Morgunblaðið - 14.08.1959, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.08.1959, Blaðsíða 3
Fosfuðagur 14. ágúst 1959 MORCVNBLAÐ1Ð 3 Síldarbræðslan I Neskaupstað og kaupstaðurinn í baksýn. — Fremst á myndinni sést mjölleiðslan, sem flytur sildarmjölið til mjölhússins. — FYKIR síðustu helgi veiddist nokkur síld út af Austfjörðum eins og kunnugt er af fréttum. Komu um 60 bátar inn til Nes- kaupstaðar fyrir og um helgina og margir þeirra með einhverja síld. Var löndunarbið hjá verk- smiðjunni og komust þeir síð- ustu ekki að fyrr en seint á þriðjudag. Er síldin orðin mjög skemmd er hún hefur legið svo lengi í bátunum og mun verra hráefni en þyrfti að vera. Síld- arbátarnir hafa heldur hvorki aðstöðu til að salta aflann um borð né bera í hann rotvarnar- *<$><$<&$<$<$<íx$<§x$>®<&<$<ex$>$x$x$>$><$<3><$*$> Þrær verksmiðj- I unnar alltof I litlar I >&$><$>G>Q><S><S><$><Q><$>Q><$><$<$><$<$><S>Q><®<$<$<§><$> efni, sem Norðmenn nota er þeir eru lengi hér á íslandsmiðum og veiða í bræðslu heima fyrir. Þrærnar eru of litlar — Síldarbræðslan hérna þyrfti að taka þrjátíu þúsund mál, sagði skipstjóri, sem tíðindamaður blaðsins átti tal við í Neskaup- stað á mánudaginn. Það er reyndar ekki svo mikið tjóh að þessari löndunarbið ur því bræl- an kom hvort eð var, hélt hann áfram, en ef veður hefði haldizt hefðu margir siglt með aflann til Raufarhafnar heldur en bíða hér eftir löndun dögum saman. — Víðar kvað við svipaðan tón og var það samróma álit síldarskip- stjóra, sem lágu inni í Neskaup- stað, að mjög væri aðkallandi að auka þróarrými verksmiðjunn- ar þar. Síldarverksmiðjan í Neskaup- stað stendur syðst í þessum fjórtán hundruð manna bæ og vekur það fyrst athygli er að henni er komið hve allt er þokka- legt þar í kring og furðulítil ólykt af bræðslunni, sem þó er algengt í grennd við síldarverksmiðjur. Inni er verksmiðjusalurinn hreinn og þokkalegur og loft- ræsting mjög góð og sér milli horna inni þó allt sé í fullum gangi. Konur í síldarverksmiðju Konur vinna þarna í verk- smiðjunni við hlið karla og að- spurðar segja þær okkur að þær hafi jafnhátt kaup og þeir, en mörg störf í síldarverksmiðju eru á engan hátt ofvaxin konum ef þær á annað borð þola hitann ,fOg andrúmsloftið. Ingi Sæmundsson, verksmiðju- stjóri, er á þönum víðs vegar um verksmiðjuna til að fylgjast með Það þarf að salta sildina mikið um leið og hún kemur í þrærnar, ekki sízt þegar bátarnir hafa lengi beðið eftir löndun. vinnslunni og líta eftir vélunum, en gefur sér þó tíma til að spjalla við okkur stundarkorn. — Vinnslan hefur gengið ágæt- lega það sem af er, segir Ingi, og höfum við fengið um 40 þúsund mál til bræðslu í sumar. Þrærnar eru bara alltof litlar. Var í upp- hafi gert ráð fyrir því, að þrær verksmiðjunnar tækju 20 þús- und mál, en enn er ekki búið að byggja þrær fyrir nema tíu þús. mál. ifif þrær verksmiðjunnar hefðu tekið tuttugu þúsund mál, þá væru þessi skip öll farin út aftur og sum þeirra væru vænt- anlega komin inn aftur með afla. Þetta er í annað skipti í sumar, sem öll skip stöðvast í aflahrotu vegna rúmleysis í þrónum hérna. Vantar mjölhús og lýsisgeyma — Verksmiðjan vinnur úr 2500 málum á sólarhring, en við gæt- um aukið vinnsluna upp í 3000 mál ef við fengjum fé til að bæta við skilvindu og fá stærri kvörn. Það hefur ekki fengizt. Þá vantar enn til verksmiðjunn- ar mjölhús og lýsisgeyma. Mjölinu er blásið eftir leiðslu til bragga, sem þó rúmar ekki mikið, en þaðan er mjölsekkjun- um svo ekið á bílum. í mjöl- skemmunni vinna ungar stúlkur við að setja poka undir trektina, sauma fyrir þá og aka þeim frá á trillum. Er síldarmjölið sekkj- að