Morgunblaðið - 30.10.1960, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.10.1960, Blaðsíða 9
Sunnudagur 30. okt. 1960 MORCinSBlAÐIÐ 8 „Sókn á sæ og storð" bók um ævi Þórarins Olgeirssonar skipstjóra KÝ BÓK kom í verzlanir nú í vikunni, Sókn á sæ og storð, sem er æviminningar f’órarins Olgeirssonar skipstjóra, skráðar eftir frásögn hans af Sveini Sig- urðssyni. Þetta er 304 bls. bók, prýdd 94 myndum, og útgefandi Bókastöð Eimreiðarinnar. Hún er prentuð í ísafoldarprentsmiðju hf. — í formála segir nöfundur m. a. svo: Viðburðarík ævi „Æviminningar þes&ar eru skráðar við samræður við Þór- arin um liðna ævi hans — langa og viðburðaríka, auðuga að bar- áttu og reynslu, erfiða, en af- kastamikla. Ég hef ekki kynnzt meiri skapfestu en hans, né ein- beitari vilja. Ég hef, þrátt fynr ágæta samvinnu okkar, stundum rengt hann um sumt, sem hann hefur sagt mér af hörkunni við sjálfan sig á sjónum. En svo hef ég fengið það staðfest af gömlum skipverjum hans og öðrum sam- ferðamönnum hans í lífinu, að ailt, sem hann hefur sagt í þeim efnum, er ómengaður veruleiki". í bókinni er meðal annars rak- in saga landhelgismálsins ís- lenzka og löndunardeilunnar við brezka útgerðarmenn, — frá því að Ólafur Thors forsætisráðherra lýsti yfir útfærslu landhelginnar úr 3 í 4 mílur hinn 19. marz 1952 •— Greint er frá átökunum í lönd unardeilunni, og hvernig tókst að rjúfa bannið með félagssam- tökum, sem stofnað var til í Grimsby, þegar öll sund voru að lokast um lausn. — Þá er m.a. rakin saga Dawsons-málsins svo- nefnda, og hvernig tókst að af- styra alvarlegu áf alli af þeim við- skiptum og tjóni fyrir íslenzka úigerð. Skipt í 30 kafia Bókin hefst á bernskuminning- um Þórarins, síðan eru rakin störf hans, eyrarvinna, skútulíf j og vera hans á togurum. Annars eru kaflarnir í bókinni 30 tals- ins, og má t. d. nefna: Heims- styrjöldin haggar áætlun, Litazt um í Lincolnshire, Aftur siglt á ís landsmið, Viðureignin á Reykja- vikurhöfn. Brezk-íslenzk fisk- veiðiviðskipti fyrr og síðar, Starf mitt í Fleetwood styrjaidarárin 1940—1943. Smíði nýsköpunar- togaranna, Aðdragandi löndunar bannsins, Brezk skrif um land- helgisdeiluna, Dawson kemur til sögunnar, Landhelgisdeilan leyst. Árangur baráttunnar í löndunar- deilunni og framtíðarhorfur, Að kvöldi dags. Dawson-málið Um samskipti Þórarins við Daw son segir m. a.: „Eftir að málið var svo end- anlega til lykta leitt, vildi Daw- son fá að segja blaðamönnum, sem ólmir vildu fá að vita, hvern ig viðskiptunum milli hans og JTiB hefði lyktað, að hann hefði séð aumur á íslenzkum fiski- mönnum og látið málið falla nið- ur, borgað fullar bætur, enda þótt fiskurinn hefði verið skemmdur og fleira hefði verið vangert af þeirra hálfu. Vildi hann fá mig til að skrifa undir þetta, til birtingar með sér, handa blöðunum. Ég brást reiður við og hótaði honum, að allt málið skyldi þá birt í blöðuhum, eins og það var frá upphafi, með öll- um hans vanskilum, ef hann léti birta þetta. Hann guggnaði þa, og varð það til þess, að hvorugur aðili lét neitt eftir sér hafa til blaðamanna- um úrslit málsins“. Fiskveiðideilan Um landhelgisdeiluna segir