Morgunblaðið - 11.06.1959, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 11.06.1959, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐ1B Fimmtudagur 11. júni 1959 Fimmti hluti allra skipa aðgerðalaus — Skipastóll heimsins eykst örar en þörf krefur sagði, for- seti alþjóðasiglingaráðstefnunnar í London, Finninn Birgir Krog- ius. Hann sagði, að fram hjá því yrði ekki komizt, að nú væru mjög ískyggilegar horfur i milli- landasiglingum, og margir ótt- uðust að líða kynnu mörg ár, áð- ur en ástandið batnaði. Hann sagði að nú væri einn fimmti hluti af skipastóli heimsins bur.d inn við bryggjur, og kenndi hann einkum um þeim ríkjum, sem leyfa skipum sínum að sigla undir fána ríkja, sem ekki hlíta alþjóðalögum um siglingar og að- búnað sjómanna. Með því að nota þessa fána geta skipaeig- endur aflað sér ódýrara vinnu- afls. Taldi Krogius að um 15 1 milljón tonn af skipastóli heims- ins sigldi undir slíkum flöggpm. Hljóta utanfararstyrk NÝLEGA hefur farið fram út- hlutun úr utanfarasjóði kennara við Iðnskólann í Reykjavík. Út- hlutað var til kennaranna: Aðal- steins Jóhannssonar, Haraldar Ágústssonar, Helga Hallgrímsson- ar og Kristins Péturssonar. Munu allir þessir kennarar sækja norrænt yrkiskólamót í Ósló í sumar. Stjórn utanfararsjóðsins skipa: Aðalsteinn Jóhannsson, formaður kennarafélags Iðnskólans, Sig- mundur Halldórsson, formaður skólanefndar, og Þór Sandholt, skólastjóri. Á SUNNUDAGINN var sjómanna dagurinn haldinn hér í Reykja- vík og fóru aðalhátíðahöldin fram á Austurvelli. Þar minnt- ist biskup landsins, dr. Ásmund- ur Guðmundsson, látinna sjó- manna, en frá því á síðasta sjó- mannadegi, hefur mikið skarð verið höggvið í sjómannastéttina og voru hinar gylltu stjörnur í minningarfánanum 49. Táknar það, að svo margir sjómenn hefðu látið líf við störf á hafinu. For- sætisráðherra og fulltrúar út- vegsmanna og sjómanna fluttu ræður af svölum Alþingishússins og gamlir sægarpar voru heiðr- aðir. Myndin hér að ofan er tek- in, er þeir höfðu verið sæmdir heiðursmerki sjómannadagsins. Lengst til hægri er Henrý Hálf- dánarson sem afhenti verðlaunin, þá Sigurður Gunnlaugsson, ald- ursforseti hinna heiðruðu, 88 ára, við hlið hans Jóhann Steinsson, vélstjóri og Jón Jóhannsson 75 ára, sem nýlega er hættur á sjón- um, en lengst til vinstri er frú Sólveig Jóhannsdóttir, kona Guð mundar H. Guðmundssonar, sem ekki gat sjálfur tekið við heiðurs- merkinu, því hann var á veiðum með togaranum Hallveigu Fróða dóttir. Er Guðmundur nú „ald- ursforseti" starfandi togarasjó- manna. \ Afreksverðlaunin, sem veitt eru þeim sjómönnum, er leggja líf sitt í hættu við björgun, voru að þessu sinni veitt Magnúsi Lorentssyni 1. vélstjóra á tog- aranum Kaldbak og Sigurði Krist jánssyni II stýrimanni á togar- anum Norðlendingi. N ý j u n g ! Amerískar uppþvoJíavélar Sjálfvirkair án rafmagns. Verð kr. 2.600 — Ný sending nokkur stykki óráðstöfuð. Laugavegi 68. — Sími 18066. Innlent