Morgunblaðið - 19.07.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.07.1961, Blaðsíða 11
Miðvik'udagur 19. júlí 1961 MORCVNBLAÐIÐ 11 FURSTINN.af Monaco sveifl-jp aði skikkjunni framan í tarf-' inn — augnabliki síðar lá| hann milli fóta hans. Áhorf- endur öskruðu af skelfingu — Murillo nautabani kom æð andi að og reyndi að lokkajgl bola frá bjargarlausum furst-j anum. Sú eina, sem á yfirboi ð Stærsta skipulagssamkeppni á NorMndum 20 danskir arkitektar taka þátt i samkeppni um skipulagningu nýs hverfis i Reykjavik Furstinn í nautati inu virtist róleg, var Grace Kelly, eiginkona furstans, en við nánari athugun sást að hún hélt dauðahaldi í tösku sína svo hnúarnir hvítnuðu. Þetta gerðist á Mallorca fyr ir nokkrum dögum, er fursta- hjónin voru þar á ferðalagi. Efnt var til hautats þeim til heiðurs Og hinn frægi nauta- bani, Murillo, lagði af velli mörg naut. Eftir sýninguna bað Rainier fursti leyfis um að fá að fara inn í hringinn. Leyfið var veitt — daginn eft- ir. Næsta dag stökk ungur, fjör ugur boli inn á völlinn. Á áhorfendapöllunum sátu 50 gestir. Furstinn klæddi sig úr jakkanum, honum var afhent eldrauð veifa, Og síðan gekk hann á móti nautinu, ásamt MUfillo. Af þessu varð hið mesta gaman. Furstinn sýndi að í honum bjuggu ótvíræðir nautabanahæfileikar, en um síðir fékk hann nóg, þakkaði Murillo fyrir að hafa veitt sér tækifæri til að komast í ná- vígi við reiðan tarf og gekk á braut. Þá gerðist óvæntur atburð- Brotajárn við C arðskagavita 1 SUMAR hefur maður að nafni Guðni Ingimundarson í Borgar- túni í Garðahreppi unnið að því að ná brotajárni á land við Garð- skagavita. Keypti hann ásamt bróður sínum þrjú skápsflök þarna , en um tuttugu skip munu hafa strandað á Garðskagaflös- Góður afli togskipa við Norðurland Dalvík, 17 júlí MJÖG góður afli er nú hjá skip- um, er stunda tögveiði við Norð- urland. í gær kom togskipið Björgúlfur úr þriðju veiðiferð sinni á tæpum mánuði. Hefur afl- inn verið 80—100 lestir eftir viku útivist. Hann hefur ýmist verið lagður upp á Sauðárkróki eða Akureyri, og nú síðast á Dalvík. Mestur hluti hans hefur farið í frystingu. — SPJ. inni frá því um aldamót, að sögn vitavarðar Garðskagavita. Guðni hefur trukk með krana til umráða og smíðaði sér einnig kerru til að hafa aftan í trukkn- um. Síðan ruddi hann leiðina nið- ur að skipsflökunum, sprengdi stærstu járnstykkin og hlóð á kerruna með krananum. Hefur honum þannig tekizt að koma all- miklu járni á þurrt, en mun síð- an flytja það til Reykjavíkur Og selja sem brotajárn. Milli fjögur og fimm hundruð krónur fást nú iyrir tonn af brotajárni. Talsvert meira járn er þarna, en sjórinn lemur á því daga og nætur og rífur það smám sam- an sundur. Síðasta skipið, sem strandaði á Garðskagaflánni var finnskt. Það strandaði árið 1058 og keyptu menn frá Sandgerði flakið og rifu úr því allt nýti- legt. Afgangurinn af því er nú alveg horfinn. Helmingur af stóru skipi ,sem strandaði á stríðs árunum, sást einnig lengi, en hefur nú sömuleiðis orðið eyð- ingarmætti sjávarins að bráð. Tvö eða þrjú skip hafa strand- að við Garðskagavita síðan 1950 og sjást leifarnar af þeim enn. Skákþlng Norðurlanda hefst ■ Rvík nk. föstudag BKÁKÞING Norðurlanda verður eem kunnugt er haldið í Reykja- vík að þessu sinni, og hefst það n.k. föstudag kl. 7 e.h. í Gagn- fræðaskóla Austurbæjar. Mótið hefur einu sinni áður verið hald- fð í Reykjavík, árið 1950, og varð Baldur Möller þá Norðurlanda- meistari. Teflt verður I fjórum flokkum, Jandsliðsflokki, meistaraflokki i(tvískipt), 1. flokki og unglinga flokki. Er það einum flokki fleira en 1950. Unglingaflokkurinn bæt Sst við, en keppendur í honum mega vera 20 ára og yngri. Má f þeim flokki vænta harðrar keppni milli Jóns Hálfdánsson- •r, Braga Kristjónssonar, Bene- dikts Halldórssonar og norska piltsins Arne Zwaig. í 1. flokki verður eini kvenþátttakandinn. Er það danska skákkonan Gud- run Levald. í meistaraflokki keppa