Morgunblaðið - 22.03.1960, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.03.1960, Blaðsíða 10
10 MORCUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 22. marz 1960 I stærstu verstöð landsins — I. grein: Þegar líður að vertíð fer mann að langa til Eyja Rætt við fEatningsmann undan Eyjafjöllum og pökkunarsfúlku norðan af Fjöllum . FLUGVÉLIN tekur dýfur yfir Reykjanesfjallgarðinum. Það vona ég að Binni flugmaður reyni nú að halda vélinni sæmilega rólegri. Mér er bölv- anlega við þennan þeyting upp og niður. Á skífunni yfir flugstjórnarklefanum stendur: „Spennið beltin“. Út til Eyja Nú. Já. Þá veit maður á hverju er von. Tilhugsunin er miður skemmtileg, en allt gengur þó vel. Reykjanesfjöll- in senda okkur að þessu sinni aðeins smávægilegar vind- hviður, sem vagga flugvélinni eins og diski í höndum æfðs framreiðslumanns. Nú blasir við okkur Ölfusið með ísi- þakta ána í miðri, auðri flat- neskjunni. í gær vorum við þar á ferð með fulltrúum á búnaðarþingi, en í dag er ferðinni heitið til stærstu ver- stöðvar landsins, Vestmanna- eyja. Uppi undir landi er kyrrt að sjá á sjóinn, en þegar nær dregur Eyjum gára öldurnar hafflötinn undan austankul- inu. Hér og hvar getur að líta fiskiskipin vagga sér mjúk- lega á bárunum. Ég finn til ofurlítils ónotafiðrings í mag- anum er ég horfi á bátana og hugsa til þess að á næstunni verði ég um borð í einum þeirra. Vonandi að austan- kulið verði þá tekið að lægja. Flugvélin lækkar svifið og skelfur lítið eitt undan storm- sveipunum, sem sviptast fram milli hinna fögru hæða og fjalla Vestmannaeyja. Gróð- urflesjurnar ofan við vegg- bratt strandbergið blasa við sjónum. Við svífum mjúklega inn á flugvöllinn. Notakennd fer um mann þegar fast land er undir fótum á ný. Iðandi líf og fjör — Velkominn í skerin, seg- ir Björn Guðmundsson, kaup- maður og útgerðarmaður, er hann heilsar mér með glettnis fullu brosi. Síðan er haldið niður í bæipn, eða „plássið“, eins og mundi hafa verið sagt í gamla daga. En hér er ekki um neitt smápláss að ræða. Við blasa stórar og fallegar byggingar og hvort sem litið er austur eða vestur má sjá hús í smíðum. Allt ber vott um miklar athafnir og fram- farir. Niður við höfnina er hvert fiskiðjuverið við annað, stórar og reisulegar bygging- ar og þar er líka verið að reisa stórhýsi. Allt iðar hér af lífi og starfi, allir eru á þönum frá eða til vinnustaðar. Hér er gull sjávarins m^lað og að því vinna þúsundir handa. Við ísfélag Vestmannaeyja nemum við staðar. Það er elzta íshúsið á staðnum og á því stendur skýrum stöfum að það sé byggt 1901. Hér ætlum við að öðlast okkar fyrstu kynni af vertíðarlífinu í Eyj- um. Við hittum forstjórann, Einar Sigurjónsson, og hann fellst fúslega á að koma því svo fyrir að ég nái tali af svo sem tveimur af starfsfólki fyrirtækisins, helzt aðkomu- fólki, karli og konu. Niðri í fiskmóttöku hittum við Ólaf Erlendsson verk- stjóra og hann kynnir mig fyrir einum af flatningsmönn- um sínum, Sigurjóni Guð- mundssyni, ættuðum undan Eyjafjöllum. Með æfðum handtökum þrífur Sigurjón einn golþorskinn og fletur hann, stingur hnífnum í borð- plötuna, tekur af sér svuntu og vettlinga og gengur síðan með okkur fram í verkstjóra- herbergið og þar gefst mér tækifæri til að leggja fyrir hann nokkrar spurningar. 