Morgunblaðið - 03.09.1960, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.09.1960, Blaðsíða 1
20 siður og Lesbók 47. árgangur 200. tbl. — Laugardagur 3. september 1960 Prentsmiðia Mcrgunblaðsins •s Úrslitin í 100 m hlaupinu á Ólympíuleikunum Stjúrnarandstæðingar og blaðamenn teknir Blóðugir bardagar í Bakwanga Leopoldville, 2. sept. — (NTB-Reuter) — PATRICE Lumumba, for- sætisráðherra Kongó, til- kynnti í dag að komið hafi verið í veg fyrir að byltingar- tilraun yrði gerð í landinu og leiðtogi byltingarsinna, Jean Bolikango, hafi verið hand- tekinn. Bolikango er gamall stjórn- málaandstæðingur Lumumba og bauð sig fram við síðustu forsetakosningar, þegar Kasa- vubu var kjörinn. Er hann nú ákærður fyrir að hafa ætlað að láta ráða Kasavubu og Metaregn GÆRDAGURINN var einn mesti metadagur, sem þekkzt hefur á Ól- ympíuleikum. Ný Ólym- píumet voru sett í fimm greinum: 800 m hlaupi, 400 m grindahlaupi og langstökki karla og 100 m hlaupi og kúluvarpi kvenna. Auk þess voru sett heimsmet og þá jafn framt Ólympíumet í 200 m flugsundi karla og 4x- 100 m boðsundi kvenna. I þessu boðsundi setti einn þátttakendanna heimsmet í 100 m bak- sundi kvenna. Sjá íþróttasíður blaðs- ins. — Lumumba af dögum. Hann var handtekinn í Ekvatorhér- aði, sem hann ætlaði að gera að sjálfstæðu ríki. í fréttum er sagt að Boli- kango hafi átt að njóta stuðn- ings Belgíu við að steypa Kongóstjórn úr stóli. Sex aðr- ir meðlimir Puna- (þjóðar- einingar) flokksins hafa einn- ig verið handteknir. London, 2. sept. — (Reuter) — ÞEGAR Krúsjeff forsætis- ráðherra kom til Finnlands í dag sagði hann við blaða- menn þar að hann yrði því mjög feginn ef Eisenhower forseti tæki þá ákvörðun að sitja fund Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna, sem 15 farast í sprengingu HEIDELBERG, V-Þýzkaladni, 2. sept. (Reuter) Það slys vildi til við heræfingu í Vestur-Þýzka- landi um 30 kilómetrum frá tékknesku landamærunum, að fallbyssukúla sprakk í herbúð- um hjá Grafenwöhr og fórust þar 15 bandariskir hermenn. Tuttugu menn særðust, sumir al- varlega. Rússar aðstoða Lumumba 14 rússneskar Ilyushin-flugvél- ar eru komnar til Stanleyville, og er þar verið að mála á þær „Republique du Congo“. Rúss- neskar áhafnir eru á vélunum, og segja talsmenn Sameinuðu þjóðanna í Kongó að vélarnar séu ekki á þeirra vegum. Þá eru 160 rússneskir vöruflutningabílar komnir til hafnarinnar í Matadi. Er álitið að þeir verði notaðir til hefst í New York 20. þ. m. — Hann sagði að það gæti orðið til góðs ef Eisenhower og aðr- ir leiðtogar Vesturveldanna mættu á þinginu. En Krúsjeff tilkynnti í gær að hann yrði formaður rússnesku nefndar- innar. — Ýmsir leiðtogar kommúnista- landanna hafa þegar lýst þvi yfir að þeir muni fara til New York til að sitja þingið, svo sem Ghe- orghe Gheorgiu-Dej frá Rúmeníu og Antonin Novotny, forseti Tékkóslóvakíu. Óákveðnir Utanríkisráðuneyti Frakklands tilkynnti í dag að engar breyt- ingar hafi verið gerðar á sendi- nefnd Frakka á Allsherjarþingið, en óstaðfestar fregnir frá París herma að de Gaulle hafi ekki í byggju að fara til New York. í London er talið að Macmillan Framh. á bls. 2. Framh. á bls. 2. Krúsjeff vill hitta Eisenhower ÞETTA eru fyrstu mynd irnar frá úrslitum í 100 m hlaupi á Ólympíuleik- unum. Sýna þær glöggt hina hörðu keppni milli Þjóðverjans Hary og Bandaríkjamannsins Da vid Sime. Hliðarmyndin sýnir glöggt að Hary hef ur sigrað, en aðeins með því að kasta sér á snúr- una. Síðasta skref hans líktist meir langstökki en hlaupi. Þeir fengu báðir sama tíma, 10,2 sek. Afmœlisgestur- inn mœttur HELSINGFORS, 2. sept. (NTB- Reuter). — Nikita Krúsjeff for- sætisráðherra kom í dag til Hels- ingfors til að heimsækja þar Urho Kekkonen forseta, sem verður sextugur á morgun (laugardag). Mannf jöldi var samankominn við járnbrautarstöðina er lest Krús- jeffs kom, og tóku þar á móti forsætisráðherranum m.a. Kekk- onen forseti, Vieno Sukselinen forsætisráðherra og Ralf Törn- gren utanríkisráðherra. Ekkert leynimakk Hjá járnbrautarstöðinni kann- aði Krúsjeff 200 manna heiðurs- vörð úr finnska hernum, en flutti síðan stutt ávarp. Þar sagði hann Framh. á bls 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.