fréttayfirlit í stuttu máli: Banaslys í Eyjum — Björgun á hafi úti Sementsskip sökk — Orðsendingar í landhelgisdeilunni Á Banaslys varð í Vestmanna- eyjum 4. júní. Þann dág voru fimm menn saman við eggja- töku úti í Bjarnarey. Meðal þeirra var Björn Ólafur Björns- son, 24 ára, til heimilis að Ból- staðarhlíð. Vildi þá það sviplega slys til að hann hrapaði fram af þverhníptri syllu í sjóinn. Strax var brugðið við, en lík Björns fannst ekki, og er enn ófundið. Björn Ólafur Björnsson bjó með móður sinni Ingibjörgu Ól- afsdóttur. Hann var starfsmaður í gjaldkeraskrifstofu Vestmanna eyjabæjar. Á Hér í Reykjavík urðu mjög miklar bruna- og vatnsskemmdir á húsi Halls Hallssonar tann- læknis, Breiðabliki við Sund- laugaveg, er eldur kom upp í rishæð hússins 2. júní sl. Þann sama dag brann mann- laus skíðaskáli Iþróttafélags Reykjavíkur, Valgerðarstaðir við Kolviðarhól. Var skálinn allur I. O. G. T. Hafnarf jörður! Hafnfirskir Templarar fara til Þingvalla á sunnud. 14. júní. Pantið far í síma 50186 (Jens Kristjánsson). 50642 (Lár- us Guðmundsson). — Nefndin. Stúkan Frón nr. 227 Fundur' í kvöld kl. 20,30. — Kosning embættismanna o. fl. — Kaffi eftir fund. — Æ.t. Samkomur Hjálpræðisherinn Sérstök samkoma í kvöld kl. 8,30. Foringjar frá fsafirði, Siglu firði og Akureyri taka þátt í samkomunni. Mikill söngur og hljóðfærasláttur. Deildarstjórinn stjórnar. Allir velkomnir. Fíladelfia Almenn samkoma kl. 8,30 e.h. Kristín Sæmunds og fieiri tala. Allir velkomnir. Félagjslíi Körfuknattleiksdeild K.R. Piltar. stúlkur: — Úti- og inni æfingar eru hafnar, og er næsta æfing í kvöld í K.R.-heimilinu. Tímarnir nafa breytzt sem hér segir: — Piltar mæti kl. 8. — Stúlkur mæti kl. 9. — Nýir fé- lagar velkomnir. Mætið stund- víslega. — Stjórnin. Vinna Hreingerningar Sími 22419. — Fljótir og vanir menn. — Árni og Sverrir. úr timbri og brann til ösku, en engu slökkvistarfi varð við kom- ið. Ac Norður á Akureyri urðu og talsverðar skemmdir á húsinu Þingvallastræti 39, en þar var kveikt í skúr áföstum við húsið. Brann skúrinn og á sjálfu hús- inu urðu nokkrar skemmdir sem fyrr segir. Á Varðskipið Ægir kom úr fyrra áfanga síldarrannsóknanna 5. júní. Dr. Hermann Einarsson leiðangursstjóri, skýrði frá því, að sér þætti horfur betri um síld veiði fyrir Norðurlandi, en þær hefðu vcrið undanfarin sumur, þar eð 3—4 árgangar íslands- síldar væru á heppilegum aldri til veiða. Rannsólcnir á sjávar- gróðri leiddu í ljós, að hann var heldur seinni til en venjulega Ac Bæjarráð hefur nýlega sam- þykkt að láta hefja lagningu hitaveitu í Sigtún, Laugateig og Hofteig, vestan Gullteigs og að hraðað skuli heildaráætlun um hitaveitu í Laugarneshverfið. ★ f fiskveiðideilunni við Breta gerðist það helzt að utanríkis- ráðuneytið afhenti brezka sendi- fulltrúanum mótmæli vegna þess að herskipið „Duncan" hindraði varðskipið Maríu Júliu í að taka brezka togarann „Lord Loyd“, er var að veiðum 8,7 mílur fyrir innan