Þórarin Olgeirsson í hinni nýju bók, m. a.: „Fiskveiðar íslendinga hafa um langt skeið verið bundnar fyrsí og fremst við brezkan markað. Mikilvægt atriði er, að landhelgin hefur verið færð út. Og ekki er hitt síður mikilvægt, að hún sé vel varin. Fjögra mílna land- helgislínuna höfðu Bretar viður- kennt í framkvæmd þó að ekki hafi enn fengizt á þá viðurkenn- ing opinber stimpiil brezku stjórnarinnar. Nú hafa íslending ar fært fiskveiðilandhelgina ein- hliða út í 12 mílur. En það er nú svo með landhelgismálið ís- lenzka eins og önnur mál, sem varða hagsmuni margra þjóða, að þar er mest undir samvinnu og gagnkvæmum skilningi komið Varúð og samningalipurð eru mikilsverðari atriði, ekki sízt fyr- jr smáþjóð, en getsakir og stór- yrði á mannfundum og í blöðum, sem ekkert vald stendur á baK við“. — Saint- John Frarah. af bls. 6. hill. í fyrra hlaut þau einn helzti fúlltrúi nútímaljóðagerðar, og að þessu sinni falla þau í Svipaðan jarðbeg, a. m. k. með tilliti til þess, að Saint-John Perse er eitt torskildasta skáld vorra tima — sumir segja um aldir. Fram yfir síðústu heimsstyrjöld var ai- mennt litið á ljóðagerð hans sem skáldskap fyrir skáld, en síðan hafa verli hans skotið rótum mun víðar. Verk hans eru ekki mikil að vöxtum (um það- bil 500 síður á 55 árum), en þau bera óvenju sterkan heildarsvip. Ljóð hans eiga sér rætur í evrópskri bók- menntahefð — en þau blómstra í austrænu andrúmislofti. Hið sérkennilega þjóðlíf, þar sem menn hvaðanæva af hnettinum eru samankomnir, og hin fjöl- skrúðuga náttúra heitra landa er brunnur ljóða hans. Náttúran er honum hugleikið viðfangsefni. Hann yrkir um regnið, snjóinn og vindinn — er- indi þrungin fegurð og ímyndun- arafli — en hann kemur alltaf að manninum og því sem hann hefur skapað á jörðinni. Hann yrkir um sigurvegarann, sem nemur nýtt land og byggir borg, til þess eins að yfirgefa hana aftur og halda enn af stað — Ijóð um fallvaltleikann og von- ina. Hann lýsir beiskju landflóttans og íhugar, hvað verða muni um yfirgefin verk mannanna: auðar borgir, grafir, tóma brunna. En vonleysið nær ekki tökum á hon- um. Þrátt. fyrir faJlvaltleikann trúir skáldið á manninn. Sú trú er ekki þrautalending, heldur djúpstæð sannfæring um að það sé mikilfenglegt að vera maður Við fyrstu- sýn virðist málið á Ijóðunum vera „prósi“, en þau búa yfir stórfenglegri hrynjandi, hálfrími og stuðlum (sjaldan venjulegu rimi). Stuðdum minnir stíllinn á Biblíuna, þungur og breiður. Öll ljóð hans innihalda lof- söngva og hátiðlega lífsgleði, en þau bera einnig merki kaldra og yfirvegaðra vitsmuna. Hann syngur ekki — hann talar. Það er mikill þungi í hinum löngu, útreiknuðu og latnesk-formuðu ljóðum hans, en hann fyllir les- andann ekki tilfinningaólgu. Allt sem gæti gefið tilefni til við kvæmni er undanskilið. Ljóðin eru hlutlæg og ópersónuleg. Kvennakór Slysavamafélagsins og Karlakór Keflavíkur ásamt söngstjóra, Herbert Hriebers- chek, skólastjórar söng- og óperuskólans, Vineenzo M. Demetz og undirleikara, Asgeiri Bein- teinssyni. F/órðu nemendalón'.eikar Söng- og óperuskólans Þar koma tram einsöngvarar og tveir söngkórar NÆSTKOMANDI