Morgunblaðið - 07.06.1962, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.06.1962, Blaðsíða 17
* Fimmtudagur 7. júnl 1962 MORGVJSBLAÐIÐ 17 Þorbjorg Kristjansdottir frá Reykjum ÞEIR voru hlýir óg bjartiir fyrstu dagar sumarsins 1962, iþessir fögru sóldagar, sem tóku 4 faðm sinn eina af mínum fceztu vinkonum, frú Þorbjörgu Kristjánsdóttur frá Reykjum á Reykj abraut, og báru hana inn í lönd eilífðarinnar að því tak- marki, sem þrá allra Guðsbarna stefnir að, með eftirvæntingu hinna glöðu fyrirheita. i Þorbjörg fæddist 17. febrúar ’árið 1894 á Reykjum á Reykja- braut í Austur-Húsavatnssýslu. Hún var elzt af fimm börnum Kristjáns Sigurðssonar bónda á iteykjum og konu hans, Ingi- fejargar Pálsdóttur frá Akri. — Þorbjörg ólst upp hjá foreldr- um sínum. Hún lærði að leika á orgel, hannyrðir og útskurð og kenndi handavinnu um tíma. Árið 1915 giftist Þorbjörg Birni Magnússyni frá Ægisíðu, og er hann látinn fyrir nokkrum ár- um. Þau hjónin eignuðust fimm dætur og einn son. Elzta dóttir þeirra dó í æsku, en hin fimm eru á lífi. Þorbjörg og Björn bjuggu á nokkrum stöðum í Húnavatnssýslu og tvö ár á Húsey í Skagafirði. Árið 1930 fluttu- þau til Reykjavíkur, en nokkrum árum síðar skildu þau. Þorbjörg bjó í Reykjavík, lengst af með syni sínum, þar til hún Hjöitur og Sveinn Hjartarsynír Þú lognmilda haf, sem liggur með strönd, þú lokkar hvern djarfhuga mann. l*eir glitrandi töfrar og gljáskyggðu bönd, f geislum — þá standast ei kann. Eldlegur hugur, sem eygir þar gull, og ævintýr mikil og stór, því æskumanns hugsjón er hamingju- fuli hafmeyjar syngja í kór. Pú stáiskyggða haf — þín er stærðin svo víð, það er stolt fyrir æskumanns þrótt á knerri að sigla þá ólgan er stríð, mi kappi jafnt daga sem nótt. þótt stormurinn ærist við öldunnar dans, með of|a og skelfingardyn, samt er það oftast að maður til manns: hann minnist á hafið sem vin. Kn hver vill mér segja um kenningu þá, ■tð kvaddftr þft séu menn helm, *ð heilagur faðir í hafdjúpin blft hann hafi sán áform með þeim. Og sálir þar taki, en saltan f mar. J»ar sökkvi hann umbúðamergð, náttúru áform, í neyð er það svar, að náungans hugskoti berð. Bn söknuð það vekur, ég segi ekki meir, því sorgin er hljóð eins og nótt. þeir hurfu þar æskumenn hugdjarfir tveir. f>á höfðu sinn tápmikla þrótt. Bn kennlngin verður að vizku hvers manns, •ð varlega far þú á sjó. Hygginn í tíma hann leitar ttl lands, þar lifsvon er oftast, en þó! L... S. P. — minning andaðist 16. apríl. Ég kynntist fyrst sem ungl- ingur Þorbjörgu Kristjánsdótt- ur og manni hennar, Birni Magnússyni, er þau settust að sem búendur í Húsey í Skaga- firði, á næsta bæ við heimili foreldra minna. Þurfti ekki mikla skarp- skyggni okkar nágrannanna til þess að sjá, að þessi aðfluttu hjón í Húsey voru ekki bund- in við hlekki meðalmennskunn- ar, hvað gáfur óg framkomu snerti. Bæði voru þau góðum gáfum gædd, skemmtileg í við- ræðum og veitulir gestgjafar, enda þótt veraldarauður væri af skornum skammti. Átti hin söngelska og listunnandi hús- freyja ekki hvað sízt þátt í að gera heimili þeirra hjóna aðlað- andi. Fagrir útsaumaðir munir og