Morgunblaðið - 11.07.1959, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.07.1959, Blaðsíða 9
LaUgardagur 11. júlí 1959 MORGVNBLAÐIÐ Sinfóníuhljómsveitinni vel fagnað nyrðra SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT íslands I Á mánudagskvöld voru tön- er um þessar mundir á tónleika- leikar í Bifröst á Sauðárkróki og för um Norður- og Austurland, |á þriðjudagskvöld í Nýja Bíó á eins og áður hefir verið sagt frá í fréttum. Stjórnandi hljómsveit- arinnar er Róbert Abraham Ottós son og einsöngvarar í förinni Sig urður Björnsson og Guðmundur Jónsson. Alls eru í förinni nærri 40 manns. Fyrstu tónleikarnir voru haldn ir í Reykjaskóla í Hrútafirði s.d. sunnudaginn 5. þ.m. í lok þeirra ávarpaði Ólafur Kristjánsson skólastjóri hljómsveitarmenn, en framkvæmdastjóri hljómsveitar- innar þakkaði með nokkrum orð- St. Lawrence-siglingaleiðin Hin nýja siglingaleið mun hafa mikil áhrif á voruflutninga og utanríkisviðskipti HINN 26. júní s.l. var St. Law- rence-siglingaleiðin vígð við hátíðlega athöfn, en hún hafði þá verið í notkun um tveggja mán- aða skeið. Eins og kunnugt er, hefur þetta mikla mannvirki gert stórum skipum kleift að sigla upp til vatnanna miklu, eða samtals yfir 3800 km leið ínn í meginland N.-Ameríku. Hugmyndin að þessari sigimga leið, sem nú er orðin að veru- leika, er áratuga gömul, en ýmis- legt varð til að tefja framkvæmd ir, enda skoðanir nokkuð skipt- ar um nauðsyn þeirra eins og gengur. Einkum snerust járn- brautafélög í austurhluta Banda- ríkjanna gegn þessum áætlun- rum, svo og hafnarborgir við Atlantshafsströndina og Mexíkó- flóann. Aftur á móti hafa Kanada menn lengi verið svo til ein- huga um nauðsyn þessara fram- kvæmda. En áhuginn fór stöðugt vaxandi í Bandaríkjunum og hefur það án efa haft sín áhrif, að járnnámurnar miklu í Minne- sotaríki eru nú mjög gengnar til þurrðar, en auðugar járnnámur hafa fundizt í Labrador og þang- að leita nú stáliðjuver Banda- ríkjanna í æ ríkara mæli eftir hráefni. Og þá ber að minnast þess, að St. Lawrence-siglinga- leiðin er í rauninni ekki alveg ný, heldur hefur hún lengi ver- ið fær litlum skipum, en ekki hefur þótt svara kostnaði að flytja mikið með þeim. í samræmi við meiri áhuga Kanadamanna og það, að tal- ið er að siglingaleiðin sé þeim meira virði en Bandaríkjamönn- um, hafa þeir fyrrnefndu lagt mun meira í fyrirtækið eða 340 millj. dollar, en hinir síðar- nefndu um 130 millj. dollara. En Kanadastjórn fékk framlag sitt aftur á móti lánað hjá ríkis- sjóði Bandaríkjanna og mun lánið greitt með tollatekjum af siglingum um skipaleiðina. Siglingar og utanríkisviðskipti Um hina nýju siglingaleið geta farið skip, sem bera allt að 10 000 tonn af vörum, eða um 80% af kaupskipaflota heimsins. Jafn- framt eru Mið-Vesturhéruð Bandaríkjanna og Kanada búin að fá greiðan aðgang að skipa- flutningum, en í þessum héruð- um búa 60% af íbúum N,- Ameríku og 65% af heildariðn- aði landanna er staðsettur þar. Samkeppnisaðstaðan á erlend- um mörkuðum mun því batna verulega, en hitt er ekki síður mikilvægt, að aðrar þjóðir, og (þá ekki sízt Evrópuþjóðirnar, munu eiga greiðan aðgang að þessum mikla markaði. Er ekki ólíklegt, að fslendingar komi til með að njóta einhvers góðs af þessu; fyrst og fremst vegna út- flutningsafurðanna, en einnig vegna almennra siglinga. Sigl- ingaleiðin frá höfnum í V,- Evrópu til St. Lawrence-árinn- ar liggur töluvert norðar en hin venjulega siglingaleið til New York, og þótt ísland liggi enn norðar er ekki útilokað, að þetta geti haft einhverja þýðingu fyr- ir ísland í framtíðinni. Þrátt fyrir hinn mikla iðnað við vötnin miklu, er talið, að af flutningum um siglingaleiðina verði fullunninn varningur í miklum minnihluta, en mest verði flutt af: Korni (einkum hveiti), járngrýti, kolum, olíu, trjákvoðu og dagblaðapappír, en flutningar á því síðastnefnda eru geysimiklir. Aukinn lerðamannastraunuur Þó að St. Lawrence-siglinga- leiðin sé fyrst og fremst mikil- væg vegna vöruflutninga, þá er talið að hún muni einnig verða töluverð ferðamannaleið. í þessu sambandi má nefna, að „Fjell- Oranje Line“, sem er norskt- hollenskt skipafélag, er að láta byggja tvö skip, sem auk venju- legs farms eiga að geta flutt 115 farþega á einu farrými. Skip- in munu ganga 16Vz milu og verða í förum milli Vestur- Evrópu og hafna við St.-Law- rence-fljót og vötnin miklu. Lægri flutningskostnaðUr Þrátt fyrir allar framfarir í flutningum' á landi og í lofti, þá eru flutningar með skipum langódýrastir, svo sem verið hefur, og því ódýrari, því þyngra og fyrirferðameiri sem það er, sem flytja á. Skip, sem nú kom- ast stærst upp í vötnin miklu, geta borið fimm sinnum meira, og í sérstökum tilfellum jafnvel tíu sinnum meira vörumagn, en litlu skipin, sem áður gátu siglt þar um hina gömlu, en litlu skipastiga, er fyrir voru. Þrátt fyrir þennan stærðarmun eru oft litlu fleiri skipsmenn á stóru sRipunum og allur annar kostn- aður einnig tiltölulega miklu minni. Vörum til útflutnings, sem áður fóru yfirleitt með járn- brautarlestum til hafnarborga við Atlantshaf, einkum New York, mun nú skipað um borð í hafskip í borgum eins og: Toronto, Detroit og Chicago. Get ur þá í sumum tilfellum sparast umskipunarkostnaður, sem er augljóslega mjög mikilvægt. En þó að kostirnir við hina nýju siglingaleið séu miklir, þá fylgja henni einnig nokkrir ó- kostir og er sá langstærstur, að leiðin er lokuð allt að 4 mánuði á ári vegna ísa. Skipaeigendur verða þá að finna önnur verkefni fyrir skip sín, og getur það verið erfiðleikum bundið. Og þó að all ur hinn fyrirferðameiri varning- ur geti beðið, eða sé látin bíða meðan siglingar eru tepptar, þá er ýmislegt, sem á veturna verð- ur eftir sem áður að flytja til borganna við Atlantshafið. Aðrir ókostir eru flestir tímabundnir og munu hverfa, þegar athafna- lífið hefur til fulls aðlagast hin- um nýju aðstæðum er siglinga- leiðin skapar. Áætlanir um flutningsmagn Löngu áður en framkvæmdir hófust við St. Lawrence-siglinga- leiðina, voru gerðar áætlanir um hve búast mætti við miklum flutningum eftir að verkið væri fullgert, enda gat það ekki borg- að sig, nema fullvíst þætti að