23. vertíðin Sigurjón er maður hnellinn á velli, í meðallagi hár, glað- legur í bragði og handtakið er fast, hrjúft en hlýtt. Sigurjón er ættaður frá Hólakoti undir Austur-Eyja- fjöllum en á nú heima í Ytri- Skógum. Hann er maður ein- hleypur og 41 árs að aldri. Á milli vertíða vinnur hann byggingarvinnu í heimasveit sinni. — Þetta er 23. vertíðin mín hér í Eyjum. Fyrstu þrjár ver- tíðirnar var ég til sjós, en síð- an hef ég verið í landi. Hér hef ég unnið við alla fiskað- gerð og við beitingu línu og frógang hennar. En hin síðari árin hef ég aðallega unnið við flatningu. Yfirleitt eru flatn- ingsmenn hinir eldri og reynd ari, en það skortir tilfinnan- Sigurjón Guðmundsson flatningsmaður lega að yngri mennirnir æfist í að fletja fisk og taki við. Ég tel ekki að flatningsvélarnar muni leysa mannshöndina alveg frá flatningunni. Vél- arnar ráða ekki við Stórfisk- inn, þótt þær fletji hinn smærri vel. Ég spyr nú um dvalartíma verbúðafólks hér í Eyjum, að- búnað þess og tekjur. — Margir eru hér frá ára- mótum og fram til mánaða- móta apríl-maí. Oftast koma hingað 1500—2000 manns víðs vegar að af landinu. Það má segja að hér sé fólk allsstaðar að auk þess sem alltaf er hér nokkuð af útlendingum. Ég er nú svo heppinn að hafa herbergi út af fyrir mig, en flestir aðkomumenn verða að búa í verbúðum og þá oftast margir saman. Þessar verbúðT ir eru misjafnar að öllum frá- gangi og aðbúnaður er sums- staðar ekki góður, en hefur þó farið batnandi á síðari ár- um. Auðvitað ganga svo sum- ir, sem í verbúðunum búa, illa um og þá er ekki að sökum að spyrja. En þetta er að sjálf- sögðu misjafnt. Mjög góð vertíð — Og hvernig hefur svo vertíðin verið? — Hún hefur verið einhver sú bezta, sem ég hef verið á. Þegar mest hefur verið að gera hefur vinnan staðið frá því klukkan 8 á morgnana til kl. 2—3 um nætur. Til er þó að vinnutíminn hefur farið allt niður í 4 tíma á dag og einstaka dagar hafa fallið alveg úr. Lengst eru menn hér fjóra mánuði en flestir ekki nema þrjá. Það sem af er þess- air vertíð hafa flatningsmenn haft þetta 7—8 þúsundir á mánuði, en bezti og tekju- drýgsti tíminn er þó enn eftir. — Hvað veldur því að menn sækjast eftir því að vera á vertíð? — Ég geri ráð fyrir að þar ráði mestu um skjótfenginn gróði og svo er vertíðarlífið fjörugt og tilbreytingarríkt. Margir segja sem svo við ver- tíðarlok að nú ætli þeir ekki oftar á vertíð. Þessi verði sín síðasta. En svo þegar dregur að næstu vertíð er eins og löngunin komi alltaf aftur. Og endirinn verður sá að maður fer. — En hvað ætlar þú að gera næst. Heldurðu að þú komir aftur? — Ég ætla ekkert um það að segja núna. Ég er svo oft búinn að segjast hætta, en alltaf hef ég komið aftur. — Hvað er svo gert við frí- stundirnar? ■— Það er farið í bíó og á böll, spilað og teflt eða menn fara í heimsókn til kunningj- anna. Menn verða að skvetta sér upp á milli ,tarnanna“. — Og er ekki róstusamt stundum hér ó vertíðinni? — Fyrir kemur það. En ég hef alltaf verið mjög heppinn með starfsfélaga og ekki hvað sízt nú síðustu árin, eftir að ég kom til ísfélagsins. Og það er mikils um vert að lenda í góð- um félagsskap, sagði Sigurjón að lokum. Maður fær svo mikinn pening Næst er ferðinni heitið upp í pökkunarsal til stúlknanna og þar kynnir verkstjórinn, Sigurjón Auðunsson, okkur fyrir ungri hnátu norðan af Fjöllum. Anna Stína Vil- hjálmsdóttir er ættuð norðan úr Möðrudal og er ekki nema 17 ára, en samt er þetta önnur vertíðin hennar. — Af hverju fórst þú að taka upp á því að fara á ver- tíð, Anna Stína? — Maður fær svo mikinn pening. Ég kom hingað rétt fyrir mánaðamótin jan.