Morgunblaðið - 09.09.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.09.1960, Blaðsíða 2
2 MORCUNBLAÐIÐ Föstudagur 9. sept. 1960 Rúbluklerkur Brúsuskeggju r—t mfkla peningu, tm iyjjjf'jbrír atllr mjSjs ðrlátir. hefúr gí-ngú) “p: iilíu’rí vonum. Þaö hef- M þeim aukna (Urísku l“ vítíö liigt í . metri kostn- jííBÆi £>#& ti&rí vej-rna aö jVSttÍBi# jW**1 mfiira fé. Mynd þessi er úr Þjóðvilj- anum í gær. Hún er af séra Sigurjóni Einarssyni, gjald. kera samtaka Brúsastkeggja. Sigurjón hefur áður annazt rúbluviðskipti fyrir heims- kommúnismann, eins og sést af orðum Þjóðviljans hér við hliðina eru húsbændur hans nú „mjög örlátir". Radorkerfi varnar- lidsins veitir al- menna flugþjónustu í GÆR var tíðindamönnum út- varps og blaða boðið til Kefla- víkur og var ætlunin að flogið yrði til radarstöðvarinnar H2, sem staðsett er á Langanesi. Ekki gafst flugveður þangað norður, en tjaðamenn nutu leiðsagnar og fyrirgreiðslu Major Keefe yf irmanns upplýsingarþjónustu vallarins og voru þeim sýnd helztu mannvirki á Kefiavíkur- flugvelli, svo og radarstöðin við Sandgerði Hl, eins og hún er kölluð, en það er „the looking eye“, sjónaugað, fyrir varnir norð ur-Atlantshafsríkjanna hér á landi. Heimsóknin í H1 var mjög fróðleg og skemmtileg og sýnir, að varla nokkur farkostur getur hreyft sig í tuga mílna fjarlægð frá landinu eða yfir því, án þess að þetta sjónauga fylgist með honum. Fréttamenn komust að raun um, að starf radarstöðvarinnar á Langanesi, er mjög þýðingar- mikið og er vart hægt að gera sér grein fyrir hvernig radar- kerfi Nato-stöðvarinnar á íslandi vinnur fyrr en kostur hefur gef- izt á að heimsækja Langanesstöð ina. Þess má geta að hinar full- komnu radarstöðvar vamarliðs- ins hér á landi veita mjög þýð- Menntaslióla- bekkur á ísafirði ISAFIRÐI, 1. sept. — Ákveðið hefir verið að starfrækja n. k. vetur við Gagnfræðaskólann á Isafirði framhaldsdeild með námsefni 1. bekkjar menntaskóla. — Menntamálaráðherra hefir heimilað starfrækslu deildarinn- ar og mun ríkið væntanlega greiða hlutfallslegan kostnað við kennsluna. Deildin er enn ekki fullskipuð, en umsóknir þurfa að berast hið fyrsta. Menntaskólinn á Akureyri hefir lofað að taka gild próf frá þessari deild, ef fylgt verður námsefni samsvar- andi deildar í M. A. Á árunum 1949—52 starfaði slik deild við gagnfræðaskól- axm, en þá fékkst ekki heimild til starfrækslunnar áfram. Á sl. Alþingi fluttu þingmenn Vest- fjarðakjördæmis frv. til laga um stofnun menntaskóla fyrir Vest- firði með aðsetri á ísafirði. Frv. var ekki afgreitt, en væntanlega verður þessu máli haldið vak- andi á næsta þingL GK. ingarmiklar upplýsingar fyrir al mennt flug yfir Norður-Atlants. hafi, enda hafa þær yfir að ráða fullkomnustu tækjum sem völ er á, til að geta leyst það starf af hendi. f gærkvöldi var lokið keppni í 117 greinum á Olympíuleikun- um og skiptust verðlaunapening ar þá milli þátttökuþjóða sem hér segir; Gull Silfur Bronz Bandarikin 32 15 15 Rússland 29 19 19 Þýzkaland 10 19 11 Ítalía 10 8 6 Tyrkland 7 2 0 Ástralía 6 7 6 Ungverjaland 4 7 5 Pólland 3 5 10 Bretland 3 4 10 Danmörk 2 2 1 Rúmenía 2 1 4 Tékkóslóvakía 2 1 3 Nýja Sjáland 2 0 0 Búlgaría 1 3 2 Svíþjóð 1 3 2 Austurríki 1 1 0 Grikkland 1 0 0 Noregur 1 0 0 Japan 0 5 4 Frakkland 0 2 2 Belgía 0 2 1 Sviss 0 2 1 Holland 0 1 3 Persía 0 1 3 Suður-Afrika 0 1 2 Arabíuýíðv. 