Morgunblaðið - 26.09.1959, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.09.1959, Blaðsíða 16
16 MORCVHBLAÐIÐ Laugardagur 26. sept. 1959 f kjöri við alþingiskosningar þær, sem fram eiga að fara í Vestíjarðarkjördæmi 25.—26. okt. n.k. verða þessir framboðslistar: A. Listi Alþýðuflokksins 1. Birgir Finnsson, íramkv.stj. ísafirði. 2. Hjörtur Hjálmarsson, skóiastj. Flateyri. 3. Ágúst H. Pétursson, sveitarstj. Patreksfirði. 4. Guðmundur Jóhannesson, héraðslæknir, Bolungarvík. 5. Jón H. Guðmundsson, skólastjóri, ísafirði. 6. Sigurður Pétursson, skipstjóri, Reykjavík. 7. Guðmundur Andrésson, rafvirki, Þingeyri. 8. Jens Hjörleifsson, sjómaður, Hnífsdal. 9. Skarphéðinn Gíslason, Vélstjóri, Bíldudal. 10. Elías H. Guðmundsson, útibússtj., Bolungarvík. B. Listi Fromsóknarflokksins: 1. Hermann Jónasson, hrl., Reykjavík. 2. Sigurvin Einarsson, framkv.stj. Reykjavík. 3. Bjarni Guðbjörnsson, bankastj. ísafirði. 4. Halldór Kristjánsson, bóndi, Kirkjubóli V. ís. 5. Þórður Hjaltason, sveitarstjóri, Bolungarvik. 6. Hafliði Ólafsson, bóndi, Ögri, N-ís. 7. Gunnlaugur Finnsson, bóndi, Hvilft, V.ís. 8. Ólafur E. Ólafsson, kaupfélagsstjóri Króksfj.nesi, A-Barð. 9. Jónas Jónsson, bóndi, Melum, Strand 10. Ragnar Ásgeirsson, héraðslæknir, ísafirði. D. Lisli Sjálfstæðisflokksins 1. Gísli Jónsson, alþm., Reykjavík. 2. Kjartan J. Jóhannsson, alþm. fsafirði. 3. Sigurður Bjarnason, alþm. Reykjavík. 4. Þorvaldur Garðar Kristjáns- son, alþm., Reykjavík. 5. Matthías Bjarnason, framkv.stj., ísafirði. 6. Einar Guðfinnsson, útg.m, Bolungarvík. 7. Jörundur Gestsson, bóndi, Hellu, Steingr.f., 8. Arngrimur Jónsson, kennari, Núpi, V. ís. 9. Kristján Jónsson, siídarmatsm., Hólmavík. 10. Ari Kristinsson, sýslumaður, Patreksfirði. G. Listi Alþýðubandalagsins: 1. Hannibal Valdimarsson, alþm. Reykjavík. 2. Steingrimur Pálsson, umdæmisstj. Brú, Hrútaf. 3. Ásgeir Svanbergsson, bóndi, Þúfum, N. ís. 4. Ingi S. Jónsson, verkamaður, Þingeyri. 5. Játvarður Jökull Júlíusson, oddv. Miðjanesi, A-Barð. 6. Haraldur Guðmundsson, skipstjóri, ísafirði. 7. Davíð Davíðsson, bóndi, Sellátrum, Tálknaf. 8. Guðsteinn Þengilsson, héraðslæknir, Suðureyri. 9. Páll Sólmundsson, sjómaður, Bolungarvík. 10. Skúli Guðjónsson, bóndi, Ljótunnarst. Hrúta- firði. Yfirkjörstjórn Vestfjarðarkjördæmis, 24, september 1959 Jóh. Gunnar Ólafsson, Högni Þórðarson, Jóhannes Davíðsson. Kristján Jónsson, frá Garðstöðum. Sig. Kristjánsson. I — Sæluríki á jörð Framh. af bls. 15. hæft. Sovétstjórnin er sannfærð um það, að aðstæðurnar eru nú hagstæðari en þær hafa nokkru sinni verið til að framkvæma róttækar breytingar í áttina til bættrar sambúðar þjóðanna og til að afnema „kalda stríðið". Kröfur um afvopnun. Mennina þyrstir í frið. Þeir vilja lifa óttalausir um framtíð sína og örlög, óttalausir um að missa ástvini sína í báli nýrrár styrjaldar. Svo öldum skiptir hefur menn- ina dreymt um að útrýma 'eyði- I leggingartækjum