Morgunblaðið - 19.08.1959, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.08.1959, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 19. ágúst 1959 MORCV1SBL ÁÐ1Ð 19 Hvarvefna brottrœk Flóttafólk flækist höfn úr höfn QUEBEC í Kanada, 18. ágúst: — Fjórir júgóslavneskir laumuíar- þegar ur. borð í dönsku flutn- ingaskipi gerðu ítrekaðar tilraun- ir um siðustu helgi til að sleppa í land í llanada. En lögreglan kom í veg fyrir það og eru Jú- góslavarni nú með skipinu á leið til Grænlands. Kanada er sjöunda ríkið, sen þeir koma til með hinu dauska skipi, en alls staðar Til Ncrður-Grænlands. Næst siglir Olav Bjerke til Thule í N-Grænlandi.Mætti halda að þessa* ferðir séu að sumu levti skemmtUegar, þar sem fólkið hef I ur ferðazt heimshornanna á milli, en svo er þó ekki, því að flitta- fólkið ht-ur hugarkvöl af þvi öllu. Að vísu er aðbúð þess um borð í danska skipinu ekki sem afleitust. Skipstjórinn, sem heitir Peter Pedersen, er almennilegur maður t skilur erfiðleika fó.ks- ins, en hann lætur þau vinna fyr- ir mat sínum. Tryggvi Ófeigsson keypti eignir Lýsissamlagsins hefur þeim verið vísað frá. Örvænting flóttafólks. Þetta flóttafólk, sem hvergi virðist ætla að fá hæli, er fló'.'.a- fólk frá Júgóslavíu. Þetta eru þrír karlmenn og kona, sem nú er þunguð. Þau stálust um borð í danska flutningaskipið Olav Bjerke í Le Havre í norður Frakk landi. Síöan hefur þeim verið synjað um landvistarleyfi í Eng- landi, Þýzkalandi, Argentínu, Hollenzku Vestur-Indíum, Vene- súela og Mexikó. Nú var neim synjað urn leyfi til landvistar í Kanada. Var fólkið örvæntingafuHt vegna erfiðleika sinna og gerði margar tilraunir til að læðast í land rueðan skipið lá í Montreal. Síðustu tilraunina gerði einn flóttamannanna í gær, þegar hið danska skip var að sigla niður Sánkti Lárens-fljótið. Þá kastoði hann sér útbyrðis og ætlaði að synda í land. En kanadíska lcg- reglan sá við þessu. Hún hafði látið hraðbát fylgjast með skip inu. Ski -idaði hann á staði ■>* og tók flóttamanninn upp úr fljót inu og flutti hann aftur um bo*ð í danska skipið. ^ LÝSSAMLAG ísl. botnvörpunga hefur nýlega selt lýsisverksmiðju sína við Kleppsvíkina og það, sem henni tilheyrir og leyst upp fé*- lag sitt. Hefur Hf. Lýsi, eða Tryggvi Ófeigsson, útgerðarmað- ur og Pétur Pétursson, keypt eignina 0£ endurselt Gosdrykkja verksmi . nni Sanitas eitt húsið. en mun reka áfram Xýsisherzluna í sambandi við Smjörlíkisgerð- irnar. Er Lýsissamlag ísl. botnvörpu skipaeigt a var stofnað, var ætlunin ..ð það gæti tekið á mðti öllu togaralýsi á landinu. Síðan hafa orðið miklar breytingar á lýsismarkaðinum, og þátttakan í samlaginu minnkað, þangað til það var lcyst upp. Áður miðaðist lýsisverðið á markaðinum mjög við vítamínframleiðsluna, og var Lýsismaiagið búið að koma upp miklum og góðum kaldhreinsun- arvélum, ei- síðan minnkaði eft- irspurniri eftir kaldhreinsuðu lýsi, þar eð ýmsar aðrar vörur komu á markaðinn í staðinn. Mun Tryggvi Ófeigsson nú hafa í hyggju að hætta lýsismót- tökunni, þar eð hann hefur hana á öðrum stað, en nota sjálfur ásamt smjörlíkisgerðunum lýsis- herzluna. Lýsisamlagið var búið’ að koma sér "upp lítilli vélsam- stæðu, til að „konsentrera“ lýsi, þannig að meira.er í því af víta- mínum en minna af vökva. Mun Tryggvi hafa í hyggju að nota þær véla. áfram. Sanitas fær í húsi því, sem það hefur keypt. rúmgott húsnæði undir starfsemi sína. Engin málshöfðun 2e«n K|ærböl KAUPMANNAHÖFN, 18. ágúst. (Frá Páli Jónssyni) — Blaðið Politiken segir í dag, að ákæru- valdið muni ekkert mál höfða gegn einum né neinum vegna hins hörmulega slyss þegar skip- ið Hans Hqdtoft