Morgunblaðið - 20.08.1959, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.08.1959, Blaðsíða 6
6 MORGUNRT.AÐ1Ð Fimmtudagur 20. ágúst 1959 Kalldór Kristinsson héraðslæknir, Sigluíirði 7 0 Á R A er í dag Halldór Kristinsson héraðslseknir á Siglufirði. Fæddur er hann að Söndum í Dýrafirði 20. ágúst 1889, sonur hins ágæta kenni- manns og þjóðmálaskörungs séra Kristins Daníelssonar, prests að Söndum í Dýrafirði og síðan að Útskálum og konu hans Idu Halldórsdóttur yfirkennara Friðrikssonar. Standa því að Halldóri merkar og kunnar em- bættismannaættir til beggja hliða. I foreldrahúsum mun Halldór læknir hafa orðið fyrir áhrifum þess fyrirmyndar heim- ilis, sem foreldrar hans höfðu byggt upp, þar sem hafðar voru í hávegum þær dygðir, sem hotl- ar eru hverjum ungum manni í uppvexti hans. Á námsárum hans dvaldi hann einnig um lengri og skemmri tíma á heimili föð- urbróður síns, Halldórs bæjar- fógeta Daníelssonar, sem á sín- um tíma var talinn til fýrir- myndar öðrum embættismönn- um sakir samvizkusemi og skyldurækni. Ungur var Halldór settur til mennta og lauk hann stúdents- prófi vorið 1909. Lagði hann síðan stund á læknisfræðinám við Læknaskólann í Reykjavík og lauk þaðan embættisprófi 1916. Eftir það var hann um skeið settur héraðslæknir í Siglufjarðarhéraði, en gengdi píðan héraðslæknisembættinu í Reykjarfjarðarhéraði í nokkur 6r. Hann stundaði framhaldsnám í Danmörku og Noregi um skeið, unz hann var árið 1920 skipaður héraðslæknir í Bolungarvíkur- héraði en því embætti gegndi hann við hinn bezta orðstír til ársins 1934, er hann var skip- aður héraðslæknir í Siglufjarð- arkaupstað, og því embætti gegnir hann enn. Halldór læknir á því að baki sér óvenju-langan feril sem héraðslæknir og hefur hann oft á þessum áratugum orðið að vinna störf sín við hin erfiðustu skilyrði, ekki hvað BÍzt þann tíma, sem hann hefur gegnt héraðslæknisembættinu á Siglufirði, en þar hafa jafnan margir þurft að ná fundi hans um annatímann, bæði heima- menn og ekki síður sjómenn og aðrir aðkomumenn. Á sumrum, þegar síldin veður fyrir Norðurlandi, hafa margir Siglfirðingar átt erilssama daga og svefnlausar nætur og mun héraðslæknirinn ekki í þeim efn- um vera, né hafa verið nein und- antekning, nema síður sé. Veit ég ekki til, að hann hafi nokkru Binni vikizt undan neinni fyrir- greiðslubeiðni á hvaða tíma sól- arhringsins, sem hún hefur verið borin fram, en látið í té þjónustu sína af nærfærni góðs læknis og gætni hins lífsreynda manns. Má segja, að Halldór læknir sé embættismaður „af gamla skól- anum“ í þess orðs beztu merk- ingu, þar sem samvizkusemi og skilyrðislaus skyldurækni hafa jafnan setið í fyrirrúmi. — Af þessum sökum munu margir þeir, sem leitað hafa til hans á undan- förnum áratugum, hugsa til hans með hlýju og þakklæti á þessum tímamótum í ævi hans. Auk læknisstarfa sinna hefur Halldór læknir gegnt ýmsum trúnaðarstörfum, sem hér yrðu of langt mál upp að telja. I Bol- ungarvík gerðist hann fljótlega eftir að hann settist þar að for- ystumaður byggðarlagsins inn á við og út á við og lét sér fátt óviðkomandi, sem horfði til heilla fyrir kaupstaðinn. Á Siglufirði hefur hann einnig haft mikil afskipti af félagsmál- um og í róstum stjórnmálabar- áttunnar, sem oft hefur verið þar býsna hörð, hefur hann jafn- an skipað sér í sveit, þar sem bardaginn hefur verið