Morgunblaðið - 09.04.1960, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.04.1960, Blaðsíða 17
Laugardagur 9. aprfl 1960 MORCVNBLAÐIÐ 17 — Barnt veggja tíma Framh. af bls. 14. spinnst söguiþráðurinn og tvinn- ast síðan viðbrögðum annarra persóna, og þá einkum fóstru Hrafns og frænku, hinnar skap- hörðu, stoltu og nornarlegu Þór- hildar, sem átt hefur hinn óheilla vænlegasta þátt í mótun tilfinn- ingalífs hans og skaphafnar; Þrúðar, sem heita má Hallgerð- ur sögunnar, Margrétar, sem er í senn: viðkvæmilega vönd að virðingu sinni, gædd miklum manndómi og haldin heitum ástr- íðum, — og loks hins kaldrifj- aða, en þó skapheita og heift- úðuga Vilhjálms á Mýri. Einn æsilegur atburðurinn rekur ann- an, unz sú kona vefur Hrafn al- blóðugan örmum sínum, sem ann honum svo, að frjó lífsnautn verður þeim báðum slíkur unaðs gjafi, að „hver stund er þeim dýr- mæt“. Og svo hvílir þá friður sælla minninga yfir þeirri stund, sem þessi kona finnur hann lát- inn. Fresturinn var liðinn — um það var ekki að sakast. Ýmsir munu ef til vill segja, að ofbeldis og slagsmála gæti um of í þessari sögu. En allt slíkt í bókinni er rökræn afleiðing þeirrar spennu, sem atburðarás- in leggur á tilfinningalíf sögu- fólksins. Þarna eru að verki ein- mitt þau öfl, sem máttugust eru til ills og góðs í mannlegu eðli, þau sömu og leiða til vígaferl- anna í hinum áhrifamestu og minnisstæðustu Islendingasögum. Mannþekking höfundar hefur ekki í neinni af sögum hans notið sín eins og þarna til eðlilegrar og samfelldrar persónusköpunar, og stíll hans hvergi verið jafn- samstilltur efni og athöfnum. Stundum er yfir honum ró, svo sem hlé á milli bylja, og stund- um er hann hlaðinn tundri heitra og villtra ástríðna. Og samtöl og tilsvör í þessari sögu bera mjög af hliðstæðum í hinum sögunum. Það er furðu glögg og víðtæk mannþekking, sem kemur fram í sumum tilsvörunum. Ef til vill mun ýmsum virðast sem lesa þessa sögu, að annað búi þar ekki undir en beinlínis kemur fram í frásögn og tilsvör- um. En eins og við höfum séð í hinum tveimur sögunum, er af- staða Jóns til vandamála samtíð- ar sinnar, þjóðar sinnar og fram- tíðar hennar mótuð af óvenjulega ríkri og næmri ábyrgðartilfinn- ingu og sárri og djúpri innlifun. Vandamálin eru vandamál hans, Að þessu athuguðu hygg ég, að efnisval hans í þessari sögu sé ekki til komið af duttlungum neinna skáldlegra hugsvifa, held ur sé sagan á vissan hátt fram- hald hinna tveggja. Eins og ég hef áður drepið á og raunar allir vita, hefur óttinn við hin válegu öfl, sem visindi nútímans hafa leyst úr læðingi og enn ógna öllu lífi og allri menningu, verið að allmiklu leyti talinn orsök þess jafnvægisleysis, sem gæta þykir hjá æsku nútímans, — og skorts hennar á trú á hugsjónir og já- kvætt hlutverk. Og hvort mundi það ekki af þessum toga spunn- ið, að Jón hefur í yngstu sögu sinni fjallað um dauðaugginn og áhrif hans á ungan mann, vel gerðan og raunar mikið manns- efni, en vanræktan og að nokkru misþyrmdan í bernsku? En hver er svo niðurstaða skáldsins? Hún er hvergi orðuð, nema hvað gefið er í skyn í þess- um orðum sögumannsins við Hrafn Ketilsson: „Stundum ber það til, að mað- Ur má ekki hjálpa sér sjálfur. Til dæmis má ekki leysa vanda sinn með því að flækjast svo illi- lega í taumi, að lífinu sé hætt“. Það er hægt að flækja sig í fleira en taumi hests, sem virð- ist vera að renna ofan í gapandi jökuLsprungu, — en hví skyldi maður ekki mega hjálpa sér sjálf ur að því leyti, sem þarna er að vikið? Hver örinur björg mundi þeim búin, sem finnst hann ganga á nálaroddum og veit sér engin ráð til fróunar? Það hefur aldrei þótt vitna um mikinn manndóm að svipta sig lífi, sízt eingöngu vegna þess, að „eitt sinn skal hver deyja“ — og þá ekki heldur að leggja árar í bát. Og Hrafn Ketilsson fær að reyna fyrst það: að sú sjálfs- bjargarhvöt, sem manninum er í blóð runnin, er svo sterk, að hann ver meðan hann má það líf, sem hann hefur viljað týna af því að hann hefur talið sér trú um, að það yrði honum ein- ungis kvöl sakir þeirrar vissu, að dauðinn sé á næsta leiti, — og síðan hitt: að við borð vaxtar- afla sinna býður lífið svo ljúfar veigar, að hver stund verður dýr- mæt og hann gleymir að hug- leiða, hvort honum muni verða borinn njarðarvöttur dauðans stundinni fyrr eða síðar. 