fórst við suður- odda Grænlands s.l. vetur. í áliti ríkissaksóknarans segir, að ekki sé hægt að koma auga á neina refsiréttarlega ábyrgð neins núlifandi manns á þessum atburði t ; sannanir vantar í deil- unni milli framkvæmdastjóra Grænlandsverzlunarinnar, Kjær- böl ráðherra og skipstjóranna um það hve hættulegar Grænlands- siglingar séu. Ef því ómögulegt Níu kaupstaðir samein ast um malbikunarstöð í DAG, 18. ágúst, var stofnað í Reykjavík félag í þeim tilgangi að kaupa og sjá um rekstur á fullkominni malbikunarstöð með tilheyrandi tækjum, sem annast geti gatnagerð í kaupstöðum og kauptúnum landsins. Stofnendur félagsins sem nefn- ist „Malbik“ eru eftirtaldir kaup- staðir: Hafnarfjörður, Akranes; ísa- fjörður; Sauðárkrókur; Ólafs- fjörður; Akureyri; Húsavík; Neskaupstaður og Kópavogur. Hver kaupstaður leggur fram sem stofnfé eitt hundrað þúsund krónur. — Jaróskjálffar Framh. af bls. 1. unum ög er ferðafólk innikróað milli skriðufallanna. Mesta tjónið af jarðskjálftum þessum yrði það þó, ef risavaxin vatnsstífla, svonefnd Hegben- stífla eyðileggst. Við jarðskjátft- ana hefur komið sprunga í stíflu þessa ofan til, um sex metra löng. Óttast menn að mannvirki þetta muni láta undan vatns- þrýstingnum og ef svo illa tæk- ist til, myndi Madison-dalur leggjast í auðn, svo mikil yrði flóðbylgjan frá uppistöðulóninu. Eru tugþúsundir manna, sem i dalnum búa, að flytja búslóð sína á öruggan stað. Hinn frægi þjóðgarður Banda- ríkjanria, Gulsteinagarður, er einmitt á því svæði, sem jarð- skjálftinn var mestur. Þar var mikill fjöldi skemmtiferðafólks og sló svo miklu felmtri á það, að það flýði Gulsteinagarð hið bráðasta. Er þess getið að all- margar nýjar sprungur hafi myndazt í jörðina á þessum slóð- um. Ekki hafa jarðskjálftarnir haft nein áhrif á hina heims- frægu goshveri á þessum slóðum. Hverinn „Gamli Tryggur” held- ur áfram að gjósa með vissu millibili. 1 bráðabirgðastjórn voru kjörn- ir: Stefán Gunnlaugsson bæjar- stjóri, Hafnarfirði, Daníel Ágúst- ínusson bæjarstjóri, Akranesi og Átgeir Valdemarsson bæjarverk- fræðingur, Akureyri, sem er for- maður stjórnarinnar. Varamenn voru kosnir: Ólafur Jónsson bæjarfulltrúi, Kópavogi og Jónas Guðmundsson formaður Sambands íslenzkra sveitarfélaga. Stjórnin böðar til framhaldsfundar þegar að fullu hefur verið gengið frá lögum og samþykktum félagsins. Auk stofnendanna er öðrum kaupstöðum og kauptúnum heim- ilt að gerast aðilar að félagsskap þessum. — Skipting Frh. af bls. 3 þekkjum við öll svo vel, að ekki þarf að fjölyrða um það. Tóku þeir sérstaklega fram, að þó gott væri að nota skóla og stúdenta- garða fyrir hótel á sumrin, en þeir voru mjög ánægðir með við- urgerning allan á Hótel Garði, þá vantaði þar að sjálfsögðu nægilega mikið af snyrtiherbergj um og baðherbergjum fyrir hótel. Einnig var komið inn á verð- lag á flugfargjöldum hingað, sem dönsku ferðaskrifstofumenn irnir töldu of hátt fyrir almenna danska ferðamenn. Forráða- mönnum Flugfélagsins er þetta einnig Ijóst, og hafa þeir í sum- ar byrjað á því að selja ferða- mönnum frá Bretlandi í einu lagi farmiða til landsins, hótel- herbergi og mat, og þá veitt af- slátt af flugfargjaldinu. Hefur það gefizt það vel, að sjáanlegt er að það er rétta leiðin. Er nú í undirbúningi að koma á slíkri þjónustu við danska og e. t. V. fleiri ferðamenn. að sakfella nokkurn mann. Þótt ekkert refsimál verði höfðað í sambandi við þetta slys er enn ekki talið útilokað, að ríkisréttar mál verði höfðað gegn Kjærböl ráðherra vegna van- rækslu í embætti. Ekki eru þó taldar miklar líkur á ríkisrétt- armáli. í DANMÖRKU verður haldið námskeið