útskornir hlutir töluðu á sínu þögla máli um hagleik hús- freyjunnar, sem á því sviði átti yfir góðum kennsluhæfileikum að ráða. Gjafir himinsins til okkar mannanna eru mjög fjölbreyti- legar. Tel ég jafnan, að þar megi í fremstu röð telja vináttu góðra manna. Ef ég lít til lið- inna stunda, nem ég jafnanstað ar með gleði við endurminning- ar um óteljandi skemmtilega og ágæta nágranna, bæði fyrr og síðar, og til þeirra töldust vissu lega Húseyjarhjónin, Þorbjörg og Björn. Milli þeirra og for- eldra minna mynduðust traust vináttubönd, sem entust ævi- langt og röknuðu ekki, þótt þau Húseyjarhjón yrðu að bregða búi og flytjast til Reykjavíkur eftir erfiðan veikindaferil hús- freyjunnar og andlát elskulegr- ar og efnilegrar ungrar dóttur. Bót í máli var, að börnin voru fleiri og öll efnileg og líkleg til námsafreka og nýtra starfa fyr- ir þjóðfélagið. Reyndist síðar rétt spá okkar nágrannanna. Vil ég nú við þessi þáttaskil í lífi Þorbjargar þakka henni og fjölskyldu hennar fyrir margra ára vináttu og tryggð við foreldra mína og okkur syst- urnar og hið góða og hlýja at- hvarf, sem við Steinunn systir mín áttum á heimili þeirrar fjöl skyldu ,er við dvöldum við nám í Reykjavik. Ég hlakka til þess, Þorbjörg vinkona mín, að hitta þig aftur einhvern góðan veðurdag inni í hljómlistarlandi eilífðarinnar. Löngumýri, Skagafirði, 3/5 1962 Ingibjörg Jóhannsdóttir. Járnsmiðir á Sel- fossi semja við K. 4. Á FÖSTUDAG var gerður sér- samningur um kaup og kjör milli Járniðnaðarmannafélags Árnes- sýslu og Kaupfélags Árnesinga á Selfossi. Hækkar grunnkaup um þau 4%. sem samið var um í fyrra, að kæmu nú til fram- kvæmda, og að auki fá sveinar eftir 1 ár 5% uppbót, eftir 3 ár 7,5% og eftir 5 ár um 10%. Þá hækkar kaup nema, sem ljúka námi og starfa áfram hjá sama fyrirtæki, um 5%. Jafngildir þessi sérhækkun um 8%. HINN 29. maí varð frú Sesselja Bæringsdóttir, Hofakri í Hvamms sveit, Dalasýslu, sjötug. Hún er fsédd 29. maí 1892 og voru for- eldrar hennar Bæring Jónsson, bóndi á Laugum og kona hans, Margrét Sigurðardóttir. Sesselja giftist ung Sigurði Breiðfjörð Sigurðssyni frá Harastöðum og bjuggu þau lengi í Köldukinn á Fellsströnd, en fluttust þaðan að Hofakri 1948. Sl. haust brugðu þau hjónin búi og fluttust suður í Voga, þar sem ætlunin var að dveljast a. m. k. vetrarlangt eða lengur. Hafði Sigurður þó á orði um leið og hann fór, að þau myndu koma aftur með vorinu, en dvöl hans syðra varð ekki vetrarlöng, því að hann andaðist þar, var fluttur heim aftur og jarðsettur að Hvammi í Dölum hinn 7. febrúar sl. Sigurður heit- inn var vörpulegur að vallarsýn og búhöldur góður. Hann var og hinn mesti hagleiksmaður og vann löngum að smíðum jafn- hliða búskapnum, m. a. húsa- smíði. Komu handtök hans mörg- um að góðu haldi. Hjónaband Sesselju og Sigurð- ar varð langt og farsælt. Þau eignuðust 5 börn, öll mannvæn- leg. Þau eru þessi: Fjóla, gift Guðmundi Ágústssyni frá Stykk- ishólmi, búsett í Reykjavík; Jóhanna Hólmfríður Rath, gift og búsett í Los Angeles í Kali- forníu; Margrét, húsfreyja að Saursstöðum í Haukadal, gift Jóni Hjálmtýssyni; Eiður, bú- settur í