Morgunblaðið - 13.12.1959, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.12.1959, Blaðsíða 18
18 MORGVNBLAÐlh Sunnudagur 13. des. 195Í Flogið yfir flæðarmáii Eftir Ármann Kr. Einarsson. Í!tg.: Bókaforlag Odds Björnssonar. JÓLIN nálgast og börnin eru far in að skrifa óskaseðilinn sinn. — Þótt margt sé girnilegra jóla- gjafa, munu mörg þeirra vilja fá góða bók öðru fremur. Fyrir nokkru heyrði ég á tal tveggja drengja, sem ræddu um, hvaða bók þeir vildu fá í jóla- gjöf. Báðum kom saman um, að þeir vildu fá „Árnabókina" í ár, eins og í fyrra. Ekki færðu þeir nein rök fyrir þessu, en greini- legt var, að þeir töldu sig ekki svikna af þeim „Árnabókum", sem þeir höfðu fengið á undan- förnum jólum. Þeir munu að öllum líkindum fá ósk sína uppfyllta, því nýlega er út komin ný bók um Árna í Hraunkoti: „Flogið yfir flæðar- máli“, eftir Ármann Kr. Einars- son. —. Þessi bókaflokkur hefur ekki aðeins náð vinsældum hjá ís- lenzkum börnum og unglingum. í Noregi hafa „Árnabækurnar“ verið gefnar út í stóru upplagi og í undirbúningi er nú dönsk út- gáfa og e. t. v. þýðingar á fleiri málum. Sjálfsagt liggja ýmis rök til þess, að þessi bókaflokkur hefur orðið svo vinsæll. Umhverfi sög- unnar er vel valið. Myndin af sveitinni við hraunið undir Heklurótum er nokkuð skýr og vekur íslenzkum kaupstaðabörn- um þægilegar minningar um sumardvalir í sveit og erlendum unglingum þykir forvitnilegt að sagan gerist í umhverfi hins fræga eldfjalls, Heklu. Söguefnið er þannig fram sett að persónulýsingar verða ekki ýtarlegar, en með fáum dráttum eru þeim gefin sérkenni, þannig að þær verða skýrt aðgreindar. Atburðarás sögunnar — sögu- þráðurinn —, hefur hraða og spennu og frásögnin er fjörleg. Stöðugt er eitthvað nýtt að ske, og söguhetjan og félagar hans alltaf að lenda í nýjum ævintýr- um. Baráttan stendur við dular- fulla náunga, kannske dálítið skuggalega, en þó ekki sem versta inn við beinið. Ungir lesendur kjósa gjarnan að mikið gerist í sögunni. Þá ósk uppfylla „Árnabækurnar“ sann- arlega, og á það vafalaust mik- inn þátt í vinsældum þeirra. Það má deila um, hve mikla á- herzlu skal á það leggja, að barnabækur séu „spennandi“. — Tæplega verður þó fram hjá því Ánnann Kr. Einarsson gengið, að það sjónarmið á rétt á sér að vissu marki. Hins er þó ekki að dyljast, að því meir sem barnabók byggist á þessu atriði einu, því fleiri hættur hefur það í för með sér. Ein aðaihættan er fólgin í því, að það sem var spennandi í aug- um lesandans í gær, verði orðið hversdagslegt í dag, og höfund- urinn freistist til þess að auka með hverri nýrri bók á spennu sögunnar, gera hetjuna að meiri hetju og þorparann að meiri þorp ara, unz komið er á algert reyf- arastig. Ekki þarf að eyða orðum að því, hve óæskileg slík þróun barnabóka væri. Börn eru oft raunsærri, en þeir fullorðnu halda, og lífið sjálft eins og það birtist í umhverfi þeirra og reynslu, er þeim sann- ara ævintýri, en allt annað. Þess vegna eru það stundum beztu barnabækurnar, sem eru lýsing á þeirri hversdagslegu reynslu, sem. barnið þekkir og skilur. Það er ekki leitt inn í til- búinn heim og óraunverulegan, heldur sagt til vegar innan eig- in átthaga. Og þá kemur í ljós, að þegar á allt er litið, er það mest spennandi að geta glaðzt yfir því að vera til og stærsta ævintýrið er hið raunverulega og hversdagslega líf. Ármann Kr. Einarsson hefur í sögum sínum tekið skynsamlega afstöðu til þessara tveggja sjón- armiða. Honum lætur vel að skapa hraða og spennandi atburðarás, en gætir þó jafnan hófs um, að frásögnin verði ekki reyfara- kennd til iýta. Oft tekst honum líka að bregða upp svipmyndum atvika í starfi og leikjum þeirra, sem hann lýs- ir, þannig að frásögnin er í senn sannfærandi og þó hlaðin nógri eftirvæntingu til að vera skemmti leg. Þeir kaflarnir eru beztir í þess- ari nýju Árnabók, og væri vel, ef Ármann leggði aukna rækt við þennan þátt í sögum sínum framvegis. Óhætt er að fullyrða, að þau börn og unglingar, sem um þessi jól fá bókina: „Flogið yfir flæð- armáli“ í jólagjöf, munu lesa hana sér til ánægju og skemmt- unar eigi síður en fyrri sögur um Árna í Hraunkoti og félaga hans. Kristján J. Gunnarsson. ELEKTHM.IEK Nýkomið: Hrærivélar Bónvélar Ryksugur Loftbónarar Þeir sem hafa hug á að tryggja sér þessar óviðjafnanlegu heimilisvélar til jólagjafa í ár, eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við oss sem fyrst. Þetta eru einustu heimilisvélarnar af slíku tagi sem hafa 2 >4 árs ábyrgð Einkaumboðsmenn: Hannes Þorsteinsson & Co. p e n n i Þér getið fyllt Sheaffer’s Snorkel penna, með hvíta hanzka á höndum, án þess að bletta þá eða skemma. — Sogpípan er það eina sem fer í blekið. — Sheaffer’s Snorkel pennar eru mjög skrifljúfir .... þeir skrifa strax og þér bregðið þeim niður á pappírinn. Sheaffer's-umboðið: Egill Guttormsson, Vonarstræti 4, Reykjavík. Jólatrésskraut Mikið úrval ELDÓRADÓ, Garðastræti 6 (4. hæð) Sími 2-34-00. Hi5 Islenzka Fornritafélag út er komið XIV. bindi Kjalnesingasaga Jökuls þáttur Búasonar, Víglundar saga, Króka-Refs saga, Þórðarsaga hreðu, Finnboga saga, Gunnars saga Keldu- gnúpsfífils Jóhannes Halldórsson gaf út Verð kr. 150.— í skinnbandi Ljósvetningasaga fæst nú aftur í ljósprentaðri útgáfu. Verð kr. 150.— í skinnbandi Kaupið Fornritin jafnóðum og þau koma út. Aðalútsala Bókavcrzlun Sigfúsar Eymundssonar Morgunblaðshúsinu, Aðalstræti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.