Morgunblaðið - 11.12.1958, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.12.1958, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 11. des. 1958 MORGUNBLAÐIÐ 3 Þústir af kofum Fjalla-Eyvindar í Eyvindarveri. (Ljósm.: Gísli Gestsson). Skákmót á Kefla- víkurflugvelli KEFLAVÍKURFLUGVELLI, 8. des. — Mikið fjör hefir verið í skáklífinu í Keflavík undan- farnar vikur. Farið er að síga á seinni hluta skákmótsins og eru úrslit kunn í nokkrum flokkum. Staðan í meistaraflokki er þannig: 1. Ragnar Karlsson 4 vinninga og 2 biðskákir. 2. Páll Jónsson 3V2 vinning og enga biðskák. 3. Borgþór H. Jónsson 3 vinn- inga og 1 biðskák. 4. Óli Karlsson 3 vinninga og I biðskák. 5. Gísli Alfreðsson IV2 vinning og enga biskák. I 1. fl. varð sigurvegari Skarp- héðinn Angantýsson með 3 vinn- inga en keppendur voru 5, I öðrum flokki eru keppendur II og er Marteinn Jónsson efstur með 7 vinninga. Keppni er lokið í III. flokki. Þar eru efstir Haukur Angantýs- son 10 ára og Hrafn Kjartansson, báðir með 17 V2 vinning. Friðþjóf- ur Óskarsson hlaut 17 vinninga. Keppendur í III. fl. voru 20. Skákmótinu mun ljúka í þess- Fjalla-Eyvindur og Halla Þriðja unglingabók bókaútgáfunnar ,,Forni44 BÓKAÚTGÁFAN Forni hefur nú nýlega sent frá sér þriðju unglingabók sína. Er það bókin Fjalla-Eyvindur og Halla, sem Loftur Guðmundsson, rithöfund- ur, hefur skráð. Er hún skráð eftir áreiðanlegustu heimildum, sem til eru um ]íf og örlög hinna frægu útilegumanna, sem orðið hafa efni og uppistaða í einu frægasta leikriti, sem skráð hef- ur verið á íslenzka turigu, Fjalla- Eyvindi Jóhanns Sigurjónssonar. Um þessi gæfusnauðu öræfa- börn leikur nú ævintýrabjarmi þjóðsögunnar. Allir fullvaxnir íslendingar muna ævintýri eða réttara sagt harmsögu Eyvindar og Höllu. Þess vegna er það vel til fallið að gefa sögu þeirra út handa börnum og unglingum. í henni felst ekki aðeins saga úti- legufólksins, sem eru aðalpersón- ur hennar, heldur þjóðlífslýsing, sem kemur furðulega víða við. í síðasta kafla bókarinnar lýs- ir höfundur legstað þeirra Ey- vihdar og Höllu og kemst þá m. a. að orði á þessa leið: „Á hverjum vetri flétta norð- urljósin sveiga sína og varpa dýrðarljóma yfir örlög og lífs- baráttu elskendanna, sem hafa í nær tvær aldir hvílt þarna hlið við hlið, í friðsælum fjallafaðm- inum. Þesum útskúfuðu olnboga- börnum þjóðfélagsins hafa verið fyrirgefnar yfirsjónir þeirra. All- ir hafa sætzt við þau fullum sátt- um, og nýjar kynslóðir varðveita þau sem ævintýrahetjur í ódá- insheimum skáldskapar og fag- urra lista. Spor þeirra eru mörk- uð á öræfin og saga þeirra rist á bergið“. Fjöldi mynda er í bókinni, bæði úr frægri sænskri kvik- mynd, sem gerð var eftir leikriti Jóhanns 'Sigurjónssonar, og eins ljósmyndir af helztu dvalarstöð- um Eyvindar og Höllu í óbyggð- um. Ennfremur er teikning af dys þeirra að Hrafnfjarðareyri í Jökulfjörðum vestra. Áður hefur bókaútgáfan Forni gefið út Gísla sögu Súrssonar og Gunnlaugs sögu Ormstungu, í Tryggingafélagi