Morgunblaðið - 05.03.1960, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.03.1960, Blaðsíða 4
4 MORGV1SBLAÐ1Ð Laugardagur 5. marz 1960 I dag er 65. dagur ársins. Laugardag’ur 5. marz. Árdegisflæði kl. 10,42. Síðdegisflæði kl. 23,19. Slysavarðstofan er opin allar sólarhnngínn. — L,ækiiavórður L.R (fyrn vitjanir) er á sama stað frá kl. 18—8. — Sími 1503a Vikuna 5.—11. marz verður næturvörður í Vesturbæjar Apó teki. — Næturlæknir í Hafnarfirði. — Eirikur Björnsson. Sími 50235. □ MÍMIR 5960377 — 1 Atkv. £23 Messur Neskirkja: — Barnaguðsþjón- usta kl. 10,30 og messa kl. 2 e.h. Séra J.ón Thorarensen. Útskálaprestakall: — Æskulýðs messa að Útskálum kl. 2 e.h. — Sóknarprestur. Bústaðaprestakall: Æskulýðs messa i Háagerðisskólá kl. 5 e.h. Barnasamkoma á sama stað kl. 10,30 árdegis. Séra Gunnar Árna- son. —• Háteigsprestakall: —Æskulýðs guðsþjónusta í hátíðasal Sjó- mannaskólans kl. 2. — Barna- samkoma kl. 10,30. Séra Jón Þor varðsson. Laugarneskirkja: — Æskulýðs guðsþjónusta kl. 2 e.h. — Barna- samkoma kl. 10,15 f.h. Séra Garð ar Svavarsson. EUiheimilið: — Messa kl. 10 árdegis. — Heimilisprestur. Langholtsprestakall: — Barna samkoma í safnaðarheimilinu við Sólheima kl. 10,30 f.h. — Æsku- lýðsguðsþjónusta kl. 2 e.h. Séra Árelíus Níelsson. Dómkirkjan: — Æskulýðsguðs þjónusta kl. 11 f.h. Séra Jón Auð uns. Barnasamkoma í Tjarnarbíó kl. 11 f.h. Séra Óskar J. Þorláks son. — Æskulýðsguðsþjónusta kl. 5 síðdegis. Séra Óskar J. Þorláks- son. —• Aðventkirkjan. — Júlíus Guð- mundsson flytur 5. erindið í er- mdaflokki sínum um boðskop Opinberunarbókarinnar, í Að- ventkirkjunni sunnudaginn 6. marz kl. 5 síðdegis og nefnist það: Leyndardómur Guðs opin- berast. Frú Anna Johansen syng ur einsöng. Fríkirkjan: — Æskulýðsguðs- þjónusta kl. 2 e. h. — Þorsteinn Björnsson. Hallgrímskirkja: — Æskulýðs- guðsþjónusta kl. 11 f.h. Séra Sig- urjón Þ. Árnason. Barnasamkoma kl. 1,30, séra Sigurjón f. Árnason Æskulýðsmessa kl. 5 síðdegis. — Séra Lárus Halldórsson. Grindavík: — Æskulýðsguðs- þjónusta kl. 2. Gunnar Sigurjóns son, cand. theol. prédikar. Sókn- arprestur. Hafnarf jarðarkirkja: Æsku- lýðsguðsþjónusta kl. 5 síðdegis. Frú Hrefna Tynes, varaskáta- höfðingi og félagar úr Skátafélag inu Hraunbúar aðstoða við guðs- þjónustuna. Skátakór syngur. — Séra Garðar Þorsteinsson. Kálfatjörn: — Æskulýðsguðs- þjónusta kl. 2 síðdegis. Séra Garðar Þorsteinsson. Fríkirkjan í Hafnarfirði: Messa kl. 2 (æskulýðsguðsþjónusta). — Séra Kristinn Stefánsson. IglBrúókaup í dag verða gefin saman í hjónaband af séra Þorsteini Björnssyni imgfrú Guðrún Sam- úelsdóttir, Guðmundssonar frá ísafirði og Haraldur Sigurðsson, verzlunarmaður (Bjarnasonar múrara). Heimili þeirra er að Barónsstíg 39. 'Hjónaefni Nýlega hafa opinberað trúlof- un sína ungfrú Björg Helgadótt- ir, Akureyri og Magnús Sigurðs- son, háseti á Selfossi. + Afmæli + Sextugur er í dag Skúli Jó- hannesson, bóndi að Dönustöðum í Laxárdal, Dalasýslu. 