Morgunblaðið - 16.07.1961, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.07.1961, Blaðsíða 16
16 MORCVNBLAÐIÐ Sunnudagur 16. júlí 1961 — £>crð á ekki Frh. aí bls. 14 vildi heldur hlæja en gráta. Síðasta kona Ramsey var svo Julie. Hún var stjúpdóttir D’Arcis lávarðar. Hann var franskur, sagðist að minnsta kosti vera aðalsmaður. Hann hélt því fram, að guðfaðir sinn hefði ver- ið sonur Lúðvíks sextánda, svo að þetta hefur verið fínt slekti. D’Arcis var á leið hér norður eftir með hundalest og allt sitt hyski. Þeir kunnu ékkert til veiði skapar og voru orðnir allslausir í skóginum. Þá tóku þeir hund- ana og átu þá, Og þegar allir hundar voru búnir, ætluðu þeir að leggja í Harry, það var einn sona hans. En þá bar Ramsey að, Og hann færði þeim heilt mús- dýrslæri. D’Arcis sagði Ramsey svo, að gæfi hann þeim annað læri, mætti hann fara hvert sem hann vildi með Julie. Þannig eign aðist Ramsey þriðju konuna. Jim sonur D’Arcis þurfti á spít ala nú fyrir skömmu. Þegar hjúkrunarkonan var að skrúbba hann, spurði hún hann, hvort hann hefði ekki farið í bað ný- lega. „Ekki síðan ég datt út úr bátnum 1915“, sagði Jim. Hann var fjarska handgeng- inn íslendingum Ramsey. Hann var efnaður maður, ákaflega góður veiðimaður. Þegar Reels- uppreisnin var um árið, mátti enginn selja Indjánum riffla. Þeim var ekki treyst, en Ramsey fékk að kaupa sér byssu, hvenær sem honum sýndist. Annars var siður að svíkja og pretta Indján- ana eins og mögulegt var. Hud- sons Bay kompaníið setti þær reglur, að verð hverrar byssu skyldi vera loðskinnastafli jafn- langur á hvern veg og hæð og lengd byssunnar næmi, og svo seldu þeir þeim þessar gríðar- löngu, lélegu haglabyssur. Ég veit það hefur þurft þúsundir skinna í verð hverrar. Hann var höfð- ingi Ramsey og bauð oft tit sín íslendingum. Foreldrar mínir lentu í veizlu hjá honum. Þá var breiddur dúkur á gólfið og borið fram soðið músdýrskjöt og sýróp og banok, þetta flatbrauð, sem er frægt í sögunni, og svo rúsínur og alls konar sælgæti. Indjánarnir höfðu stórkost- lega menningu. Þeir voru hrein- ustu snillingar í höndunum. Bark arkænurnar þeirra voru lista- verk, og þeir lifðu miklu betra lífi en við. Þeir lifðu sældar- lífi af veiðum í skóginum, þegar við liðum nauð, og þeir voru strangheiðarlegir. Enginn þeirra stal. Annars voru Indjánarnir ein kennilegir um margt. Þeir áttu það til að koma inn til íslend- inga í stórhópum óboðnir og þegj andi, settust svo í hvirfing á gólf- inu og tóku tal saman. Þeir bentu með munninum á umtalsefnið, aldrei með höndunum. Þeir gerðu aldrei neinn skaða og skiptu mik ið við íslendinga. Þeir hirtu sér- staklega vel um grafreiti fram- liðinna og hengdu tóbak í dúsu GUNNARJÓNSSON LÖGMAÐUR við undizrétti og haestarétt Þingholtsstrjeti 8 — Simi 18259 Cólfslípunm Barmahlið 33. — Sími 13657. Málflutninsrsskrifstofa JÓN N. SIGURÐSSON h æstaréttarlögmaður Laugavegi 10. — Sími: 14934 Árni Guðjónsson hæstaréttarlögmaður Garðastræti 17 á leiðin handa þeim dauða til að reykja, svo stálu íslendingar úr pokunum. En það gladdi þá mest, því að þá sáu þeir, að sá dauði hafði metið góðgjörðirnar. Ramsey var fyrsti maður í Nýja íslandi, sem keypti marmara- hellu á leiði, setti hana á gröf fyrstu konu sinnar. Hundaveizlurnar .voru frægar hjá Indjánum. Þá