Morgunblaðið - 21.05.1960, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 21.05.1960, Qupperneq 3
Laugardagur 21. maí 1960 MORGVTSBJ.4Ð1Ð 3 Krómosóm og kynbætur ÍSLENDINGUR nútímans fer víða um heim og leitar sér margvíslegrar menntunar og er gott til hess að vita, að ein- staklingar þessarar fámennu og um sumt fátæku þjóðar skuli leita sér beztu fáanlegr- ar menntunar meðal ann.arra þjóða— sem þeir síðan miðla þjóð sinni af eftir föngum. — ★ — Nýlega frétti blaðamaður Mbl. að Björn Sigurbjörnsson, erfðafræðingur væri köminn til landsins, en hann hefur undanfarin 8 ár stunöað nám við háskóla í Norður-Ameríku fyrstu 5 árin við háskóla í Manitoba í íslendingabyggð- um í Kanada og síðastliðin 3 ár við Cornell-háskólann í íþöku í New York, þar sem hann lauk doktorsprófi 5. apríl sl. í erfðafræði og jurta- kynbótum og varði doktors- ritgerð um íslenzka melgresið. Dr. Björn starfar nú við bún- aðardeild Atvinnudeildar Há- skólans við jurtakynbætur og skyld efni, ásamt Sturlu Frið- rikssyni, magister, og hitti blaðamaður Mbl. hann þar að máli. — Hvað geturðu sagt les- endum Morgunblaðsins um doktorsritgerð þína? — Það stendur til að hún verði gefin út hér á landi eða erlendis, annárs staðar en í Bandaríkjunum, en þar hefur hún þegar komið út. Ritgerðin heitir á frummálinu, ensku: „Studies of the Icelandic Elymus" og er 163 síður að stærð og skrýdd myndum Að þessu hef ég unnið undanfarin 3 ár, hér heima á sumrin á vegum Atvinnudeildar Há- skólans og Sandgræðslu ís- lands, en við Cornell-háskól- ann á veturna. Hér heima hafa farið fram tilraunir og ýmiss konar rannsóknir á tilrauna- svæðinu að Gunnarsholti. Efn inu til rannsóknanna var safnað víðs vegar að á land- inu, en í íþöku fóru svo fram frumufræðilegar rannsóknir. Mikill hluti rannsóknanna var á sviði flokkunarfræði grasa- fræðinnar. Talið var að ís- lenzka melgresið væri af tveimur tegundum: Elymus arenarius L. og E. mollis Tnn., en rannsóknir þessar leiddu í ljós, að einungis önnur þess- aru tegunda vex iíér á landi, E. arenarius, og auk þess studdu rannsóknirnar þá skoð un, að íslenzka melgresið hef- ur vaxið hér fyrir landnáms- tíð. — ★ — — Hvernig verða þessar teg undir þekktar sundur? — Þær eru ákaflega líkar fljótt á litið, en þó er hægt að greina þær að með ná- kvæmri athugun á ýmsum jurtahlutum, auk þess er greinilegur munur á litninga- fjölda þeirra: E. arenarius nef ur 56 litninga (Krómosóm), en E. mollis aðeins 28. — Hvað hefur maðurinn marga litninga? — Maðurinn hefur 10 færri litninga en íslenzki melurinn, nema sænski drengurinn, sem nýlega var sagt frá í blöðun- um, en hann hafði 69 litninga, sem er afar merkileg uppgötv- un. — Hvað hafa litningarnir að segja í manninum og oðrum lífverum? — Litningar eru í næ'r öllum frumum líkamans og í litning- unum eru erfðavísarnir, sem ráða útliti og öðrum eiginleik- um lífverunnar. Vi,ð myndun einstaklingsms sameinast tvær frumur, sín frá hvoru for- eldri, og með þvi sameinast eiginleikar beggja foreldranna í einni frumu, Sem siðan skipt- ir sér og margfaldast til að verða að nýjum einstaklingi. — Er mikill munur á litrnng um einstakra lífvera? — ★ — — Það er lítill sjáanlegur munur. Margar lífverur hafa sama fjöida litninga og maður inn, t. d. teplantan, og þeir eru líkir að stærð í flestum lífverum og hegða sér svipað. Munurinn liggur því í erfða- vísunum sjálfum og þeim eig- inleikum, sem þeir framkaila. — Hvað koma litningar jurtakynbótum við? — Eins og ég sagði áðan eru erfðavísarnir í litningunum og með því að greina að hina ýmsu eiginleika plantnanna, sem erfðavísarnir stjórna í sérstaka stofna og afbrigði og sameina þá síðan eftir vild með víxlun hinna betri stofna, er leitazt við að framleiða betri plöntuafbrigði, sem hafi betri skilyrði hér á landi og gefa meira af sér, t. d. var mikill hluti rannsókna minna fólginn í mælingum a breyti- leika melgresis með það fyrir Dr. Björn Sigurbjörnsson með stærsta melgresi, sem