Morgunblaðið - 06.04.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.04.1961, Blaðsíða 12
12 MORCVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 6. apríl 1961 JMiOírgMnM&Mfö Utg.: H.f. Arvakur, Reykjavik. Fraiukvæmdastj óri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, simi 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalotræti 6. Auglýsingar og afgieiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. KJARABOT AMENN EÐA VERKFALLSSINNAR F’INS og öllum er nú orðið ljóst, hefur hin komm- únistiska forysta í verkalýðs- félögunum forðazt það eins og heitan eldinn að halda þannig á málum, að raun- verulegar kjarabætur næð- ust. Þvert á móti hafa yfir- ráðin í verkalýðsfélögunum verið notuð í pólitískum til- gangi til að koma fram valda streitu kommúnista. Þannig höfðu verkföllin 1955 þann eina tilgang að greiða fyrir hruni hins heilbrigða efna- hagslífs, sem þá var að mynd ast, og ryðja vinstri stjórn- inni braut. Kommúnistar hafa sjálfir dyggilegast lýst því, að hér hafi engar kjarabætur náðst um hálfan annan áratug, þrátt fyrir margendurtekin verkföll. Enn þæan dag í dag fóst þeir þó ekki til að sinna kröfum þeim, sem Morgun- blaðið hefur margsett fram, m.a. um vikulaunagreiðslur, samstarfsnefndir launþega og vinnuveitenda, ákvæðisvinnu fyrirkomulag o. fl. Meiri hluti ráðamannanna vill enn stefnu pólitískra verkfalla en ekki kjarabótastefnu. Verkfallamennirnir eru undir forystu Hannibals Valdimarssonar og styðjast við æðsta lið kommúnista, en auk þess leggja leiðtogar Framsóknarflokksins megin- áherslu á verkfallastefnuna, þótt ótrúlegt sé. Allir, sem raunverulega bera hag verka manna fyrir brjósti vilja auð vitað fara leið kjarabóta en ekki verkfallasinna. Verður fróðlegt að sjá hvort banda- lag M o s k v u - kommúnista, Hannibalista og Framsóknar- manna sigrar, eða hvort svo fer að lokum, að verkamenn sjálfir og þeir, sem vilja afla þeim kjarabóta, taka völdin í sínar hendur. FRAMSÓKNAR- KOMMÚNISMI ¥jAÐ er vissulega athyglis- * vert, en um leið ískyggi- legt, að Framsóknarmenn skyldu vera raunverulegir forystumenn í andstöðunni við lausn landhelgismálsins. En ekki er það síður ugg- vænlegt, að þeir skuli vera meginhvatamenn verkfalla- stefnunnar og raunverulega krefjast þess að lagt verði til atlögu, sem kommúnistar sjálfir eru hræddir við. Tilgangur Framsóknar- manna er auðsær. Þeir vilja koma viðreisnarstjórninni fyrir kattarnef, hvað sem það kostar. í þeim tilgangi eru þeir reiðubúnir til hvaða samninga, sem vera skal við kommúnista. Niðurstaðan af slíkri sam- vinnu á væntanlega að verða sú að taka upp stjórnarsam- starf við kommúnista, ef þessum flokkum tækist sam- eiginlega að ná þingmeiri- hluta. Framsóknarmenn fara nú ekki dult með, að fyrsta verk slíkrar stjórnar ætti að vera að koma varnarliðinu úr landi. Framhaldið mundi svo væntanlega vera eitthvað í átt við það, sem gerðist í öllum leppríkjunum, þar sem kommúnistar voru litlir minnihluta flokkar í sam starfi við mun stærri lýð- ræðisflokka, en tókst þó smám saman að veikja þá og eyðileggja að lokum og taka öll ráð í sínar hendur. íslenzka þjóðin á kröfu á því að vita hvort það vakir fyrir Framsóknarflokknum að taka upp stjórnarsam- starf við kommúnista. Það leynir sér raunar naumast að sá er tilgangurinn, en samt sem áður leyfum við okkur að bera þessa spurn- ingu fram og æskja beins og ótvíræðe svars: Er Framsókn arflokkurinn reiðubúinn til að taka upp stjórnarsam- vinnu við kommúnista? Við skorum á málgagn Framsókn arflokksins að svara þessari spurningu afdráttarlaust. Vinur villikattanna LANDANIR I BRETLANDI F11N S og Morgunblaðið skýrði frá í gær, hefur fyrsti togarinn landað í Bret landi eftir lausn landhelgis- deilunnar. Mönnum kann að koma það kynlega fyrir sjónir, að yfirmenn á brezkum togur- um skuli hóta