Morgunblaðið - 31.07.1959, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.07.1959, Blaðsíða 3
!Föstudagur 3Í. júlí 1959 IIORCVNBLAÐ1Ð 3 420 manns fara um helgina í Þórsmörk Þórsmörk og Landmannalaugar vin- sælustu ferðamannastaðirnir I SUMAK hefur verið meiri ferðamannastraumur um Iand- ið en í fyrra, enda hefur ferð- um ferðaskrifstofunnar yfir- leitt fjölgað. Kemur þeim saman um að þátttaka í hóp- ferðum hafi aukizt. ★ Um óbyggðir Geysilegur fjöldi fólks leggur leið sína út á land og upp í óbyggðir um verzlunarmanna- helgina. Hjá ferðafélögunum er orðið fullt í flestar ferðir og bíV skortur veldur að ekki er hægt að sinna öllum beiðnum um far. Ferðafélag íslands eitt fer með 15 stóra bíla á 4 staði með yfir 400 manns. ><• I Þórsmörk Ferðir í Þórsmörk virðast eftirsóttastar. Þangað fer um helmingurinn af ferðalöngun- um frá Ferðafélaginu og blað- inu er kunnugt um í allt 18 bila sem fara þangað með um 420 manns 8 frá Ferðafélagi islands, 7 frá Ferðaskrifstof- unni og 3 frá Fáli Arasyni, auk bíls, sem þangað kemur úr lengri ferð. Næst vinsælasti staðurinn um verzlunarmannahelgina virðist vera Landmannalaugar. Veit blaðið um 4 langferðabíla frá ferðafélögum, sem þangað fara. Þetta er í fullu samræmi við það sem verið hefur í sumar. Þórs- mörk hefur verið lang mest sótt af öræfaförum og því næst Land- mannalaugar. ★ Fjallabaksvegur Að sjálfsögðu leggja margir leið sína á aðra staði uppi í óbyggðum. Guðmundur Jónasson fer t.d. Fjallabaksleið með 3 bíla og komast færri en vilja í þá ferð. Ferðaskrifstofa ríkisins fer á Snæ fellsnes og Ferðafélagið í Breiða- fjarðareyjar og í þremur bílum á Kjöl. Ferðafólk á vegum Páls Arasonar kemur á Hveravelli í tveim bílum, að norðan og sunn- ar og Guðmundur Jónasson send ir bíl í Þjófadali. Auk þess ferð- ast að sjálfsögðu sæmrri hópar á eigin vegum, og utan helgar- ferðanna eru í gangi fjölmargar lengri sumarleyfisferðir. Lengsta brautin orðin 1,870 m NORÐUR SUÐUB flugbraut- in á Reykjavíkurflugvelli hef- ur nýlega verið lengd til suð- urs, út í Nauthólsvíkina. Þessi lenging, sem er um 440 fet hefur nýlega verið malbikuð — og er þessi lengsta braut á Reykjavíkurflugvelli því orð in 5,600 fet, eða um 1,870 m Næst lengsta brautin, sú, sem liggur upp að Öskjuhlíðinni, er 4,555 fet, en stytzta brautin, sem liggur upp í krikann við Pólana, er 4,140 fet. Sú braut er sjaldan notuð og er óupp- lýst. Bindindisþing STAFANGRI, 27. júlí, NTB. — í dag söfnuðust bindindisfrömuðir frá Danmörku, Finnlandi, Fær- eyjum, íslandi, Noregi og Svíþjóð saman í Stafangri til 21. norræna bindindisþingsins, sem stendur yfir alla þessa viku. Slik þing þgfa verið haldin þriðja hvert ár sðanl8Ö5 og hafa ofannefnd lönd skipzt á um að halda þau. Liðin eru 21 ár síðan slíkt þing var síðast haldið í Noregi. í stjórn ráðstefnunnar eiga sæti Einar Gerhardsen forsætis- ráðherra Noregs, Gudmund Harle félagsmálaráðherra, Mart inussen biskup, Paul Ingebretsen þingmaður og Tjalve Gjöstein formaður bindindishreyfingarinn ar í Stafangri. Öll bindindisfélög Noregs, alfs 18 talsins, standa að ráðstefnunni, sem kostar 22.000 norskar krónur. Þessi mynd var tekin í gærkvöldi á tröppum Þjóðleikhús- kjallarans af forstjóra sölu- og innkaupastofnunar Sovétríkj- anna, Stevanov, sem staddur er hér í bænum og viðræður hafa farið fram við um viðbótarsölu á síld til Rússlands. Hann er til háegri handar og með honum á myndinni er sendiherra Sovétríkjanna hér, Alexandrov. Þeir snæddu kvöldverð í Þjóðleikhúskjallaranum með forráðamönnum Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna. — í gærdag skoðaði forstjórinn hraðfrysti- hús Júpíters og Marz við Kirkjusand. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Góð tíð v/ð Mývatn SÍÐARI hluta júnímánaðar og það sem af er júlímánuði, hefur tíðarfar verið framúrskarandi hagstætt. Öðru hvoru hefur rignt, stundum allmikið, en þess á milli hafa komið ágætir þurrk- dagar, venjulega fleiri dagar í einu svo hægt hefur verið að þurrka til fulls það hey, sem fyr- ir hefur legið. Stöðug hlýindi hafa verið og það jafnt þó rigndi. Mynd þessa tók ljósmyndarl Mbl. á miðvikudagskvöldið, þegar hann flaug yfir Siglufjörð. Sólarliringinn á undan höfðu 91 skip landað og voru allar verksmiðjur í fullum gangi, eins og myndin ber með sér. Grasspretta hefur því verið með ágætum. Sumir eru þegar farnir að slá öðru sinni þær túnskákir, sem fyrst voru slegnar. 