m.a. ‘Svíarnir Gannholm og Vannrud Danirnir Karlson og Schou, og Haukur Sveinsson af hálfu íslendinga. í landsliðsflokki er ekki ólíkegt að aðalkepnnin verði milli Inga R. Jóhannssonar og Axel Nielsens, sem keppti fyr ir Dani á Ólympíumótinu í Leip- zig. Aðrir koma einnig til greina, svo sem Gunnar Gunnarsson, Ingvar Ásmundsson, Guðmund- ur Ágústsson, Jón Pálsson, Lár- us Johnsen og Jón Þorsteins- son, auk Svíanna Lungdahl og Brynhammer. Dregið verður í öllum flokkum nk. fimmtudag kl. 8 í Café Höll uppi. Nautabaninn og furstinn (í' hvítu skyrtunni) stökkva til hliðar um leið og nautið gerir árás. Stuttu seinna lá furstinn undir dýrinu, bjargarlaus. ur. Nautið tók viðbragð og stökk með leifturhraða í átt til furstans, Hróp áhorfenda knúðu Rainier fursta til að líta við og hann varð svo hissa að hann gleymdi að stökkva til hliðar. Andartaki síðar lá hann undir dýrinu. Murillo brá skjótt við Og tókst að tæla nautið frá furstan- um. Furstinn reis á fætur og burstaði af sér rykið. Hann var alveg ómeiddur. Og hann var fljótur að komast til á- horfendapallanna — í öryggið. Rússar stöðva finnskt skip HELSINGFORS, 15. júlí. — — (NTB — FNB) — FINNSKA gufuskipið „Eira“ var síðastliðinn laugardags- morgun stöðvað af sovézku herskipi. Skeði þetta sunnar- lega á Eystrasalti, á alþjóð- legri siglingaleið. Fékk „Eira“ fyrirskipanir um að fylgja hinu sovézka herskipi eftir, og var siglt norður á bóg- inn í fullar tvær klukkustundir. Að svo búnu var hinu finnska skipi tilkynnt, að það gæti hald- ið áfram för sinni. „Eira“, sem er 2.321 lestir að stærð, var á leið til Gdynia í Póllandi, til þess að sækja kola- farm. f Kaupmannahafnarblaðinu BT hinn 12. júlí s.l. er grein um skipulagssamkeppnina fyrir nýtt hverfi í Reykjavík, milli Foss- vogs og Elliðaáa sem arkitekt- ar frá öllum Norðurlöndum taka nú þátt í. Samkeppnin hefur vakið mikla athygli, eins og fram kemur í greininnj og verða meginatriði hennar rakin hér á eftir: Þetta er mesta samkeppni um skipulagsmál, sem haldin hefur verið á Norðurlöndum, — stærst bæði að því er varðar upphæð verðlaunanna og stærð svæðis- ins, sem skipuleggja skal. Verð- launin nema alls 63 bús. d. kr. og eru 1. verðlaun helmingur þeirrar upphæðar. En svæðið er 452 ha. að stærð, eða eins stórt og allur innri hluti Kaupmanna- hafnar. (Til samanburðar má geta þess, að Reykjavík innan Hringbrautar er um 200 ha.) Svæðið á fyrst og fremst að skipuleggja sem fullkomið íbúð- arhverfi, með almenningsgörð- um, baðstað og jafnvel kirkju- garði, svo að eitthvað sé nefnt. Mörg bíiastæði f útboðinu fyrir samkeppnina er gert ráð fyrir mjög mörgum bílastæðum, eða þremur fyrir hverjar tvær íbúðir og einu bílastæði fyrir hverja 50 m2 gólfflatar í verzlunarhúsum. þess er getið til samanburðar, að í Kaupmannahöfn sé ekki gert ráð fyrir nema einu bíla- stæði fyrir hverja 100 m2 gólf- flatar við verzlunar- og skrif- stofuhús, og þó séu tiltölulega fleiri bílar þar, en nokkurs staS ar annars staðar í Danmörku. Síðan segir frá því hve nýjar íbúðir séu yfirleitt stórar í Reykjavk, en þeir sem taka þátt. í samkeppninni þurfa að taka tillit til þess. Gert er ráð fyrir, að þetta nýja hverfi verði hitað upp með hveravatni og að afgangsvatn á sumrin verði notað vegna bað- staðarins. Að lokum þarf svo að taka til- lit til þess, að Reykjavík er á jarðskjálftasvæði og verða flest hxisin því byggð úr járnbentri steinsteypu, enda sé nú nægjan- legt sement framleitt í landinu sjálfu. Kom með veika ESKIFIRÐI, 17. júlí. — Varðskip ið Þór kom hingað í morgun með mótorbátinn Tjald VE, en hann hafði fengið nótina í skrúfuna. Brezkur togari frá Fleetwood kom einnig hingað í morgun með tvo veika skipverja. Veikindi þeirra eru ekki talin alvarlegs eðlis. — G. W. aftur norður HAFNARFIRÐI — Rins og getið var um hér í blaðinu fyrir skömmu var 22 ára gam all piltur héðan úr bænum, Haraldur Jónsson, Jóns Þ. Jónssonar verkstjóra nær drukknaður er hann