Morgunblaðið - 20.04.1960, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.04.1960, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 20. apríl Í9G0 MnrfCTiNnr < fíl fí 17 Frú Kristín Benediktsdóttir Minning FEÚ Kristín Benediktsdóttir, ekkja Magnúsar Guðmundsson- ar skipasmiðs, andaðist hér í bænum 10. þ. m. og var jarðsett frá Dómkirkjunni í gær. Hún hafði átt heima hér í Reykjavík í 45 ár, kom hingað 1919 til upp- eldisbróður síns, Garðars stór- kaupmanns Gíslasonar og konu hans frá Þóru Sigfúsdóttur. Hér eignaðist hún á þessum árum marga vini, því að bæði var frændlið hennar allmargt, og hún frændrækin, og svo var maður hennar, Magnús skipa- smiður, mikill athafnamaður og góður félagsmaður og hafði við- skipti við fjölda fólks og marga menn í þjónustu sinni. Hann var mikill dugnaðar- og drengskap- armaður. — Þau Magnús og Kristín giftust 1917, bjuggu fyrst lengi á Stýrimannastíg 3 (til 1934), keyptu síðan Sólvallagötu 12, þar sem Húsmæðraskólinn er nú, en fluttust 1940 í hús sitt á Bárugötu 15 og þar bjó frú Kristín alla tíð síðan með syni sínum frá því hún missti mann sinn 10. febrúar 1949. Heimili þeirra var snyrtilegt og fagurt myndarheimili með mikilli gest- risni og gleðf og góður sam- komustaður fjölmenns vina- og frændahóps. Frú Kristín var fædd 4. apríl 1887 að Skuggabjörgum í Dals- mynni í Höfðahverfi, dóttir Benedikts Olgeirssonar bónda, sem var bróðir Þorbjargar konu Gísla, föður Garðars stórkaup- manns, Ingólfs læknis og prest- anna Ásmundar og Hauks og frú Auðar á Skútustöðum. Móðir frú Kristínar, Kristín Gísladóttir, dó þegar þessi dóttir hennar fæddist, en eldri systkini hennar voru: Baldur trésmiður, Olgeir skipasmiður á Akuréyri, Gudrún Teitsdóttir Minning Guðrún Teitsdóttir lézt að heim- ili sínu Hofsvallagötu 61, Reykja- vík, 13, apríl 1960. Guðrún var fædd að Meiðastöðum í Garði 9. apríl 1887 dóttir hjónanna Krist- ínar Bergþórsdóttur og Teits Pét urssonar skipasmiðs. Þær voru fimm systurnar og einn bróðir er komust til fullorðins ára. Elzt systranna var Sigríður í Hítardal, gift Finnboga Helga- syni bónda þar. Hún er dáin fyr- ir 8 árum Þá var Guðrún ógift. Kristin gift Guðmundi Guð- mundssyni fyrrum skipstjóra og síðar bónda að Móum á Kjalar- nesi. Yngstar eru þær Helga og Petra báðar ógiftar. Bergþór skip stjóri og siðar verkstjóri giftur Guðrúnu Sigurðardóttur. Guðrún Teitsdóttir ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrst suður i Garði en siðar í Reykjavík. Hún vann öll algeng störf til sjávar og sveita eins og títt var með æskufólk um aldamótin. En aðal æfistarf sitt vann hún á Land- spítalanum í áratugi. Þær syst urnar Guðrún, Helga og Petra bjuggu með foreldrum sínum á meðan þeirra naut við, en héldu svo heimili saman eftir það. Þau Teitur Pétursson og Kristín kona hans tóku dótturson sinn Teit Finnbogason til uppeldis og ólzt hann upp hjá þeim meðan þeim entist aldur tik En eftir það tóku systurnar við og gengu honum í foreldra stað. Guðrún og þær systur hafa reynzt sínum systra- börnum framúrskarandi vel. Hjá þeim áttu þau sitt annað heimili, þegar þau voru í Reykjavík. Það má segja, að þær hafi vakað yfir velferð þeirra og þroska eins og þau væru þeirra eigin börn. Guð rún Teitsdóttir var meðal kona á vöxt, kvik í hreyfingum, björt yfirlitum og fríð sýnum, það gneistaði