eigi skylt að bœta fjónið í HÆSTARÉTTI er genginn dóm- ur út af máli er reis út af greiðslu á viðgerðarkostnaði á bíl, er varð fyrir skemmdum í árekstri á bíla- smurstöð hér í bænum. Eru aðilar málsins Egill Vilhjálmsson hf. og Samvinnutryggingar. Forsaga málsins er á þá leið, að starfsmaður í smurátöð Egils Vilhjálmssonar hf. við Laugaveg, hafði ekið jeppabílnum R-5195 aftur á bak og þá rekizt á fólks- bifreiðina R-6631. Á bíl þessum urðu nokkrar skemmdir, sem fyr- irtækið lét gera við á verkstæði sínu. Viðgerðin kostaði kr. 1798 20. — Taldi Egill Vilhjálmsson hf. sig eiga kröfur til greiðslu á þessum kostnaði hjá Samvinnutrygging- um, en þar var fyrrnerndur bíll vátryggður. í undirrétti urðu úrslit máls- ins þau, að Samvinnutryggingar voru sýknaðar af kröfum Egils Vilhjálmssonar hf. Hæstiréttur staðfesti þann dóm. Eftir að kröfum hefur verið lýst, en Egill Vilhjálmsson krafði Sam vinnutryggingar um greiðslu á kr. 1798,20, með 6 prós. ársvöxtum frá 2. okt. 1956, segir m.a. í for- sendum dómsins: Ef stefndi hefði bætt eiganda R 6631 með vátryggingarfé tjón það, sem varð á bifreiðinni af völdum starfsmanns áfrýjanda á atvinnustöð hans, hefði stefndi átt framkröfu á hendur áfrýj- anda til greiðslu þess, samanber 25 .gr. laga nr. 20/1954, og hefðu eigi verið efni til að fella þá bóta skyldu áfrýjanda niður. Áfrýj- andi, sem bætt hefur tjónþolanda skaðann, á því eigi kröfu á hend- ur stefnda vegna hans. Samkv. þessu ber að staðfesta niðurstöðu háraðsdómsins. Eftir þessum úrslitum verður að dæma áfrýjanda til að greiða stefnda málskostnað í Hæstarétti. Leikið á Akranesi LEIKFÉLAG AKRANESS hefur að undanförnu sýnt söngleikinn „Gamla Heidelberg“ við mikla aðsókn. Hefur leikurinn þegar verið sýndur þrisvar ávallt við húsfylli — og í kvöld verður hann sýndur í Bíóhöllinni í fjórða sinn. smekklegum og skemmtilegum útgáfum. Hafa þeir Guðni Jóns- son og Tómas Guðmundsson séð um þessar útgáfur. Ritaði Tómas formála fyrir Gísla sögu og ræddi þar m. a. gildi íslendinga sagna fyrir íslenzka æsku og tungutak hennar. Hafa þessar unglingaút- gáfur orðið mjög vinsælar og eru nú m. a. keyptar töluvert af skól- um landsins. ari viku. Sl. föstudag fór fram sveitar- keppni í skák milli austur- og vesturbæjar í Keflavík. Keppnin var tvísýn og spenn andi og lauk henni með sigri vesturbæjar með 9M> gegn 8y2. Hraðskákmót Keflavíkur mun fara fram næstkomandi sunnud. og hefjast kl. 13,30. Telft verður að Aðalveri. B. Þ. Ekki sé keppt við sjáv- arútveginn um vinnuaflið Nokkrar ályktanir abalfundar LIU HÉR fara á eftir nokkrar álykt- anir, sem samþykktar voru á aðalfundi L.Í.Ú.: Aðalfundur L.Í.Ú. 1958 skorar á ríkisstjórnina og Alþingi að vinna að því eftir megni að tryggja fiskiskipaflotanum nægi- legt vinnuafl. í því sambandi bendir fundurinn á eftirfarandi úrræði: 1. Hið opinbera hagi fram- kvæmdum sínum þannig, að þær keppi ekki við sjávarútveginn um vinnuafl á aðalvertíðum hans. 2. Undirbúnar verði víðtækar ráðstafanir til þess að beina vinnu afli þjóðarinnar að útflutnings- framleiðslunni. 