dagana 26. júlí til 25. ágúst með þátttöku 16 ríkja frá Afríku, Asíu, Mið- og Suður- Ameríku. Námskeiðið fjallar um vandamál samvinnustefnunnar og er undirbúið af dönsku stjórn- inni í samvinnu við Sameinuðu þjóðirnar, Alþjóðasamvinnumála stofnunina (ILO) og Matvæla- og landbúnaðarstofnunina (FAO). - Kínverjui j óttast hung- | ■ ■ ursneyð ; PEKING, 18. ágúst. (Reuter).; ; Rúmlega þrjár milljónir Kín-1 ■ verja hafa verið kvaddir til; ; sérstakra hjálparstarfa, vegna jj I hinna geigvænlegu þurrka,; | sem ganga yfir stóra hluta: I Kína og valda svo hörmuleg-; ; um uppskerubresti að hætta: : er á hungursneyð. ; Fréttastofa kommúnista seg: :ir, að aldrei hafi í tíð núlif-l ■ andi manna gengið slíkir; ; þurrkar yfir landið. Hafa þeir j ; farið yfir hvert fylki Kína á; ; fætur öðru og eru nú í því j I fylki, sem einna frjósamast; ; er talið, Kiangsi-fylkinu. 1 því j I er meðal annars eitt af; ; stærstu stöðuvötnum Kína,: : Hungtse-vatnið. Óttast menn j ; að vatnið ætli nær því að: ; tæmast, enda hefur vatnsborð j ■ þess aldrei verið eins lágt og; ; það nú er orðið. I Sumkomur Almenn samkoma. Boðun fagnaðarerindisins að Hörgshlíð 12, Reykjavík, kl. 8 í kvöld. Innilega þakka ég öllum þeim, er með gjöfum, skeyt- um, símtölum og heimsóknum, minntust mín á sjötugs- afmæli mínu þann 8. ágúst síðastliðin. Sérstaklega þakka ég börnum mínum, tengda- og barnabörnum, er gerðu sér það ómak og fyrirhöfn að heimsækja mig þennan dag og dvelja hjá mér héilan sólarhring mér til ánægju, þótt um langar leiðir væri að vitja fyrir sum þeirra. Ludv. R. Kemp. Hugheilar þakkir til allra, sem heiðruðu mig með heim- sóknum, gjöfum og heillaskeytum á 50 ára afmæli mínu þann 14. ágúst s.L Jónas Antonsson, Háveg 9, Siglufirði Faðir okkar, GUÐMUNDUR MAGNtSSON Sörlaskjóli 62 lézt í Landakotsspítala, þriðjudaginn 18. þ.m. Fyrir hönd systkinanna. Ólafur Guðmundsson Faðir okkar, INGVAR E. ÍSDAL andaðist 10. þ. m. Útför hefur þegar farið fram. Ragna Ingvarsdóttir, Eggert fsdal Hjartkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR GUÐBRANDSSON frá Garðhúsum á Stokkseyri, andaðist að heimili sínu að Helgafellsbraut í Vestmanna- eyjum þann 17. þ.m. Jarðarförin ákveðin síðar. Dætur, tengdasynir og barnabðm JÓSEF JÓNSSON, Njálsgötu 33 B andaðist í Heilsuverndarstöðinni föstudaginn 14. þ. m. Minningarathöfn fer frám frá Fossvogskirkju mið- vikudaginn 19. þ.m. kl. 3 s.d. Jarðarförin fer fram frá Kvennabrekkukirkju, laugardaginn 22. þ.m. kl. 2 s.d. Blóm og kransar afþakkað, en þeir, sem vildu minn- ast hans, eru beðnir að láta styrktarsjóð munaðarlausra barna njóta þess. Vandamenn Bálför, GUÐRÚNAR steinunnar vigfUsdóttur Grettisgötu 36 B fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 20. þ.m. kl. 1,30. Blóm og kransar afbeðnir, en þeim, sem vilja minnast hinnar látnu er vinsamlegast bent á Krabba- meinsfélag Islands. Vandamenn Hugheilar þakkir til allra fjær og nær fyrir sýnda hluttekningu við útför bróður okkar, JÓNATANS HALLGRlMSSONAR Halldór Hallgrímsson, Jóhannes Hallgrímsson Þökkum hjartanlega öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför okkar ást- kjæru móður, fósturmóður, systur, tengdamóður og ömmu, KETILRlÐAR GUÐRUNAR VETURLIÐADÓTTUR frá Hesteyri. Fyrir hönd aðstandenda, Bjarni Guðmundsson Innilegustu þakkir fyrir samúð og hluttekningu við fráfall og útför, JÓNS SIGURÐSSONAR Ásgerður Guðmundsdóttir, börn og tengdabörn Öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður okkar, INGIBJARGAR SIGURÐARDÓTTUR frá Byggðarhorni færnm við alúðar þakkir. Börn hinna látnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.