1 gær komst hitinn upp í 25,5 gráður í forsælu. Sllungsveiði hefur verið ágæt í Mývatni og mikið stunduð. Varplöndin urðu fyrir miklum áföllum í sumar, fyrst vegna hretanna í júní, því þá varð fjöldi af fuglum að yfirgefa hreiður sín vegna snjóa, og þar við bættist að minkar og hrafn- ar lágu mjög í varpinu. Mink- arnir gerðu víða mikið tjón, til dæmis eyðilögðu þeir að mestu varpið í Slútnesi og fleiri góð- um varplöndum. Margir minkar voru drepnir, en sóknina gegn þeim þarf að herða að miklum mun og skipuleggja hana betur en gert er, til að ná góðum árangri. Hrafnarnir voru mjög umsvifamiklir í varplöndunum og þó mikið væri skotið af þeim, gerðu þeir þó mikið tjón. Þegar júníhretin komu, var mikið af spörfuglum búið að unga út, en flestir dóu ungarnir í hretunum, vegna kulda og fæðuskorts. Undanfarna daga hefur flug- vél verið að dreifa áburði og fræi yfir sandlendið norður af Sandvatni, milli Laxárdals og Mývatnssveitar, og víðar. Flug- vélin mun dreifa þarna rösklega 40 tonnum af áburði og allmiklu af fræi. Flugvélin er frá flug- skólanum Þyt og vinnur á vegum Sandgræðslunnar. Starfsemi vél- arinnar er ómetanleg, því nú má segja að menn eygi möguleika til að græða upp landið í marg- falt stærri stíl, en menn áður hafði dreymt um að hægt væri að gera. Má segja að fólkið í landinu eigi þeim mönnum mik- ið að þakka sem fyrir þessu standa og að þessu vinna. Mjög mikið af útlendingum hefur verið hér á ferð undan- farið. Má segja að oft hafi heyrzt meira töluð erlend mál en ís- lenzka á hótelunum. Jóhannes. STAKSTEINAR Eysteinn kaus Einar Þjóðviljinn ræðir í gær skrif Timans um forsetakosningarnar á Alþingi og segir: „Lítinn hljómgrunn mun sá áróður Tímans finna að með sam komulagi þriggja flokka um for- setakosningar á Alþingi hafi Al- þýðubandalagið eða Sósialista- flokkurinn hlaupið frá fyrri af- stöðu og stefnumálum. Þegar stjórnarskrárfrumvarpið var til 1. umræðu í neðri deild reyndi Eysteinn Jónsson að blása þetta samkomulag út sem skuggalegan stjórnmálaviðburð er hlyti að hafa djúptækar afleiðingar í is- Lenzku stjórnmálalífi. Og Tíminn hamrar dag eftir dag á því sama. í þeim umræðum henti Einar Olgeirsson góðlátlegt gaman af þessu samblásturstali Eysteins. Þegar Eysteinn vitnaði til að margt ljótt hefðu þeir Einar og Bjarni Benediktsson sagt hvor um annan á undanförnum árum, minnti Einar hann á að Eysteinn og hann hefðu ekki alltaf verið beint hlýlegir í umtali hvor við annan, en engu að síður hefði þó allur Framsóknarflokkurinn stutt sig til þess að hljóta kosningu sem forseti neðri deildar og hann stutt Eystein sem fjármálaráð- herra í tvö og hálft ár“. Vanþakklætið til Hermanns Enn segir Þjóðviljinn: „Alþýðubandalagið hefði haft stjórnarsamstarf við Framsóknar flokkinn, enda þótt hann væri harðsvíraður hernámsflokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn, og væri reiðubúið að hafa sam- starf við þá flokka og Alþýðu- flokkinn um hvert það mál scm alþýðu landsins er til hagsbóta. -------„Og það situr sízt á £y- steini Jónssyni, sem nýkominn er úr hálfs þriðja árs stjórnarsam- vinnu við Alþýðubandalagið að býsnast út af því að aðrir hafi samið við okkur um svo lítið mál sem forseta- og nefndakosningar á Alþingi“, sagði Einar.“ Hvað sem menn telja, að sitji á Eysteini Jónssyni, lýsir það liti- um þakklætishug kommúnista tii Framsóknar að kalla hana „harð- svíraðan hernámsflokk". Var það ekki Hermann Jónas- son sem sagði, að betra væri að vanta brauð en hafa her í landi? Var það ekki sami Hermann, sem siðan samdi um áframhaldandi dvöl hersins og fékk fyrir það ýms fríðindi, m. a. samskotalán- in frægu? Eftir alla þá frækilegu sjálf- stæöisbaráttu er von, að sann- trúuðum Framsóknarmönnum þyki það óskiljanlegt vanþakk- Iæti, að allir — og þó sérstak- lega kommúnistar — telji Her- mann ekki sjálfkjörinn í „sæti Jóns Sigurðssonar“. Römm er sú taug Hrellingar Framsóknar eru margvíslegar um þessar mundir. Nokkrar sárabætur fengu þeir þó við val trúnaðarmanna á Alþingi. Finnbogi Rútur Valdimarsson kaus Pál Zophoniasson fyrir for- mann landbúnaðarnefndar efri deildar. Af því má sjá, að römm er sú taug, scm enn er þarna á milli. Tíminn ætti því ekki að vera allt of beizkur í garð komm únista. Hver veit nema þetta lagist allt saman áður en varir? Þjóðviljinn og Tíminn hafa t. d. síðustu dagana fengið það sam- einingarmál að vonzkast út af skipun séra Jóhanns Hannessonar í prófessorembætti við guðfræði- deild. Enn liggja óteljandi taugar á milli til Eysteins ekki síöur en Páls Zoph. og Hermanns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.