fiskveiðitakmörkin út af Ingólfshöfða. Jafnframt var afhent mótmælaorðsending út af árekstri þeim, er herskipið Chap- let olli við varðskipið Óðin. í framhaldi af mótmælaorðsend- ingunni út af valdbeitingu skip- herrans á „Duncan" var lögð fram skýrslu um málið. Skip- stjórinn á Maríu Júlíu og yfir- menn, báru það fyrir sjódómi, að Anderson sjóliðsforingi, hefði í orðsendingunni til Lárusar Þor- steinssonar, skipstjóra á Maríu Harður árekstur KLUKKAN níu í gærkvöldi varð mjög harður árekstur á gatnamót um Eiríksgötu og Barónsstígs. — Voru það sendiferðabíll, R-9494, og vörubíll, R-3107, sem rákust á og er sendiferðabíllinn talinn ger- ónýtur. Engin slys urðu á mönn- um. Júlíu tilkynnt að brezka herskip- ið myndi án tafar skjóta kúlu- skoti að varðskipinu, ef það hefð ist frekar að gegn togaranum. Hafði Anderson þá látið beina byssum herskipsins að varðskip- inu og voru allar byssur mann- aðar sjóliðum, sem aðeins biðu fyrirskipunar Andersons um að skjóta. Við svo búið og eftir harðorð mótmæli frá skipstjóra varðskipsins, hafðist það ekki frekar að. Togaranum var þó áfram veitt eftirför og það á haf út, er hann sigldi heim til Bret- lands 3. júní sl. -Ar Á sunnudagsmorguninn sókk danska flutmngaskipið Dacia úti fyrir Selvogi, er það var á ieið til Þorlákshafnar með 350 æstir af sementi frá sementsverksmiðj- unni á Akranesi. Vissu skips- menn ekki fyrri til, en mikil slag síða kom á skipið og það tók að sökkva. Skipshöfnin 8 far- þegar, kona með tvö börn, yf- irgáfu skipið í skyndi, í björgun- arbáta, og komu í land í Seiv jgi. Talið er að hnoð hafi losnað í botni skipsins. Eigandi þess er Caspersen skipstjóri og nokkrir af áhöfn hans. Skipið hefur ver- ið leigu hjá Sementsverksmiðju ríkisins til flutnings á sementi hingað til Reykjavíkur og hafna hér við Faxaflóa Það gat borið um 350 :onn af semer.ti. ★ Túnasláttur hófst hér við Reykjavík 6 júní, er túnin heima við stórbýlið Lund í Fossvogi, voru slegin. ic Tveim mönnum var bjargað á síðustu stundu frá drukknun út af Barða að morgni 3. júní. Hafði dekkbyggðum trillubát, sem þeir voru á, hvolft, er straumhnútur reið á bátinn. — Mennirnir, sem eru frá Þingeyrí, Jón Árnason og Skarphéðinn Njálsson, báðir liðlega fertugir, komust á kjöl. Jón var með öiiu ósyndur, en náði taki á fæti fé- laga síns. Þeir voru svo á kili í rúman hálftíma og var báturinn stöðugt að þyngjast. Utar var vélbáturinn Flosi frá Þingeyri, skipstjóri -.eifur Þorbergsson. Hann var að færa sig nær landi í von um betri afla, er hann kom auga á einhverja þúst á sjónum. Er hann kom nær á bát sínum, sá hann hina nauðstöddu menn. Um leið og báturmn renndi upp að mönnunum til bjargar, sökk trillan og báðir fóru í sjóinn, en skipverjum á Flosa tókst að koma kaðli til annars en bjarg- hring fil hins og tókst þannig að bjarga þeim. Víst er, að hefði Flosi komið seinna að, hefðu mennirnir báðir drukknað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.