miðvikud. efn- ir Söng- og Óperuskóli V. M. De- metz í Reykjavík til fjórðu nem- endatónleika, sem haldnir eru á vegum skólans Koma þar fram einsöngvarar og tveir kórar, — Kvennakór SJysavarnafélags ís- lands og Karlakór Keflavikur. Syngja kórarnir ýmist saman eða hvor í sínu lagi, en stjórnandi þeirra er Herbert Hrieberschek, 1. hornleikari Sinfóníuhljóm- sveitarinnar.Hrieberschek hefur annazt söngstjórn kórnna sL þrjú ár, en þetta er fyrsta sinn, sem hann stjórnar Karlakór Keflavíkur á hljómleikum i Reykjavík. Skólastjóri Söng- og Óperuskól ans, Vincenzo M. Demetz hefir haft forgöngu um að efna til þess arra hljómleika en hann hefur kennt söngfélögum beggja kór- anna söng og raddbeitingu. Und- irleikari á hljómleikunum verð- ur Ásgeir Beinteinsson, píanó- leikari. Fjölbreytt efnisskrá Einsöngvarar, sem koma fram á þessum nemendatónleikum eru Björn Þorgeirsson (tenór), Þór- unn Ólafsdóttir (sópran), Birgir Halldórsson (tenór), Hulda Vict- orsdóttir (sópran) og Erlingur Vigfússon (tenór), en Snæbjörg Snæbjarnardóttir (sópran), Jón Sigurbjörnsson (bassi) og Hjálm ar Kjartansson syngja einsöng með kórnum. Verkefni einsöngvaránna verða eftir Mozart, Verdi, Leoncavallo, Flotow, Schubert og Sigvalda Kaldalóns. Kvennakórinn mun einn flytja kórlög eftir Wagner og Donizetti en Karlakórinn einn verk eftir Mozart, Nicolai, Wagn er og Verdi. Saman syngja kór- arnir lög úr óperunni Normu eftir Belíini, óperunni Ástar- drykknum eftir Donizetti og Na- ! bucóo eftir Verdi. Ráðgera óperusýningu Söng- og Óperuskólinn hefur nú starfað í nær sex ár og eru þetta, sem fyrr segir, fjórðu nem endatónleikar skólans. Þrír söngvaranna, þau Hjálmar Kjart anssön, Jón Sigurbjörnsson og Snæbjörg Snæbjarnar hafa kom ið fram á þeim öllum, Jón Sig- urbjörnsson var við söngnám á Ítalíu í sumar og Snæbjörg í Salzburg. Skólinn hefur formlega stofn- að styrktarfélag. Geta menn gerzt aðilar að því og fá þá tvo aðgöngumiða að tónleikum s'kól- nas, sem áætlað er að verði tvenpir á ári hverju. Ársgjald styrktarfélagsins er kr. 120,—. Næstu hljómleikar skólans verða væntanlega haldnir í marz 1961. Uppi eru ráðagerðir með nemendum' skólans og Demetz, skólastjóra, um að setja á svið óperu á vegum skólans. Þá er það ætlun skólastjóra og Hrie- berscheks að halda áfram þessu sam.starfi með kórfélögum hinna tveggja kóra og nemendum skól- ans. Aðgöngumiðar að tónleikunum verða seldir í bókaverzlun Lárus ar Blöndal, Skólavörðustig og Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds- sonar, Vesturveri. Skáldið er mjög þögult um eigin hagi og kýs að verkin séu metin út af fyrir sig, án tillits til hans sjálfs. Hann hóf að yrkja þegar í menntaskóla, og var óspart hvattur til þess af Francies Jammes (symbolisti), sem var nær 20 árum eldri. Á heimiii jammes kynntist hann skáldinu Paul Claudél ,sem hefur haft méiri áhrif á hann en nokkur annar maður, a. m. k. með ljóðlist sinni, og ef til vill einnig á persónulegt líf hans: með því að sameina skáldköllunina stjórn- málaframa. Hann gekk í utanríkisþjónust- una, og var sendur til Austur- landa árið 1916, fyrst til Shanghai og síðan til