0 1 1 Formósa 0 1 0 Ghana 0 1 0 Kanada 0 1 0 Portugal 0 1 0 Singapore 0 1 0 Finnland 0 0 3 Argentína 0 0 2 Vestur Indíur 0 0 2 Brasilía 0 0 1 írak 0 0 1 Júgóslavía 0 0 1 Mexikó 0 0 1 Pakistan 0 0 1 Krúsjeff heldur til New York MOSKVU, 8. sept. — — Nikita Krúsjeff ræddi í IV2 klst. við bandaríska sendi- herrann Llewellyn Thompson í dag, skv. beiðni hins síðar- nefnda, en þeir áttu allhvöss orðaskipti í veizlu í Kreml í gærkvöldi. — Skv. ummælum Thompsons eftir fundinn, ræddu þeir m. a. um flug- mennina tvo af RB-47 vélinni bandarísku, sem skotin var niður af Rússum 1. júlí sl. — Á það er bent, að Krúsjeff mun halda áleiðis til New York um helgina, til að sækja Allsherjarþingið — en Eisen- hower forseti sagði í gær, að eitt af skilyrðunum fyrir því, að hann gæti rætt við Krús- jeff vestra, væri það að flug- menn þessir yrðu látnir laus- ir. — Að skoðun fréttaritara hefir ekki orðið árangur af fundi Thompsons og Krús- jeffs í þessu efni. Mikið föruneyti Krúsjeff heldur ekki einn síns liðs til New York. Banda- ríska sendiráðið gaf í dag vega- bréfsáritanir fyrir fylgdarlið hans, 138 manns, þ. á. m. eru t. d. ritstjórar „Pravda“ og „Isvestia“, og að auki 32 full- trúa á Allsherjarþingið — og nær 200 manna skipshöfn á „Baltika", sem flytur allt liðið vestur um haf. Ar „Skipunin er: — Skjótið!“ í fyrrnefndri veizlu í gær- kvöldi, sagði Krúsjeff m. a. að Rússar hefðu vitneskju um „nýja flugógnun" Atlantshóifsbandalags ins — það hygðist senda flugvél í næsta mánuði yfir Svartahafið. „En við erum viðbúnir,“ sagði Krúsjeff, „og skipunin er: Skjót- ið hana niður!“ — Spurði þá Thompson, hvort Krúsjeff ætti virkilega við það, að sérhver er- lend flugvél, sem flygi yfir Svartahaf, yrði skotin niður — og tók forsætisráðherrann sig þá á: „Nei, nei, ég á við, ef farið er yfir umráðasvæði okkar." Glatt á hjalla Urðu talsverð orðaskipti milli þeirra í þessu sambandi, og ræddi Krúsjeff sífellt um flug- vélamar U-2 og RB47, sem Rúss- ar hafa skotið niður sem njósna- Á ÁTTUNDA tímanum í gær- kvöldi varð það slys að tveggja ára gamall drengur, Hróbjartur Ágústsson, féll út um glugga af þriðju hæð. Hróbjartur er sonur Ágústar Arasonar, Leifsgötu 10. Féll hann út um gluggann á íbúð for- eldra sinna, sem búa á þriðju hæð og ofan í garðinn. Yar þetta mikið fall, því hár kjallari er undir húsinu. Drengurinn var fluttur á Slysa varðstofuna og þaðan á Landa- kotsspítala. Meiðsli hans reynd- ust þó minni en við hefði mátt búast, því hann slapp með lær- brot. Yfirburðasigur — Óvænt úrslit Einkaskeyti frá Atla Seinars- syni: — RÓM, 8. sept.: — Mesti yfirburðarsigur Olym- píuleikanna var unnin í dag af rúmenzku stúlkunni I. Bal- as, er hún vann hástökk kvenna með 1,85 m, sem er aðeins sentimetra lægra en Olympíumetið. Er Balas var orðin ein eftir í keppninni var hækkað fjórum sinnum fyrir hana eina. Óvæntasti sigur Olympíu- leikanna í dag var sigur Rúss ans Cybulenko í spjótkastinu Pólverjinn Sidlo hafði sett Olympíumet í undankeppn- inni, en komst samt ekki í sex manna úrslitin. Sigur Bolotnikov í 10.000 m hlaupinu var glæsilegastur og var hanan ákaft hylltur, er hann hljóp heilan hring á vell inum, eftir hlaupið. flugvélar — en Thompson reyndi að komast hjá háværum deilum og bað Krúsjeff að lokum að horfa „fremur fram en aftur“. —- Lét þá forsætisráðherrann skjót- lega fylla glösin af freyðandi kampavíni — og skáluðu menn nú í vinsemd. — Glatt var ann- ars á hjalla í veizlu þessari. Drengurinn litli var ekki sá eini sem datt úr talsverðri hæð í gær. Sjúkrabíllinn flutti þrjá aðra á Slysavarðstofuna eftir falL Um morguninn datt Eyþór Bolla son ofan af vinnupalli við Kassa gerðina og skrámaðist á höndum og fótum. Og um kl. hálf sjö datt Júlíus Gíslason ofan af skúr þaki í Hafnarstræti og kvartaði hann um verk í baki og Kristinn Sveinbjarnarson