Morgunblaðið - 17.03.1960, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.03.1960, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 17. marz 1960. MORGUN BLAÐIÐ 3 Brezkir og pólskir sjómefin í ævintýraleit á íslandi Þessir pólsku sjómenn frá Stettin voru að koma úr fyrstu sjó- ferðinni sinni á Fylki í fyrrakvöld. — Þeir heita Stanislaw Kowalcizek og Richard Wickel. ÞAÐ var líflegt á bryggjun- um í Hafnarfirði i fyrrakvöld, þegar fréttamenn Morgun- blaðsins skruppu þangað að hafa tal af fjórum útlenzkum fiskimönnum, sem ráðnir hafa verið á vélbátinn Fylki. Klukk an var um 11, en enginn syfj- aður nema kannski einn og einn mávur, sem dottaði úti í myrkrinu. Fylkir lá undir krananum og þeir voru að ljúka við að losa hann, þegar við komum. Þeir sögðu þeir væru með dágóða veiði, en ekki höfðu þeir tíma til að anza okkur frekar, því þeir þurftu að ýta frá bryggju og leyfa Dóru að leggjast upp að, svo unnt væri að losa hana líka. Spölkorn frá krananum lá Örn Arnar- son, sem hafði fengið 20 lestir, eða meiri afla en aðrir bátar, að Eldborginni undanskilinni. sem var með svipaðan afia. Hún var nýkomin úr sinni fyrstu sjóferð, tignarlegasta skipið í höfninni, ný og fagur- máluð, 132 lestir að stærð og það var reisn yfir henni. — Hún er fallegt skip, sögðu karlarnir. Hún á eftir að gera það gott, það er áreiðanlegt. Og svo snertu þeir derin á slorugum húfunum sútummeð vísifingri hægri handar og gengu með hendur í vösum upp í bæinn, kannski í leit að einhverju ævintýri, eða þá bara til að fá tækifæri til að ganga með hendur í vösum og njóta iðjuleysisins í friði, án þess að eiga á hættu að vera kallaður letingi eða helvítis landkrabbi, eða skítkokkur. Það var gott veður, dálítill andvari, en engin flæsa: — Hvað heitir þú? spurðum við ungan mann, sem stóð á bryggjunni og var að kalla eitthvað niður í Dóruna: — Ég heiti Auðunn Magnússon. — Ert þú sjómaður, Auðunn? •— Já, ég er á Lunda. — Ertu í landi núna? — Já, ég er í landi, því ég er með gigt í baki. — Hvað hefurðu lengi verið á sjó? — Þrjú ár, síðan ég var 16 ára. Við kveðjum Auðunn og göngum yfir bryggjuna, en verðum að hlaupa við fót, því þarna kemur splunkunýr „bensi“ á hægri ferð og ekur niður að Eldborginni og það er eins og fólkið hafi gaman af að sp>óka sig í þessum fiski, sem sjómennirnir hafa breytt \ glansandi bifreið. Við göngum yfir að Mörk- inni frá Grindavík: — Nú, já, hvað er nú þetta? — Þeir eru að smíða netarennu, segir ein- hver. Svo bíðum við undir fullu tungli, sem var gult og stórt og lýsti eins og ljósker yfir smáíbúðahverfinu, þegar við lögðum af stað úr Reykjavík. Frá Dóru ómaði dansmúsík. Svo komu tvær ungar blóma- rósir úr frystihúsinu og gengu hnarrreistar niður bryggjuna, stundum flissandi eða bara brosandi, en alltaf útspíóner- andi ungu sjómennina, sem voru viðstaddir þessa tungls- skinssónötu. Pólverjarnir tveir, sem við ætluðum að hafa tal af, voru enn um borð í Fylki, og ekki annað að gera en bíða þangað til þeir stykkju upp á bryggj- una. En hvar eru Bretarnir? Höfðu ekki tveir Bretar einn- ig ráðið sig á bátinn? Ójú, það var lóðið. Þarna koma þeir spígsporandi niður bryggjuna og við göngum í humátt á móti þeim, tökum þá tali: — Sælir, við erum frá Morg unblaðinu. — Já. — Megum við taka myndir? — Já. — Þakka ykkur fyrir. Ert það þú sem hefur verið 30 ár stýrimaður á