3. Felldur verði niður tekju- skattur af tekjum sjómanna. Jafn hliða létti bæjar- og sveitafélög útsvör fiskimanna eftir föngum, enda bæti ríkissjóður þeim þenn- an tekjumissi, sem af því leiðir. 4. Athugaðir verði möguleikar á framkvæmd vinnuskyldu ungra manna í þágu útflutningsfram- leiðslunnar. 5. Ríkisvaldið greiði fyrir út- vegun erlendra sjómanna á fiski- skipaflotanum, m. a. með lækk- un yfirfærslugjalds á launum þeirra. 6. Rannsakaðir verði möguleik- ar til þess að veita íslenzkum fiskimönnum, sem starfað hafa ákveðinn tíma að sjómennsku, nokkur gjaldeyrisfríðindi, eða hliðstæð hlunnindi. Aðalfundur L.Í.Ú. 1958 fagnar útfærslu fiskveiðitakmarkanna í 12 sjómílur og þakkar öllum þeim sem haft hafa forustu um aukna vernd íslenzkra fiskimiða fyrr og síðar. Jafnframt álítur fundurinn að nota hefði átt samþykktir Genf aráðstefnunnar til þess að fram- kvæma jafnhliða leiðréttingu á grunnlínum, sem haft hefði mikla þýðingu fyrir einstaka lands- hluta. Fundurinn skorar á alla fs- lendinga að standa fast saman um málstað þjóðarinnar í þessu stóra máli hennar. Fundurinn mótmælir harðlega því einstæða ofbeldi og yfirgangi, sem Bretar hafa í frammi og krefst þess að íslenzk stjórnar- völd leiti aðstoðar alþjóðlegra samtaka, sem ísland er aðili að, til þess að stöðva ofbeldisaðgerð- ir þeirra. Loks skorar fundurinn á ríkis- stjórn að gera tafarlaust ráðstaf- anir til þess að efla íslenzku land helgisgæzluna og auka eftirlit með fiskiskipaflotanum, sem stór aukin hætta vofir yfir. Telur fundurinn brýna nauðsyn bera til þess að nú þegar verði leigð hent- ug skip til þess að annast gæzlu- störf í veiðisvæðum bátaflotans á komandi vertíð. Aðalfundur L.Í.Ú. 1958 beinir því til sjávarútvegsmálaráðherra, að láta fara fram ítarlega rann- sókn á því hvort tímabært sé að veita undanþigu til dragnóta- veiða innan fiskveiðitakmark- anna takmarkaðan tíma ár hvert, á ákV'eðnum svæðum með tak- ir.örkuðum bátafjölda, enda fylg ist fiskifræðingar með veiðunum og áhrifum þeirra á fiskstofn- inn á hverjum tíma. Aðalfundur L.f.Ú. 1958 telur, að taka beri upp fræðslu í mat- reiðsiu fyrir matsveina á fiski- skipaflotanum í hinum stærri ver stöðvum landsins. Ennfremur beinir fundurinn því til Fiskifélags íslands, að aukin verði kennsla í vélgæzlu til þess að tryggja flotanum nægilegan fjölda vélfróðra manna. Skorar fundurinn á stjórn L.í. Ú. að vinna eftir megni að fram- gangi þessa máls. Aðalfundur L.f.Ú. 1958 skorar á Fiskifélag íslands að halda áfram kennslu sinni og námskeið um fyrir skipstjóra og stýrimenn til fræðslu í notkun asdic-tækja og annarra fismleitar- og örygg- istækja. Jafnframt skorar fundurinn á Fiskifélag íslands að láta útbúa í samráði við umboðsmenn tækj- anna leiðarvísi á islenzku um með ferð þeirra. Felur fundurinn stjórn L.f.