í 50 kg. poka og segir Jón Einarsson mjölstarfsmaður okk- ur að starfið gangi miklu betur og afköst séu meiri síðan hætt Síldin fellur í þróna eftir langa ferð með löndunarfæriböndum. var að sekkja í 100 kg. pokum. Mestu afköst verksmiðjunnar eru 50 pokar á klst., en 38 til 40 pokar til jafnaðar. ★ Á leið frá síldarverksmiðjunni verður oss hugsað til þess hvert tjón það getur stundum skapað þjóðarbúið að spara til þjóðþrifa- framkvæmda. Þegar þetta er rit- að er aftur komin síld úti fyrir Norðfjarðarhorni, en enn mun verða löndunarbið í Neskaup- stað. — J. H. A. STAKSJHM „í öfuga átt“ Nokkur drátóur hefur orðið á því, að Tíminn rekti efni eða birti í heild ræðu Bjöms Pálssonar um stjórnarskrárbreytinguna. Loks í gær birti blaðið „kafla úr“ ræjf- unni. Bendir það til þess, að ekki hafi forráðamönnum Framsókn- ar þótt klókiegt að halda á lofti öllu því, sem Björn sagði. Björn skortir enn reynslu af samneyti við Framsóknarbrodd- ana og er þess vegna um sumt opinskárri en þeim líkar. Björn segir t.d.: „Kommúnisminn og lýðræðið eiga ekki samleið. Þeir vilja rífa það niður, sem við viljum treysta. Lýðræðisflokkarnir geta notað komma fyrir áttavita, því að þeir verða ekki áttaviltir. Það verður bara að fara í öfuga átt við það sem vísirinn veit hjá kommum. Ég hélt að háttvirtur 1. þingmað- ur Reykvíkinga vissi þetta en í þessu tilfelli, viðvíkjandi þessu máli, fer hann í sömai átt og hátt- virtur 3. þingmaður Reykvíkinga. Hann virðist í þessu tilfelli ekki þekkja á áttavita kommúnis- mans“. Hér segir Bjöm berum orðum það, sem einkennir stefnu Fram- sóknar öðru fremur: Hún fer sjaldnast eftir málefnum, heldtur lætur sér nægja að vera á móti þeim málum, sem flutt eru af mönnum, sem hún hverju sinni er á móti. Átti að hlaupa frá ábyrgð? f hverjar ógöngur þessi nei- kvæði hugsanargangtur Framsókn ar leiðir fylgismenn hennar sést glögglega af orðum Björns um aðdraganda V-stjórnarinnar. „Sjálfstæðismönnum gramdist við Framsóknarflokkinn við stjómarslitin 1956. Ég hef aldrei álitið að það væri öðru um að kenna en verkfallinu 1955. Það ma deila um hvort stjórnin átti að láta undan í því verkfalli, en það var gert. Eðlilegast hefði ver ið að stjórnin hefði þá strax sagrt af sér og beðið þá flokka sem að verkfallinm stóðu að taka við, því sjáanlegt var, að hún gat ekki ráðið við verðbólguna úr því sem komið var. Óhjákvæmilegt var að gera þá flokka ábyrga sem að verkfallinu stóðu. Sjálfstæðismenn höfðu staðið heiðarlega með Eysteini Jónssyni f jármálaráðherra í því að hafa fjármálin í lagi. Þjóðar- tekjumar uxu mjög á árunum 1953—1955 og menn vom farnir að hafa trú á gjaldmiðlinum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki ástæðu til að ásaka Framsóknar- flokkinn fyrir að mynda stjórn með jafnaðarmönnum og Alþýðu- bandal. Annað var tæpast hægt eins og á stóð“. Þarna er Bjöm farinn að verja það, sem hann áður fordæmdi, og telur „tæpast hægt“ hafa verið annað en að fara eftir „áttavita" kommúnista. En til þess að komast að þeirri niðurstöðu heldur Bjöm því fram, að ef erfiðlega gangi eigi meiri- hlutinn að hlaupa frá ábyrgð og láta völdin í hendur minnihlut- anum! Ennfremur að því meira illt, sem einhver flokkur geri af sér, því eðlilegra sé, að fá honum hin æðsioi völd í hendur! Hitt er svo auka-atriði, að Ey- steinn Jónsson hélt því stöðugt fram í samstarfi sínu við Sjálf- stæðismenn, að hann bæri enga ábyrgð á efnahagsmálunum. Sam kvæmt þeirri kenningu Eysteins sjálfs var vöxtur „þjóðartekna“ og aukin „trú á gjaldmiðlinum" á ánunum 1953—1956 fyrir ann- arra tilverknað en hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.