var hvítur hundur drepinn og steiktur. Indjáni sagði mér, að hann ætti að tákna hvítan mann. Þetta var symból. Komu foreldrar þínir beint hingað frá Ontario? — Nei, fyrst til Winnipeg. Fað ir minn keypti þar tvö lot á Princess street, en svo fluttust þau hingað, og hér fæddist ég, eins og ég sagði áðan. Móðir mín orti mjög laglega. Hún birti eitt kvæði í Framfara og annað í Leifi. Hún dó, þegar ég var á áttuna ári, og faðir minn, þegar ég var sextán ára. Eftir það bjuggum við bræðurnir með Snjó laugu stjúpu okkar. Hún var mikil mannkostakona, vel að sér til munns og handa, hafði verið í Danmörku Og þéraði alla, hélt því meðan hún lifði. Ég man, að gestir sögðu við hana: — Ég ætla að biðja yður að þéra mig ekki. Hún dó háöldruð á Betel. — Móðir þín orti. Fórst þú sjálfur ungur að yrkja? — Já, ég var mjög ungur, en ég tók það ekki alvarlega. Fúsi bróðir minn byrjaði ungur líka, en það var ekkert mark á því tak andi. Við gerðum þetta bára að gamni okkar. — Er nokkuð sérstakt, sem þú telur, að hafi örðið þér hýöt til, að fást við skáldskap? . — Ja, aðdáun og virðing fyrir ljóðum var mér meðfædd. Þetta lá í eðli manns. Ég man, að faðir minn hélt saman blöðunum Leifi Og Framfara. Þegar nýja húsið yar reist, urðu blöðin eftir úti í því gamla, og ég minnist þess, að ég var að norpa þar í jökul- kuldanum að leita að kvæðum í blöðunum. Annað varðaði mig ekki um. Annars sáum við lítið af ljóðum. Fyrsta kvæðabók, sem ég sá, var Ljóðmæli Jóns Thor- Oddsens. Þau voru fengin lánuð frá Ósi. Móðir mín las upphátt úr henni fyrir okkur, og ég man, hvað mér þótti mikið til umþetta. Þá seldust allar ljóðabækur upp og voru lesnar upp. — Þú manst náttúrulega eftir íslenzku skáldunum, sem hér voru, Einari Kvaran og Jóni Ól- afssyni. — Ég sá þá báða. Jón gisti hér hjá okkur. Björn kattfiskur var kominn og var að tala um fisk við Baldvin Baldvinsson. Jón lá þar í sófa hjá og þagði lengi. Svo leiddist honum þetta og kom út á stéttina, þar sem við Fúsi sátum. Fúsi var þá farinn að yrkja og spurði Jón, hvað það kostaði að fá kvæði birt í Heims- kringlu. „ Ekkert, ef kvæðið er gott“, sagði Jón. Svo fór hann að tala við okkur um skáldskap, þótti það betra en fiskurinn. Einar sá ég víst f jórum sinnum. Ég man sérstaklega eftir göngu- laginu. Þá voru allar gangstéttir í Winnipeg úr plönkum. Þær voru eins konar hljóðfæri, litu út eins og orgelnótur. • Músikin heyrðist langar leiðir. Ég hélt Ein ar hefði kompónerað lagið sjálf- ur og innti einhvern eftir því, en þá var mér sagt, að þetta væri göngulag stúdenta í Kaup- inhöfn. Hann gekk teinréttur og hvatlega og vingsaði höndunum til beggja hliða í takt við göngu- lagið. Ég var á brautarstöðinni, þegar Einar kvaddi, en komst hvergi nærri honum. Lögberging ar og Lútherskirkjiunenn töldu sig víst hafa forréttindi til að taka í höndina á honum. — Þú hefur auðvitað þekkt Stefán G. vel. — Já, fyrst skrifuðumst við á, en ég sá hann ekki fyrr en hann kom til Shoal Lake í upplestrar- ferð. Ég átti þar heima þá. Ég hafði skrifað honum, að ég skyldi hitta hann í Oak Point, þar var um 17 mílur frá. Mér er minnis- stætt, þegar ég sá hann í fyrsta sinn. Hann stóð inni í búð Jóhann esar Halldórssonar kaupmanns og var að reykja sígar. Hann leit út eins Og enskur getleman. Við