Morgunblaðið - 28.08.1959, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.08.1959, Blaðsíða 20
VEÐRIÐ SV-kaldi skúrir j!!or!0wtWaí»ifo 186. tbl. — Föstudagur 28. ágúst 1959 Fílabeinsströnd Sjá grein á bls. 11. Laxveiði víða um helgina UM næstu helgi lýkur laxveiði í þeim ám, þar sem byrjað var að veiða .1. júní, en eins og kunnugt er, er laxveiði aðeins leyft þrjá mánuði á ári í hverri á. í vor hófst veiði í net í ein- staka á 20. maí, og er veiði í þeim ám að sjálfsögðu lokið nú. í sumum ám byrjaði laxveiði ekki fyrr en 15. júní og verður haldið áfram að veiða í þeim fram í miðjan september. Blaðið spurðist fyrir um lax- veiðina í sumar á Veiðimálaskrif stofúnni. Skýrslur eru ekki enn komnar um sumarveiðina, en fram um mitt sumar var veiðin undir meðallagi. Laxinn gekk mikið í árnar, en veiddist ekki á stengur, enda fór ekki að rigna að ráði í sumar fyrr en í ágúst. Aftur á móti hefur frétzt að veið- in hafi glæðzt mikið seinni hluta sumars. 167 laxar veiddust á 3 dögum Fréttaritari blaðsins á Akra- nesi hafði það eftir laxveiði- mönnum í Húnavatnssýslu, að þar hefði veiði verið mjög mikil í ánum í ágústmánuði. Hafði hann það m.a. eftir Þorbirni Hjálmssyni, að í Víðidalsá hefðu t.d. á fjórum dögum veiðzt 115 laxar á sex stengur. Einnig hafði hann fréttir af mikilli veiði í Miðfjarðará. Stað- festi Veiðimálaskrifstofan, að þar liefðu veiðzt á þremur dögum 167 laxar á 7 stengur. í fyrra veiddust þar 1416 í allt, og var það metveiði í ánni. Þá höfðu veiðzt 591 lax 8. ágúst, en núna munu þeir hafa verið orðnir 790 á sama tíma. Mikill er frímerkjaáhuginn. Síðdegis í gær var byrjað að selja urnslög þau, sem ætluð eru undir flugfrimerkin, er gefin verða út í tilefni 40 ára afmælis flugsins á Islandi. Salan fór fram á afgreiðslu Flugfélags íslands. Sýnir neðri myndin biðröðina, sem myndaðist áður en sala hófst, en þar fyrir ofan er nærmynd af nokkrum í biðröðinni. r Oþurrkar í Skagafirði BÆ, Höfðaströnd, 25. ágúst. — Hér hefur verið kuldi og óþurrk- ar í langan fíma. Oftast rignt a næturnar, en verið þolanlegt veð- ur á daginn. Hey hafa eitthvað hrakizt, en þó ekki mjög mikið, vegna þess, að ekki hefur verið heitt. Bóndi frammi 1 Skagafjarðar- dölum sagði mér, að hann ætti þriggja vikna hey úti. Og á Sigt >- firði 'hafa verið stanzlausar rign- ingar. Lítið hefur verið hægt að róa vegna norðanstrekkings. —B Merkilegt grasasafn kemur í leitirnar Safnað af verðandi náttúrufræðingum fyrir 75 árum NÝLEGA eignaðist Skjalasafn bæjarins grasasafn úr búi Björns Ólafssonar, augnlæknis, en hann var áhugam. um grasafræði. Er safnið mög merkílegt. Það er sennilega annað elzta grasasafn, sem til er hér á landi, verðandi grasafræðingar stóðu að söfnun- inni og í því eru afbrigði, sem hvorki er minnzt á í Flóru ís- lands eða hjá Löve, að því er Lárus Sigurbjörnsson tjáði blað- inu í gær. En safnið hefur ekki verið kannað til hlítar, þar eð náttúrufræðingar hafa ekki enn farið í gegnum það. Safnið kom fram í dagsljósið, er húsið í Tjarnargötu 18 var selt og þurfti að rýma í flýti. Var — Lárus þá beðinn um að rýraa ýmis konar dóti af háaloftinu og gerði hann það Þar sá hann gamla rúllupylsupressu úr tré og datt í hug að hún hefði verið not- uð fyrir grasapressu. Það reynd- ist rétt, og grasafnið fannst í em- um kassanum, alveg óskemmt. Telur Lárus að það hafi legið óhreyft í eigu erfingja Björns Ólafssonar frá lati hans 1909, en safnið mun vera frá 1884—1887. Crágœs drepin j og skilin eftir á barnaleikvelli 1 GÆRMORGUN, að teljast einstakur isvagn, sem hafður þegar fóstrurnar í óþokkaskapur að er þarna fyrir börn Tjarnarborg komu drepa fuglinn og in að leika sér að. til vinnu sinnar og koma honum fyrir Garðurinnervenju ein þeirra leit inn fþar sem ung börn lega lokaður á í vagnaskýlið, þar geta fundið hann. kvöldin, en vagn- sem barnavagnarog Undanfarið hefur skýlið, þar sem gæs kerrur yngstu barn borið nokkuð á því in fannst er opið. anna eru geymd, að farið hafi verið Nokkrar starfsstúlk fann hún þar dauða inn á barnaleik- ur búa í húsinu, en grágæs. Hafði gæs- völlinn í Tjarnar- þær urðu ekki var in verið snúin úr borg og allt rifið ar við neinn um- hálsliðunum og látin og tætt. M.a. hefur gang um skýlið í þarna á barnaleik- verið tættur að