6. Það er mikil tízka meðal ungra skálda að virða að vettugi um- hverfi sitt og vandamál þeirra, sem í kringum þá lifa og stríða, — telja sér ekki sæma önnur viðfangsefni en að spegla sig í einhverju hinna erlendu gler- brota, sem liggja milli votra steina á íslenzkum fjörum, og lýsa síðan sýn sinni: meira og minna afskræmdri mynd af kannski ekki sem allra álitleg- ustu, en þó að minnsta kosti nátt úrlegu sköpunarverki — og full- vissa sig um, að þetta sé sá eini sanni vegur til þekkingar á sjálf- um sér og á lífinu og lögmálum þess — og lýsing þessarar mynd- ar sé það listriþnasta og um leið verðmætasta, sem verði af mörk- um lagt í þessari válegu, en ann ars heldur ómerkilegu veröld. Jón Dan hefur valið sér aðra leið, ef til vill ekki af því, að hann sé mjög öðru vísi gerður en sumir hinna, — segjum, að lífið hafi aðeins hagað á annan veg mótun hans í bernsku hans og æsku — á reitum inni á Kirkju sandi, á götum Reykjavíkur og í sveit — suður í Vogum eða aust- ur í Flóa, — en hitt mundi láta nærri, að hann hafi ekki síður en þeir, sem spegla sig oftast og lengst, fræðst um sjálfan sig, þeg ar hann hefur horft inn í hug meðbræðra sinna, virt fyrir sér vandamál þeirra og dvalið svo mjög við þau, að þau og úrlausn þeirra hafa orðið honum sam- vizkuspursmál. Og hvort mundi svo ekki mega ætla, að þjóð hans muni ekki síður eiga eitthvað til hans að sækja á vegum listar og lífs en til hinna sjálfspeglandi snillinga? íbúðarskipti 4ra herb. íbúð í úthverfi bæjarins, óskast í skiptum fyrir 5 herb. íbúð í miðbænum. — Sími 19191. Höfum smíðatimbur fyritrliggjandi Byggingafélagið BRÚ H.f. Sími 16298 Ford Zephyr 1955 til sölu. Mjög vel með farinn bíll. Einnig til sölu Willys jeppi, 1946. — Uppl. í síma 13704 eftir kl. 2 í dag. Stálfiskibátur Vélbáturinn Gjafar VE—300, 51 brúttósmálest. Byggður í Hollandi 1956 með 150 til 180 ha. Krom- hout-vél, er til sölu. Uppiýsingar gefur undirritaður og ennfremur Jakob Ó. Ólafsson, sími 194, Vest- . mannaeyjum. — Fyrir hönd eiganda: Rafn Kristjánsson Sími 397, Vestmannaeyjum. N°Tig ^ i Myndatökur Myndatökur í heimahúsum og fermingarveizlum. Hef meðferðis kyrtla. — Pantið tímanlega í símum: 15602 og 17686. Þórir H. Óskarsson ljósmyndavinnustofa — Laufásvegi 4, Reykjavík Félagsheimilii Hlégarii Masfcllssveit vantar reglusaman og ábyggilegan húsvörð, karl eða konu. — Húsvörðurinn annast daglegan rekstui heimilisins og þarf að geta stjórnað veitingum í húsinu. — Nánari upplýsingar gefur Örn Steinsson Dælustöðinni Reykjum (sími um Brúarland), er tek- ur við umsóknum til 20. apríl. Tatu dömubindi fyrirliggjandi KR Þorvaldsson & Co. Ingólfsstræti 12 — Sími 24478 ÍBÚÐ Efri hæðin á Hrefnugötu 7, þrjú herbergl og eldhús, svo og ris, er til sölu. — fbúðin verður til sýnis, mánudaginn 11. apríl kl. 2—4. Upplýsingar fást í síma 15685 og 12363. NÝR BÍLL Höfum til sölu nýjan Ford Fairlane 500, árgangur 1960. — Bifreiðin selst með hagkvæmum greiðsiu- skilmálum. Bílasalan Kiapparstíg 37 — Sími 19032 TILKYNNING Nr. 15/1960 Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið nýtt há- marksverð á blautsápu ,sem hér segir: Heildsöluverð pr. kg........kr. 13.05 Smásöluverð með söluskatti pr. kg. .. kr. 16.40 Reykjavík, 4. apríl 1960 Verðlagsstjórinn. Nýtt vandað einbýlishús, raðhús eða 5—7 herbergja íbúð, alveg sér, óskast til kaups eða í skiptum fyrir grunn undir Taðhús (búið að steypa kjaliarann). — Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 13. aprít merkt: „Hús 1960 — 3132“. Vörubíll til sölu Diesel-vörubíll, Mercedes-Benz, L—312, smíðaár 1959, lítið keyrður, til sýnis á bifreiðaverkstæði við Borgartún 7, í dag kl. 10—12 og 2—4 og mánudag kl. 10—12. — Nánari uppl. í bílabúð Öxuls h.f., Borg- artúni 7. — Tilboðum veitt móttaka þar til mánu- dagskvölds, 11. þ.m.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.