féll fyrir borð af síldarbát fyrir norðan. En fyrir snarræði og hreysti skipstjóra hans, Sigurðar Brynjólfssonar, varð honum bjargað og gerðar á honum lífgunartilraunir í 4 klukku- stundir áður en hann komst til fullrar meðvitundar. Fór Haraldur hingað suður þegar hann hafði jafnað sig og hefir siðan að mestu verið undir læknishendi. Hann var allmjög marinn á brjóstinu eftir hinar látlausu lífgunartil raunir, sem stóðu svo lengi og einnig hefir hann haft meðal sem hreinsar lungun. Haraldur er nú að mestu búinn að ná sér, og fyrir helgina fór hann aftur norð- ur á síldveiðar, þar sem hann mun verða á Hávarði, sama bátnum og hann tók út af. -<s>' „Gleymt er þá gleypt er“ JÁ, SVO segir máltækið, og allt- of oft látum við það satt segja. Mín fyrstu kynni af Færeying- um voru þau, að þeir voru að koma í land af skútum sínum til bændanna á Látrum, með kex og fleira og fá út á það leyfi til að skjóta nokkra „fúgla“ eða að taka nokkur pgg úr Látrabjargi. Vitanlega fannst okkur krökkun- um mikið happ að fá kexið og fannst það alveg furðulegt af feðrum okkar ef þeir urðu ekki við bón þessara fátæklegu sjó- manna, sem voru svo vingjarn- legir við okkur krakkana. En ég átti eftir að hafa meiri og nánari kynni af færeyskum sjómönnum, sem voru öll þann veg að þeir urðu meiri menn í mínum augum, svo mér verður alltaf hlýtt til þeirra, og skil vel þeirra hörðu lífsbaráttu, eins og raunar allir fslendingar. Það var kannske af því, að það var sem færi um mig einhver ónot þegar sú frétt barst, að eitt af varðskipum okkar hefði tekið þrjár handfæraskútur Færeyinga að ólöglegum veiðum við Kol- beinsey. Ekki efaðist ég þó um, að varðskipsmenn, þeir er skút- urnar tóku hefðu farið þar að lögum í einu og öllu, heldur hitt, að með því að beita þessi færa- skip vina okkar og nágranna hér í norðrinu, Landhelgislögunum út æsar, þá væri með því verið að sýna þeim óverðskuldaða harðleikni, til dæmis miðað við Bretann, sem sýnt hefir okkur hér á miðunum takmarkalaus- ann yfirgang og annað verra, svo ekki sé meira sagt, allt frá því þeir komu hingað til fisk- veiða og til þessa. En sú ljóta saga er kunn hverjum landa, og verður því ekki rakin hér. Ekkert slíkt hafa Færeyingar aðhafzt hér á miðunum, fyrr eða síðar. Þessar færaskútúr út við eyðiskerið Kolbeinsey, voru ekki varðar af bryndrekum með gín- andi fallbyssukjafta og alls konar morðtól. Varðskipsmönnum var ekki tekið með bareflum og öðr- um tólum er þeir hugðust vinna sín skyldustörf og fara um borð í skipin. Færeysku færakarlarn- ir kölluðu ekki á neina mömmu með brynvarinn pilsfald til að skríða uppundir. Nei, hinir- háttvísu skútuskip- stjórar voru menn til að standa reikningsskap gerða sinna, og að því að sagt er, lyftu húfum sínum í virðingarskyni við okk- ar varðskipsmenn er þeir stigu um borð í skipin, og létu þá færa skip sín til hafnar mót- ^ þróalaust, þar sem færin þeirra og afli var svo gert upptækt, auk þess veruleg sekt. Tugir brezkra togara hafa ver ið staðnir hér að ólöglegum veið- um en brezkir bryndrekar hindr að okkar varðskipsmenn í að koma þeim til hafnar. Öllum þess um skipum, voru gefnar upp all ar sakir, og tel ég þá ráðstöfim eðlilega og sjálfsagða, til að sýna sáttavilja okkar í landhelgisdeil- unni, enda munum við hafa vax ið í augum annara þjóða við þær aðgerðir, en það er ekki lík- legt að við gjörum það við töku þessara færaskipa, þegar í hlut á þjóð, sem allfcaf hefir sýnt okkur vinsemd, og mannað fyrir okkur fiskiflotann þegar við höfð um ekki menn til þess sjálfir, en „Gleymt er þá gleypt er“. Mundi það nokkru skipta okk ar landhelgi, úr því sem komið er, þótt færaskip Færeyinga fengju að veiða innan hennar innað fjórum mílum, og fengju aðeins áminningu við fyrsta brot? Ég held ekki, og teldi það verðskuldaðan vináttuvott að bjóða Færeyingum það, um ríf- legan ,,umþóftunartíma“. Látrum 26. júní 1961 Þórður Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.