1 dag 5. marz er frú Jórunn Markúsdóttir frá Krossi í Ölfusi, niutíu ára. — Hún er nú búsett með syni sínum í Skálholti í Hveragerði. IE5I Félagsstörf Frá Heimdalli. Klúbbfundurinn verður í dag. Verkakvennafélagið Framsókn heldur aðalfund sinn í Iðnó á morgun, sunnudag, kl. 2 e.h. Þess er fastlega vænzt að félagar fjöl- menni. Kvenfélag Langholtssóknar. — Afmælisfundur verður haldinn mánudaginn 7. þ.m., kl. 20,30 í Safnaðarheimilinu við Sólheima. Skemmtiatriði. Konur, fjölmenn- ið. — Stjórnin. lYmislegt Sækið æskulýðsguðsþjónust- urnar á morgun. Orð lífsins: — Síðan birtist hann Jakobi, því næst postulun- um öllum. En síðast allra birtist hann einnig mér, eins og ótíma- burð, því að ég er síztur postul- anna, og er ekki verður þess að kallast postuli, með því að ég of- sóHi söfnuði Guðs. (1. Kor. 15). Byggingaþjónusta A. I., Lauga vegi 18-A, sími 24344. — Opin alla virka daga kl. 1—6, nema laugardaga kl. 10—12. Miðviku- dagskvöld kl. 8—10. Æskulýðsráð Reykjavíkur: — Tómstunda- og félagsiðja laugar daginn 5. marz 1960. — Lindar- gata 50: kl. 4 e.h. Kvikmynda- klúbbur, kl. 8,30 „Opið hús“ — (ýms leiktæki, kvikmynd o. fl.). Háagerðisskóli: kl. 4,30 og 5,45 e. h. Kvikmyndaklúbbur. Sækið æskulýðsguðsþjónust- urnar á morgun. Æskulýðssamkoma í Fríkirkj- unni kl. 8,30 á sunnudagskvöld. Séra Jóhann Hannessón, prófess or, talar. — Æskulýðsnefnd þjóð- kirkjunnar. K.F.U.M. og K., Hafnarfirði. — Séra Lárus Halldórsson talar á æskulýðsvikunni, sem stendur nú yfir og lýkur á sunnudagskvöld. Öll kvöldin er mikill söngur. Æskulýðsfélög Fríkirkjunnar: Merkjasala hefst kl. 10 f.h. á morgun, frá kirkjunni. Æskulýðs guðsþjónusta kl. 2 e.h. og æsku- lýðssamkoma á vegum Æskulýðs nefndar þjóðkirkjunnar kl. 8,30. Sækið æskulýðsguðsþjónust- urnar á morgun. ~mecf rr- y^gAheit&samskot Rafnkelssöfnunin: — N N kr. 250,00; Æ 100,00; Þuríður 100,00. Lamaði íþróttamaðurinn: — Ómerkt í bréfi kr. 75,00. Sjóslysið á Húsavík: — N N kr. 250,00. Sólheimadrengurinn: — J J kr. 50,00; G G 100,00; Villa 220,00; ómerkt í bréfi 50,00. • Gengið • Sölugengi 1 Sterlingspund .... kr. 106.84 1 Bandaríkjadollar ... — 38.10 1 Kanadadollar ....... — 40.07 100 Danskar krónur ...... — 551.95 100 Norskar krónur ...... — 533.25 100 Sænskar krónur ...... — 735.75 100 Finnsk mörk ......... — 11.93 100 Franskir Frankar .... — 776.30 100 Belgiskir frankar ... — 76.40 100 Svissneskir frankar . — 878,65 100 Gyllini .... —- 1010.40 100 Tékkneskar krónur ... — 528.45 100 Vestur-þýzk mörk .... — 913.65 1000 Lírur .............. — 61,32 100 Austurrískir sehillingar — 146.55 100 Pesetar ............. — 63.50 100 reikningskrónur Rússl. Rúmenía, Tékkóslóvakía Ungverjaland ....... — 100.14 Skráö jafngengi: Bandaríkjadollar VILLISVAMIRNIR - Ævintýri eftir H. C. Andersen Aðeins einn maður hafði séð til ferða hennar. Það var erkibiskupinn — hann vakti, þegar aðrir sváfu. Nú hafði hann þó fengið að vita vissu sína um það, sem hann hafði grunað — að ekki væri allt með felldu um hagi drottn- ingaringar. Hún var