hernaðarins. — Mestu andans menn mannkyns- ins, mestu stjórnskörungar, þeir sem næst stóðu verkalýðnum hafa haldið uppi kröfum um af- vopnun. En í stað afvopnunar, hefur Félagslíi Ármenningar! Sjálfboðavinnan heldur áfram u mhelgina. Farið verður kl. 2 í dag frá B.S.R. Alltaf fjör í daln- um. Mætið öll. Stjórnin. Knattrunypsélfga a Knattspyrnufélagið Þróttur. Knattspyrnumenn M, 1., 2 og 3. flokks. Æfing í dag kl. 2,30 á íþróttavellinum. Mjög áríðandi að sem flestir mæti. — Þjálfarinn. ' heimurinn um margra áratuga skeið orðið að þola vígbúnaðar- æði. Hver getur sagt með sanni, að vígbúnaðarkapphlaupið hafi hjálpað til við að leysa eitt ein- asta — jafnvel einfaldasta — al- þjóðadeilumál. Aldrei fyrr í sögu mannkyns- ins hefur vígbúnaðarkapphlaup- ið verið eins æðisgengið eins og nú og aldrei hefur það fært með sér eins miklar hættur og nú á dögum kjarnorkunnar, rafeinda- fræðinnar og geimsigranna. Það er skammt síðan vélbyss- ur, skriðdrekar, langdrægar fall- byssur og flugsprengjur voru álitin mestu eyðingartækin. En standast þau nokkurn saman- burð við Vopnin sem til eru i dag? Við höfum náð því marki, að það yerður erfitt að finna nokkuð vopn öflugra en vetnis- sprengjuna en eyðingarmætti hennar eru næstum engin tak- mörk sett. Ef allur eyðingarmáttur .em mannkýnið hefur haft yfir að ráða á öllum öldum væri lagður saman, myndi hann aðeins nema broti af þéim eyðingarmætti sem tvö eða þrjú stórveldi ráða yfir í dag með kjarnorkusprengjum sínum. Sagði Rússa hafa forustu Við Rússar höfum sannað ósk okkar eftir því að leysa. afvopn- unarvandamálið ekki aðeins með orðum, heldur með aðgerðum. — Sovétríkin hafa hvað eftir ann- að tékið forustuna í því að leggja fram ákveðnar tiilögur um að stöðva vígbúnaðarkapphlaupið. Strax að lokinni styrjöldinni framkvæmdum við víðtæka af- vopnun herja okkar. Sovétríkin hafa lokað öllum herbækistöðv- um sínum á landi annarra þjóða. A síðustu fjórum árum hefur verið fækkað um 2 milljónir manna í herstyrk okkar. Hér- styrkur Sovétríkjanna í A ust- ur-Þýzkalandi hefur verið minnk aður verulega og allt rússneskt herlið hefur verið flutt brott frá ftúmeníu. Alger afvopnun Krúsjeff lagði fram tillögur Rússa um afvopnun. Kvaðst hann leggja til að framkvæmd yrði alger afvopnun allra þjóða heims og færi hún fram í þrem- ur stigúm. Fyrsta stigið: — Að minnka herstyrk Sovét- ríkjanna, Bandarikjanna og Kína niður í 1,7 milljón og Bretlapds pg Frakklands niður í 650 þús- und ög skyldi þetta gert undir eðlilegu eftirliti. Einnig að minnka herstyrk allra þjóða heims eftir 'samkomulagi, sem yrði gert á vegum S.