Vogum, Gullbringusýslu, kvæntur Ásu Árnadóttur; og Stefnir, ókvæntur, til heimilis að Hofakri. Sesselja bjó bónda sínum og börnum hlýtt og gott heimili, sem hún annaðist af umhyggju og prýði alla tíð. Þangað var alltaf gott að koma, enda hús- freyja jafnan létt í lund og hress í tali, gestrisin og greiðasöm við hvern, sem að garði bar. Nú er mikil breyting á orðin, þar sem eiginmaðurinn er fall- inn í valinn, en fjölmennur hóp- ur barna og barnabarna mun vafalaust búa Sesselju hlýtt og notalegt ævikvöld. Hún dvelst um þessar mundir að Hofakri og býr sig undir að afhenda jörðina ábúanda þeim, sem við henni tekur í næstu fardögum. Fjöldi frænda og vina mun senda henni hlýjar kveðjur á þessum timamótum og óska henni alls hins bezta. F. Þ. Elín Ásdís Björnsdóttir Kveðja F. 28. 9. 1960. D. 19. 1. 1962. HINN 19. jan. sl. lézt að heim- ili foreldra sinna, Silfurteig 1, Reykjavík, Elín Björnsdóttir. — Þennan stutta tíma sem hún fékk að lifa hjá okkur var hún sólargeisli foreldra sinna og allra sem hana þekktu. — Hún átti við ólæknandi sjúkdóm að stríða og leið mikið af hans völdum. Við þökkum Guði fyr- ir að gefa henni hvíld og frið. Blessuð sé minning þín, Elín litla. Við kveðjum þig Elín með trega og sorg, sem tíminn einn læknað getur. En minning þín lifir um ókomin ár, við vitum nú líður þér betur. í Drottins nafni kveðjum við Þig, elsku Elín mín litla. Því nú er slokknað þitt lífsins Ijós, og horfið brosið þitt bjarta. famla brúin hverfur VINNA er hafin við smíði nýrr- ar brúar á Blöndu hjá Blöndu- ósi. Brúin verður 69 m löng og 9 m breið með tvöfaldri akibraut og tveimur gangstéttum. Hún verður steinsteypt bitabrú, byggð með nýrri aðferð, svo kallaðri kapalsteypu, og fyrsta brúin hér á landi af þeirri gerð. Brúin verður byggð í tvennu lagi. í sumar verður tekin fyrir hálf breiddin en hin að sumri. Rann- sókn á brúarstæðinu leiddi í ljós að það er langbezt nákvæmlega þar, sem gamla brúin stendur. Þegar smíði fyrra helmingsins er lokið, verður umferðin færð yfir á hann en gamla brúin rifin og seinni helmingurinn byggður þar. Brúarsmiður verður Þor- valdur Guðjónsson en verkfræð- ingur á staðnum Sigfús Örn Sig- fússon. Gamla brúin á Blöndu er elzta brú landsins, byggð 1897. Hún er enn mjög traust en bagalega mjó. ------------------- .4 ” r —v Einn Islending- ur árle^a LISTAHÁSKÓLINN í Kaup- mannahöfn hefur fallizt á að taka við einum fslendingi ár- lega til náms í húsagerðarlist, enda fullnægi hann kröfum um undirbúningsnám og standist með fullnægjandi árangri inn- tökupróf í skólann, en þau hefj ast venjulega í byrjun ágúst- mánaðar. Umsóknir um námsvist í skól- anum sendist menntamálaráðu- neytinu, Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg, fyrir 20. júní n. k. Sérstök umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. G. G. Til sölu er sólrík 2ja herbergja íbúð (jarðhæð), á mjög góðum stað í Austurbænum. Sérstaklega kyrrlát og róleg. Sér inngangur. Hitaveita. Upplýsingar í sírnum 15504 og 16881. A. Ei narsson & Funk BYGGINGAVÖRUVERZLUN ER FLUTT í Höfðafún 2 SIMI 13982.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.