-febr. og er búin að hafa upp núna, 12. marz, um 7 þúsund krónur. — Og hvernig er starfið? — Ég sker úr, vigta og pakka. Þetta er ákaflega létt vinna. Lengst hef ég unnið frá kl. 8 að morgni til kl. 3 um nóttina. — Og verbúðalífið? — Við stelpurnar höfum hús út af fyrir okkur hérna hjá ísfélaginu. Það er nýtt og ágætt. Annars eru nokkrir strákar þar nú sem stendur. — En er strákum annars bannað að koma í heimsókn til ykkar, líkt og í heimavistar skóla? — Nei, blessaður vertu. Þeir mega koma í heimsókn á öll- um tímum, það er að segja, ef við leyfum þeim það. — En hvernig er með fæði? — Við höfum sameiginlegt mötuneyti allt starfsfólkið hjá ísfélaginu og þar fáum við níikinn og góðan mat fyrir sanngjarna borgun. — Hvað gerðirðu áður en þú komst hingað á vertíðina? — Ég vann í búð austur á Egilsstöðum. Ég geri ráð fyrir að fara þangað austur þegar vertíðin er búin. í sumar ætl- um við tvær vinkonur að vera saman síldarkokkar á skipi ef við getum fengið pláss. Vin- kona mín heitir Sigrún. Svo ætla ég að vera í skóla næsta vetur fram að vertíð en koma svo hingað aftur. — Ertu trúlofuð? — Uss. Nei. Það borgar sig ekki strax. Ég ætla að reyna að þéna eitthvað fyrst. — Hvað gerirðu svo í frí- stundunum? — Fer í bíó og á böll. Hér er allt brjálað á böllunum. En það er spennandi. — Slást strákarnir mikið? — Já, stundum. Þeir halda sumir að þeir séu .svo voða sterkir þegar þeir eru komnir á það. — En er það nú ekki ein- mitt þetta spennandi líf, sem gerir að þig langar á vertíð? — Jú, það er það auðvitað. Það er voða skemmtilegt að vera hér. — Og þú ætlar aftur á ver- tíð? — Já, áreiðanlega. Ef ég mögulega get. Við látum þessu stutta spjalli við tvo skemmtilega fulltrúa vertíðarfólksins í Eyjum lokið og óskum þeim tekjuríkrar vertíðar og góðrar heimkomu að henni lokinni. vig. Bœndur vel heyblrgir ÁRNESI, 19. marz: — Hér hafa verið stillur og góðviðri undan- farið. Sólbráð um daga, en næt- urfrost. Snjór er þó enn nokkur og fremur lítil beit fyrir sauðfé. Bændur eru vel heybirgir og nota því beitina minna en ella myndi, ef hey væri af skornum skammti. Greiðar samgöngur Samgöngur eru greiðar um héraðið, eins og oftast hefur ver- ið á veturna. í dag er verið að ryðja snjó af Tjörnesvegi í N- Þingeyjarsýslu, sem liggur milli sýslanna ,og til Akureyrar er gott akfæri yfir Fnjóskadal og Dalsmynni, en Vaðlaheiðarvegur hefur ekki verið ruddur enn. Flugsamgöngum hefur verið haldið uppi, að mestu reglulega einu sinni í viku í vetur og er að því mikil samgöngubót fyrir hér- aðsmenn, bæði hvað snertir fólks flutninga, póst- og vöruflutninga, sem fara vaxandi um völlinn hröðum skrefum. Kvefpest Heilsufar hefur verið fremur gott hér í vetur. Þó hefur vond kvefpest gengið í Laugaskóla og nágrenni, en er nú að mestu af- lokið. Heilsufar búfjár hefur yfir- leitt verið gott, það sem af er vetrinum, nema hvað fárskaða- veðrið mikla í nóvember olli sums staðar nokkurri lungnapest í því fé er varð fyrir mestum hrakningum af völdum veðurs- ins. — Hermóður. Úr pökkunarsal ísfélagsins, elzta frystihúss Vestmannaeyja. Anna Stína Vilhjálmsdóttir frá Möðrudal, er önnur frá hægri. (Ljósm. vig.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.