flutningarnir yrðu ekki undir á- kveðnu lágmarki. Síðustu áætl- anir gera ráð fyrir, að flutn- ingarnir muni nema allt að 25 millj. tonna á árinu 1959 og tvöfaldast á næstu tíu árum þar á eftir. Er gert ráð fyrir að járn- grýtisflutningar muni árið 1969 nema 'allt að 40% af heildar- flutningunum, eða um 20 millj. tonna. Járngrýtisflutningarnir munu þá að mestu leyti vera vestur á bóginn, eða upp ána, en hveiti- flutningarnir eru aftur á móti mjög miklir niður ána, og'má gera ráð fyrir að svo verði áfram í framtíðinni. í sambandi við járngrýtið hef- ur verið rætt um, að e. t. v. verði nokkur hluti þess flutt- ur helmingi skemmri leið, en nú er gert. Það er frá námunum í Labrador til stáliðjuveranna við Erie-vatnið. Stendur þetta í sam- bandi við áætlanir um að reisa stálbræðslur við neðanvert St. Lawrence-fljót, austan Montreal. Myndu kol til þeirra þá keypt í Bandaríkjunum. En þó að venju- lega sé talið hagkvæmara, að flytja járngrýtið til kolanna, get- ur í þessu tilfelli reynst hag- kvæmt að flytja kolin einnig, því að þau skip sem flyttu járn- Bacon-tolluiifin LONDON, 8. júlí. — Bretar hafa boðizt til þess að afnema bacon- tollinn af innflutningi frá Dan- mörku, ef samkomulag næst um stofnun „litla“ fríverzlunarsvæð- isins, sem sjö Evrópulönd hafa nú í huga. grýtið alla leið myndu geta tek- ið kol hálfa leið til baka. Gæti þá sýnst enn hagkvæmara að reisa járnbræðslur í Labrador og hafa skipin full alla leið, í báð- ar áttir, en það land er nær ó- byggt og mun vera mjög erfitt að hefja þar framkvæmdir í stórum stíl utan þess námurekst- urs, sem þegar er fyrir hendi. Siglufirði. Allir þessir tónleikar hafa verið vel sóttir og móttökur áheyrenda með afbrigðum góðar. Að loknum tónleikunum á Siglu- firði bauð bæjarstjórnin kQmu mönnum til kaffidrykkju. Sigur- jón Sæmundsson bæjarstjóri á- varpaði gestina og sagði m. a., að mestur auðfúsugestur á Siglufirði á þessum tíma árs væri að sjálf- sögðu síldin, en næst henni gengi Sinfóníuhljómsveitin. Þetta létu hljómsveitarmenn sér vel líka. Hljómsveitin hefir haft bæki- stöð í Hólaskóla þessa daga og jafnan ekið „heim að HólunV* að tónleikum loknum. Eru hljóm- sveitarmenn mjög þakklátir Kristáni Karlssyni skólastjóra fyr ir þá velvild að lána skólahúsið í þessu skyni og fyrir alla aðra fyr- irgreiðslu í því sambandi. Miðvikudagskvöldið 8. júlí voru tónleikar haldnir að Laugar borg, hinu nýja félagsheimili að Hrafnagili í Eyjafirði, og á fimmtudagskvöld í Akureyrar- kirkju. Á Akureyrartónleikunum var einleikari cellósnillingurinn Erling Blöndal Bengtson. Auk hans komu einsöngvaranir báðir fram á þessum tónleikum. í gærkvöldi voru svo tón- leikar í samkomuhúsinu á Húsa- vík og í kvöld í félagsheimilinu Skjólbrekku í Mývatnssveit. Hafnarbœtur og hús- byggingar fyrirhugaðar á Bíldudal BÍLDUDAL, 9. júlí. — Ágæt tíð er hér um þessar mundir og eru heyannir víðast hvar byrjaðar. Útgerð Afli hjá handfærabátum hefur verið góður, þegar gefið hefur á sjó, en gæftir hafa hins vegar ekki verið góðar upp á síðkastið. Mb. Geysir, sem er 39 lestir