galdra- kvendi og hafði vélað kon- unginn og allan almenning. Hann sagði kónginum frá því í skriftastólnum, hvað hann hefði séð, og hvað hann hefði séð, og hvað hann grun- aði. En þegar hann mælti þessi þungu orð, hristu út- skornu dýrlingamyndirnar höfuðið, ems og þær vildu segja: — Þanmg er það ekki — Elísa er saklaus. En erki- biskupinn lagði aðra merk- ingu í það. Hann hélt, að myndirnar væru að vitna gegn henni — að þær hristu höfuðið yfir syndum hennar. Þá runnu tvö höfug tár nið- ur vanga konungsins — og hann hélt heim með hjartað fullt af efa. ☆ FERDINAND ☆ 38.00 krónur. Gullverð ísl. kr.: 100 gullkrónur 1.724.21 pappírskrónur. — 1 króna 0.0233861 gr. af skíru gulli. Skipin Eimskipafélag tslands h.f.: — Dettifoss fór frá Aberdeen í fyrra dag til Immingham. Fjallfoss er í Hamborg. Goðafoss fór frá Rvík í gær til Stykkishólms. Gullfoss fór frá Rostock í gær til Kaup- mannahafnar. Lagarfoss er í New York 29. f.m. Reykjafoss fór frá Dublin 2. þ.m. til Rotter dam. Selfoss fór frá Akranesi í gær til Hafnarfjarðar. Tröllafoss er í Reykjavík. Tungufoss fór frá Gautaborg 2. þ.m. til Rvíkur. Skipaútgerð ríkisins. — Hekla er væntanleg til Reykjavíkur í kvöld að vestan úr hringferð. — Herðubreið er væntanleg . til Reykjavíkur í kvöld ac austan úr hringferð. Skjaldbreið er á Vest- fjörðum. Þyrill fór frá Vopna- firði í gær áleiðis til Fredrikstad. Herjólfur fer frá Vestmannaeyj- um kl. 21 í kvöld til Rvíkur. Skipadeild S.Í.S.: — Hvassafell fór frá Kaupmannahöfn 3. þ.m. áleiðis til Austfjarðahafna. Arn- arfell losar og lestar á Eyjafjarð- arhöfnum. Jökulfeil losar á Húnaflóahöfnum. Dísarfell er í Rostock. Litlafell er í olíuflutn- ingum í Faxaflóa. Helgafell kem ur til Akureyrar í dag frá Rvík. Hamrafell er í Reykjavík. H.f. Jöklar: — Drangajökull er í Ventspils. Langajökull fór frá Ventspils í fyrradag á leið hing- að til lands. Vatnajökull var í Kaupmannahöfn í gær. Hafskip: — Laxá er í Gauta- borg. — Flugvélar Loftleiðir h.f.: — Leiguvélin væntanleg kl. 19:00 frá New York. Fer til Glasgow og Amster dam kl. 20:30. — Leifur Eiríks- son er væntanlegur kl. 19:00 frá Kaupmannahöfn og Osló. Fer til New York kl. 20:30. Læknar fjarverandi Olafur Jóhannsson fjarverandi frá 18. febr. til 1. marz. Staðgengill: Kjart- an R. Guðmundsson. Snorri P. Snorrason, fjarv. 3—4 mán- uði frá 22. febr. — Staðgengill: Jón Þorsteinsson. Þórður Þórðarson fjarverandi 20. febr. til 6. marz. Staögengiil: Tómas Jónasson. Eiidurvarp NEW YORK, 29. febrúar: — I gær var skotið á loft frá Virginiu þriggja þrepa eldflaug, sem hafði nýstárlegan farm. Þetta var plast belgur einn mikill, sem þandist út í 300 km hæð varð þá að þvermáli sem 10 hæða hús. Var þetta gert í sambandi við til- raunir, sem nú eru að hefjast n.eð endurvarpsstöðvar í geim- ínum. Útvarpað var töluðu máli og beint að belgnum. Endurvarp- aðist það skírt og greinilega — og er þetta í fyrsta sinn sem slíkt endurvarp er reynt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.