af henni lífsfjör og vilja þróttur við hverja hreyfingu. Hún var aldrei hrygg og aldrei sorgmædd, enda var hennar bjart sýni meiri en annarra og hún skildi eftir sig sólargeisla i hverju spori. Frásagnarhæfileika hafði Guðrún svo frábæra áð engum duldist, að þar fór saman skörp athyglisgáfa og næmur skilningur á því sem gildi hafði og ætíð skyldi þungamiðjan vera sú, að draga í aðalatriði það, sem betra var og bjartara í fari einstaklinga og málefna, en gera hitt að aukaatriðum sem miður fór. Hún fékk í arf frá foreldrum sínum einstakt lundarfar, sem gerði alla glaða og bjartsýna í nálægð hennar. Hún reyndist trú þeirri hugsun sinni allt líf til þess síðasta að greiða götu annarra og létta þeirra byrði á einn og annan hátt Hún var ekki auðug af fé, þó margur hefði mátt það ætla, sem af því naut. Það var hennar mesta ánægja að gleðja aðra og til þess fór hennar fyrsti og síðasti eyrir. Ég vil fyrir hönd systkinanna frá Móum og Hítardal færa Guð rúnu móðursystur okkar alúðar þakkir fyrir allt það, sem hún hefur okkur gjört og allt það sem hún var okkur fyrr og' síðar. Minningu hennar getum við bezt haldið í heiðri með því, að reyn- ast öðrum það, sem hún reyndist okkur. Nú ríkir sorg og söknuður á heimili þeirra systra, þar sem áður ríkti gleði og manngæska réði ríkjum. Elzta systirin hefur verið kölluð burt til starfa ann- ars staðar, þar sem hún getur haldið áfram að gleðjast með glöðum og gleðja hrygga. Við stönrum eftir hérna megin landa mæranna með fagrar og bjartar minningar um góða og göfuga frænku, sem reyndist okkur sem bezta móðir öllum stundum. Við kveðjum hana með þökk fyrir allt og ósk um að guðsblessun megi íylgja henni æfinlega. Kristján Finnbogason. Bogi skrifstofumaður í Reykja- vík og Indriði trésmiður, og eru þau systkin nú öll fallin frá nema Áslaug, sem búsett er hér í bænum. Frú Kristín var tekin í fóstur, þegar hún fæddist, til Gísla og Þorbjargar á Þverá og var hjá þeim unz þau brugðu búi 1897, en fór síðan með þeim til sonar þeirra, séra Ásmundar á Bergs- stöðum og siðan með honum og frú Önnu konu hans að Hálsi í Fnjóskadal og var þar til 1910. Síðan var hún á Seyðisfirði unz hún kom til Reykjavíkur sem fyrr segir. Þau Magnús Guðmundsson og j frú Kristín eignuðust svo syni, I en misstu annan ársgamlan. | Hinn er Ingi Úlfars Magnússon j deildarverkfræðingur hjá bæjar- ! verkfræðingnum í Reykjavík. j Auk þess ólu þau upp tvær fóst- | urdætur, Öldu, sem gift er j Benjamíni Polasky og Elsu, gifta Sigurði Jónssyni tollritara. ; Kristín Benediktsdóttir var fríð kona sýnum, smekkvís og snyrtileg, mikil húsmóðir, stór- virk og velvirk og féll aldrei verk úr hendi. Hún var einörð og hispurslaus, en hógvær og fá- skiptin um það, sem henni þótti utan síns verkahrings, en ávallt reiðubúin til hjálpar, full góð- vildar og hjartahlýju, sem marg- ir nutu, skyldir og óskyldir. Hún var trúkona, listelsk og bókgefin, barngóð og vinföst og gaf á báð- ar hendur úr gleði og gæsku hjarta síns. Allir, sem þekktu hana og heimili hennar, minnast þess ævinlega með þakklæti. V. Þ. G. ★ SUMIR, sem hverfa héðan úr heimi, líða furðu fljótt úr hug- um manna, aðrir lifa ljóst í end- urminningunni. Hún verður ein af þeim, Kristín Benediktsdóttir, sem við ávallt kölluðum Stínu frænku. Amma tók hana og syst- ur hennar kornungar