að stærð, mun senn byrja rekneta- Veiðar tg er Friðrik Ólafsson skipstjóri, togarinn Pétur Thor- steinsson er væntanlegur inn úr fyrstu veiðiferð sinni um eða eftir helgina. Ekki hefur frétzt hvernig honum hefur gengið síð- ustu dagana, en framan af aflaði hann lítið. Aðstaða til nýtingar afla mun annars batna með fyrir- huguðum kaupum ísvélar í frysti húsið. Þá má í þessu sambandi geta þess, að ráðgert er að byrja hafnarframkvæmdir innan skamms. Meira vatn Unnið er að því að fullnýta vatnið hér um slóðir, en það er lítið sem kunnugt er. Þannig er nú tekið Vatn úr tjörninni hér í þorpinu til frystihússins. Vatnið hefur fram til þessa runnið úr fjallinu í gegnum tjörnina til sjávar, en nú er áformað að loka farveginum um tjömina, þurrka hana upp og gera íþróttasvæði á staðnum. Standa vonir til að það megi takast. Vegabætur og húsbyggingar Vegavinnuflokkur vann um skeið að endurbótum á veginum héðan yfir fjallið til Tálknafjarð- ar, en vegurinn var mjög lélegur. Þessum framkvæmdum er nú lokið um sinn, enda þótt mikið skorti enn á að vegurinn sé í viðunandi ástandi. Fór vinnu- flokkurinn til Patreksfjarðar. Um byggingarframkvæmdir er að lokum það að segja, að unnið er við byggingu tveggja minni íbúðarhúsa og bráðlega verður byrjað á fleirum. — Fréttaritari. Um 200 kirkjukónu hérlendis AÐALFUNDUR Kirkjukórasam- bands íslands var haldinn fimmtudaginn 25. júní sl. á heim- ili söngmálastjóra þjóðkirkjunn- ar, Sigurðar Birkis, Barmahlíð 45, Reykjavík. Mættir voru full- trúar frá 12 kirkjukórasambönd- um víðs vegar af landinu. Fund- arstjóri var kjörinn séra Þor- steinn B. Gíslason, prófastur í Steinnesi, og fundarskrifarar þeir Baldur Pálmason, útvarps- fulltrúi, og Jón ísleifsson, organ- leikari. Formaður Kirkjukórasam- bandsins, Sigurður Birkis, söng- málastjóri, flutti skýrslu um lið- ið starfsár. Hann gat þess að sex kirkjukórar hafi verið stofnaðir á starfsárinu og væru þeir nú orðnir um 200 talsins um ger- vallt landið. 51 kór naut söng- kennslu á vegum Kirkjukóra- sambands Islands í samtals 73 vikur, fjórtán organleikarar og organleikaraefni stunduðu nám í Söngskóla þjóðkirkjunnar og ellefu sóttu námskeið á vegum Kirkjukórasambands íslands. — Kennari námskeiðsins var Kjart- an Jóhannesson. Sex kirkjusöng- mót voru haldin á starfsárinu og 57 kirkjukórar sungu 80 sinnum opinberlega auk söngs við allar kirkjulegar athafnir. Þá las féhirðir reikninga sam- bandsins og voru þeir einróma samþykktir, svo og fjárhagsáætl- un þessa árs. Mikill áhugi og einhugur ríkti á fundinum fyrir söngmálum þjóðkirkjunnar og var. söngmála- stjóra, Sigurði Birkis, og stjórn- inni í heild, þakkað vel unnið starf á árinu. Stjórn Kirkjukórasambands Is- lands skipa: Sigurður Birkis, söngmálastjóri, formaður; Jón ís- leifsson, organleikari, ritari; séra Jón Þorvarðarson, prestur, gjald- keri; Jónas Tómasson, tónskáld, ísafirði; Eyþór Stefánsson, tón- skáld, Sauðárkróki; Bergþór Þor- steinsson, organisti, Reyðarfirði, og Hanna Karlsdóttir, frú, Holti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.