Þ. Annað stig: — Að uppræta og afnema her- styrk allra þjóða og fella niður herstöðvar allra þjóða í öðrum ríkjum. Þriðja stig: — Að eyðileggja allar kjarn- orkusprengjur og öll eldflauga- vopn og setja bann við fram- leiðslu þeirra og tilvist þeirra. Krúsjeff lagði til, að allar her- flugvélar, herskip og hver önn- ur vopn yrðu eyðilögð, vopna- verksmiðjur yrðu jafnaðar við jörðu, bannað væri að leggja stund á hernaðarfræði, hermála ráðuneyti og herforingjaráð yrðu lögð niður. Fjárveitingar til her- mála yrðu felldar niður og bann að væri að skrifa opinberlega í blöð eða bækur um hermál og skyldu hin ströngustu viðurlög liggja við broti á þeim regium. Vinnuafl og fjármagn losnat Sagði Krúsjeff að lokum, að við slíka allsherjarafvopnun myndi koma fram til friðsam- legra starfa mikið vinnuafl, sem nú væri bundið við vígbúnað, Á- ætlaði hanri að 30 millj. manna í heiminum hefðu nú atvinnu við hermál. Einníg sagði hann, að mikið fjármagn leystist úr læð- ingi við þetta. Til dæmis gat hann þess, að ef Rússar og Banda rikjamenn verðu aðeins 10 af hundraði af hemaðarútgjöldum sínum til styrktar vanþróuðum ríkjum gætu þeir fyrir þá fjár- hæð reist árlega margar raforku stíflur á borð við Aswar.-stífluna í Níl. F járöflunardagur Sjálfsbjargar ÍSAFIRÐI, 14. sept. — Sjálfs- björg, félag fatlaðra á ísafirði og í nágrenni, efndi til fjáröflunar sunnudaginn 6. þ. m., eins og önnur félög í landssambandi fatl- aðra. Kaffisala var í Skátaheimilinu á ísafirði allan daginn til kl. 12 á miðnætti og spilað var hið vin- sæla Bingo, en færri komust að en vildu. Seld voru merki félags- ins og blað landssambandsins á ísafirði og eftirtöldum stöðum: Hnífsdal, Suðureyri, Þingeyri, Flateyri og Súðavík, en Sjálfs- björg á Isafirði, sem telur 80—90 manns, á nú félaga á flestum þessum stöðum. I Bolungarvík var einnig fjáröflun þennan dag, en þ. 5 ágúst sl. var stofnað þar nýtt félag: „Sjálfsbjörg, félag fatlaðra í Bolungarvik", og er það 7. Sjálfsbjargarfélagið, sena stofnað er hér á landi á rúmu ári. Stjórn þessi skipa: Kristján Júlíusson, formaður; Sólberg Jónsson, ritari, og Birna Páls- dóttir, gjaldkeri. — Stofnendur voru um 20. Fjáröfluninni var einkar vel tekið og kunna félögin almenn- ingi beztu þakkir fyrir. Hjá ísa- fjarðarfélaginu söfnuðust rúm- lega 14 þús. kr. og 2 þús. kr. hjá Bolungarvíkurfélaginu, en rúm- lega helmingur fjárins er sendur suður í húsbyggingarsjóð lands- sambandsins. — GK RlKIStíTV ARPIÐ Ceethoven-Tónleikar Friedrich Gulda leikur með HLJÓMSVEIT RlKISCTVARPSINS undir stjórn Róbert Abraham Qftósonar í Þjóðleikhúsinu, mánudagskvöld 28. september kl. 8,30 Aðgöngumiðasala í Þjóðleikhúsinu * Húsfreyjan sem fylgist með tímanum eykur vinnuhraða og sparar erfiði með því að nota Saumavéia-mótorinn ANF 789 Hentugur muior til þess að byggja á allar saumavélar: Spenna 220 volt riðstraumur eða jafnstraumur, 40 watt. Sérlega falleg gerð. Lokaður og mjög ábyggileg- ur i rekstri. Einföld og auðveld viðbygging. Fyrir- hafnarlaus innstilling. Hljóðlaus að mestu. Tnxflar ekki útvarpstæki. — Framleiddur af SACHSENWERK Allar upplýsingar veitir Verzlunarsendisveit Þýzka alþýðulýðveldisins Reykjavík, Austurstræti 10, 2. hæð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.