í fóstur, dvöldust þær á Þverá í Dals- mynni sín æskuár. Ljúfur lækj- arniður, ilmur skógarkjarrs og söngur smáfuglanna, hafa óefað haft sín áhrif á hina ungu mey, því að alla daga var hún óvenju létt í lund, söngelsk og hafði næman smekk fyrir fegurð ljóss og lita. Oft var skroppið inn til Stínu frænku og ávallt fagnað sem langþráðum vini. Þeir eru ótelj- andi súkkulaðibollarnir og aðrar góðgerðir, sem þessi stórhöfð- inglega húsmóðir veitti vinum og vandamönnum. Líf hennar var eigi alltaf laust við raunir, fremur en annarra jarðarbarna, sem lifa langt æviskeið, en hulið var það sjónum samferðar- manna. — Ríka samúð bar hún til þeirra, er skarðan hlut hljóta í þessu lífi. Voru þeir ekki fáir éinstæðingarnir, er þágu fæði og aðra aðhlynningu um árabil á heimili þeirra hjóna. Kristín hafði ánægju af lestri góðra bóka Hún var fróð kona og kurteis, orðheldin, hreinlynd, frændrækin og sannur vinur. Blessuð veri minning hennar. Þóra Árnadóttir. Hún gekk um húsið glöð í sinni, i gaf sig alla þjónustunni, I öðrum veita, aðra gleðja, j aðra hressa, hugga, seðja. Þeim, sem harmar þjáðu, þeim, sem aðrir smáðu, gaf hún beina, græddi sárin, gladdi, þerrði tárin. Hennar eigin hjartaþunga, hennar ljúfling, soninn unga, sá hún hverfa — seint að gleyma, sárt að missa, sæit að geyma. Öðru sinni son hún fæddi, sæl í hjarta, leiddi, glæddi, lífið unga, ljósa drauminn, ljúfa, glaða, prúða sveininn. Fóstruð var í fögrum rann, fósturlaunin greiða vann, ástarhlýjum örmum bar. ungu fósturdæturnar. Ástrík kona eiginmann, ylmjúk vermdi, studdi hann. Systur skjól jog samúð léði, sjúkri hlúði, veitti gleði. Er hún kemur yfir móðu, ástvinirnir horfnu, góðu, ungur sonur, eiginmaður, allur hópur fagnar glaður. Siglir hún til sólarlanda, seglin hvítu ber til stranda, glaðar stundir, glöð í hjarta, geymum hennar minning bjarta. Þorbjörg Árnadóttir. íbúð óskast 14. maí. Tvö til þrjú herbergi, tvennt full- orðið í heimili. HOTEL BORG Góð 3-4 herb. íbúð til leigu mánuðina Júní—september eða jafnvel frá, 1. maí, með húsbúnaði eða án. — Ágætur staður Upplýsingar í síma 19925. Þriggja herb. íbúð óskast til leigu 14. maí. — Þrennt fullorðið í heimili. — Upplýsingar í síma 2-37-48. Leikfélag Kópavogs GAMANSÖNGLEIKURINN Alvorukrónan anno 1960 Eftir Túkall Leikstjóri: Jónas Jónasson, Leiktjöld: Snorri Karlsson Söngstjórn og útsetníng: Magnús Ingimarsson. Dansstjóri: Hermann Ragnar Stefánsson Kvartett Braga Einarssonar. Frumsýning í Kópavogsbíó fimmtudaginn 21. apríl kl. 8 e.h. (Sumardaginn fyrsta). 2. sýning föstudaginn 22. apríl kl. 8,30 e.h. Aðgöngumiðasala á báðar sýningar alla daga eftir kl. 5 e.h. — Sími 19185. Roto-Broil steikarofninn verður eftirlæti fj ölsky ldunnar SUMARGJÖFIN í ÁR Ítóío^rsdíerríW. w m ,V«%* rafi^fcjasafeu* 11 Bankastmii selur, ásaml allskyn» vamingt. er em! 'þnrfaata hzztu matmA'tíim I mm ittngaú húfitr líútlxt Vér hrémm il| vnt-ntngi i þéssutn dálM ttm, tm dagtmt l.rögÁuðtim vér kjót mátreiti »1 vél. of þuð va v jttórfeosUegt. Ekkrrt smjdr-J ilki fmndi dns-d, r«lf| l||l kiðildl td. Rlurtgið t upivuutið, salt boríö á.'kvvikt og skkn msfrit. Kt nnkkuó t>r j*>!stj>jM " u.i í>r , kotiurtnir ven'V aivrs Mánudagsblaðið 21. des. 1959 Véla- &■ raftækjaverzlunin Bankastræti 10 — Sími 12852

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.