hann var ekkert búralegt. Hann var ólíkur öllum öðrum íslending um. Hann hafði siðmenningar- legt fas. Það var honum eiginlegt, hjá honum fannst ekki uppgerð. Hann var fríður maður, þó að andlitið væri hraunkarlslegt, vel vaxinn og gekk fyrirmannlega. Honum var göngulagið í blóð borið. Ég var með léttivagn og tvo ágæta hesta, hreina gæðinga. Ég þurfti svo að fara út í hesthúsið að sinna þeim, og við löbbuðum niður götuna. Þá kemur séra Rögnvaldur Pétursson þar út úr húsi hinum megin, og þegar hann sér okkur, heyrum við hann seg- ir: Sækjast sér um líkir, saman níðingar skríða. Við gáfum hestunum og gengum svo upp í búðina hans Þorsteins Þorkelssonar — hann var bróðir Sófóníasar, sem margir kannast við. — Fúsi bróðir var þar þá búðarmaður, og þangað áttu að vera komnar tvær flöskur af írsku viskíi, sem ég hafði pantað. Hér var þá vínbann í fylkinu, og þetta var smyglað, sem ég fékk, og miklu meira, sem ætlað var í móttökuveizluna. Þar var þá séra Rögnvaldur kominn. Ég segi svo svona: — Smakkið þið nokkurn tíma sterkt? Stefán varð fyrstur að svara: — Ég geri það, sagði hann. Við urðum svo allir samferða heim til mín um nóttina ég og Stefán og Rögnvaldur og drukk- um þessar flöskur. ' — Hafið þá aukið degi í ævi ’þátt? — O, já. Það gleymdist ekki. Svo var Stefáni haldin veizla á Shoal Lake. Þar var drukkið heitt púns úr írsku viskíi. Pétur BjarnasOn flutti Stefáni ræðu, en hún var svo löng, að frosið var í glösunum, þegar henni lauk. Þetta var að haustlagi og kalt í veðri. Þegar Stefán t. d. las upp á Lundar, var versta veður, og þangað komu ekki nema tvær gamlar konur að hlusta á hann, en ég held hann hafi lesið fyrir þær nokkur kvæði. Hann hafði ekki aðra yfirhöfn en þunnan frakka, svo að ég léði honum kýrskinnskápu, sem ég átti, í þá ferð. Við létum svo Arnheiði dótt ur okkar, hún var þá barn, gefa honum ehamoisvesti að skilnaði, en hann sendi henni aftur frá Winnipeg nælu úr skíru gulli til þess að hengja úr í. Þá var til siðs að bera úrin í barminum í þannig nælu eða krók, — þetta leit út eins og brossía, og með fylgdi þessi staka: Þetta er smágull lagt í lóf, og lítill er á því glossinn, en Arnheiður mín eigðu þó eins og strik við kossinn. Hann hafði nefnilega kysst Arn heiði að skilnaði, Og seinna þegar hann hitti hana fullvaxta, sagði hann: — Þetta er stúlkan, sem gaf mér flíkina. Nú ber Jensína okkur fram kaffi og kræsingar og talið berst að öðrum vettvangi, stríðshættu og stríðsótta. — Ég hef ekki trú á því, segir Guttörmur, að Rúss- ar fari stríð. Ég held ekki það verði atómstríð, nema kannski fyrir slys. Annars eru sumar ráð- stafanir fáránlegar. Nú er verið að senda út bækling, leiðbeining- ar til bænda hér í Kanada, hversu þeir eigi að haga sér í atómstríði. Þeir eru hvattir til að byggja fjós sin sín úr sem allra þyngstu efni, eins Og þar stendur, og hafa þau sem mest neðan jarðar. Ég er hræddur um að einhver gæti orðið seinn fyrir að koma 100 beljum á básinn, áður' en sprengjan dettur. Við drögum okkur aftur til stofu. Viðarglæður ofsins eru að kulna út og talið berst að abstrakt iiav. — Mikið afskaplegt stórveldi hefðu íslendingar orðið, ef þeir hefðu staðið á móti bölvuðum klessumálverkunum og atómkveð skaþnum, segir Guttormur. Þeir voru að spreyta sig á því fyrir