datt, er hann var að klifra. — Kongó Frh. af bls. 1 kváðu ekki komið að honum. Þingforseti skar svo úr um það, að beðið skyldi eftir Bomboko utanríkisráðherra, sem var næst- ur á mælendaskrá — og frest- aði fundi. * KVENMAÐUK „VIÐ STÝRIГ? Loks kom Bomboko og sagði hann m. a. í ræðu sinni, að Kongó hefði losað sig úr greip- um eins herrans — aðeins til þess að ganga í greipar annars. Fullyrti hann, að það væri kvenmaður nokkur, frú Andree Blouin, sem raunverlega héldi um stjórntaumana — hún skrif- aði ræður í nafni forsætisráð- herrans og pantaði flugvélar og flutningabíla frá Sovétríkjunum — án þess að sjálfur forsetinn hefði einu sinni fengið vitneskju um það. — Bomboko kvaðst hafa staðið að brottvikningu Lum- umba vegna þess, að algert stjórnleysi hefði raunverulega ríkt í landinu — en það væri hættulegast af öllu, að erlendar þjóðir sannfærðust um, að Kongómenn gætu ekki stjórnað sér sjálfir. með nær 140 manna „hirð" um sig (Reuter) Tveggja ára drengur féll út um glugga á 3. hœð í NA /5 hnútar \ vf S\/50hnútar X Snjókoma p Oót V SJcúrir ÍC Þrumur W.:ti Kutíaski! Hihski! Ht Ha9 Lœq9 I Nú keppast eiginlega þrjár S lægðir um veðrið hér á landi. | Ein er yfir Grænlandshafi, i kyrrstæð og kraftlítil orðin. \ önnur (990 mb) er um 600 S km suður af Ingólfshöfða og s hreyfist norður eftir með mikl | um hraða. Má búast við að S hún valdi snöggum veður- S breytingum á Austurlandi og J mikilli rigningu. Þriðja lægð- ; in (980 mb) er suðvestur af S Hvarfi á Grænlandi. Hún er S kröftug og stefnir hingað, en ) á langa leið fyrir höndum enn S Þá. S Yfirleitt eru hlýindi hér í 'i nágrannalöndunum, víðast 17 ^ stig á meginlandinu, 14 í Fær s eyjum, 11 í Reykjavík og 14 ) í Gander á Nýfundnalandi. Veðurhorfur kl. 22 í gær- ^ kvöldi: s SV-land og Faxaflói, SV- i mið og Faxaflóamið: SV- | stinningskaldi og skúrir en s bjart á milli fram eftir morg- S undeginum, allhvass SA og ! rigning annað kvöld. ^ Breiðafjörður og Vestfirðir, s Brelðafj.mið og Vestfj.mið: ) Breytileg átt, skúrir en bjart ■ á milli. ( Norðurland til Austfjarða, S Norðurmið til Austfj.miða: ! Breytileg átt og rigning í nótt, ^ SV stinningskaldi og rigning s í nótt, SV stinningskaldi og ) léttskýjað á morgun. ^ SA-land og SA-mið: Léttir ( til með allhvassri vestan átt S í nótt, SV-kaldi og skúrir á ) morgun. ( — ★ — Eftir þingfundinn sagði Bom- boko, að hann sæti enn í ríkis- stjórninni — en frétzt hafði, að Lumumba hefði rekið hann. Bomboko kvað lögreglumenn tvisvar hafa ráðizt inn í íbúð sína, án minnstu heimildar, en þegar hann mætti ekki á réttum tíma til þingfundar í dag, var talið að hann hefði flúið und- an mönnum Lumumba, sem hefðu átt að handtaka hann. Lumumba svaraði utanríkis- ráðherra sínum með því að lýsa hann sekan um landráðastarf- semi — hann hefði borið ábyrgð á því, að Belgir hófu íhlutun sína í Kongó. Ásökunum forsæt- isráðherrans var tekið með mikl- um mótmælahrópum í þingsaln- um, og var greinilegt, að flestir öldungadeildarmenn voru hon- um fremur andsnúnir. Þeir greiddu honum hins vegar at- kvæði síðar, sem fyrr segir — eftir að þingsalurinn fylltist af hermönnum. — ★ — Það var upplýst í kvöld, að herstjórn S. þ. hefði látið loka öllum flugvöllum í Katanga fyr- ir öllum nema flutningavélum samtakanna. Stjórnin í Katanga og belgiski ræðismaðurinn hafa mótmælt þessum aðgerðum, en S. þ. hafa ekki gefið neina skýr- ingu. Margir halda, að þetta standi í sambandi við það, að í gær kom flugvéi frá Beigíu til Elísabethviile, hlaðin níu lestum af vopnum og skotfærum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.