harðastur. Hann er baráttumaður, þéttur á velli og þéttur í lund, drengur góður og heill vinur vina sinna Sjálfstæðismaður er hann ein- dreginn og skeleggur málsvari Sjálfstæðisstefnunnar, ef því er að skipta. Halldór læknir er söngmaður ágætur og var um langt skeið einn helzti raddmað- urinn í Karlakórnum Vísi og ná- inn samstarfsmaður söngstjór- ans, hins mikla söngunnanda Þormóðs heitins Eyjólfssonar, ræðismanns. Halldór Kristinsson kvæntist 1916 Maríu Jenný Jónasdóttur, húsasmiðs Jónassonar í Rvík, hinni beztu konu. Hafa þau hjón eignazt sjö börn og eru þau þessi: Kristín kaupkona, sem dvalið hefur um nokkurt skeið í Banda- ríkjunum, Þórir stúdent, Jónas smiður, Kári bryti, Atli vélstjóri og Magnús útvarpsvirki. Yngsti sonurinn, Markús að nafni, lézt x bernsku. Sóður fiskmark- iður í Portúo;al ÁLASUNDI, 18. ágúst (NTB): Þær fréttir berast frá Portú- gal, að saltfiskmarkaðurinn þar verði mjög góður i ír, vegna þess, að fiskveiðar Portúgx.la sjálfra hafa brugð- izt. Ekki er þó búizt við að verðið hækki, vegna þess að fiskverð er háð verðlagstak- mörkunum. En búast má við að Portúgalar kaupi mi ð magn frá öðrum löndum. — Venjulega framleiða Porúgal- ar sjálfir 50—55 þúsund tonn af saltfiski og flyjta inn 15 þúsund tonn. Nú er búizt við að eigi.i framleiðsla verði að- eins um 40 þúsund tonn, og af því verði að auka innflutning- inn 'pp í 25—30 þúsund tonn, Haaf norskir útvegsmenn nú mikinn áhuga á að notfæra sér þessa auknu markaðsmögu- leika. Fullkomnasti flugvöllur■ inn í Syðra Straumfirði ÞOTUÖLDIN hefur nú inn- reið sína í Grænland. Er unnið að stórfelldum fram- kvæmdum á flugstöðvar- svæðinu í Syðra Straum- firði. Þar er m.a. verið að koma upp þriggja kílómetra flugbrautum og erfiða danskir og amerískir verk- fræðingar og verkamenn nú myrkranna milli, því að verkinu verður að ljúka fyr ir haustið, — vonlaust að vinna að því eftir að vetrar- frostin byrja. Það er ætlunin að flugvöllur- inn í Syðra Straumfirði verði til- búinn næsta vor til að taka við hinum risavöxnu Douglas DC-8 þotum, sem Skandinavíska flug- félagið SAS mun þá taka í notk- un. Halldór læknir er enn hinn hressasti og verða lítt séð á hon- um ellimörk, þrátt fyrir langan og erilssaman starfsdag. Gegnir hann enn störfum sínum af sömu árvekni og skyldurækni sem hann hefur jafnan gert. Vinir Halldórs Kristinssonar, en þeir eru margir norðan, vest- an og sunnan fjalla, senda hon- um og fjölskyldu hans hugheilar áskir í tilefni þessa merkisdags í lífi hans og biðja þess, að hann lifi enn heill, vel og lengi. E. I. Tvær milljónir Evro'pubúa spítala- matur vegna taugaveiklunar Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unin (WHO) hélt ráðstefnu í Helsinki dagana 24. júní til 3. júlí, þar sem rætt var um geð- verndarmál. Ráðstefnuna sóttu um 60 fulltrúar frá 26 Evrópu- löndum. Tilefni ráðstefnunnar var með- al annars hin sívaxandi útbreiðsla tauga- og geðsjúkdóma. Um tvær milljónir af íbúum Evrópu eru nú undir læknishendi í tauga- veiklunardeildum sjúkrahúsa. Næst á eftir kvefi er tauga- veiklun algengasti sjúkdómur- meðal þeirra, sem við iðnað starfa. Ráðstefnan ræddi árangurinn af nýjustu aðferðum í meðferð slíkra sjúkdóma, og jafnframt var til grundvallar hinni_ auknu rætt um þær orsakir, sem liggja taugaveiklun nútímamanna. Fulltrúarnir voru á einu máli um að leggja