skemmstu í Kaliforníu að keppa við apa í málaralist. Og apinn vann. Halda menn, að þetta sé list? Þó er Ijósmyndin mesti lyg- arinn. Listaverk, sem málað er, er miklu sannara en ljósmyndin. Það á að draga það fram í dags- ljósið, sem mest er einkennandi. Það er oft list í karíkatúr. — Sástu málverkaprentanirn- ar, sem Helgafell sendi hingað vestur? — Nei, en þeir eru snillingar Ásgrímur og Finnur Jónsson. Guttormi hitnar í hamsi, þeg- ar hann ræðir ummálarakúnstina og sækir Helgafellshefti fram í skrifstofu sína. — Lítið á þetta. Þetta á að heita Börn að leik — þau eru eins óg svínshvolpar — Og þarna er nú kvensa. Hugsa sér annað eins og þetta. SvO segir hann okkur, að hann hafi ort skammakvæði um klessu málara, en þegar ég biðst að sjá það, færist hann undan. — Maður á ekki að vera að flíka því lélegasta í sjálfum sér. En ég orti tvær vísur um Sölva Helgason. Þær eiga að koma neð anmáls við kvæðið um klessulist- ina. Þú mátt fá þær: Síðar og fyrr var Sólon fslandus sérhverjum kongi fremri artimus Minervu sinnar sjálfur omnibus. Sókrates, Krútchev, Bakkaláríus. Hann sína dís á baki bar og prís. Betaling? Nei, en rispu eftir hrís. Úti í hríð Og myrkri á mannlífsís málaði blóm, seni vaxa í Paradís. En hvað um ljóðlistina? Þú fordæmir þó ekki Stein Steinarr? — Nei, hann orti mörg góð kvæði. Það bar á tilþrifum hjá Steini víða, en sumt var eins og hver önnur vitleysa. Það var mikið sorglegt, að þessi stefna skyldi berast til fslands. Trúað gæti ég, að Steinn hafi oft gert gys að þeim, sem dýrkuðu hann mest. Sama held ég um Kjarval. Hann er afskaplega hátt skrifað- ur heima. Annars var ég að lesa kvæði eftir atómskáld á ensku núna ný- lega, Irving Leyton. Þar er eitt kvæði ekki svo galið. Hann er að lýsa yfirstéttarfjölskyldu, lífi hennar og uppeldi barnanna. Það endar svona: Thank God I am not Jesus- Christ I dont have to love them. Það er eitthvað í þessu. — Myndirðu sjálfur telja, að einhver ákveðin skáld hafi sér- staklega haft áhrif á þig? — Allir verða fyrir áhrifum og eiga öðrum að þakka. Ég hef ekki tekið mér neinn sérstakan til fyr- irmyndar, en áhrifum neita ég ekki. Það væri heimskulegt. Ég var fjarska hrifinn af ensku skáldi William Blake. Hann var ekki básúneraður í þá daga, og fáir könnuðust við hann, en óg hreifst af honum. Þó er ég engu skáldi ólíkari, en ég tel mig andlega auðugri eftir að hafa lesið hann. — En hvað um íslenzk skáld? — Ég las þá alla, Steingrím, Matthías, Þorstein Erlingsson, Grím Thomsen, Benedikt Grön- dal. Ég var hrifinn af þeim öll- um. Ég varð líka mjög hrifin af Einari Ben. fyrst, en svo hallað- ist ég ekki áð hans heimsskoðun, ég var hrifnari af heimsskoðun Stefáns G. Ég las Ibsen allan, en ég varð ekki hrifinn af honum. Mér fannst hans outlook on life fjarri mínu. Áhrifamesta leikrit, sem ég þekki er eftir Franz Werfel og heitir á ensku The Goat Song. Ég hef aldrei séð það á sviði, en ég tek hann fram yfir sjálfan Shakespeare, hvað drama tískt áhrifamagn snertir. Ég vil heldur lesa leikrit en sjá þau, því að þá er enginn leikari til þess að spilla áhrifunum. Sá leikur, sem ekki er jafngóður að lesa hann, er ekki þess virði að vera leikinn, og sá leikur, sem ekki er bókmenntir, er enginn leikur. Það rýrir ekki hlut leikaranna. Þeir gera oft