Peking, þar sem hann var sendiráðsritari í 5 ár. í frí- stundum lagði hann stund á klassískar kínverskar bókmennt- ir, eins og greinilega sést á ljóð- um hans. Að þessum árum liðnum hélt hann heim til Frakklands, og var fljótlega hækkaður í tign. Hann var náinn samstarfsmaður Aristide Briand, utanríkisráð- hærra, og eftir dauða hans, komst sá orðrómur á kreik, að Perse réði í raun og veru stefnunni í utanríkispólitík Frakklands, en ekki hinir ýmsu utanríkisráðherr ar. Árið 1938 var hann förunautur Daladiers, forsætisráðherra, á fiórveldafundinum í Munchen, en utanríkisráðherrann sat heima. Hann sneri heim af fund- inum, án þess að gera sér nokkr- ar gyllivonir um varanlegan frið, sannfærður um að bæði Frakkland og England yrðu að auka hernaðarmátt sinn fyrir komandi uppgjör. Þegar Frakkland beið hernað- arlegan ósigur, sneri stjórnmála- gæfan einnig bak; við Saint-John Perse. Hann var andvígur upp- gjafarsáttmálanum. Það var Paul Reynaud, forsætisráðherra, í rauninni einnig, en hann var veik lyndur maður og lét leiðast af ástmey sinni, sem lagði hatur á Perse. Forsætisráðherrann sagði hon- um upp störfum, og eftir upp- gjöfina var skáldið og stjórn- málamaðurinn Saint-John Perse sviptur ríkisborgararétti af Vichy stjórninni, sem sömuleiðis gerði eigur hans upptækar og strikaði nafn hans úr frönsku heiðurs- fylkingunni. Píanótón- leikar á Akureyri TÓNLISTARFÉLAG Akureyrar efndi til II. tónleika sinna á þessu árj miðvikudaginn 28. sept. síð- astl. í Nýja-Bió. í þetta sinn var það hin unga og efnilega lista- kona, Steinunn S. Briem, sem fé- lagið bauð styrktarfélögum sin- um og gestum að hlýða á. Það gat ekki dulizt athugui- um hlustanda, að frú Steinunn S. Briem er gædd mikilli tón- listargáfu, og flutningur hennar á verkunum ber vott um ágæta kunnáttu, samvizkusemi og inn- lifun í tónverk þau, er hún flytur. Henni lætur sérstaklega vel að túlka þau tónverk, sem búa yfir miklum yndisþokka, þýðleika og hlýju. En flutningur hennar á Polonaise Op. 26. nr. 2. eftir Chopin sannaði, að hún nær einnig traustum tökum á djúpri og voldugri, ástríðuþrunginm tónlist. Hljómleikarnir hófust með Són- ötu í e-moll eftir Haydn. Það var eins og listakonan væri ekki fylii lega búin að ná sér á strik í þvi verki, þótt hún léki það að vísu mjög sæmilega. Er sennilegt, að hljóðfærið, sem er alls ekki gott hafi átt einhvern þátt í þvi. En næsta verkefni, Arabesque Op. 18 eftir Schuman lék hún með þeirri prýði, dýpt og yndisþokka, sem hæfði þessu gullfallega lagi hins mikla tónskálds. Þar með var brautin rudd, og listakonan lék lögin með æ vaxandi snilld til loka hljómleikanna. Síðasta verkið á hljómleikunum var Poems eftir Cyril Scott, fimm yndisleg tónamálverk, þar sem beztu kostir listakonunnar nutu sín að fullu: fullkomin leikni, algjör innlifun, samvizkusemi. Það var snilldarlegt og ógleyman lega yndislegt. Viðtölcur áheyrenda voru prýðilegar ,og listakonan varð að leika tvö aukalög. Það er óhætt að spá frú Stein- unni glæsilegri framtíð sem píanóleikara, ef ekkert óvæm hindrar hana á þeirri braut. Áskell Snorrason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.