bæri áherzlu á eft- irfarandi meginatriði í sambandi við meðferð geðsjúkdóma: betri hjúkrun til að ná skjótari ár- angri; betxi menntunarskilyrði fyrir taugaveikluð börn til að koma í veg fyrir, að þau verði viðloðandi sjúkrahús eða geð- verndarstofnanir alla ævi; skjót- ari greining geðsjúkdóma með samvinnu lækna, kennara, dóm- ara, lögreglu og starfsmanna opinberra hjálparstofnana; betri aðbúð og umönnun á stofnunum fyrir börn og gamalmenni; auk- inn skilning almennings á eðli taugaveiklunar — og loks aukn- ar rannsóknir. Þegar endurbótunum á flug- velliiium í Syðra Straumfirði lýkur verður hann einn fullkomn asti flugvöllur í heimi og án efa fullkomnasti flugvöllur við norð urleiðina yfir Atlantshafið. Þá munu Danir taka við rekstri flug vallarins að öllu leyti, en banda- ríski herinn hefur rekið hann fram að þessu. Glæsileg flug- hafnarbygging er í smíðum. Verið er að leggja vatnsleiðslur úr vatnsbólum til flugvallarins og verða vatnspípurnar upphitaðar, því að gagnslaust er að grafa þær niður í Grænlandi, svo langt nær frostið niður. Þá er Esso-olíufélagið danska að leggja fullkomið kerfi af olíu- leiðslum á flugvellinum, en fram ti þessa hefur Bandaríkjaher ann izt eldsneytisdælingu til flugvéla úr tankbílum. Fyrra slætti víða að ljúka ÞÚFUM, N.fs. 11. ágúst. — f gær var hér mikil úrkoma, og í nótt snjóaði í fjöll. — Um og fyrir helg ina var hér ágætur þerrir, og náð ust þá inn mikil hey með góðri verkun. — Er fyrra slætti nú víða að verða lokið, Há er sums staðar ágætlega sprottin. Vegagerðinni út með Mjóafirði miðar nú vel fram. Vinna þar 2 jarðýtur allan sólarhringinn. Brú argerðinni á Reykjarfjarðará og Þúfnaá er lokið, og flokkur vega gerðarmanna fer bráðlega út í Snæfjallastrandarveg. — P. P. Allsherjarþingið — 63 mdl d dagskrd MEÐAL þeirra stórmála, sem tekin verða til meðferða á Alls- \ herjaþingi Sameinuðu þjóðanna, sem kemur saman í 14. sinn hinn 15. sept. eru málamiðlun S. Þ. í Alsír-stríðinu, aðild Kína að sam- sökunum, og kynþáttavandamál- ið í Suður-Afríku. Á dagskrá þingsins, eins og hún liggur fyrir nú, eru 63 mál. Auk hinna venjulegu mála, sem fjallað er um á hverju þingi, ur skrifar . daqlegq lifinu Auðvitað er síldin umræðu efnið þar. — fJÁTURINN er kominn suð- O ur, búinn að tapa nótinni tvisvar. — Agalegt ástand, maður. —■ Þú ert kominn líka. Veidd- uð þið ekki dálítið? — 2000 mál, þetta er ekkert. Þó maður komist í síld einstöku sinnum, þá bar koppurinn ekk- ert. Munur eða stóru bátarnir. — Hefurðu frétt af Gauja? _ Já. þeir eru búnir að fá tæplega sjö þúsund. Þetta samtal fór fram i áætlun arbíl, sem var að leggja af stað frá einu sjávarþorpinu suður með sjó um daginn, og umræðu- efni farþeganna tveggja var auð- vitað síldin. Á þessu samtali mátti greirii- lega heyra, að ekki hafa ferðir allra sjómanna norður, verið til fjár á þessu sumri, frekar en venjulega, þó sumir frá sömu slóðum komi með meira en 75 þúsund króna hásetahlut. Og i heimkynnum sjómannanna er auðvitað taiað um síldina, eski síður en fyrir norðan, á sjálfum síldarsöltunarstöðvunum. Með ísland á bakinu. EN ég heyrði ekki meira af þessu samtali, því að nú komu þrjár unglingstelpur inr. í bílinn og mér varð starsýnt á skrautlegu úlpurnar þeirra. Á bakinu blasti við heilt landa- kort af íslandi með eldspúandi Heklu í miðjunni, gular línur í bláum