29,4%. Hér er mikla afturför að ræða í tíð núverandi stjórnar og af loforðunum um að tryggja LITLAR EFNDIR meira fjárhagn til íbúðalána en áður var, hefur ekkert orðið. Lánveitingarnar hafa farið minnkandi í tíð núverandi ríkis- stjórnar í staðinn fyrir að aukast eins og lofað var. Um þetta mál sagði Þ. G. K. í ræðu sinni: „Á því tímabili, sem almenna lánakerfið hafði starfað í tíð fyrr verandi ríkisstjórnar, eða í 8 mán uði, höfðu verið afgreidd lán á vegum húsnæðismálastjórnar að upphæð 69,5 milljónir krjna eða 8,7 millj. króna á mánuði. En í tíð núverandi ríkisstjórnar hafa afgreidd lán á vegum húsnæðis- málastjórnar numið 111,8 millj. kr. eða aðeins 4,1 millj. kr. á mán- uði. Hér hefur ekki miðað í rétta átt. Talið er að nú vanti 150 millj. króna til að full»ægja þeim lána umsóknum, sem liggja hjá Hús- næðismálastjórn. Lánaþörfin er þó raunverulega miklu meiri en sem þessu svarar, þar sem marg- ir telja svo vonlaust að fá lán um þessar mundir, að þeir hafa ekki fyri* því að sækja um það ‘. Þannig hefur þá þróunin orðið í afskiptum ríkisstjórnarirmar af byggingarmálunum og er hér allt'á sömu bókina lært og endra nær að stór loforð og hávær eru gefin í upphafi en úr efndunum verður ekki. ★ Það má nærri geta, að mjög mikill fjöldi manna hefur orðið fyrir stórkostlegum vandræðum í þessu sambandi. Þeir höfðu treyst á veðlánakerfið og margir hafa vafalaust líka treyst á þau loforð, sem ríkisstjórnin gaf, eft- ir að hún kom til valda, og flokk ar hennar fyrir kosningar. Menn telja sig vera grátt leikna og nú berst fjöldi manna í bökkum með að ljúka þeim byggingum, sem þeir hófu í góðri trú um fjár- magn til framkvæmdanna. En það er ekki nóg með að þeir sem í byggingum standa hafa orðið fyrir vonbrigðum að þessu leyti, heldur hefur stefna ríkis- stjórnarinnar í efnahagsmálum einnig að öðru leyti torveldað mjög byggingarframkvæmdir. í tíð núverandi ríkisstjórnar hafa tollar á byggingarefni hækkað stórkostlega, söluskatturinn hækkar, innflutningsgjald verið sett á, og síðan 55% yfirfærslu- gjald á efni til húsbygginga með hinum svonefndu bjargráðum á sl. vori. Vegna þessa og annars hefur vísitala byggingarkostnað- ar hækkað um hvorki meira né minna en 30% í tíð V-stjórnar- innar. Þegar þetta svo bætist við hina rýrnandi lánsmöguleika, má nærri geta að mörgum hefur nú orðið þröngt fyrir dyrum í sam- bandi við byggingarframkvæmd ir. — Það er augljóst, að afleiðing- iti hlýtur að verða sú, að bygg- íngarframkvæmdir dragast stór- lega saman. í þessu sambandi báru Sjálfstæðismenn í bæjar- stjórn fram tillögur um áskorun til ríkisstjórnarinnar um að auka fjármagn til íbúðalána og framlag ríkissjóðs til útrýming- ar heilsuspillandi húsnæðis og um aðrar bætur á þessum mál- um. Nú er eftir að vita, hverjar undirtektir áskorun bæjarstjórn ar fær hjá ríkisstjórninni og munu margir bíða svarsins með eftirvæntingu. UTAN UR HEIMI íburdarmikil en dauf afmælis- veizla í keisarahölIinni í íran Hittast keisarinn og Soraya i Genf? SORAYA prinsessa, fyrrverandi keisaraynja í Iran, fór sl. sunnu- dag til Spánar og hyggst dveljast þar í tæpa viku. Snemma í næsta mánuði fer hún til Sviss og mun stunda þar skíðaferðir, írans- keisari leggur á morgun upp í fjögra daga opinbera heim- sókn til Ítalíu. Þann 1. des mun páfinn veita honum áheyrn, en tveimur dögum síðar fer hann til Genfar. Opinberlega hefir verið tilkynnt, að hann fari þangað til að hitta lækni sinn og tannlækni, en þrálátur orðrómur er á kreiki um, að keisarinn og Soraya hafi mælt sér mót í Genf. ★ franska sendiráðið I Vestur- Þýzkalandi hefir mjög eindregið neitað því, að nokkuð sé hæft í þessum orðrómi. Mágkona keis- arans fór nýlega til Vestur- Þýzkalands, þar sem Soraya er búsett hjá foreldrum sínum, og sagt er, að tilgangurinn með för- inni hafa verið sá að koma ör- ugglega í veg fyrir, að prinsessan og keisarinn yrðu á vegi hvors annars í Sviss. Er Soraya kom til Madrid, full- yrti