mikið úr litlu. Ég hef miklar mætur á Kafka — sér staklega The Trial — það er þessi martröð nútímans. Það er gott að lesa Kafka. Hann er góður einn, en það má ekki stæla hann. Og svo er Becket. Blessaður vertu, það er ekki eins mikið varið í hann. Þó hafði ég gaman að Waiting for Godot. — Ég hef heyrt því fleygt, að sjálfum þyki þér meira til koma leikrita þinna en ljóða. — Það er ekki rétt, en ég seg- ist hafa skrifað expressjónistisk leikrit. Ég skal ekki segja, hvern- ig þau færu á sviði. En það, sem vantar upp á kvæðin, er í leik- ritunum. Þetta fer allt eftir þvi efni, sem fyrir manni vakir. Það getur verið ómögulegt að segja það í leikriti, sem auðvelt er að segja í kvæði og öfugt. — Að segja í skáldverki — eiga bókmenntir að hafa ákveðinn til- gang eða boðskap? — Það á ekki að beita Pegasus fyrir plóg. Skáldinu ber að líta á allt frá öllum sjónarmiðum. Látum svo hina um að mynda sér skoðanirnar. — Svo að við víkjurn að öðru. Hversu lízt þér á framtíð íslenzks þjóðernis hér vestra? — íslenzka verður töluð hér lengi enn, það eru svo margir unglingar, sem kunna íslenzku, og meðan margir lesa og skrifa málið, er engin ástæða til að örvænta. Kaup á íslenzkum bók- um munu að sönnu hafa minnk- að, en þar kann fleira að koma til. Annars er enskan tekin upp jafnvel í smábæjum. Riverton er enskasti bær í heimi fyrir utan London. — Hefðirðu sjálfur fremur kosið að eiga heima á íslandi en hér? — Ekki sem bóndi. Ég er sveita maður og ékki hneigður til borg- arlífs, en Akureyri og Reykja- vík eru huggulegar borgir. Ef ég hefði orðið að búa í borg, hefði ég hvergi fremur viljað eiga heima. Mér lízt ekki á ef ég ætti að stunda búskap í sveit á íslandi. Ég tel mig heldur ekki hafa tapað neinu á að vera hér vestan hafsins. Ég hef kynnzt mörgu, sem ég hefði ella ekki átt kost á að kynnast. — Þú hlýtur þó oft að hafa verið nokkuð einn. — Já, það er satt, en ég hef un- að því vel að vera einn. — Þú ert með öðrum orðum sáttur við tilveruna og bjart- sýnn? — Ég hef lifað mjög ánægju- legu lífi. Ég hef átt ágæta konu og yndisleg börn. Hvort ég sé bjartsýnn — það er vandi að svara því. Jú, ég held, að heim- urinn geti breytzt til batnaðar. Ég held hann breytist ekki til hins verra. Líf og dauði hafa ekki verið mér sérstakt vandamál. Ég er ekki kirkjunnar maður, en ég trúi á þessa miklu vitsmuni, sem koma fram í öllu náttúrunnar ríki. Ég vil taka undir með Davíð: Þú mikli eilífi andi, sem í öllu og alls staðar býrð. Menn mega kalla það guð, ef þeir vilja. í hverju siðuðu landi geta menn verið ugglausir í lífi sínu, ef þeir reyna að vera menn. Það er öðrum orðum að gegna t.d. með negrana í Suðurríkjunum — þeir geta auðvitað ekki talizt ugg lausir, og svo er víðar í heimin- um. En slíkt er þá skipulaginu að kenna. En það getur hver og einn búið ugglaus við okkar þjóð- skipulag hér í Kanada, svo fremi að hann sé maður. Við dvöldum lengi dags undir þaki skáldsins og það sagði okk- ur margar kátlegar sögur og margt fleira en hér er greint. Geislar kvöldsólar stóðu skáhall- ir á mórautt fljótið, og andköld gola stóð í hvítum hærum Gutt- orms, er við kvöddum hann á hlaðinu. > — Það fer að vöra, sagði hann. Svo héldum við aftur suður slétt- una miklu. S.S. 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.