verkfalli, ef landað er úr íslenzkum skip- um. Skyldu menn ætla að það hefði ekki áhrif á land- anir íslendinga og gæti jafn- ■ VILLTIR kettir í stórborgum heimsins eiga yfirleitt ekki neinu sældarlífi að fagna — og fáir eru víst vinir þeirra. Villikettimir í Rómaborg eru þó sennilega betur staddir en flestir „kollegar“ þeirra, því að þeir geta búið á þrem „fínum“ stöðum í borginni, án þess nokkur amist við þeim — það er að segjri í Pantheon-musterinu, undir rústum Colosseumhringleika- hússins og í holum og skot- um rómverska torgsins (For- um Romanum). — ★ — ★ — Og ekki nóg með það, að villikettirnir fái þarna skjól óáreittir, heldur þurfa þeir engan kvíðboga að bera fyr- ir morgundeginum, því að þeir geta reitt sig á það, að hvern dag, á sömu stundu, verði „borið á borð“ fyrir þá. Það er hettumunkurinn bróð- ir Joseph, sem hugsar svo vel um þessa útlaga. Á leið sinni frá klaustrinu kaupir hann fisk eða kjöt, og þegar hann er kominn á vissan stað, gefur hann kattalúrun- um, sem koma fagnandi á móti honum. Þegar máltíðin hefst, spennir munkurinn greipar og flytur „borðbæn“, svo ekki er að efa, að vinum hans verður gott af matnum. bíða bitans óþreyjufullir. — Og umhverfið er ekki dóna- legt, hið fornfræga Colosse-' um í baksýn.... Me! í timbui- frumíeiðslu - ★ - ★ - Hérna sjáið þið svo þenn- an einstæða kattavin, bróður Joseph, þar sem hann kem- ur arkandi með kattamatinn í fanginu — en vinir hans vel orðið þess valdandi að íslenzku togararnir seldu bet- ur, því að þá bærist ekki fiskur úr brezkum togurum. En málið er ekki svo ein- falt. Þannig háttar til að brezk- ir togaraeigendur eru jafn- framt eigendur að löndunar- aðstöðu í hinum brezku höfn um. Þeir vilja virða rétt ís- lendinga til landana, sam- kvæmt samningi þeim, sem í gildi er. Hins vegar eiga þeir eins og íslenzka togaraútgerð in í vök að verjast vegna aflabrests og glataðra miða. Þeir mega því ekki við mikl- um töfum eða stöðvunum. Þetta vita togaramennirnir og þess vegna nota þeir verk- fallsvopnið til að hóta að stöðva brezka togaraflotann, ef togaraeigendurnir ekki koma í veg fyrir landanir úr íslenzkum skipum. Mikil ólga ríkir nú í hinum brezku fiski höfnum út af löndunum Is- lendinga, en vissulega er þess að vænta að hin skynsamlega meðferð landhelgismálsins, allt frá því að núverandi rík- isstjórn tók við völdum, stuðli að því, að hinir hógvær- ari og skynsamari í Bretlandi verði ofan á að lokum, en ofstækismenn á borð við Dennis Welch og félaga hans verði að gefast upp. í NÝÚTKOMNU yfirlitsriti frá Matvæla- og landbúnaðar-, stofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO), er nefnist „Yearbook of Forest Products Statistics,' 1960“, kemur það fram, að heildartimburframleiðslan í1 heiminum hefir orðið meiri ár ið 1959 en nokkru sinni fyrr. Það ár voru felid fleiri tré en nokkru sinni, eða samtals ' 1.718 milljónir rúmmetra. Er' þar um að ræða 3% aukningu frá árinu 1958, og miðað við 1950 er aukningin 21%. — Af sérstökum framieiðsluflokk- um hefir aukningin orðið mest' í hinum svonefndu „fiberplöt- um“, eða 23% miðað við árið - áðuir. — Heildarframleiðslan : heiminum á plötum þessum er talin hafa numið 1,1 millj. 1 nirinirit*- Jlesta árið 1959. Meira en tveir ! "þirðju hlutar þess magns voru' framleiddir í Evrópu — og var Vestur-Þýzkaland þar fremst, í flokki, með 380 þús. lestir. >f /hurchilB hress Sir Winston Churchlll er nú Lbúinn að ná sér eftir beinbrot jið í vetur, og á Iaugardaginn Ibrá hann sér til Monte Carlo. ÍÞar verður hann gestur sklpa- feigandans Aristoteles Onassis, ken þeir em miklir mátar. Áð- |ur en sir Winston fór, sat hann Jhádegisboð hjá Macmillan for (sætisráðherra álsamt lávörðun- rum Kilmuir og Chandos, sem Ibáðir voru um skeið meðráð- Iherrar sir Winstons.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.