brezkum togur- um? — Já. — Hvað heitir þú? — Nash frá Grimsby. Og svo byrjaði stórskota- hríðin. — Af hverju komuð þið hingað? — O, við komum bara til tilbreytingar, sagði Nash. — Þú hefur verið á brezk- um togurum undanfarið. — Já, ég hef alltaf verið á brezkum togurum. — Hefurðu veitt fyrir innan 12 mílna mörkin? — Nei, ég hef ekki veitt hér við Island síðan takmörkin voru færð út í 12 mílur. — Hvar hefurðu þá verið? — Við Færeyjar. — Á hvaða skipi varstu síðast? — Reperio, já, ég var síðast á honum. Svo drap Nash stýrimaður tittlinga og það var einkenni- legur glampi í augunum á honum. Hann bætti við: — Annars hef ég verið grip inn tvisvar í landhelgi, en það er svo langt síðan. Það var fyrir 8 árúm. Þá var ég á York City. Skipstjórinn var tekinn um borð í Þór og ég varð að sigla togaranum til Reykja- víkur. Við vorum 16 mílur norður af Reykjanesi. — Varstu ekki hreykinn af því að stjórna skipinu? — Nei, hvers vegna? Ég hafði stjórnað skipi áður í stríðinu. — Af hverju komuð þið til íslands? — Ég var að segja það, til- breyting. — Höfðuð þið ekki næga vinnu heima? — Jú. — En haldið þið getið haft meira upp hér? — Vitum það ekki ennþá. — Hvað viljið þið fá mikið? — Eins mikið og mögulegt er. — Ætlarðu að setjast að hér á íslandi? — Óákveðið ennþá. — Hér er kvenfólk, það heldur kannski í ykkur? — No, I wouldn’t say so. — Ertu kanski giftur? — Hef verið það, missti konuna fyrir 6 mánuðum. — Hvernig voruð þið ráðn- ir í Grimsby? — Við vorum valdir úr hópi 12 manna. — Var auglýst í blöðunum eftir ykkur? — Nei. — Hvernig þá? — Það er sími í Grimsby líka! Og nú hlæja þeir báðir að fávizkunni í mörlandanum. — Hvað hafið þið mikið í kaup á Grimsbytogurum? — Háseti fær 7 pund á viku. — En þú, hvað heitir bú? — Shane. — Líka stýrimaður? — Nei, alltaf verið háseti. — Hefur þú veitt fyrir innan 12 mílna mörkin? — Ég hef verið við Fær- eyjar og aldrei verið gripinn í landhelgi hér. — Ekki það? — Nei, ég sagðist aldrei hafa veitt fyrir innan, ja, varðskipið kom einu sinni að okkur .... — Og tók ykkur? — Nei, þeir sögðu bara að við værum fyrir innan. Og svo fórum við út fyrir. — Kölluðu þið ekki brezku herskipin til hjálpar? — Nei. — Hvernig var andrúms- loftið um borð í brezku togur. unum á lögbrotasvæðunum. ■— Allright. — Vilja brezku sjómennirn ir veiða fyrir innan 12 mílurn- ar? — Þeir vilja veiða alls staðar, þar sem fiskur er. — Heldurðu að þeir séu reiðir yfir því að þurfa að fara út fyrir landhelgina núna? — Þeir hljóta að vera það Nú verða þeir að sækja lengra, t. d. til Grænlands og Bjarnareyjar. — Hvernig lízt ykkur á að vera í Hafnarfirði. — Ágætlega. Við höfum komið hér áður. — Hér eru engar bjórstofur og engan bjór að fá. Hvað ætlið þið að drekka? — Brennivín. Svo kvöddum við þá félaga og báðum þá vel að lifa, en kölluðum á eftir þeim: — Nú verður gaman fyrir ykkur að veiða í íslenzku landhelginni, því nú eru þetta löglegar veið- ar. Þeir hlógu og veifuðu til okkar, þeim líkaði vel þessi tónn, það var auljgóst mál. Að lokum komu Pólverjarn- ir upp á bryggjuna. Þeir kváð ust heita Richard Wickel, 26 ára og Stanislaw Kowalcizek, einnig 26 ára, og báðir fiski- menn frá Stettin. Þeir sögðust hafa verið nokkra mánuði í Englandi. Við spurðum: — Flúðuð þið frá Póllandi? — Hvert fer blaðið, spurði Wickel og leit rannsakandi á okkur. — Hvernig líkaði ykkur þessi