grunni, gulir ernir í kring. Og svo að ekkert fari milli mála, var letrað með stórum stöfum Hekla, Reykjavík, Keflavik Airport aftan á stúlkurnar. Ég leit yfir bílinn, til að athuga hvort þetta væri einhver einkenn isbúningur frá þessum slóðum. Nei, því fór fjarri. En annað virt- ist einkenna allar konurnar í bíln um, hver einasta var með skýlu- klút xm höfuðið. Þetta er víst eitt bráðnausynlegasta höfuðfat íslenzxra kvenna, þó Ijótt sé, einkum líklega suður með sjó, þar sern alltaf er gola. Víða draslaralegt með vegunum. ÞAÐ gerist ekki margt í áætl- unarbíl á leið frá sjávarþorpi suður með sjó, inn til Reykja- víkur. Þó er alltaf gaman að horfa út hraunið og út á sjó- inn í góðu veðri. Ekkert breytir eins um svip eftir veðri eins og landslagio á Reykjanesskaga. — Svart og leiðinlegt hraun í rign- ingu, en fjölbreytilegt og fallegt í sólskini. Allt i einu kom ég auga á nokkuð, sem minnti mig á bref til Velvakanda, sem liggur í skrifborðsskúffunni minni. Bréf- ritarinn stingur upp á þvi að ein hverjir sjálfboðaliðar gefi sig fram og taki til í kringum ákveð- inn stað í nágrenni Reykjavíkur, þar sem margir ferðamenn koma. Segir hann að innanhúss sé þar allt tneð myndarbarg, en úti sé heldur draslarálegt um að litast. Telur hann að ef nokkrir sjálf- boðaliðar tækju að sér að raða olíutum um i snyrtilega stafla og söfnuðu drasli og rusli á svona einn vörubíl, yrði miklu ánægju legra að aka þar fram hjá og koma par við. Því rifjaðist þetta bréf upp fyrir mér, sem ég sat þarna i áætlunarbílnum að á stórri spildu þar sem við ókum fram hjá, voru bréfsnifsi út um allt, og skömmu seinna sá ég hvar lágu bjórdósir á víð og dreif um veginn. Já, það er víða pottur brotinn í þessum efnum hér á landi. verður rætt um möguleikann á því að auka meðlimatölu Örygg- isráðsins og Efnahags- og félags- málaráðsins. Þá verður og rætt um fjölgun í Alþjóðadómstólnum. Öll þessi mál voru einnig rædd á síðasta þingi. Þá eru á dagskrá þingsins tim- ræður um bann við tilraunum með kjarnavopn. Af skýrslum, sem lagðar verða fram, má nefna skýrslu um nýt- ingu kjarnorkunnar og geimsins, skýrslur um efnahagsþróunina í vanþróuðum löndum, þróunina á gæzluverndarsvæðum samtak- anna, gæzlulið S. Þ. (m. a. kostn- aðinn við það) og starf S.Þ. meðal flóttamanna. Allsherjarþingið verður sett af formanni sendinefndarinnar frá Líbanon. Haniar kominn út HAFNARFIRÐI — Blaðið Ham- ar kom út s. 1. mánudag eftir um mánaðarhlé og er það 14. tbl. þessa árs. Mun Hamar nú koma reglulega út framvegis eða hálfs- mánaðarlega. Á fyrstu síðu er jómfrúræða sú, sem þingmaður kaupstaðarins, Matthías A. Mathiesen, hélt, á nýafstöðnu Al- þingi, þar sem hann m.a. beindi þeirri spurningu til forsætisráð- herra, hvort hægt yrði að fá stóra jarðborinn til Krísuvíkur. Þá er grein um útsvörin í Hafnarfirði, að þau séu nú um 19 millj. kr., hafi hækkað á aðra milljón síð- an í fyrra. Leiðari blaðsins er um nýjar kosningar. Grein er um kjördæmabreytinguna aðdrag- anda kjördæmamálsins og fleira. Þá er grein, sem nefnist Axel Kristjánsson notar framkvæmda stjórastöðu sína hjá Raftækja- verksmiðjunni á fáheyrðan hátt. Íþróttasíða er í Hamri, sem þeir Guðsveinn Þorbjörnsson og Ingv- ar Hallsteinsson sjá um. Ýmislegt fleira er í blaðinu svo sem bæj- arfréttir. — G.E.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.