fyrrinótt. völlinn. Verður það innan ónýtur stræt Ekki hafa verið taldar þær teg- undir grasa, sem eru í safni þessu, en þær munu ekki vera færri en 200. Grösunum er safnað víðs vegar að af landinu og hafa skólapiltar, sem seinna urðu þekktir náttúrufræðingar, eins og Helgi Jónsson og Bjami Sæ- mundsson, safnað þeim. Heldur Lárus 'Sigurbjörnsson, að Stefán skólameistari Stefánson hafi far- ið yfir safnið og gert athuga- semdir við skilgreiningu skóla- piltanna. Lárus hefur tilkynnt Ingólfi Davíðssyni, grasafærðingi um þennan fund, og ætlar hann aó' líta á það. Sagði Ingólfur að elzta grasasafnið í Náttúrugripasafninu væri frá 1880, safnað af Þorvaldi Thoroddsen og Guðmundi Bárð- arsyni, og er þá líklegast að þetta sé næstelzt. Aftui oliuleki í Pétri Thor- steinssyni BÍLDUDAL, 27 ágúst. — Tog- arinn Pétur Thorsteinsson átti að fara á veiðar í gær, en hann hefur verið í viðgerð í Reykja vík í þrjár vikur, eins og áður hefur verið frá skýrt í frétt- um. En nú hefur fundizt nýr olíuleki í honum. Er opnaður var hásetaklefi, sem hafði verið lokaður, var hann fullur af olíu. — Pétur Thorsteinsson er einn af Austur-þýzku tog- urunum. — Hannes. Mikil verð- lœkkun á sviðum í MORGUN lækkaði verð á dilka sviðum úr kr. 21.60 kg. í kr. 12.00. í landinu eru til um 30 tonn af sviðum frá í fyrrahaust, og hefur Framleiðsluráð landbúnaðarins ákveðið þessa verðlækkun, til að selja gömlu birgðirnar áður en sviðin koma á markaðinn eftir um það bil hálfan mánuð. Munu húsmæður fagna því að eiga þess kost að fá sviðin með þessu lága verði. Sala á sviðum mun sízt hafa verið minni en áður á þessu ári, en í fyrra var meira framboð af þeim en nokkru sinni, með þeim afleiðingum að svo miklar birgð- ir eru nú til í landinu. Ókeypis Garðsvist EINN nemandi í heimspekideild Háskóla íslands getur í vetur fengið styrk úr Minningarsjóði Þórunnar og Davíðs Schevings Thorsteinssonar Styrkurinn er fólginn i því, að styrkþeginn 'ær ókeypis vist á öðrum hvorum stúdentagarðanna. Umsóknir um styrkinn þurfa að hafa borizt Heimspekideild Háskóla íslands' fyrir 20. september. Laiidhelgismálið í dönsku blaði í DANSKA blaðinu Aktuelt er nærri heilsíðugrein 20. þ. m. um landhelgisdeilu • íslendinga og Breta. Er greinin skrifuð af blaða manni frá Aktuelt, sem hingað kom og fór með landhelgisflug- vélinni yfir miðin. Er greinin mjög vinsamlega skrifuð og af skilningi á sjónar- miðum íslendinga í landhelgis- málinu. Blautakvísl vill ekki renna undir nýju brúnna Vegamálastjóri farinn austur á Idýrdalssand BRÚARGERÐINNI yfir Blautu- kvísl á Mýrdalssandi er nú lokið, en ekki hefur þó enn tekizt að fá vatnsmagnið til renna undir hana, eins og áformað var í upp- hafi. Reyndu vinnuflokkarnir að grafa geil fyrir vatnið, en það kom fyrir ekki. Eru þeir nú hætt- ir þeim tilraunum. Yegamála- stjóri fór í gær austur á sand, og mun væntanlega taka ákvörðun um hvað næst verður gert, til að reyna að hafa hemil á vatninu. Vegurinn er .alveg ófær austur yfir, nema jarðýtum. Blaðið átti í gær tal við Brand Stefánsson, vegaverkstjóra í Vík. Sagði hann að vatnsrennslið á sandinum hefði breytt sér síðan byrjað var á brúargerðinni og lægi nú miklu austar en í sumar. Væri það aðalástæðan fyrir því að síðustu aðgerðir hefðu mistek- izt. Ómögulegt væri að hemja vatnið á sandinum, það væri stöðugt að breyta sér. Reynt hefði verið áð grafa geil í sandinn til að fá rás fyrir vatnið undir brúna, en hún hefði fyllzt aftur. Vatnið hlæði undir sig og sandurinn væri svo laus í sér að strax hryndi úr bökkunum. Væru vinnuflokkarn- ir hættir þeim tilraunum og biðu nú úrskurðar vegamálastjóra, sem væri á leiðinni austur, um hvað gera skyldi. Miklar rigningar voru fyrir austan um s.l. helgi og jókst vatnsmagnið þá að mun. Það gerði þó ekki frekari usla en orðinn var. Tvö skörð eru í veg- inn austur yfir, og var ætlunin að loka þeim eftir að brúarsmíð- inni væri lokið, en á meðan hef- ur verið unnið að því að hækka garðinn á öðrum stöðum. Er því ófært yfir Mýrdalssand eins og er. Kartöf lukíló á 6 kr FRAMLEIÐSLURÁÐ landbúnað- arins auglýsti í gær hámarks- verð á nýjum kartöflum og kost- ar kílóið í smásölu kr. 6.00. Heild söluverðið er kr. 4.75, en fram- leiðendur fá kr. 4.90.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.