fyrsta sjóferð? spurðum við. — Vel. Þetta er að vísu dá- lítið erfitt starf, en fiskveiðar eru alls staðar erfiðar. Okkur líkar hér vel. — Það er gott að heyra. Af hverju komuð þið til Eng- lands? — Við fengum leyfi til þess að heimsækja ættingja. — Ætlið þið að fara heim aftur? — Vitum það ekki. Kannski verðum við á íslandi. Maður veit aldrei. Við eigum báðir foreldra og systkini heima. Það er dálítið kalt hér. Fylkir kom utan úr myrkrinu og iagðist að bryggju í Hafnar- firði. í stafni stóðu 2 sjómenn, annar pólskur, hinn íslenzkur. STAKSTEIHAR Sovét og söluskatturinn I Sovétríkjunum og öllum kommúnistaríkjunum austan járntjalds eru háir söluskattar aðaltekjulindir ríkissjóðanna. Þar telja kommúnistar slíkan skatt sjálfsagðan og einkar hentugan. Enginn minnist á þaS þar, að álagning söluskatts sé „árás á almenning** eða sérstak- lega hættuleg hagsmunum hinna efnaminni borgara í þjóðfélög- unum. 1 þessum rikjum eru sölu- skattar einnig miklu hærri held- ur en tíðkast hefur hér á landi, og ráðgert er með hinum nýja söluskatti, sem nú er verið að leggja á. Minntust ekki á blóðpeninga Þegar á þetta er litið, sæftr það ekki lítilli furðu, að komm- únistar telja söluskattinn, sem Alþingi er nú að lögfesta, ein- hvern ranglátasta og hættuleg- asta skatt, sem nokkru sinni hef- ur verið á lagður hér á landi. Sjálfir áttu þeir auðvitað þátt í því í vinstri stjórninni að inn- heunta söluskatt. Einar Olgeirs- son og Lúðvík Jósefsson minnt- ust ekkert á það þá, að slíkur skattur væri blóðpeningur, sem kreistur væri undan nöglum al- þýðu manna í landinu. Þá var öldin önnur Út yfir tekur þó hræsnin í Framsóknarmönnunum, þegar þeir þykjast vera eihdregnir and- stæðingar söluskatta. Eysteinn Jónsson, sem verið hefur fjár- málaráðherra á 2. áratug hefur svo að segja á hverju ári í ráð- herratíð sinni talað fyrir minni söluskatts. Hefur hann þá jafn- ar talið hann réttlátan og eðli- legan tekjustofn. Nú stendur þessi sami Ey- steinn upp á Alþingi og grætur krókódílstárum yfir því, hversu hart þessi skattur muni bitna á alþýðu manna!! Það er annars dálítið ein- kennilegt, að heyra þennan skatt- ránspostula kveinka sér undan nýjum sköttum. Enginn hefur gengið lengra í því en hann að leggja á óréttláta og þungbæra skatta. Undir forystu hans hefur Framsóknarflokkurinn teygt skattheimtukrumlu sína dýpra og dýpra ofan í vasa alls al- mennings í landinu. Framsókn og fjárlögin Framsóknarflokkurinn hefur nú lagt fram á Alþingi tillögur um að hækka heildarniðurstöð- ur fjárlaganna um allt að 100 millj. kr. Leggja fulltrúar flokks ins i fjárveitinganefnd til að tekjuáætlun fjárlaganna sé hækkuð um 96 millj. króna Þess- um tekjuauka vilja þeir svo verja til margvíslegra fram- kvæmda. Þannig framkvæma Framsókn- armenn yfirlýsingar sinar um það að nú þurfi að draga úr út- gjöldum fjárlaga og spara. Full- trúar þeirra í fjárveitinganefnd hafa ekki lagt fram eina ein- ustu sparnaðartillögu. Þeir hafa aðeins lagt til að heildarútgjöld fjárlaga verði hækkuð um nær 100 millj. kr. Vafalaust mun Tíminn halda áfram að skamma rikisstjórnina fyrir of há fjárlög og skort á sparnaðarvilja. En á sama tíma eru Framsóknarmenn að flytja stórkostlegar útgjaldatillögur á Alþingi. Þannig er samræmið í orðum og athöfnum hjá Tíma- liðinu um þessar mundir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.