Ú. að hafa samvinnu við Fiskifélag íslar.ds um þessi mál. SIAKSTEIHAR Óðagot Tíuans Míkiff óffagot virffist vera á Tímanum í gær. Blaffið segir a3 „Sjálfstæðisflokkurinn hyggist svíkjast aff kjósendum og leggja niffur öll núverandi kjördæml nema Reykjavík“ Minna mátti ekki gagn gera! Samkvæmt þesso ætti þaff aff vera tillaga Sjálf- stæffisflokksins, aff Rcykjavík1 ætti ein aff kjósa alla þingmenn þjóðarinnar. Enda þótt það só naoimast tímabært aff ræffa ein- stakar tillögur, sem uppi hafa veriff um breytingar á kjördæma skipuninni er þó óhætt aff slá því föstu, aff Tíminn fer hér eins og oft áffur meff hreinar staffleysur. Eins og kunnugt er flutti Hannes Hafstein frumvarp um þaff á sín- um tíma að landinu yrffi skipt í nokkur stór kjördæmi meff hlut fallskosningu. Munaði örfáuna atkvæðum aff þaff frumvarp hlyti lagagildi. Síffar ritaffi Jónas Jónsson fyrr verandi formaffur Framsóknar- flokksins grein, þar sem hann mælti mjög meff þessu fyrirkomu lagi. Þegar þessa er gætt verffa 1 brigzlyrði Tímans um aff Sjálf-! stæðisflokkurinn hyggist „svíkj- ast aff kjósendum“ harla ein- kennileg. Svipuð og tillaga Alþýðuflokksins Þaff er auðvitaff ekkert laun- ungarmál, aff Sjálfstæffisflokkur- inn er ákveffinn í því aff beita sér fyrir nýrri og réttlátari kjör- dæmaskipun en þeirri, sem nú er í gildi og allir viffurkenna aff felur í sér herfilegt ranglæti og mikla hættu fyrir framtíð lýff- ræffis og þingræffis í landinu. Meffal þeirra tillagna, sem þá koma til greina er einmitt hin gamla tillaga Hannesar Hafstein um hlutfallskosningu í stórum kjördæmum. Ýmsar affrar leiffir koma aff sjálfsögðu til greina. En nokkrar líkur eru sennilega til þess aff samkomulag geti tek- izt um fyrrgreint fyrirkomulag. Má í því sambandi benda á þaff, aff Alþýffuflokkurinn hefur á ný- Ioknu flokksþingi sínu lýst yfir stuffningi viff þaff. En Tíminn hefur meff öllu gleymt aff skamma Alþýffuflokkinn fyrir þá stefnuyfirlýsingu. Hann segir bara aff þaff séu Sjálfstæffismenn, sem ætli sér aff „svíkjast aff kjós- endum“ meff tillögu um hlutfalls kosningu í stórum kjördæmum. Alltaf kveðið við sama tón En þaff er rétt aff menn minnist þess, aff alltaf þegar breyta hefur átt kjördæmaskipuninni á tslandl í réttlætisátt hefur Framsóknar- flokkurinn og Tíminn snúizt öf- ugir gegn því. Tíminn hefur ævia lega sagt aff Sjálfstæffisflokkur- inn væri aff „svíkjast aff kjós- endum“ meff baráttu sinni fyrir lýffræffislegra kosningafyrirkoma lagi. Enginn mun þess vegna kippa sér upp viff svikabrigzi Timans nú. Hann og flokkur hans hafa valiff sér þaff hlutverk aff berjast alltaf gegn réttlætinu. Hann vill því halda því áfram. Hann krefst þess aff eiga 17—2* þingfulltrúa á Alþingi þó hann eigi ekki rétt á nema 10 til 12. Þetta er ástæffa þess, aff Fram- sókn segir, aff meff baráttu fyrir réttlátari kjördæmaskipun sé veriff aff „svíkjast aff kjósend- um“. Meginhluti alls lýffræffissinn- affs fólks í landinu mun hins vegar greina kjarna þessa máls. Réttlætið verffur aff ná fram aff j ganga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.