hún, að hún áformaði ekki að hitta keisarann í Svisslandi. Keisarinn skildi við Sorayu í Eignast keisaradóttirin son? apríl í vor, og var ástæðan sú — eins og kunnugt er — að þau höfðu engan erfingja eignast í sjö ára hjónabandi. ★ Keisarinn átti afmæli. Undan- farin sjö ár hafði Soraya alltaf skorið niður afmælistertuna, og er dansleikurinn hófst að borð- haldinu loknu, dansaði hún að sjálfsögðu fyrsta dansinn við keisarann, en í ár var engin Soraya til að fjörga afmælis- veizluna ... cg sennilega hefir keisarinn ekki verið einn um að sakna hennar. Veizlan var íburð- armikil, en það mun hafa verið heldur dauft yfir gestunum. Dóttir keisarans af fyrra hjóna bandi, Shahnaz prinsessa, er 17 ára að aldri, dvelzt nú í Sviss og bíður þess að eignast sitt fyrsta barn. Eignist hún dreng, er ekki talið ólíklegt, að hann verði ríkis arfi í íran. Egypska blaðið A1 Akhbar fullyrðir sl. sunnudag, að yfirlýsing þessa efnis verði um- svifalaust gefin út, ef Shahnaz fæðist sonur. Ekkert sé þá lengur því til fyrirstöðu, að keisarinn geti gifzt Sorayu aftur, segir blaðið. Eitt er víst: Keisarinn hefir ekki virzt vera áfram um að leita sér að nýju konuefni. Ein af fjórum systrum hans, Shams prinsessa, er bústýra í höll keisarans í Teheran. Hún skar afmælistertuna í þetta sinn, en í ár var enginn dansleikur. Ef til vill hefir keisarinn fellt niður dansleikinn í virðingarskyni við Sorayu — eða hann hefir viljað hlífa sjálfum sér við því að bjóða annarri konu upp í fyrsta dans. KUNNUR, amerískur bygginga- sérfræðingur, Henry Dreyfuss, flutti fyrir nokkru fyrirlestur á húsmæðraþingi í Washington. Lýsti hann þar m. a. í stórum dráttum hugmyndum sínum um „íbúð framtíðarinnar" í Banda- ríkjunum. í þessari „draumaíbúð" verður t. d. fosfórlag á öllum veggjum, og á ekki að verða þörf annarar lýsingar, því ljósmagn fosfórsins breytist eftir birtunni umhverfis — í öfugu hjutfalli við dagsljósið. Herbergin í þessari íbúð fram- tíðarinnar verða ekki af vissri stærð, eins og nú tíðkast, heldur verða allir innveggir hússins hreyfanlegir, þannig að fjöl- skyldan getur, hvenær sem hún óskar þess, gert hvaða breyting- ar á herbergjastærð og lögun, sem æskilegar kunna að þykja. Þá mun rykið ekki framar gera húsmóðurinni gramt í geði, því að sjálfvirkt rafmagnskerfi sér um að sjúga burt og hreinsa allt það ryk, sem annars er svo gjarnt að setjast á gljáfægð húsgögnin. Ekki þarf annað en styðja á Reza Pahlevi yfirgefur hásætla salinn að veizlunni lokinni — alvarlegur og einmana — Sleppt úr haldi BELGRAD, 25. nóv. — Allmörg- um Júgóslövum, sem handteknir voru fyrir skemmstu sakaðir um Rússadýrkun, hefur nú verið sleppt. Þó munu enn margir í haldi, en um 100 voru handtekn- ir í vor, er 10 manna hópur Moskvukommúnista flúði yfir landamærin til Albaníu í mót- mælaskyni við óhlýðni Titos við Moskvuvaldið. hnapp, þá fer rafmagnskerfið i gang' og vinnur verk sitt á skammri stundu. — Og þegar fötin þarfnast hreinsunar eða brotin eru farin úr buxunum — þá er aðeins að hengja þau inn í þar til gerðan skáp. Eftir nokk- urn tíma má taka þau út aftur — vel pressuð og tandurhrein. Öll sængurföt munu, þegar hér er komið sögu, gerð úr cellulose- efnum, sem ekki er hægt að þvo. En þá verða sængurfötin líka svo ódýr, að ekki mundi svara kostnaði að þvo þau. Þeim verður því einfaldlega fleygt, er þau taka að óhreinkast meira en góðu hófi gegnir, og ný keypt í staðinn. Allar dyr í „framtíðaríbúð- inni“ verða búnar svonefndum „fótócellum", þ.e.a.s. þær opnast sjálfkrafa, þegar gengið er að þeim. — Eldhúsið tekur senni- lega hvað mestum breytingum af öllu í húsinu — en, sagði Dreyf- uss, ég mun ekki fara nánar út í þá sálma, heldur vil ég aðeins undirstrika, að starf húsmóður- innar mun verða hreinasti leikur í framtíðinni. Keisarinn býður gesti sína velkomna til veizlunnar Herbergjastœrð er hœgt að breyta hvencer sem er

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.