hann hefur fundið á íslandi. — anlegt, og kemst engin önnur planta til jafns við melgresið í þeim efnum. Þó eru ýmsir vankantar it melnum, sem ger ir erfitt fyrir um notkun hans. Væri óskandi, að þessar rann- sóknir gætu orðið grundvöll- ur að kynbótum, sem losuðu tegundina við þessa ágalla. — Hverjir eru þessir ágall- ar? — ★ — — Stærsti gallinn við mel- gresið er hvimleiður vöxtur þess í stóra hóla, hina svo- nefndu melgíga. Þá er spírun fræs og vöxtur plöntunnar mjög hægfara, en mikið velt- ur á því að melgresið komist fljótt á legg, þar sem sandfok er í algleymingi. ir t. d. einkennilegt að hugsa til þess að þegar ég vann á skurðgröfu 15 ára gamallhafði ég svipuð laun og ég mun nú hljóta eftir 8 ára háskólanám, en til samanburðar má geta þess, að byrjunarlaun fyrir sams konar störf við banda- rískar rannsóknarstofnanir eru um þrisvar sinnum hærri en hér. En vonandi stendur þetta allt til bóta . framt-ðmni í svo ört vaxandi þjóðfélagi sem okkar. — ★ — — Að lokum langar mig til að spyrja þig hvað þér finnst um framfarir í búnaðarháttum hér sl. áratug. — Framfarir hafa orðið geysimiklar á flestum sviðum Rætt við dr, Sig ur björnsson augum að flokka villtar plönt- ur eftir jákvæðum eiginleik- um þeirra til þess að geta síð- ar sameinað beztu kosti teg- undarinnar í nýju afbrigði. — Hefur nokkur árangur náðst með þessum mæling- um? — Já, mælingarnar leiddu í ljós að geysi-munur er milli einstakra plantna og auk þess skiptist hinn villti gróður í mjög ákveðna hópa eftir söfn- unarsvæðum, og reyndist unnt að flokka plönturnar í sér- staka stofna (Ecotypes). Stofn inn frá Háfstorfu í Þykkva- bænum virtist bera af plönt- um frá öðrum landshlutum. — ★ — — Hvaða gagn er af mel- gresi á Islandi? — Melgresi hefur verið not- að sem kornjurt bæði í Amer- íku og Rússlandi auk bess sem notkun þess til brauð- gerðar í V-Skaftafellssýslu, fram yfir aldamótin, er mörg- um kunn. Vel má vera, að í framtíðinni verði melunnn nytjaður á þennan hátt á fs- landi, en eins og sakir standa settu kornræktarhugxeiðingar okkar að mestu leyti að snú- ast um bygg eða hafra Blaðka af melnum er eitt ákjósanleg-^ asta fóður frá sjónarmiði skepnunnar, en plöntuoni sjálfri er meinilla við slíxan ágang og þolir illa bæði beit og slátt. Hins vegar er það gagn, sem við höfum af meln- um til heftingar á sandfoki og stöðvunar á uppblæstri, ómet- — Jæja, Björn, hvernig finnst þér að starla við rann- sóknir hér á landi í saman- burði við það, sem þú ert van- ur erlendis? — ★ — — Mér þykir gaman að vera kominn heim og hlakka til að fást við viðfangsefmn, sem eru fjölmörg og aðkall- andi, því að segja má að á sviði jurtakynbóta séum við enn á bernskuskeiði. Hins veg ar verð ég að segja. að aðstæð- ur til rannsókna á þessu sviði hér á landi eru afarbágborn- ar. Frumskilyrði erfðafræði- legra rannsókna á jurtum og framleiðslu á nýjum afbrigð- um með jurtakynbótum er gott landrými og gróðurhús, en hvorugt er fyrir hendi eins og stendur. Vonandi eykst skilningur ráðamanna okkar á þeirri staðreynd, að rannsókn arstörf éru þjóðfélaginu nauð- synleg og án rannsókna í þágu atvinnuveganna geta engar framfarir átt sér stað, enda ættu allar meiriháttar verk- legar framkvæmdii að grund vallast á nákvæmum rann- sóknum. Auk þess tel ég þá stefnu þjóðfélagsins stórhættu lega að bægja frá sér mönn- um með langa skólagöngu að baki með því að meta ekki menntun þeirra að verðleik- um. Þjóðfélagið ætti að gera sitt ýtrasta til að laða þessa menn til starfa hérlendis með því að veita þeim laun í ein- hverju samræmi við það, sem þeim býðst erlendis. Mér þyk- landbúnaðarins, sem lýsir sér bezt í því, að miklu færra starfslið getur nú framleitt miklu meira af landbúnaðar- afurðum heldur en áður fyrr meðan fjölmenni var á hverj- um bæ. Þó finnst mér gæta misræmis áframförunum, sem þyrfti að leiðréttast sem fyrst. Bændur landsins hafa eignazt feiknin öll af hjálpartækjum, sem létta störfin og má þakka þessum nýju tækjum mest- an hluta þessara framfara. Hins vegar er þekking bænd anna á grastegundum, sem þeir framleiða, sorglega lítil og oft virðist sem þeir hafi ekki hugmynd um hvað þeir eru að slá, nema stundum heyrast nefnda'r tegundirnar sambandsblanda eða mjólk- urfélagsblanda, en einstaka menn aðgreina það, sem þeir kalla ýmist túngresi, sáðgresi, punt eða því um líkt. Það má líkja þessu við, að sjó- mennirnir vissu ekkihvaðþeir væru að draga yfir borðstokk- inn. Ég vil leyfa mér að full- yrða, og oft mundi betur tak- ast um nýsáningar og afrakst- ur aukast af túnunum, ef bændur landsins hefðu meiri þekkingu og skilning á því fóðri, sem þeir eru að afla. — Svipaða sögu mætti segja um áburðarnotkunina, en ég ætla ekki að fara út í þá sálma. i.ejs. STAKSl Dregur úr á"irifum kommúnista? Enn er að verða kunnugt itn ný afbrot Olíufélagsins hf. Nýj- asta afrek þessa dótturfyrirtækis SÍS er stórfeldur flutningur á dollurum af leynireikningi fyrir- tækisins í Ameriku yfir til Sviss. Má þannig segja, að allra bragða hafi verið leitað til þess að koma fé undan af hálfu þessa braskfyrirtækis. Það vekur nokkra atliygli, að Þjóðviljinn í gær gerir síður en svo mikið úr þessu nýjasta af- broti Olíufélagsins. Áður hefur kommúnistablaðið verið vant að nota stærsta fyrirsagnaletur sitt á forsíðu til þess að segja frá braski og afbrotum Olíufélags- ins. Nú bregður allt í einu svo við að fregninni um flutning dollara í stórum stíl frá Ameríku yfir í svissneskan banka er holað niður á öftustu síðu og lítið látið fyrir henni fara! Um það þarf ekki að fara í neinar grafgötur, hvað hér er að gerast. Kommúnistar og Fram- sóknarmenn hafa gengið í banda lag undir kjörorðinu: Rífa verð- ur niður viðreisnarráðstafanir núverandi ríkisstjórnar. Og þá finnst kommúnistum ekki sæm- andi að halda áfram að hamast á dótturfyrirtæki SÍS, eins og þeir hafa gert undanfarið, enda þótt Olíufélagið verði stöðugt sannara að sök um einstakt brask og fjárglæfra! Minnimáttarkennd og hroki Einn af ritstjórum Morgun- blaðsins, Matthías Johannessen, var staddur í París meðan á hin- um stutta fundi æðstu manna stóð. Mætti hann m. a. á blaða- mannafundinum fræga með Krúsjeff og ritaði skemmtilega og fjörlega grein um fundinn hér í blaðið í gær. Komst hann þar m. a. að orði á þessa leið: „Byrjun fundarins líktist einna helzt sirkus, bæði fram- koma Krúsjeffs, sem brosti og gretti sig á víxl, benti á ennið á sér, gerði hring og benti síðan á blaðamennina þegar þeir pú- uðu, til að gefa til kynna að þeir væru eitthvað ekki almennileg- ir. Það dró ekki úr sirkusnum að Malinovsky var í fullum skrúða með orður niður fyrir nafla. Krúsjeff lagði mikla áherzlu á að hylla kommúnismann, bylt- inguna og Lenin, en minntist ekki á Stalin. Hann benti á sjálf- an sig og sagði: „Þið hljótið að vita hver stendur hér, það er fulltrúi hins volduga Rússlands!" Þessi þjóðernisandi var sterk- ur undirtónn í öllu, sem hann sagði. Ég held þetta sé sambland af mikilli minnimáttarkennd og hroka, sem virðist óskaplegur, þegar hann kreppir hnefana og lætur röddina bylja á mönnum eins og haglél". Jú, það er vissulega ekki laust við að framkoma Krúsjeffs á Parísarfundinum hafi mótazt af hrokagikkshætti! Deilur um dragnótina Miklar deilur hafa undanfarið staðið yfir á Alþingi um það, hvort leyfa skuli dragnótaveið- ar innan fiskveiðitakmarkanna að nýju. Allmikils kapps kennir í ræðum manna um þetta gamla deilumál. Fleiri hafa orðið til þess að styðja málstað dragnóta- veiðanna en mæla gegn þeim. Má segja að Jón Pálmason hafi verið í fararbroddi þeirra, sem mótfallnir eru dragnótaveiðum innan fiskveiðitakmarkanna á þessu stigi málsins. Ekkert skal um það fullyrt, hver úrslitin verða á þingi i málinu, en skoð- anir eru þó meira skiptar meðal þingmanna um það, hvort drag- nótaveiðar skulu leyfðar en þált- taka í umræðunum hefur gefið til l.>nna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.